Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1999, Blaðsíða 13
TERESE Hubbard og Alexander Birchler sýna átta Ijósmyndir úr herbergi Gregors (Samsa?), en þar virðist vistin daufleg. legt afsprengi gerviheims. Hann finnur myndir í tímaritum og býr til þrívíðar eftir- myndir þeirra, raunsæislegar en um leið hálfgildings fáránlegar gifsstyttur. Hann setur upp flóamarkað; söluborð notaðra upp- lýsinga. „Fréttirnar" sem verkin byggjast á stökkva þannig fram „alskapaðar", reynast vera ofvaxnar og gróteskar, og grafa þannig undan fyrirmyndum sínum á síðum blaðanna. Ahorfandinn er því vonandi ekki alveg jafn hugsunarlaus og ógagnrýninn og hann á vanda til, næst þegar hann flettir slúðurblaði, dagblaði eða glanstímariti... Vatn og þoka í kössum Við hliðina á íslenska skálanum, sem við leigjum af Finnum fyrir væna summu, er öllu látlausara sköpunarverk. Þar er að finna sér- kennilega byggingu eða skúlptúr, nánast hvít- an að lit. Efniviðurinn er í senn kunnuglegur og ókennilegur; kassar utan um vatnsflöskur. Þama hafa þeir Wolfgang Winter og Berthold Hörbelt hlaðið manngengan kastala úr um- búðum eins hins forgengilegasta í nútímasam- félagi. Þeir ná í senn að þróa hugmyndina um endurvinnslu í þágu listrænna markmiða og benda á nýstárlegar leiðir til að reisa ódýrar en ásjálegar vistarverur sem geta nýst sem t.d. garðskálar, biðstöðvar eða klifurgrindur fyrir krakka. Stálteinar ganga niður í gegnum kassana og halda þeim bæði saman og gegna hlutverki burðarvirkis. Listamennirnir þýsku segja hugmyndalist- ina hvorki tengjast efniviðnum né útfærsl- unni, heldur sé einfaldlega um að ræða niður- stöðu tilrauna sem þeir gerðu á vinnustofu sinni. Hvort sem það er sannleikanum sam- kvæmt eða ekki er aukaatriði, niðurstaðan er stílhreinn bræðingur byggingarlistar og „höggmyndalistar", sem hefur í senn marg- háttað notagildi og fagurfræðilegt gildi á eigin forsendum. Sáraeinfalt, en snjallt. Belgíska listakonan Ann Veronica Janssen hafði líka einfaldleikann að leiðarljósi í sínu verki, því hún hjúpaði innviði belgíska skálans með þoku þannig að gestir sáu ekki handa sinna skil. Þeir rétt greindu óljósar þústir á hreyfingu, aðra gesti sem þannig urðu hluti af þessari draumkenndu og draugalegu upp- setningu. Margt býr í þokunni, virðast hafa verið einkunnarorð Janssen, og meðal þess sem þar var að finna var landi hennar, Michel Francois, og verk hans. Vegna mistursins í rýminu gengu gestir bókstaflega á verk hans, þar á meðal biðukollur sem uxu á hvolfi út úr loftinu og risavaxinn dropa sem fleiri tugir vatnsfylltra plastpoka mynduðu. Vel heppnuð samvinna tveggja Belga, sem tryggði að áhorfendur þurftu að nálgast sýningu þeirra nánast í blindni. Og óöryggi og óvissu virðist fylgja opinn hugur. Karaoke í likkistu Ahorfendur í húsi Kóreu urðu hins vegar að troða sér inn í þrönga plussklædda klefa, vildu þeir njóta verks listakonunnar Lee Bul, sem fékk raunar sérstaka viðurkenningu á tvíæringnum. Hún stiilti upp tveimur klefum, bleikt pluss í öðrum, Ijósblátt í hinum, og minnir bæði á líkkistu á geimöld, símaklefa eða ofvaxna þvottavél. Þar er að finna sjón- varpsskjá og hljóðnema fyrir karaokesöng, eitt skýrasta tákn alþýðumenningar að margra mati. Bul er sögð vera upptekin af stöðu konunnar í Kóreu og klefamir tveir nokkurs konar táknmyndir sálfræðilegrar einangrunar þeirra í þjóðfélagi