Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1999, Blaðsíða 10
HIN STAFRÆNA LIST 1 Dessari grein, sem er sú 1 yrri af tveimur, fjallar ÞÓRHALLUR MAGNÚSSON um áhrif Deirrar framþróunar sem orðið hefur í tölvugeiranum á listsköpun. Hér er talað um hvernig ný fagurfræði verður til í gagnvirkum miðli sem gerir aðrar kröfur til viðtakenda en fyrri listform. VIÐ aldamót - svo ekki sé talað um árþúsundaskipti - tíðkast að líta yfir farinn veg og greina stórviðburði aldarinnar eins og náttúru- hamfarir, pólitíska atburði og svo strauma og stefnur í menningunni. Þegar litið er yfir síðustu öld er af nægu að taka á öllum sviðum, en það sem einkennir helst tímabilið er ris módernismans og nýtt hugarfar í stjómmálum, arkitektúr, bókmenntum og listum. Eftir hægfara byrjun í lok nítjándu aldar hefst kraftganga módernismans við upphaf þeirrar tuttugustu með byltingum í vísindum og tækni sem endurspeglast í menningu og listum. Tilkoma myndavélarinn- ar frelsaði listamenn frá kröfum raunsæisins og þeir tóku að gera tilraunir með ýmiskonar framsetningarmáta á veruleikanum. Ex- pressjónismi, fúturismi, dadaismi, abstrakt list, súrrealismi og popp-list eru allt stefnur sem verða til við nýtt hugarfar í iistunum, nefnilega þá hugsun að komast þurfi handan - hins gamla með nýjum stefnum og straumum sem oftar en ekki hrista óþyrmilega undir- stöður og gildi hinnar ríkjandi menningar. Þýski heimspekingurinn og menningarrýn- irinn Walter Benjamin skrifaði árið 1936 rit- gerðina Listaverkið á tímum vélrænna end- urgerða, þar sem hann lýsti því hvemig fjöldaframleidd list - eins og ljósmyndir, prentun og kvikmyndir - missir „áruna“ sem fylgdi hinu einstaka iistaverki fyrri tíma. Benjamin var ekki neikvæður í garð þessarar þróunar, heldur stóð fremur í hlutlausri, gagnrýnni afstöðu við hana. Ljósmyndatækn- in almennt og kvikmyndin sérstaklega var . j fyrir honum hið fullkomna tæki módernism- ans til að stuða fólk og hjálpa því að öðlast skýrari pólitíska vitund og næmari skynjun á hinum ytri veruleika. Rökin voru sú að ný tækni fjöldaframleiðslunnar við myndsköpun veiti okkur kost á skoða atburði, mannleg samskipti og venjulega hluti með gleraugum sem við höfðum ekki áður. Við getum nú prófað hlutina með því að klippa þá, taka þá í sundur, setja þá saman aftur og veita þeim aðra eigind sem „dýnamít sekúndubrotsins" er stuðar okkur til innsæis. Greining Benjamins er skýr og ljós: Nýir framleiðsluhættir haldast í hendur við breyt- ingar í listinni og skynjun okkar á heiminum. Ritgerðin kom út á tímum hámódemismans, í efnahagskerfi sem var miðstýrt af ríkis- stjórnum eftir uppbrot heimsvaldastefnunn- ar. f dag er öldin önnur. Eins og lesendum Morgunblaðsins er fullkunnugt höfum við nú stigið fæti okkar inn í tímabil sem nefnt hefur verið póstmódernismi (og það skal undir- strikað að hér er um sögulegt tímabil að ræða en ekki hugmyndafræði eða nýja stefnu í list- um. Það er því reginmisskilningur að vera „með“ eða „á móti“ póstmódernismanum. Hinsvegar má rökræða skilgreininguna á honum og hvort við séum ef til vill enn í viðj- um módemismans). í upplýsingaþjóðfélagi nútímans er tími hugsjónanna í stjórnmálum liðinn, fjámiagni er stýrt af alþjóðlegum stór- fyrirtækjum, og farið er að slá í flestar lista- stefnur módemismans. Þessar uppfinningar fortíðarinnar em hinsvegar