Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1999, Blaðsíða 12
FRUMFLUTT VERK EFTIR STAÐARTÓNSKÁLD [ SKÁLHOLTI LONGUNIN VARÐ VIRÐINGUNNI YFIRSTERKARI Snorri Sigfús Birgisson er ann- að tveggja staðartónskálda Sumartónleika í Skálholtskirkju að þ essu sinni og um helgina verða þar flutt eftir hann þrjú kammerverk. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR átti við hann orð um kvæði Hallgríms Péturssonar. AEFNISSKRÁ tónleikanna, sem hefj- ast kl. 15 í dag, eru þrjú verk. Hið fyrsta, Lysting er sæt að söng, fyrir sópran og selló, er samansett af fjór- um lögum sem varðveitt eru í gömlum handrit- um í Þjóðarbókhlöðu. Snorri segist hafa látið lögin halda sér nokkurn veginn óbreytt en bætt sellóröddinni við sem stuðningi við söng- röddina. Lögin fjögur voru sungin sem stólvers á Sumartónleikum í Skáiholtskirkju í fyrra. Annað verkið á efnisskránni er Hymni, fyrir tvær víólur, selló og kontrabassa. Það var upp- haflega samið fyrir strengjasveit árið 1982 og var frumflutt af Nýju strengjasveitinni. „Síðan hef ég útsett þetta fyrir ýmsa hópa og þessa útsetningu gerði ég sérstaklega fyrir þessa tónleika. Ég er alltaf pínulítið að breyta þessu Morgunblaöið/Jím Smart STAÐARTÓNSKÁLDIÐ Snorri Sigfús Birgis- son stjórnar flutningi á eigin verkum í Skál- holtskirkju í dag. ÞAU flytja kammerverk Snorra Sigfúsar: Óskar Ingólfsson, Hallveig Rúnarsdóttir, tónskáldið, Hávarður Tryggvason, Steef van Oosterhout, Herdís Jónsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Nora Kornblueh. verki, upphaflega var það 16 örstuttir kaflar en núna er það aðeins styttra en oft áður, ekki nema 11 kaflar,“ segir tónskáldið. Skuggar eg hverfulleiki Þriðja og síðasta verkið á tónleikunum samdi Snorri við ljóð Hallgríms Péturssonar, Pegurð veraldar mun hverfa, fyrir sópran, klarinett, siagverk, tvær víólur, selló og kontrabassa. Það er jafnframt lengst, tíu erindi og um 22 mínútur í flutningi. Snorri lauk við að semja það í apríllok á þessu ári og er hér um frumflutning verksins að ræða, en það er samið sérstaklega fyrir Sumartónleika í Skálholti. Snorri segist strax hafa heillast af kvæði Hallgríms þegar hann fór að lesa það. „En vegna þess að þetta er þjóðskáldið er maður fyrst svolítið hikandi. Svo þegar ég fór að hugsa mig betur um varð löngunin virðingunni yfirsterkari og þá fór ég að reyna að tónsetja það,“ segir hann. „Þegar ég sá þetta kvæði var það fyrsta sem ég tók eftir hvað það hafði sterka hrynjandi, sem er studd af rími og innrími og öðru sem ég kann varla að nefna. I öðru lagi er það litríkt og myndríkt, þetta eru tíu erindi og hvert er- indi hefur mjög sterk sérkenni. Framvinda þess er líka mögnuð og dramatísk, þetta eru fallegar náttúrumyndir en eftir því sem líður á kvæðið þá fer skáldið að setja inn alls konar skugga og hverfulleikinn kemur inn í myndina. Það gefur kvæðinu líka skemmtilegan blæ og margar víddir að hann tekur tvær línur úr gömlu viðkvæði og fléttar þeim snilldarlega inn í hvert einasta erindi," segir Snorri. Flytjendur á tónleikunum eru Hallveig Rún- arsdóttir sópransöngkona, Óskar Ingólfsson, sem leikur á klarinett, Steef van Oosterhout