Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 6
HEILLANDI AÐ NA FRAM • • GOMLUM HUOMI UR NÝJU HUÓÐFÆRI Hún er heims þekkt fyrir túlkun sína ó róm- antískri og nútímaorgeltónlist, auk þess að hafa sérhæft sig í túlkun enskrar 18. ald- ar orgelLónlistar. ANNA SIGRÍDUR EINARSDÓTTIR hitti Jennifer Bate sem leikur ó tónleikum í H allgrímskir kju nú um helgina og komst að dví að orgel eru jafn margvísleg og dou eru mörg. FJÖLBREYTNIN mun ráða ríkjum á tónleik- um Jennifer Bate í Haligrímskirkju. Morgunblaðiö/Golli JENNIFER Bate var nýkomin úr flugi frá London þegar blaðamaður hitti hana í Hallgrímskirkju, en hún heldur tvenna tónleika í kirkjunni og verða þeir fyrri í hádeginu á laugardag en þeir síðari á sunnu- dagskvöldið. Jennifer hafði því ekki enn gefist tími til að kanna orgel kirkjunnar, en virtist lítast vel á hljóðfærin og allar aðstæður. „Þið eruð heppin að hafa tvö orgel héma,“ segir Jennifer og bætir við að hún leiki á orgelið niðri í kirkjunni til að ná fram réttu andrúmslofti á kvöldtónleikunum. „Það væri synd ef ég sæti í lokuðum klefa, því þá ná áheyrendur ekki að sjá alla hreyfinguna og lífið sem einkennir verkin.“ Maður ársins i Frakklandi Það eru um 30 ár síðan Jennifer gerði tón- listina að atvinnu sinni og hefur hún leikið stöðugt síðan. Hún nýtur mikillar virðingar sem tónlistarmaður og var meðal annars kos- in maður ársins af frönskum tónlistarsamtök- um fyrir nokkrum árum. Hún var þá þriðji Bretinn til að hljóta þá viðurkenningu, en hin- ir voru sir George Sholti og sir Yehudi Menu- hin. Jennifer hefur sérhæft sig í breskri 18. aldar tónlist, rómantískri tónlist og nútíma- orgeltónlist, þar sem hún hefur hlotið mikla viðurkenningu fyrir flutning sinn á verkum tónskáldsins Olivier Messiaen sem hún átti í góðu sambandi við. Auk þessa hafa ýmis bresk tónskáld samið verk fyrir hana og má þar nefna Peter Dickinson og William Mathi- as. „Öll tónlist hæfir ekki sama hljóðfærinu því orgel eru mjög ólík hljóðfæri," segir Jennifer og bætir við að hljómburður hverrar bygging- ar hafi þar líka sitt að segja. „Ég get til dæm- is sagt að mörg gömul ensk tónverk koma ekki vel út í Frakklandi því hljómurinn er ekki sá sami.“ Jennifer leggur mikinn metnað í að kynna sér vel þá tónlist sem hún leikur og er þetta áberandi í öllum þeim rannsóknum sem hún leggur á sig fyrir 18. aldar tónlistina. „Ég hef mjög gaman af að leika á söguleg hljóðfæri og að leika á þau tónlist tímabils- ins.“ Undanfari þess hljóðfæraleiks er þó mjög mikil undirbúningsvinna því að Jennifer leggur á sig að kanna 18. aldar menningu og lifnaðarhætti ítarlega í því skyni að ná fram rétta hljóminum. Þetta felur m.a. í sér að hún fræðist um klæðnað tímabilsins, sem og mat- ar- og ferðavenjur fólks. „Það er svo skemmtilegt hvemig hver og einn þessara þátta hefur áhrif á hina,“ segir Jennifer. „Ég varð alveg heilluð þegar ég komst að því að nokkrir vina minna frá háskólaárunum til- heyrðu hópi sem æfir dansa frá 18. öld og fyrri hluta þeirrar 19. í búningum tímabilsins. Því þegar haft er í huga að stór hluti tónlistar á þessum tíma byggðist á dansi, þá er í raun ekki hægt annað en að taka hann með í reikn- inginn.