Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1999, Blaðsíða 9
f last nirvana, þá alsælu sem að er stefnt, tekur Búdda smóti þeim. sið og meðal annarra trúarbragða, reyndar þeirra flestra á einhvern hátt. Stundum er því haldið fram að kirkjan á ís- landi boði ekki trú á tilvist eftir dauðann eða framhaldslíf. Hið rétta er reyndar að trúin á tilvist eftir dauðann er kjarninn í kristinni trú og kenningu. Hvernig nákvæmlega sú tilvera er sem bíður hafa hinar ýmsu kirkjudeildir reynar ekki getað komið sér saman um. Kem- ur þar margt til. Bæði er það að oft hafa menn með sér hugmyndir frá öðrum trúarbrögðum í farteskinu, eða þjóðsögur þess lands sem menn alast upp í og halda þeim hugmyndum fram sem kristnum umfram aðrar. Ætla mætti að nóg væri að fletta upp í Biblíunni fyrir kirkjuna, þar væri öll svör að fá. En svo er ekki. Biblían varð nefnilega til á mjög löng- um tíma og bækur hennar eru margar mótað- ar af því tímaskeiði sögunnar þegar þær urðu til og þeim kenningum sem þá ríktu. Það tók ein 1000 ár að safna efninu í Gamla Testa- menntið, og 400 ár í viðbót liðu áður en gengið var frá hinu Nýja. Hugmyndir Biblíunnar um það sem bíður handan dauðans spanna því ein 1400 ár. Jesús sjálfur var reyndar mjög skýr hvað þetta varðar og gerði sér enga rellu út af eilífðarmálunum. Og það er á orðum hans fyrst og fremst sem kirkjan byggir. Hann sagðist skömmu fyrir dauða sinn vera að fara burt til þess að búa okkur mönnunum stað. Þegar kallið kæmi myndi hann ekki yfirgefa okkur né gleyma. Tilvist okkar eftir dauðann, framhaldslíf okkar væri því tryggt. Hann tæki á móti okkur og léti dauðann ekki ríkja yfir okkur. Því til staðfestingar sigraði Jesú vald dauðans og reis sjálfur upp frá dauðum, ruddi okkur brautina samkvæmt guðspjöllun- um. Á hinum efsta degi ætlar hann síðan að eyða endanlega hinu illa í heiminum og dauð- anum þar með. Þannig að þegar við deyjum munum við lifa áfram í ríki Guðs, handan dauðans, fyrir upprisu Jesú. Hvernig sú tilvist er nákvæmlega sem bíður okkar, það skiptir Jesú minna máli. Stundum líkir hann henni við veislu, alla vega er hún full af gleði, kær- í HIMNARÍKI múhameðstrúarmanna njóta menn forsælu og þar er gnægð af rennandi vatni. Fagrar meyjar þjóna þeim sem falla í heilögu stríði. að taka dæmi af, gæti sem sagt vel trúað samtím- is á margskonar tilvistir uppáhaldsfrænda síns sem er hallur úr heimi. I fyrsta lagi veit hann að frændi hvílir í friði í kirkjugarðinum. Um leið trúir hann efalaust því að sála frænda sé á himn- um í faðmi Guðs. I þriðja lagi er íslendingurinn viss um að hægt sé að hafa samband yið hinn framliðna með hjálp miðla eða í draumi. í fjórða lagi gæti Islendingurinn trúað því að frændi muni rísa upp á dómsdegi, líkamlega, eins og hann var þegar hann var upp á sitt besta. Auk þess tilheyrir hann e.t.v. þeim vaxandi hópi sem trúir á endurholdgun sálarinnar. Og öllum þess- um hugmyndum heldur hann fram eftir því sem við á. Ef frændinn hefði nú verið uppi fyrir einum 1.000 árum og konungur í þokkabót, hefði það sama verið upp á teningnum, nema endurholdg- unin var þá ekki með í myndinni. En gröfin hefði verið álitin helgur bústaður konungsins. Hefði