sem karlmenn hafa í tögl og hagldir. En þeir gestir sem voga sér þangað inn til að syngja lög að eigin vali komast fljótt að því að raddir þeirra heyrast um allt rýmið og rjúfa þannig einangrunina sem klefamir valda. Það vekur bæði hlátur og grátur að ganga inn í skálann og heyra mis- lagvissa gesti kyrja við raust lög Elvis og ABBA: Dancing Queen á Feneyjatvíæringn- um! Ekki slæmt stílbrot. FRÁ 13. JÚNÍ TIL 7. NÓVEMBER UÐUR SAMTÍMANS gert áætlanir um að leggja undir sig hluta af því ónýtta rými sem finna má í borginni og breyta því með þarfir tvíæringsins í huga. I þessum mánuði, þ.e. júlí, er gert ráð fyrir að Teatro Verde, útileikhús sem er búið sætum fyrir 1.500 manns á Isola di San Giorgio, verði opnað að nýju eftir að hafa staðið autt og ónotað um talsverðan tíma. Í ondurnýjun lífdaga? Við opnun sýningarinnar kvaðst forseti tvíæringsins, Paolo Baratta, telja aukið rými nauðsynlegt fyrir endurnýjun tvíæringsins, til að gæða hann nýju lífi. „Nýfengið sýning- arrými er einnig tákmynd þeirrar öfiugu ferðar inn í samtímalist sem Feneyjatvíær- ingurinn stendur fyrir. Undirtitiilinn Opið ofar öllu endurspeglar í raun og veru það hlutverk sem hinn nýi tvíæringur hyggst gegna; að vera 1 senn merkisberi minningar- innar um þessa öld og könnuður samtímans, ásamt þvi að ýta undir cfnilcgustu birtingar- myndir sköpunargáfunnar," sagði Baratta. Eins og venja er orðin veitti dómnefnd sýningarinnar nokkrum listamönnum sér- stakar viðurkenningar. Gullna Ijónið fyrir glæst ævistarf fengu þau Louisc Bourgeois og Bruce Nauman, sem hafa bæði - hvort ineð sínu hætti - beint sjónum áratugum saman að líkamanum, afmyndun hans og hiutgervingu, þar sem ógnin er ávallt skammt undan. Alþjóðlegu verðlaun Fen- eyjatvíæringsins runnu til Doug Aitken, Vai Guo-Qiang og Shirin Neshat. ítalski skálinn hlaut Gullna Ijónið fyrir athyglisvcrðasta framlag eins þjóðríkis. Sérstakar heiður- sviðurkenningar hlutu þau Georges Adéag- bo, Eya-Liisa Ahtila, Katarzyna Kozyra og Lee Bul. Fulltrúi íslands á tvíæringnum(sem betur verður tjallað um síðar) var Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður. BARA FYRIR BYRJENDUR? TÖNLIST Sígildir diskar SIR NEVILLE MARRINER Mendelssohn: Fiðlukonsert í c-moll. Bra- hms: Fiðlukonsert, Sinfóníur nr. 1 og 2. Mozart: Píanókonsertar nr. 20, 23, 24 og 25. Hándel: Flugeldamúsík og Vatnasvítur nr. 1-3, Ravel: Boléro, Gæsamamma, Pavane fyrir látna prinsessu, Við leiði Couperins, Menuet Antique. Tchaikovsky: Pfanó- konsert nr. 1. Rachmaninoff: Píanókonsert nr. 2. Grieg: Píanókonsert, Svítur nr. 1 og 2 úr Pétri Gaut, Holberg-svítan, Sinfónískir dansar, Brúðkaup á Troldhaugen, Tvö lýrisk stykki op. 68, Tvær elegíur op. 34. Einleikarar: Garrick Ohlsson og Ivan Mora- vec (píanó), Dmitri Sitkovetsky (fiðla). Hljómsveit: Academy of St. Martin-in-the- Fields. Hljómsveitarstjóri: Sir Neville Marriner. Utgáfa: Hánssler Classic 98.351 (10 diskar). Lengd: 10/08/00. Verð: kr. 5.000 (12 tónar). gælt við hvert smáatriði. Þessi stóri pakki er sannarlega mjög eigulegur og tilvalin eign fyrir þá sem eru að feta fyrstu sporin í tónlistinni. En auðvitað ekki bara fyrir byrj- endur. Falleg og velspiluð tónlist á að sjálf- sögðu alltaf erindi til allra. TELEMANN Georg Philipp Telemann: Óratorfurnar Die Auferstehung, De danske, norske og tydske Undersaaters Glæde. Einsöngur: Dorothee Mields (sópran), Britta Schwarz (alt), Andr- eas Post (tenór), Klaus Mertens og Rein- hard Decker (bassar). Kór: Magdeburger Kammerchor. Kórsfjóri: Lothar Henning. mjómsveit: Telemann-Kammerorchester Michaelstein. Hljómsveitarstjóri: Ludger Rémy. Útgáfa: cpo 999 634-2. Verð: kr. 1.800 (12 tónar). ÁNÆGJULEGT er þegar á fjörur manns rekur tilboðspakka eins og þennan. Engin brot eða brotabrot úr tónverkum, engar styttingar, hræódýr - tíu geisladiskar - rúmar 10 klukkustundir af tónlist. Hér hljóma mörg helstu meistarastykki tónlist- arsögunnar í heild sinni og það í fallega spiluðum og vönduðum hljóðritunum og með ítarlegum skýringartextum. Um er að ræða alveg nýja útgáfu í tilefni af 75 ára afmæli breska hljómsveitarstjór- ans Sir Neville Marriners. Hér stjórnar hann hljómsveit sinni Academy of St. Mart- in-in-the-Fields (ASMF) en samstarf þeirra hefur varað í 40 ár eða allt frá stofnun sveit- arinnar. ASMF-hljómsveitin er skipuð úr- vals hljóðfæraleikurum úr helstu hljóm- sveitum Lundúna og á heimsmet í fjölda hljóðritana: hvorki meira né minna en 1.000 útgáfur í áranna rás! Enda hlaut hljóm- sveitin útflutningsverðlaun Bretadrottingar fyrir nokkrum árum. Tónleika- og fræðslu- starf ASMF er einnig víðfeðmt og er leitast við að ná til allra þjóðfélagshópa. Hljóm- sveitin spilar nú orðið stærstu hljómsveitar- verk jafnhliða barokkverkum sem krefjast færri hljóðfæraleikara. Sir Neville Marriner er lærður fiðluleik- ari og starfaði lengi framan af sem slíkur og var síðast konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar Lundúna. Auk starfsins með ASMF hefur hann m.a. verið aðalstjórnandi Minnesota hljómsveitarinnar og nú síðast Útvarpssinfóníunnar í Stuttgart. Sir Neville er einnig eftirsóttur gestastjómandi helstu hljómsveita heims enda þekktur fyrir afar vönduð vinnubrögð og tilgerðarlausa túlkun á viðfangsefnum sínum. Þetta sett frá Hánssler-útgáfunni ein- kennist af áðurnefndum kostum stjórnand- ans. Hvergi nein sérviska eða tilgerð, tón- listin fær að flæða áfram á eðlilegan hátt án þess nokkurn tíma að virka bragðdauf. „Drottning sinfóníanna“ (þessi nafngift skrifast alfarið á reikning undirritaðs), al- mennt þekkt sem Fyrsta sinfónía Brahms, er hér sérlega tignarleg í meðförum Marriners og félaga þrátt fyrir óvenju létt yfirbragð og líflegt tempó (aðallega í lokakaflanum) og hin bjarta Önnur sinfónía hefur sjaldan verið sólríkari. Píanókonsert Griegs sem bandaríski píanósnillingurinn Garrick Ohlsson leikur einleikshlutverkið í er mjög þróttmikill og sannar hversu glæsi- legt verkið er. Það sama má segja um diskinn með píanókonsertum Tchaikovskys og Rachmaninoffs. I þessum ofurróman- tísku verkum nýtur spilamennska Ohlssons sín til fullnustu. Annar píanóleikari, Tékk- inn Ivan Moravec, spilar hér fjóra píanó- konserta eftir Mozart svolítið rómantískt en ákaflega fallega mótað. í 24. konsertinum angurværa og í gullfallegum hæga kaflan- um í konsert nr. 23 er leikur hans einstak- lega fallegur. Dmitri Sitkovetsky, góðkunn- ingi tónleikagesta SÍ sl. vetur, fer ákaflega létt með tæknilega flugeldasýningu Mendelssohn-konsertsins sem geislar af birtu og gleði. Hæst rís leikur ASMF í hljómsveitarverkunum eftir Grieg. Silki- mjúkur og fágaður leikur strengjanna er hreint ótrúlega fallegur í Dauða Ásu og Dansi Anitru úr Pétri Gaut og Vögguljóðinu úr Lýrísku stykkjunum op. 68. Holbergsvít- an