“ Klæðnaður og mataræði hefur áhrif á tónlistina „Það var ekki fyrr en með Haydn og sinfón- íum hans að dans- og sinfóníutónlist færðist hvor í sína áttina", útskýrir Jennifer. „Þegar rætt er um nótnaborðstónlist fyrri tíma verð- ur að gera ráð fyrir að hún hafi verið leikin fyrir dansi á heimilum fyrirfólks, sem án efa hafði áhrif á hvemig hún var samin.“ Að mati Jennifer er mikiivægt að hafa þetta í huga við flutning verkanna. „Þegar verk er leikið fyrir dansi fyrir fólk sem kann sporin og ekki gefst tími fýrir dansinn innan hljómfallsins þýðir það að það er verið að gera eitthvað vitlaust." Jennifer hefur því eytt töluverðum tíma í að fylgjast með dönsumm. „Ég fylgdist með sporunum og búningunum, sem hafa mikil áhrif á hreyfígetu dansaranna. Það hefur til dæmis áhrif hversu þröngt reyrðar konumar em, hvemig skór era notaðir og jafnvel sylgj- an á skónum skiptir máli. Það þarf að rekja lið fyrir lið heilt net sögulegra smáatriða til að ná fram réttri túlkun," segir Jennifer og bætir við að fjöldi annarra atriða tengist þessu neti svo enn frekar, s.s. mataræði fólks, líkams- þyngd og fleira. Samskipti tónskálda em Jennifer einnig mikið áhugamál, sem og hvað þau sögðu hvert um annað og fleira sem tilheyrir bakgranni verkanna. Rannsóknir á hlustun fyrri tíma heilla hana líka mikið og telur hún rannsókn- arefnið mikilvægt þar sem ekki sé hægt að fara aftur í tíma og heyra með eyram ann- arra. „Við heyram verkin í gegnum nið nútím- ans. Þeir þurftu að hlusta í gegnum umferð- araið hesta og hestvagna, við heyrum í gegn- um þotuhljóð Concordvélanna," segir hún og brosir. „Að mínu mati þarf því að horfa mun lengra en á svörtu nóturnar á nótnablöðunum. Einnig verður að hafa í huga að ekki var allt skrifað á nótnablöðin, svo það getur verið vandaverk að flytja verk í upphaflegri útsetn- ingu. Sé slíkt hins vegar gert á réttan hátt nær maður að gæða verkið lífi á nýjan leik.“ Orgelið verður að leika með hljómi kirkjwnnar 18. aldar tónlist hefur verið á verkaskrá Jennifer s.l. 20 ár, en áhuga hennar má meðal annars rekja til þátttöku í Haselmere-tónlist- arhátíðinni. Hátíðin er tileinkuð tónlist fyrri tíma og þar kom hún fram ásamt Dolmetsch- sveitinni. „Ég var lánsöm, faðir minn var góð- ur kennari og fólk kom víða að til að læra hjá honum. Hann gaf sig hins vegar aldrei út fyr- ir að kunna allt.“ En það var hann sem hvatti Jennifer til að taka þátt í hátíðinni þegar tækifærið bauðst. „Þú verður að gera þetta, þú átt eftir að læra svo mikið um tónlist þessa tíma. Það er hins vegar mikilvægt að þú spilir eftir lagi sveitarinnar.“ Hún segir þetta hafa verið upp- haf góðrar vináttu, því í framhaldi gerði hún sér jafnan ferð til Carls Dolmetsch, sem var doktor í tónlist, og naut sérþekkingar hans þegar hún æfði ný 18. aldar verk innan hans sérsviðs. „Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem ver allri ævinni í að kanna hluti í miklum smáatriðum, líkt og Dolmetsch gerði.