Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 9
sem búið hefur við heilsuleysi og fátækt mest- an hluta ævi sinnar skuli hafa getað skapað þvílíkan fjölda af fallegum listaverkum. Maud þjáðist af liðagigt og stuttu eftir að hún flutti til Everetts voru hendur hennar orðnar svo krepptar að hún hætti að geta unnið venjuleg heimilisstörf. Gigt og tíð höfuðverkjaköst komu þó ekki í veg fyrir að Maud héldi áfram að mála og oft sat hún daglangt við iðju sína við opnar útidyrnar, þar sem sterkar gufur málningarinnar angruðu hana minnst. Maud fór sjaldan langt frá heimili sínu eftir að hún flutti til Marshalltown en þótt sjón- deildarhringur hennar hafí verið takmarkaður eru myndir hennar langt frá þvi að vera eins- leitar. Myndefnið, sem átti sér ávallt fyrir- mynd í nánasta umhverfi listakonunnar og hún geymdi sér í minni, er fjölbreytt og myndirnar eru bæði líflegar og litríkar. Maud fékk enga raunverulega myndlistarmenntun en verk hennar bera vott um mikla óhefta sköpunar- gleði sem oftar en ekki einkennir hina svoköll- uðu alþýðulistamenn. Sérstaða Maud er þó ekki hvað síst fólgin í þeirri miklu kímnigáfu sem birtist í verkum hennar, eins og til dæmis ævintýralegum myndum af þrífættum kúm, uxum með löng augnhár og grænum engjum innan um snjóbreiður. Og svo virðist sem al- menningur kunni ekki síður að meta myndir listakonunnar í dag en í lok sjöunda áratugar- ins þegar hún seldi þær nýmálaðar fyrir 2-5 dollara stykkið, því á þessum þrjátíu árum hafa þær meira en þúsundfaldast í verði. Everett seldi samúðarkortin Maud Lewis lést úr lungnabólgu 30. júlí 1970 á sjúkrahúsi í Digby og var jörðuð í bamalík- kistu við hlið foreldra Everetts. Fjölmenni sótti minningarathöfnina sem haldin var við gröf hennar að ósk Everetts sem neitaði að fara til kirkju. Maud hafði selt margar myndir síðustu árin og hjónin voru ekki aðeins skuld- laus heldur áttu einnig dágóða innistæðu í banka en Everett hélt þó uppteknum nirfils- hætti eftir lát Maud. Samúðarkortin sem bár- ust eftir útför hennar, þar á meðal kort frá Nixon Bandaríkjaforseta, seldi hann til dæmis vandalausum fyrir einn dollara hvert. Segja má að nirfilshátturinn hafi svo að lokum dregið Everett til dauða en hann lést árið 1979 eftir átök við ungan mann sem braust inn hjá hon- um í því skyni að stela sparifénu hans. Varðveisla Strax eftir fráfall Everetts leituðu aðdáend- ur listakonunnar leiða til að varðveita litlá hús- ið í Marshalltown en urðu vegna fjárskorts að láta það standa áfram á sama stað í nokkum tíma, berskjaldað fyrir veðri og vindum. Það var svo í raun og vera ekki fyrr en 19 áram eft- ir lát Everetts að draumur þeirra, sem að varð- veislu hússins stóðu, rættist loks þegar sýning- arsalur tileinkaður Maud Lewis var opnaður í yndum sínum nöfn en þegar hún afhenti kaupanda gði hún honum að málverkið héti „Brúðkaupsveisl- og Everett í hestvagni á leið frá kirkju eftir gifting- sn engir veislugestir eru sýnilegir. a myndlistarmenntun en verk hennar bera vott um sm oftar en ekki einkennir hina svokölluðu alþýðu- listamenn. ar m i 9- LITLA HÚSIÐ í Marshalltown var stærsta listaverk Maud. Húsið og þeir innanstokksmunir sem varðveist hafa eru nú til sýnis í iistasafni AGNS í Halifax. augum Everetts, var aðeins tæpir 16 fermetrar að flatarmáli, auk lítils svefnlofts, og þar var hvorki rennandi vatn né rafmagn. Á þeim rúm- um þremur áratugum sem Lewis-hjónin bjuggu í húsinu gerði Everett engar endur- bætur á húsakynnum þeirra en Maud bætti upp vanrækslu hans, að minnsta kosti að hluta til, með því að skreyta húsið og innanstokks- muni þess hátt og lágt með marglitum mynd- um. Hún skreytti ekki aðeins ofninn, glerið í gluggunum og útihurðina heldur einnig ýmsa smáhluti og eldhúsáhöld heimilisins, eins og til dæmis fægiskóflur, bakka og kökubox og því má með sanni segja að litla húsið í Mars- halltown sé hennar stærsta listaverk. Ævintýralegar myndir Myndir listakonunnar eru afar sérstakar og það er aðdáunarvert að ómenntuð manneskja húsakynnum Art Gallery of Nova Scotia í Hali- fax. þar hefur litla húsinu nú verið komið fyrir, ásamt öllum þeim innanstokksmunum, sem varðveist hafa, og þar má einnig skoða málverk