á siagverk, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Herdís Jónsdóttir á víólur, Nora Kornblueh á selló og Hávarður Tryggvason á kontrabassa. Stjórn- andi er Snorri Sigfús Birgisson. Tónleikarnir í Skáiholtskirkju í dag hefjast kl. 15 og á morgun, sunnudag, verður verkið Fegurð veraldar mun hverfa endurflutt á tón- listarstund fyrir messu, kl. 16.40. FEGURÐ VERALDAR MUN HVERFA FYRSTA spumingin sem vaknar er hvort kvæðið sé örugglega rétt eignað Hall- grími. Því er til að svara að kvæðið er ekki varðveitt í eiginhandarriti skálds- ins. Það er varðveitt í ellefu handritum og í þremur þeirra eignað Hallgrími Péturssyni. Óll eru handritin fremur ung eða frá 18. og 19. öld og því í sjálfu sér ekki traustur vitnis- burður um að kvæðið sé eftir Hallgrím. Það var fyrst prentað í Hallgrímskveri sem út kom 1773. Um þá útgáfu sá Hálfdan Einars- son, skólameistari á Hólum. Hann var merkur fræðimaður og hafði góða þekkingu á kveð- skap Hallgríms. Það er í raun ekkert sem mælir gegn því að Hallgrímur hafí ort kvæðið og það að Hálfdan skuli prenta kvæðið styður það. Hálfdan sá um nokkrar útgáfur Hall- grímskvers og leitaðist við að prenta aðeins þau kvæði sem réttilega væru eftir Hallgrím. Eins og ég vík að síðar er auk þess orðalag í kvæðinu sem er hið sama og Hallgrímur not- ar í rímnakveðskap sínum. Þótt efni kvæðisins, forgengileikinn, sé sígilt og þekkt á öllum tímum er óhætt að full- yrða að það var sérstaklega vinsælt og hug- stætt skáidum á þeim tíma sem Haligrímur lifði, sautjándu öldinni eða barokktímabilinu. Kvæðið hefur viðlag sem í flestum handritum byijar „Sat ég undir fjallinu fríða“ en í því handriti sem telja má að hafí besta textann (JS 472 8vo nr. 1 sem varðveitt er á Lands- bókasafni-Háskólabókasafni) er viðlagið þannig: Sat ég undir fyallinu hlíða; heyrði ég fagran fugla söng um dægur löng, ekki reikaði hugurinn minn þá viða Ekki er vitað hver orti þetta viðlag fremur en mörg önnur viðlög en það hefur verið vin- sælt og fleira en eitt kvæði ort við það. Viðlag- ið er fléttað inn í kvæði Hallgríms með því að láta aðra og fjórðu línu þess ríma við vísuorð- in á undan. I kvæðinu gegnir rím veigameira hlutverki en ef til vill virðist við fyrstu sýn. Innrím er í fyrstu, annarri, þriðju og sjöttu línu hvers erindis og er hvert orð í innríminu hálfrímað við orðin sem mynda endarímið. Sem dæmi má taka þriðja erindið en þar er þessi fallega og hljómmikla náttúrulýsing: Fuglar sveima í fógrum ljóma, fógnuð geyma og sðngva róma, í garði þeim má heyra hljóma hljóðin lystug, mikil og löng. Heyrði eg fagran fuglasöng. Alls kyns seima bestan blóma ber sú mörkin fríða. Ekki reikaði hugur minn þá víða. Kvæðið er allegoría eða líkingardæmi um hverfulleikann. Hverfulleikinn, fánýti og óstöðugleiki allra jarðneskra gæða, er eitt af algengustu yrkisefnum barokkbókmennta. I fyrri hluta kvæðisins er Iýsing á fegurð nátt- úrunnar, síðan kemur haust, vont veður, allt fölnar og hrörnar. Að þessu leyti minnir efni kvæðisins á Eikarlundinn eftir Pál Jónsson á Staðarhóli (d. 1598) en þar gegnir veðurlýsing meginhlutverki. Veðrabrigðin eru í kvæði Hallgríms tákn