frændi auk þessa verið dýrlingur, þá hefðu menn tignað og tilbeðið bein hans og aðrar jarðneskar leifar og dreift þeim milli kirkna og annarra helgistaða, (auk þess að trúa öllu hinu um leið). En menn trúðu því að með því að snerta bein hins látna dýrlings mætti öðlast lækningu meina og sjúkdóma. Margir trúa því enn, bæði í kristnum leika og friði. Við þurfum sem sagt ekki að hafa neinar áhyggjur. Af einhverjum ástæðum og þrátt fyrir þessi orð Jesú, hefur sú skoðun komið fram og orðið ríkjandi hjá mörgum hér álandi, að kristin trú sé ekki trú á líf eftir dauðann, eins og fyrr segir. Líklegt má tejja að þessi misskilningur sé að nokkru leyti kirkjunni sjálfri að kenna og fræðslu hennar. Kirkjan hefur lengi vel ekki verið nægilega skýrmælt um þessa mikilvægu hluti. Þar trúi ég að deilur kirkjunnar við spíritista hér á landi alla liðna öld hafi haft mikil áhrif. Þá deilu þekkja allir sem áhuga hafa á sögu og trúmálum ííðandi stundar. Kennimenn hafa því e.t.v. ekki hátt um eilífðina af ótta við að vera stimplaðir spíritistar. En þá grípur líka almenningur til sinna ráða og fyllir upp í eyðurnar með öðrum kenningum en boðskap Jesú. Ekki af því að allir séu á móti eilífðartrú kristninnar. Fólk hefur bara ekki heyrt um hana. Og þögnin nægir engum. Því eins og sagði hér í upphafi, þá er trúin á einhvers- konar tilvist eftir dauðann mönnunum í blóð bor- in. Án þeirrar trúar lendir maðurinn í sálar- og tilvistarkreppu. Það hefur hann gert á öllum öld- um. Og það gerir hann enn í dag, á okkar rím- lausu skeggöld. Höfundur er prestur í Hafnarfirði. Myndlýsing: Ámi Bfar ÞEGAR MUKK- INN ÞAGNAÐI ÍÁSBYRGI EFTIR GUÐMUND NORÐDAHL PÁLL ísólfsson, tónskáld og orgel- snillingur, fór með Lúðrasveit Reykjavíkur í ferð norður á land. Þetta var snemma á öldinni, sem er að líða. Páll var stjórnandi lúðrasveitarinnar í 12 ár. Hópur- inn komst alla leið norður í As- byrgi og hélt þar eftirminnilega hljómleika fyrir mófuglinn þarna úti í guðs- grænni náttúrunni. Tónskáldið átti ekki orð yfir hinum frábæra hljómburði þessa náttúru- undurs sem Ásbyrgi er. Síðan þetta var hefur skógur og gróður dafnað vel í þessum kletta- sal enda er Asbyrgi fjölsóttur ferðamanna- staður, skjólgóður og gróðursæll. Eitt er til leiðinda á þessum yndislega stað. I staðinn fyrir smáfuglasöng er kominn nýr gestur í ból þrasta, með sitt garg og þvaður, sem á í raun ekki heima þarna. Eg sem gam- all „sjóari" held mikið upp á múkkann eða fýl- inn, sem fylgir okkur um hafið blátt, hvert sem við höldum. En í Asbyrgi á hann ekki heima. En hann hefur fundið sér samastað í byrginu, góðar varpstöðvar og frið sem allir þekkja sem í Asbyrgi hafa komið. Þegar ég fluttist norður í Þingeyjarsýslu 1976 var þessi söngfugl ekki búinn að upp- götva og leggja undir sig byrgið. Þessi garg- kór ætlar allt lifandi að drepa með hávaða sín- um, enda hljómar gargið um allt og margfald- ast vegna hins frábæra hljómburðar. Mörgum áratugum seinna, löngu eftir ferð Páls og lúðurþeytaranna, kom ég í byrgið með vini mínum, Gunnari H. Jónssyni gítarista og kennara, og var gítarinn með í för. Það var blíðskaparveður og ekki sá ég neina ferða- menn þarna; við einir