ekki dauðar held- ur er sífellt vitnað í þær í samtímalist okkar, oftar en ekki með hugarfari kaldrar íroníu. Líkt og módemisminn með kvikmyndatækni sína hefur póstmódernisminn öðlast sitt ein- staka verkfæri til að túlka heiminn, nefnilega hið víðfeðma svið tölvutækninnar. Midlunareiginleíkar tölvunnar Menn greinir á um hvenær tímabil hinnar póstmódernísku listar hófst. Sumir nefna súrrealismann, aðrir popp-listina og enn aðr- ir þegar raflistin kom fram á sjónarsviðið. Hugtakið raflist nær einnig yfir tölvulistina, en er víðara hugtak þar sem það inniheldur einnig videolist, ljóslist eða leysigeislalist og miðlunarlist. Enn sem komið er em þessir miðlar á hliðrænu [e. analog] sniði en þess er ekki langt að bíða að þeir verði komnir á staf- rænt snið. Tölvulistin er að fullu stafræn og hún hefur tekið möguleika stjórnkerfafræð- innar [e. cybernetics] og gagnvirkninnar í sínar hendur og er það einkennandi fyrir hana. Skil raflistar og tölvulistar em hinsveg- ar að mást út og má nefna hin gagnvirku víd- eólistaverk Gary Hill, en hann notar hliðræn- ar vídeómyndir sem stjórnað er með tölvu. Tölvukerfið sem Hill notast við er útbúið skynjuram og myndavélum sem nema hreyf- ingar áhorfandans og mynda þannig samspil verks og áhorfanda. Tölvan er ekki aðeins nýtt tæki heldur einnig nýr miðill, eins og kvikmyndin var á sínum tíma. Einkennandi fyrir nýja miðla er að þeir endurmiðla eiginleikum eldri miðla. Þannig endurmiðlaði kvikmyndin eiginleikum bókarinnar og leikhússins á bernskuámm sín- um. Oft var sýnd bók sem opnaðist við upphaf myndarinnar, stundum var texti lesinn en svo máðist bókin út og kvikmyndin hófst. Mynda- takan var einföld, vélinni vai- stillt upp eins og frá sjónarhomi áhorfanda úr leikhússal og hún var ekki færð til. Það tók mörg ár að þróa tungumál kvikmyndalistarinnar og er það enn í þróun. Eins er farið með tölvulistina. Hún reynir í upphafi að líkjast eldri miðlum sem hún þiggur merkingu sína frá, en smátt og smátt uppgötvar hún eðli sitt og eiginleika og öðlast sjálfstæði. Við höfum því fengið hljóð- gerfla sem líkja eftir hefðbundnum hljóðfær- um, raftexta sem líkja eftir prentuðum texta, tölvugrafík og hreyfimyndir [e. animation] sem líkja eftir ljósmyndum og kvikmyndum. Þessi endurmiðlun á eldri miðli er hinsvegar ekki einstefnustraumur, heldur greinum við hvernig hinar hefðbundnu listir nota tölvuna I sífellt meiri mæli og líkja eftir fagurfræði hennar. Þannig er t.d. hönnun og uppsetning tímarita undir sterkum áhrifum frá vefhönn- un, tölvugrafík og eiginleikum stiklutexta [e. hypertext]. Aimennt á sér stað gífurleg framþróun í tölvugeiranum - nánast er um menningarleg- an Miklahvell að ræða - og svo er einnig á sviði tölvulistar. Tölvulistamenn rannsaka eiginleika miðilsins og þróa tungumál hans af svo miklum krafti og hraða að verk sem gerðu fólk dolfallið fyrir nokkrum árum þykja ekki upp á marga fiska í dag. Tilraunir em gerðar á öllum sviðum, en undir hatt tölvulistarinnar má gróflega flokka: raftón- list, gagnvirkar bókmenntir, þrívíddarhönn- un og hreyfimyndir, gagnvirka list (í formi skúlptúra eða ljósverka), og síðast en ekki síst veflist. Veflist er yngsta listform tölvu- tækninnar en hana er aðeins hægt að nálgast á vefnum í gegnum viðmót tölvunnar, þar 4 ÍO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.