þess hvemig allt sem er af þessum heimi er eyðingunni undirorpið: „Veraldar prýði og glysleg gæði / get ég líði og sölni bæði..." Efni kvæðisins og lýsingin á frjósömum aldintrjám bendir til þess að það eigi sér erlendar fyrir- myndir. Rammi þess, upphafs- og lokaerindið, er hins vegar í augljósum tengslum við þá innlendu kveðskaparhefð sem á rætur að rekja til Eddu Snorra Sturlusonar. Fyrsta erindið er svona: Fróður beiða mig réð maður mærð framreiða sinnis glaður; Fjölnis veiða fengurinn hraður fer þó tregur róms um göng. Eg heyrði fagran fuglasöng. Við málið greiða stend ég staður stökurnar mjúkt að smíða. Ekki reikaði hugurinn minn þá víða. Þetta er dæmigert efni mansöngsins (það eru inngangserindi rímna kölluð). Skáldið er beðið um kvæði en er tregt til og á erfitt með að yrkja. Orðalagið Fjölnis veiða fengurinn er Hallgrímur Pétursson Tónverk Snorra Sigfúsar Birg- issonar er samið við kvæði Hallgríms Péturssonar „Fegurð veraldar mun hverfa", sem MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR fjallar hér um. kenning fyrir skáldskapinn og raddbönd eða munnur skáldsins eru róms göng. Síðan hverfur skáldamálið úr kvæðinu að því undan- skildu að í 6. erindi segir: „Vindar furðu hast- ir hrærðust / Hræsvelgs burðum allir nærð- ust“. En í Eddu segir að á norðanverðum himinsenda sitji jötunn sá er Hræsvelgur heitir, hann hefur arnarham en er hann beinir flug þá standa undan vængjum hans vindar. I síðasta erindinu, þegar komið er að því að ljúka kvæðinu, blossar skáldamálið upp aftur: Siglukarfi Hleiðólfs hverfi, hafði hinn djarfi minnst atgervi, fékk í starfi að Friggjar erfi fararspjöll með hvörri röng. Eg heyrði fagran fugla söng. Gyllings arfinn skenkti af skerfi Skírnis drykkinn fríða. Ekki reikaði hugurinn minn þá víða. Hleiðólfur er dvergsheiti sem Hallgrímur bregður tvívegis fyrir sig í kenningum um skáldskap og siglukarfi (skip) hans (dvergs- ins) er kenning fyrir skáldskapinn. Gyllings arfínn mun vera Suttungur, sonur Gyllings. Margar kenningar eru hér notaðar um skáld- skapinn, meðal annars Friggjar erfi og Skím- is vín sem Hallgrímur notar einnig í rímum sínum. Þannig er rammi kvæðisins í anda rímnastílsins sem sækir málfar sitt til Snorra Eddu. Jafnframt sýna kenningamar í kvæð- inu tengsl við kveðskap sem telja má víst að Hallgrímur hafi ort. Það sem einkennir kvæðið í heild er sú fal- lega hrynjandi sem viðlagið ljær því og hljóm- ræn áhrif sem stafa af ríminu, alrími og hálf- rími. Hallgrímur Pétursson hefur haft miklar mætur á dýru formi eins og þessu, kveðskap- ur hans ber þess víða merki en reyndar er hann sparastur á slíkt skraut í frægasta verki sínu, Passíusálmunum. Allur fyrri hluti kvæð- isins er lýsing á fegurð náttúrunnar í blóma og er þar vísað til flestra skynfæra, lyktar, heymar og sjónar. Byggingin er markviss, auk upphafs- og lokaerindis eru fjögur erindi um náttúru í blóma og fjögur sem lýsa hausti, roki, kulda og eyðingu. Þeirri mynd er ætlað að sýna mannleg örlög í hnotskum: „Líf með stríði á lausum þræði / leikur og öll þess blíða“. Höfundur er bókmenntafræðingur. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.