Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 6
TVÆR SKALDKONUR Birgit+a Trotzig hefur sent frá sér þrjár sögur sem allar fjalla um nafnlaust alþýðufólk á umliðnum tíma og ný- lega var skáldsaga Agnete Plejel; Vindskyggnir, endur- útgefin. ORN OLAFSSON fjallar um þessi verk sænsku skáldkvennanna og segir að í verki Trotzig snúist frá- sagnirnar um sömu höfuðandstæðu, lífsþrótt andspænis kúgun. Vindskyggnir er ættarsaga sögumanns, ungrar konu, sem finnst hún vera einstæðingur, en leitar sér staðfestu, sjálfsmyndar í fortíð ættar sinnar. BIRGITTA Trotzig er með kunn- ustu rithöfundum Svía. Hún verður sjötug á þessu ári, og hefur sent frá sér tæpa tvo tugi bóka á hálfri öld, sú fyrsta birt- ist 1951. t>að var ljóðabók og Trotzig hefur einkum getið sér orð fyrir prósaljóð og eins konar sagnir. Nánar skýrist það af því sem nú skal sagt um nýjustu bók hennar, Tvöfeldni (Birgitta Trotzig: Dubbelheten. Tre sagor. Albert Bonniers förlag, 1998). Þetta eru þrjár frásagnir sem ná yfir 130 bls. í meðal- broti. Allar fjalla þær um nafnlaust alþýðu- fólk á umliðnum tíma. Fyrsta sagan gerist í Svíþjóð og þar er tímaákvörðunin næsta óljós, gæti verið á 19. öld eða öndverðri 20. Miðsagan gerist hinsvegar í Rússlandi, frá aldarbyrjun til 1918. Og lokasagan gerist á Spáni, þar er nákvæmust tímasetningin, hún hefst undir 1950. Segja má að svo nákvæm tímasetning stríði gegn sagnasvip, en á móti kemur áhersla á dæmigerða viðburði, eitt- hvað varanlegt. Eini „yfirnáttúrulegi" við- burður þessara sagna er þegar maður sem talinn var króknaður, vaknar upp á líkhúsi, og flýr skelfingu lostinn, nakinn út í snjóinn. En sú upprisa verður honum afgerandi nið- urlæging í stað þess að hann nálgist guðdóm- inn. Allar snúast frásagnimar um sömu höfuð- andstæðu, lífsþrótt andspænis kúgun. þetta eru augljóslega samfélagslegar andstæður í lokasögunni þar sem einræðisstjóm Francotímans á Spáni er sífelldur mótpóll lifsglaðrar alþýðukonu, sem er eins og frum- mynd mannlífsins, sífrjó móðir. Mest ber á mismunun eftir efnahag og kynþáttum í mið- sögunni sem gerist á Zartímum í Rússlandi, sígaunar em ofsóttir. En þessar andstæður era innan fjölskyldunnar í fyrstu sögunni; þurslegur lítill járnsmiður þrúgar umhverfi sitt svo að konan verður sviplaus væfla, en sonurinn drykkjusjúklingur. Þessi hnignun leiðir til dauða þeirra, en í honum fá þau loksins reisn. Og í þessari nærmynd kúgun- arinnar sést að þegar önnur hlið mótsagnar- innar hverfur, veslast hin upp. En þegar hún er sett fram í sagnaformi, sést best hve var- anleg hún hefur verið en sundurleitir sögu- staðir sýna hve almenn. Og það er stígandi frá fyrstu sögu til síðustu, andstæðurnar verða æ víðtækari. Frásagnirnar hefjast á sviðsetningu, sem getur byrjað á miðlægu atriði, smiðjunni í fyrstu sögunni, eða víðri yfirsýn lands og samfélags í titilsögunni síðustu. Smám sam- an þrengist hringurinn með myndrænum lýsingum, þar sem mikið ber á endurtekn- ingum. Hér sjáum við prósaljóðsvipinn sem einkennir alla bókina, einnig í andstæðum lita í eftirfarandi klausu. Aberandi algengt er að hefja klausur á samtengingum, einkum og. Mér virðist þetta skapa kyrrðarblæ, svo sem lýst sé einhverju ævarandi. En það styrkir sagnasvipinn. Eftir að sagt hefur verið frá leikkonu í St. Pétursborg í miðsög- unni, hefst kafli svona (bls. 41): „því hún var semsagt langt að komin, frá því svarta, frá hinu, frá hinum - frá bæ langt í burtu. þar í því svarta, þar sem lífið hófst, var allt fagurt. Úr því svarta skínandi grænka, geislandi blátt ljós. Fagurt en grimmilegt Sundurleit settarsaga VILHELM-Bjerke Petersen: Súrrealísk samfella. var það þama í bænum. Einu sinni á ári, um hvítasunnu voru öll hús bæjarins máluð dökk- blá. En í þessum fagra bláa bæ lifði fólk alltént eins og afskorið gagnvart hvert öðru. Útávið þjappað saman í stórar ættir, mikil skvaldurkerfi, en ein- mana og myrk innávið, flókin kerfi grunsemda og haturs sem í senn skildu