listakonunnar, ljósmyndir sem teknar vora af Lewis-hjónunum á sjöunda áratugnum og ýmsar aðrar heimildir um líf Maud og störf. Og þar hafa Kanadamenn svo sannarlega gefið þessari merkilegu alþýðulistakonu verð- ugan samastað. Höfundurinn er (lugfreyja og blaSamaður í lausa- mennsku. Hcimildin The Illuminated Life of Maud Lewis, e. Lance Woolaver - www.agn8.ednet,n8.ca. VIÐ SAlNT- RÉMY-DE- PROVENCE SIGURBOGINN, hluti af „Fornminjum“ Saint-Rémy-de-Provence HIN FORNA BORG GLANUM EFTIR HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR Bærinn $aint-Rémy-de-Provence í Frakklandi lætur lítið yf- ir sér við fyrstu sýn, en í um 2 km fjarlægð er að finna ótrúlegar minjar hinnar fornu borgar Glanum. Saman eiga þessir tveir staðir 2.300 óra gamla byggðarsögu. SAINT-RÉMY-DE-PROVENCE er í Bouches-du-Rhöne hérað- inu, í um 20 kílómetra fjarlægð frá borginni Avignon og liggur við rætur Alpilles-fjallgarðsins. íbúafjöldi er um 9.300 og er þetta dæmigerður, en jafnframt mjög fallegur suðurfranskur smábær. í miðbænum er að finna byggingar frá 15. og 16. öld; þeirra á meðal er Hötel de Sade sem hýsir nú safn muna er fundist hafa í Glanum. Bæjarfélagið getur státar sig af mörgu, meðal annars því að vera fæðingar- borg Nostradamusar (1503-1566), og af klaustrinu Saint-Paul-de-Mausole, sem frá dögum byltingarinnar hefur hýst geðveikra- hæli. Þangað hefur margt frægra manna leit- að, til dæmis listmálarinn hollenski, Vincent Van Gogh (1853-1890), er dvaldi þar í eitt ár, frá 1889-1890. Varð hann fyrir miklum áhrif- um af fegurð staðarins og málaði mörg af sín- um þekktustu málverkum á þessu ári, m.a. Stjömunótt (1889, olía á striga, New York, Museum of Modem Art). Þess má geta að að- eins tveimur mánuðum eftir útskrift af hælinu stýtti hann sér aldur. Ibúar Saint-Rémy-de-Provence búa við góð lífsskilyrði og heimskunnir einstaklingar eiga þarna húsnæði til tímabundinnar notkunnar ár hvert. Má í því sambandi nefna Karólínu Mónakóprinsessu og hafði Díana, heitin, prinsessa lagt kaup á húsnæði, en var eins og öllum er kunnugt, hrifin á brott sviplega og fékk því ei notið hins Ijúfa lífs í Saint-Rémy- de-Provence. Hins vegar laðar bærinn að sér þúsundir ferðamanna ár hvert vegna annarr- ar ástæðu. í um 2 kílómetra fjarlægð suður frá þessum rómaða stað eru að finna elstu borgarrústir frá tímum Gallíu, er fundust árið 1921. Saga Glanwm Hér er um að ræða leifar gallverskrar borgar er byggðist á vel kunnum griðastað þar sem var að finna heilsulind, sem talin var' búa yfir lækningarmætti. Fyrir daga Róm- verja dýrkuðu Gallar annars vegar guðinn Gl- an og hins vegar Móðurgyðjumar (Glaniques eða Déesses Méres). Þaðan er heiti borgar- innar komið. Öll vitneskja um sögu þessarar borgar er fengin frá fomleifauppgreftrinum, þar sem lítið er að finna af skrifuðum heimild- um. Fyrstu menjar um byggð er fundist hafa eru frá 2.-1. öld f.Kr. Þá vora Gallar farnir að þróa tækni við steinhögg til byggingafram- kvæmda. Stutt frá Glanum er að finna kalk- steinsnámu en sú grjóttegund er tilvalin til þeirrar virltiu. Á sama tímabili vora þeir einnig famir að slá sína eigin mynt. Sjá má áhrif af grískum byggingarstíl, en fámennur hópur Grikkja hafði sest að í borginni Massal- ia um 600 f.Kr., (í dag MarseUle). Þetta voru kaupmenn frá Litlu-Asíu og allt þar til um 200' f.Kr. lifði þessi fámenni hópur i friði og spekt með íbúum Gallíu. Þeir stunduðu blómleg við- skipti og stofnuðu m.a. nýlendur. I austur af Rónardalnum var það borgin Agde, í vestur borgin Nice og í austur eyjan Korsika. En eft- ir árið 200 fóru Gallar að ógna tilveru Grikkj- anna, sem voru of fámennir til að verjast. Þeir leituðu aðstoðar Rómverja sem á átta árum hertóku það svæði sem í dag kallast Provence, en var þá þekkt sem Narbonnaise og var fyrsta rómverska héraðið í Gallíu. Það var svo 60 áram síðar sem þeir höfðu allt landið á sínu valdi. Glanum var hertekin árið 123 f.Kr. af róm-* verska hershöfðingjanum Sextius Cavinus sem svo ári síðar stofnaði borgina Aix-en- Provence. Glanum blómstraði undir stjórn rómverska keisaraveldisins og á þeim tíma^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JÚLÍ 1999 9,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.