“ A sínum yngri áram lék Jennifer einna helst tónlist hvers tímabOs á hljóðfæri frá sama tíma. „Mér fannst mjög erfitt að leika gamla tónlist á nútímahljóðfæri þannig að ég væri ánægð. En eftir að hafa leikið svo lengi á gömul orgel finnst mér það hins vegar alveg frábært. Það er eitthvað heOlandi við að reyna að ná fram gömlum hljómi úr nýju hljóðfæri." Jennifer hafði einungis náð að hlusta á org- el Hallgrímskirkju í nokkrar mínútur og gat því lítið tjáð sig um hljóm þess. „Ég mun reyna að ná fram hljómi sem er jafn líkur hljómi ensks orgels og hægt er. Hljóðið verð- ur ekki hið sama, en verkin sem ég hef valið ættu að hljóma vel á orgelinu." Hún segir þó að taka verði tillit til fleiri þátta. „Hér leik ég í frábærri byggingu með bergmáli og formi sem ég verð að virða. Ég verð að leika verkin á þann hátt sem byggingin leikur þau best, en mikið af 18. aldar tónlistinni var samin sem létt skemmtun á heimOum aðalsins." Tónleikagestum í Hallgrímskirkju er þó ekki eingöngu boðið upp á 18. aldar tónlist því tónleikadagskráin er fjölbreytt. Á laugar- dagstónleikunum leikur hún tO að mynda breska tónlist frá 18. öld og fram tO dagsins í dag. En þeir tónleikar era styrktir af British CouncO, sem er mennta- og menningarstofn- un Bretlands, í samvinnu við sendiráðið hér. Jennifer segir tónleikana veita gott tækifæri til að heyra hinn margvíslega hljóm orgelsins. Á sunnudagskvöldið kveður hins vegar við annan tón og er sú dagskrá á öllu rómantísk- ari nótum, en þar verða leikin fleiri 19. aldar verk. Auk tónleikanna tveggja mun Jennifer einnig bjóða upp á „masterclass" í Hallgríms- kirkju þriðjudagskvöldið 20. júlí og er al- menningi frjálst að fylgjast með. Þar munu sex íslenskir orgelleikarar njóta handleiðslu hennar á þriggja tíma námskeiði. „Ég hlakka mikið tO þessa,“ segir Jennifer og kveðst hafa valið verkin á námskeiðinu með tilliti tO þess að þar sé tekist á við fjölda ólíkra tæknilegra vandamála. FrwmflwHi siðasta verk Messiaens Jennifer er ekki síst þekkt fyrir kynni sín af tónskáldinu Olivier Messiaen og segir hún hann hafa haft mikO áhrif á sig sem tónlistar- mann. „Við hittumst 1975 og hann skrifaði vel um flutning minn á tónlist sinni.“ Hann átti síðan eftir að reynast Jennifer vel og hafa mörg verka hans verið gefin út í flutningi hennar. „Við unnum oft saman í þau 17 ár sem við þekktumst og sú samvinna jókst eftir því sem hann kom sjaldnar fram á tónleikum. Þetta var sérlega gefandi reynsla og ég var heppin að kynnast honum á þessum tíma- punkti." Messiaen merkti alla partítúra í verkum sínum á nótnablöð Jennifer og það var hún sem framflutti hans síðasta verk, Livre de Sa- int Sacrement, í kirkju tónskáldsins að því viðstöddu og á orgelið sem verkið var samið á. „Það var dásamleg reynsla," segir Jennifer. Livre de Saint Sacrement var samið 1986 og var tekið upp ári síðar í flutningi Jennifer. Fyrir þá upptöku var hún valin maður ársins af tónlistarsamtökum í Frakklandi, en upp- takan hlaut Grand Prix de Disc-verðlaunin og mikið hól. „Það var stórkostlegt að gera þetta af því að ég vann þetta algerlega með Messi- aen. Ég sagði líka við hann: Þetta er upptak- an sem þú hefðir gert ef þú hefðir haft tíma tO að undirbúa hana. Enda hefur hún í raun ekk- ert með mig að gera,“ segir Jennifer. En allt ferli upptökunnar var með formerkjum Messiaens. Hann valdi upptökur, staðsetti hljóðnema, hlustaði á allar æfingar, sat við hlið hennar og skráði niður athugasemdir um tónlistina. Á öllum tónleikaferli sínum segist Jennifer aldrei hafa leikið sömu tónleikaskrána tvisvar, nema hún hafi verið beðin sérstaklega um að leika ákveðin verk, eins og t.d. safn verka Messiaen. „Ég hef leikið alla tónlistina áður, en ekki í sömu röð. Mér finnst gaman að hanna hverja tónleika eftir tOefninu og staðn- um sem ég leik á. Það er líka hvatning tO þess að halda uppi yfirgripsmikilli verkaskrá.