þau að og bundu þau saman - járnböndum." Dæmigerð fyrir sagnasvip- inn er eftirfarandi lýsing á að- alpersónu titilsögunnar, bæði sérstæð og þó dæmigerð - því þótt persónan beri hér nafn, þá er í lýsingunni lögð áhersla á frumþætti lífsins, og það end- urteldð með tilbrigðum (bls. 83): „Og í slíku samfélagi, slíkum skínandi hvítum strandbæ und- ir fjöllunum með þreskivöll og gangi múldýrs hátt yfir hafinu (og endalok lífsins, kirkjugarð- urinn, dulinn í mannauðum dal sem sneri út að hafinu) - var einn fastra liða kona, næstum dvergsmá en sterk vera, Filla. Lítil, ljót, glöð mannvera, nán- ast ævinlega með útstæðan kvið, alltaf syngjandi og full af glensi - oft kiknaði þessi mann- vera af hlátri. Hún var ein þeirra sem ekki var nein regla á, eða að minnsta kosti einhver annarskonar óþekkt regla. Svo glaðlynd vera gat hlegið þangað til hún grét út af ómerkilegustu hlutum. Þar sem hún birtist með sinn stóra munn og sinn mikla hlátur, stóra sterku tennur - villtu hvítu tennur - þar varð allt samstundis glatt öll vinna gekk eins og dans væri, en þó með vissri storm-kenndri óreiðu. Alltaf í sama brúna kjólnum (svart báru einungis giftar konur samkvæmt siðvenjum Granada, frá fyrsta morgni hjónabandsins var svart litur- inn). Af óljósum uppruna. Af hverjum hún var komin eða hvaðan, vissi hún ekki - vissi hún ekki lengur ...“ BIRGITTA Trotzig Agneta Plejel er meðal kunnustu höfunda í Svíþjóð nú á dögum. Nýlega var endurútgef- in skáldsaga hennar Vindspejare frá 1987 (Vindskyggnir, sá sem kannar vindinn). „í MORGÚN sneri ég aftur heim til borgarinn- ar frá skerjagarðinum. Byrjun septembers, SKÁLD í ÁNAUÐ I nýútkomnu bréfasafni segir frá skáldinu Ezra Pound og konunum í lífi hans, eiginkonunni Dorothy og ást- konunni Olgu, fangelsisvist hans og dvöl á geðveikra- hæli. JOHANN HJALMARSSON rifjar upp örlög skáldsins sem hafói aðrar skoðanir en flest skáld á hans tíma og fékk að gjalda þess þótt margir kæmu til liðs við hann þegar verst gegndi. DOROTHY Pound á þeim árum sem hún kynntist Pound. í dagbók sína skrifaði hún: „Ezra kallaði mig nafni sem fékk mig til að brosa: „Þú ert döpur, Litli bróðir." EZRA Pound er mönnum sífelld ráðgáta. Enginn er í vafa um mik- illeik skáldsins en skoðanir þess hafa vafist fyrir mönnum og þykja skyggja nokkuð á skáldið. Þetta mikla skáld, eitt af mestu skáldum enskumælandi heims, var hallt undir fasisma og tók meira að segja þátt í að breiða út fasískar skoðanir með útvarpssendingum frá Róm sem m.a. var ætlað að ná til Bandaríkjamanna, landa hans. í stríðslok var hann handtekinn og settur í eins konar búr í Pisa en eftir það beið hans vist á geðveikrahæli í Bandaríkjunum, St. Elizabeth í Washington. Nýlega er komin út bók með bréfaskiptum Pounds og konu hans, Dorothy, Ezra and Dorothy Pound - Letters in eaptivity 1945-46, útg. Oxford, 398 síður, verð 35 pund. Ritstjóm bókarinnar var í höndum Omars Pound (sonar þeirra hjóna) og Roberts Spoo. Þessi fangavistarbréf eða bréf í ánauð, rifja upp örlög Pounds og sérstæð samskipti hans við annað fólk. Auk Dorothy átti hann ástkon- una Olgu Rudge til æviloka og með henni dótturina Mary. Sjaldan var langt á milli þeirra þriggja. Ezra fyrirleit auðsöfnun Pound hafði sínar skoðanir á hagfræði eins og mörgu öðra. Hann fyrirleit auðsöfnun og OLGA Rudge. Hún var fiðluleikari, en Dorothy málaði. græðgi, taldi hana mikla ógæfu fyrir heiminn. Þetta leiddi til þess að hann hataði gyðinga sem margir vora í fararbroddi meðal ríkra Bandaríkjamanna. Hans maður var Konfúsí- us. Hann taldi jafnvel að koma mætti Stalín á rétta braut með því að fá hann til að lesa Kon- fúsíus. í búrinu í Pisa fékkst Ezra við að þýða Konfúsíus og orti hinar svokölluðu Pisan Cantos (hluti af stórvirkinu Cantos sem var æviverkefni). I þessu heillandi Ijóði sem sækir margt til kínverskrar ljóðlistar er þó of mikið af þönkum sem sliga ljóðið. En tilgangur Ezra 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.