Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 11
,HVER sagði herbergisþernunni?" spyr Ann-Sofi Sidén í verki sínu: Við erum aldrei ein, það er fylgst með okkur öllum stundum. Morgunblaðið/SF SIGMAR Polke potar í augu. ins sem þeir búa við og endurskapa eigin út- gáfu af honum. Fólk er sett undir smásjá, undir auglit sí- vökuls „stóra bróður", og það er fylgst með hverri hreyfingu þess án þess að viðkomandi hafi hugmynd um að einhver eða einhverjir liggi á gægjum. Að sjálfsögðu er oftast um listræna blekkingu að ræða, þeir sem fylgst er með eru listamennirnii\ sjálfir eða vinir þeirra, meðvitaðir um upptökuvélina eða ljós- myndavélina og mörkin því óljós á milli sviðsetningar og veru- leika. Það er svo annað mál, að oft- ar en ekki er fólk að „svið- setja“ sjálft sig í veruleikanum og því skiptir kannski litlu hvort fylgst er með fólki sem veit að fylgst er með því eða fylgst með fólki sem hefur ekki þá vitneskju en hagar sér samt sem áður eins og á því hvíli myndavélaraugsf öllum stundum. Niðurstað- an er nánast sú hin sama; leikræn eftiröpun hvers- dagslegra atburða og^ FALDAR MYNDAVÉLAR í FENEYJUM Fyrir um mánuði hófst ein stærsta og metnaðarfyllsta alþjóðlega myndlistarsýning í heiminum, Feneyjalvíær ingurinn. SINDRI FREYSSON sigldi um síki nútíma- myndlistar í Feneyjum og drap niður fæti á fáeinum stöðum sem vöktu áhuga hans fyrir ólíkar sakir. FYRSTU daga Feneyjatvíæringsins minnir hann á fuglabjarg, þúsundir gesta streyma um sýningarsvæðið til að beija hinar ólíklegustu sýn- ingar augum, melta þær með sér, rökræða við aðra gesti um hvað stendur upp úr og hvað virðist létt- vægt. Snobbhænur, páfagaukar, hrægammar, fálkar, dúfur og einstaka örn berjast um athygli fjölmiðla og innbyrðis. Mikill vængjaslættur, mikið fjaðrafok, mörg fúlegg og fáir ungar sem skríða úr hreiðri. En eftir fyrstu holskefluna gætir meira jafnvægis og að viku liðinni er rólegt um að litast, fólk röltir um án þess að virðast hafa teljandi áhyggjur af klukkunni og þarf ekki að troða öðrum um tær til að sjá það sem hæst ber í Feneyjum það árið. Stundum standa skálarn- ir nær auðir fyrir utan gæslufólk sem mókir á stólum við vegg, mænir út í loftið eða hjalar við starfsfélaga sína um eitthvað allt annað en listræn afrek nútímans. Þetta eru með öðrum orðum ákjósanlegar aðstæður til að virða sýn- ingarnar fyrir sér. Og láta hugann reika. íhlutun (eftirlits)taekninnnr Einhverra hluta vegna gætir tilhneigingar hjá fólki - að minnsta kosti mér - til að reyna að finna einhvern samnefnara fyrir allar sýn- ingamar, rauðan þráð eða leiðarhnoða sem gengur í gegnum verk listamanna frá mis- munandi þjóðlöndum og menningarsvæðum. I þessu felst hættuleg freisting því þarna ægir öllu saman og vandasamt að spyrða það í eitt án þess að um of mikla einföldun verði að ræða. Fyrir utan greinilega austræna slag- síðu (og sérstaklega kínverska, enda telur sýningarstjórinn Szeemann „tíma til kominn að taka þá alvarlega“, einsog hann orðar það) þótti mér tvennt áberandi á tvíær- ingnum að þessu sinni: Annars vegar íhlutun tækninnar, þar sem lista- menn reyna í auknum mæli að miðla skapandi sýn með aðstoð myndavéla, myndvarpa, mynd- bandstækja, tölva og flókins hljóð- heims, auk alls kyns rafknúins búnaðar annars, tækja og tóla sem ég kann ekki að nefna. Hins vegar, og sá þáttur er oft nátengdur þeim fyrri, virðast margir listamenn á tvíær- ingnum vera upp- teknir af eftirlits- hluta samfélags- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚLÍ 1999 1 1-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.