“ Lífið er ekki alllof réttlóft og stwndum hefwr maður lélegt hljóðfaeri að leika á Það eru þó ekki eingöngu verk annarra tón- skálda sem Jennifer leikur, því hún semur líka sjálf. Hún segist þó ekki gera mikið af því, en engu að síður eiga tónleikagestir í Hallgrímskirkju eftir að heyra tvö verka hennar. Annað þeirra var samið sérstaklega fyrir Westminster-dómkirkjuna í London vegna tónleika sem BBC hljóðritaði. „Það er fyrsta verkið sem ég samdi og er sem betur fer mjög stutt,“ segir Jennifer og hlær. Hún segir fulltrúa Westminster hafa farið þess á leit við sig að hún léki sem aukanúmer lag sem aldrei hefði verið leikið í kirkjunni áður. „Og þar sem ég fékk ekki að vita hvað hefði verið leikið í kirkjunni áður, þá varð ég að semja sjálf.“ Hún kveðst annars einna helst semja tónlist þegar hún er á ferðalögum, því þá verði hún stundum veðurteppt einhvers staðar í einn eða tvo daga og hafi lítið annað við tímann að gera. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvaðan andinn komi yfir hana og segir Jennifer hann margvíslegan. „Innblásturinn getur til dæmis komið frá því að leika á hljóðfæri sem er ekki sérstaklega gott. Eitt minna betri verka var einmitt skrifað undir þeim formerkjum að líf- ið sé ekki alltaf réttlátt og að stundum hafi maður lélegt hljóðfæri að leika á. En þar leit- aðist ég við að ná fram sem bestum hljómi í hræðOegu hljóðfæri. Sem betur fer þarf ég ekki að leika það verk héma,“ bætir hún við. Jennifer lætur þar þó ekki staðar numið því hún vinnur einnig að því að kynna orgelið og innviði þess fyrir bömum og unglingum. „Fyrir löngu spurði einn nemenda minna hvort hann mætti koma með bömin sín í kirkjuna og hvort ég gæti leitt þau í gegnum það sem á sér stað innan og utan orgelsins. Af þessu tilefni þróaði ég með aðstoð íoður míns dagskrá þar sem ég skipti tdjóðfærinu upp og fékk meðal annars orgelsmið tO að gera fyrir mig sett af litlum orgelpípum." Kennslan hef- ur síðan hlaðið utan á sig og nú tekur Jennifer orgelpípumar oft með sér þegar hún ferðast um England og fræðir áhugasama. Á því er enginn vafi að orgelið leikur stórt hlutverk í lífi Jennifer; hún aðstoðaði meira að segja við hönnun rafmagnsorgels. Það er tölvuorgel og á hún eitt slíkt heima hjá sér. „Ég myndi ekki segja að mig langaði tO að leika á það á tónleikum, en það er gott til kennslu og æfinga, því það lætur þig mis- kunnarlaust vita ef þú gerir mistök." Jennifer neitar því hins vegar að hún eigi sér einhvers staðar uppáhaldsorgel. „Ég segi alltaf að það sé það næsta,“ segir hún og brosir. „Þið erað heppin að eiga gott hljóðfæri hérna og ég er mjög heppin að^ þetta skuli vera næsta orgel sem ég leik á. Ég vO þó heldur beina athygl- inni að því hversu dásamleg tónlist er en að einblína á hljóðfærið. Það heillar mig meira að flytja tónlistina við ólíkar aðstæður. Það er tónlistin sem er kjami málsins og það er hún sem ég reyni að koma tO skila. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN5 ~ MENNING/LISTIR 17. JÚLÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.