á staðnum. Gunnar var í góðu formi og ég fór með hann hátt upp í bergið hægra megin við steypta danspallinn, sem enn stendur til minja um gömlu Asbyrg- is-hátíðarnar sem héraðsbúar stóðu fyrir hér áður fyrr. (Kannski halda þeir Þingeyingar svona hátíðar ennþá?) Jæja - Gunnar hóf tón- leikana með Ijúfum spönskum ballöðum og flaminkóum, en ég var niðri á danspallinum, eini áheyrandinn að ég hélt (auk múkkans). Þá gerðist eitt af þessum kraftaverkum, sem aldrei gleymast. Fýlahjörðin snarþagnaði og Alhambra-tónar Gunnars bárust ómengaðir út í yndislega náttúruna. Hvort það var, að múkkinn sé svona músíkalskur eða fuglarnir væru aðeins undrandi yfir tónum þessum, er eitt víst, að ekki hófu þeir „söng" sinn aftur, fyrr en hljómleikum Gunnars var lokið. Ég klappaði Gunnari lof í lófa eftir hvert lag en eftir nokkur lög heyrði ég klappað í fjarska og fór að halda að órannsökuðu máli, að um bergmál væri að ræða, en fannst það ólíklegt svo að ég klöngraðist upp einstigið í átt til listamannsins og litaðist um. Rútubíll hafði verið stöðvaður í kílómetra fjarlægð út við „hóftunguna" og farþegarnir voru búnir að koma sér fyrir á stórgrýtinu undir berginu. Þarna klöppuðu túrhestar fyrir listamannin- um eftir hvert lag, vinkuðu og veifuðu. Það er ekki ofsögum sagt af „akkostikkinni" í Ás- byrgi, sem Páll ísólfsson dásamaði svo mjög, eða eins og hann hafði á orði, „stórkostlegasti hljómleikasalur í heimi". Þrátt fyrir að ég væri búsettur í Þingeyjar- sýslu um árabil og ætlaði alltaf að fara með lúðraflokk í Ásbyrgi, eða sönghóp, varð aldrei neitt úr þeim framkvæmdum og enn langar mig til að reyna „hljómburðinn" með kór eða hljómsveit. Mörgum árum eftir þessa eftirminnilegu tónleika gítarsnillingsins lagði Skólahljóm- sveit Akraness leið sína norður og endaði í Asbyrgi. Fagurt veður var og hundruð ferða- manna nutu útilífsins. Nú skildi spilað fyrir múkkann og aðra gesti. Eg sagði börnunum að taka upp hljóðfærin, marsera út á steypta pallinn og spila fyrir gesti og gangandi! Þar sem krakkarnir voru að bjástra yfir tromm- um, túbum og öðrum tólum, komu tvær yngis- meyjar klæddar einkennisbolum landyarða og spurðu hvað við værum að gera. Ég sagði þeim að við ætluðum að fara að halda ókeypis konsert fyrir hvern þann sem á vildi hlýða. Þetta féll ekki í góðan jarðveg, stúlkurnar sögðu að þetta gæti truflað fuglalífið og þær gætu ekki leyft þetta uppátæki. Ég reyndi sem ég gat að telja um fyrir þeim en ekki gekk rófan; þær yrðu að hafa samráð við yfir- landvörðinn, en ekki náðist í hann, hann var uppi í óbyggðum, Vesturdölum - kannski uppi í Öskju. Við tókum saman dótið okkar og flúð- um af hólmi, stúlkurnar voru samviskusam- lega að gera skyldu sína og múkkinn fékk að vera í friði með sitt fræga garg. Krakkarnir fóru íboðhlaup með tilheyrandi skrækjum og hvatningarópum æskunnar. Ég tók eftir því að fýlakórinn lét það ekkert á sig fá og söng sína söngva í sátt við náttúruna. Höfundurinn er tónlistarkennari. (Ritað í tilefni af skóganMjómleikasamningi FÍH við Skógræktarfélag Íslands(marsl999).) + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JÚLÍ1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.