er óviðjafnanleg. Þama er sannarlega í pistli mínum 3.júlí sl. lét ég falla nei- kvæð og óverðskulduð ummæli um Georg Philipp Telemann . Fullur iðrunar kynnti ég mér nýjan disk frá þýska útgáfufyrir- tækinu cpo þar sem heyra má hljóðritanir á tveimur óratoríum hins afkastamikla Tel- emanns, sem var ótvírætt eitt merkasta tónskáld Þýskalands á barokktímanum. Þetta var skemmtilegt verkefni. I óratoríunni Die Auferstehung TWV 6:7 (Upprisan, 1761) úir og grúir af skringileg- heitum. Lagferlið kemur sífellt á óvart, hendingar eru oft langar og ófyrirséðar, hljómagangur óvenjulegur og jafnvel óm- stríður og öll uppbygging hin óvenjuleg- asta. Verkið hefst á afar sérkennilegan og ótrúlega dramatískan hátt með ofurhljóð- látum hljómum dýpstu strengja og síðan tekur við í meira lagi tilfinningaþrungið sópransóló (Du tiefe, tote grauenvolle Stille). Kaflanum lýkur svo á glæsilegum lofsöng kórsins en það efni notar tónskáld- ið oftar seinna í verkinu. Annar kaflinn sem hefst á resítatífi bassa og samtali hans við flúraðan leik einleiksfiðlunnar þróast út í mikla einleikskadensu fiðlunnar sem ætla mætti að hefði komið úr smiðju sjálfs Paganinis. Kaflinn endar síðan á kórparti byggðum á upphafskórnum sem Joseph Haydn hefði hæglega getað samið og ekki er laust við að Sköpunin eða Árstíðirnar komi upp í hugann! Það er einmitt þessi einkennilega blanda stílbrigða sem ein- kennir Die Auferstehung og gerir verkið svo ótrúlega skemmtilegt: eitt augnablik stendur maður traustum fótum í þýsku barokki og áður en varir verður tónlistin vínarklassísk og jafnvel, þótt einkennilegt megi teljast, nánast rómantísk. Þunga- miðja óratoríunnar er hin undurfallega sópranaría O laI3 mich hier zu deinen FilBen, (nr. 8) sem einkennist af óvenju- legu og krómatísku lagferli. Nr. 9 er söng- les sem í tvígang er rofið af fjörugri gavottu! Svona má halda áfram - afkimar þessarar tónlistar eru svo margir að óhugsandi er að geta þeirra allra. Mjög skemmtilegt verk, fullt af lifsþrótti og bjartsýni eins og efni þess gefur að sjálfsögðu tilefni til. Það má teljast óskilj- anlegt að þessi litla óratoría Telemanns skuli ekki hafa ratað inn á efnisskrár kór- anna okkar um páskana. Þeirri ábendingu er hér með komið á framfæri. Seinni óratorían, De danske, norske og tydske Undersaaters Glæde TWV 12:10, er pöntunarverk samið fyrir Friðrik V Dana- konung í tilefni af afmæli hans 1757. Texti verksins er ein samfelld lofgjörð um mann- kosti og gæsku Danakonungs og er skemmtilega hallærislegur. Þótt fá ár skilji verkin að stendur þetta verk traustum fót- um í þýskri barokkhefð og varla örlar á módernisma þessa tíma. Ef maður leiðir hjá sér innihald textans er þetta hin ljúfasta tónlist þótt hún nái ef til vill ekki að verða eins frumleg og Upprisan. Engu að síður er mjög fróðlegt að kynnast þess- ari hlið á tónskáldinu. Tónlistarmennirnir eru mér algerlega óþekktir en flutningurinn er allur hinn ágætasti. Að öðrum ólöstuðum ber að nefna frábært framlag sópransöngkonunn- ar Dorothee Mields og snjallan fiðluleik Anne Schumann. Stjórnandinn Ludger Ré- my laðar fram mjög lifandi og þróttmikinn tónlistarflutning sem einkennist af mikilli söng- og spilagleði. Omissandi diskur í safnið. VALDEMAR PÁLSSON LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JÚLÍ 1999 1 3,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.