Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 7
SÆNSKAR og Stokkhólmur lá í léttri hvítri móðu í inn- siglingunni. Eg reyndi, eins og svo oft áður, að skilja stöðu mína í þessum hluta heims, í þessu landi mínu. Og ég fann sterk- lega til þess eins og svo oft áður: ég á ekki heima hér. Og hvar á ég þá heima? Hvergi. Ekki á tilteknum stað, ekki í ætt - hún er varla til lengur - og ekki í hópi eða stétt. Eg segi mér sjálf að þetta sé sjálfumglöð vitleysa. Auðvitað á ég heima í sænskri mið- stétt með rætur í borgarastétt. En hvað ein- kennir þá þessa stétt? Peningar? Ekki til í mínu tilviki. Sérstakar siðvenjur, helgisiðir? Hvað ætti það að vera. Hefðir? Ekki til. Sam- bandi fjölskyldna, ætta? Nei. Það má fínna sér stað í vissum hugmyndum, það er satt. Það eru til minningar sem eru mikils- verðar og móta afstöðu mína.“ Þetta er nálægt upphafi sögunnar, og síð- an koma minningar um fyrri kynslóðir. Framan af er það einkum um bernskudaga hjá ömmu og afa, rosknu efnafólki með sveitasetur í skerjagarðinum, Hann er sænskur frístundamálari og landslagslista- maður, en hún er indónesísk, Síðan rekur hún sig aftur á bak, til langalangafa sem var skipstjóri, dóttir hans giftist daufdumbum listmálara. Mikið segir frá fjölskyldulífi þeirra og tveimur sonum. Sá eldri fer til Indónesíu um 1890 til að græða fé, og sá yngri fylgir í fótspor hans þótt hann þyki efnilegur listmálari, bjóðist námsstyrkur og sé nýtrúlofaður. Fljótlega verður honum ljóst að utanlandsförin var mistök, en hann getur ekki snúið til baka úr þrældóminum fyrr en þrjátíu árum síðar. Annar langalangafi birtist líka, kornungur hollenskur hermaður í Indónesíu, sem ber ársgamla dóttur sín og innfæddrar konu lát- innar til nunnuklausturs. Hann lofar að koma aftur og sækja dótturina, en fellur. Uppvexti litlu stúlkunnar, langömmu sögu- manns, er rækilega lýst, og birtist þar m.a. stéttaskipting nýlendunnar. En þótt sögu- maður skilji við hana í hárri elli, þá er hún alltaf eins, í andlátinu sér hún kornungan föður sinn loksins koma til að sækja hana og leiða hana inn í sólarlagið. Þetta er fjölskrúð- ug og litrík ættarsaga, enda þótt hún haldi sig við fáar persónur, aðeins 7-8 á meira en aldar skeiði. Við fylgjum sögumanni og móð- ur hennar á ferð „heim“ til Indónesíu, nú- tímamynd landsins skerpir fortíðarlýsing- una. Og við sjáum sögumann einmana í París, þar sem hún grípur annað veifið í þessar skriftir, hittir pilt og verður ástfang- in. En í rauninni segir hún lítið af sjálfri sér beint. Framangreind tilvitnun liggur þó eins og glóð undir öllum hennar frásögum, hvern- ig finnur fólk sér réttan farveg, hvemig lifir það best lífinu? Indónesíska grein fjölskyld- unnar er fólk sem átti fáa valkosti, en nýtti þá vel til að komast af. Líkt er með afabróð- ur hennar, Oskar, hann hafði ekki áhuga á öðru en efnalegum verðmætum, sóttist eftir þeim og öðlaðist. Hann verður því ekki eins minnisstæð persóna og faðir hans og bróðir. Sá fyrrnefndi, daufdumbi málarinn, málaði að sönnu staðlað stofuskraut eftir pöntun, til að brauðfæða fjölskyldu sína. En annars var hann listamaður af lífi og sál, einbeitti sér að því að mála vatnslitamyndir af birtunni yfir hafinu, löngu eftir að allir sneru við honum bakinu, fannst hann gamaldags og fábreytt- ur. Sonur hans, afi sögumanns, er hinsvegar maður sem fór krókaleið og festist í henni. I Indónesíu ætlaði hann að finna sér myndefni sem tæki öllu fram, og græða fé svo hann gæti helgað sig málaralistinni. En þar vannst aldrei tími til að mála í þrjá áratugi, og þegar hann tekur penslana upp, roskinn maður í heimalandinu, er það of seint, hann er og verður fúskari. Augljóslega eru það þessir menn sem sögumaður tekur mið af í rithöf- undarstarfi sínu, hvers ber að leita, hvað ber að varast. Þessi langa ættarsaga stekkur fram og aftur milli kynslóða og staða, í því sýnir hún leit sögumanns. Stíll hennar er fjölbreyttur eftir efni, myndrænar lýsingar á umhverfinu í Indónesíu og á bernskuslóðum í skerja- garðinum, sem langafi málaði svo oft. Sem dæmi um ljóðrænan stíl getum við tekið hluta af lýsingu Indónesíu í augum Oskars. Skiljanlega höfðar svo myndræn lýs- ing til bróður hans málarans Abel, en reynd- ist honum villuljós, af því hann fór eftir bróð- ur sínum fremur en eigin hæfileikum og löngun (bls. 402):: Fjallakeðjurnar Frumskógurinn Fljótin sem hægfara uxu. Ávextirnir með hvítu aldinkjöti og möndlu- laga kjörnum Breitt laufið með fjólubláum rákum í þung- um raka Grænir og bláir sjaldgæfir fuglarnir sem í dauðakyrrð hefja sig úr dökkum trjákrón- um [.] Og þung og æsandi lyktin af moskus eða nellikum, og konurnar sem báru þessa lykt milli brjósta og læra, og syngja meðan þær beygja sig að akrinum, undir þunga dökks glampandi uppsetts hársins, eða hvísla og hlæja undir gulum luktunum í borgunum sem liggja út með ströndunum[.] EIN AF síðustu myndunum af hinum þögla Ezra Pound, tekin í Feneyjum 1971. var að rúma allt og má að því leyti líkja hon- um við Pablo Neruda sem lét sér fátt óvið- komandi þótt þeir væru að öðru leyti mjög ólíkir. I bréfunum er Pound fullur mótsagna eins og Marjorie Perloff kemst að orði í umsögn (TLS. 16. júlí). Hún telur skoðanir hans meira en vítaverðar og lýsir þeim sem mikil- mennsku á mörkum brjálæðis. Manninn segir hún aftur á móti góðgjarnan og skilningsrík- an, sérstaklega við konur, móður sína, konu og ástkonu. Dorothy er góður hlustandi, hefur engar pólitískar skoðanir að mati Ezra, Olga aftur á móti sannfærður fasisti og nýtur þess að standa við hlið Ezra. Þegar hann er hand- tekinn og hún eyðir nokkrum dögum með honum á meðan á yfirheyrslum stendur eru það meðal bestu stunda lífs hennar. Þá á hún hann ein. Þögnin oftast eina svarið Pound lét ekki bugast í búrinu í Pisa en dvöl hans á geðveikrahælinu í Washington setti mark á hann. Dorothy og Olga, en hann skrifaðist á við þær báðar, stóðu með honum og nokkur helstu skáld Bandaríkjanna hvöttu til þess að hann fengi frelsi. Fljótlega að því fengnu hélt hann til Ítalíu og lést þar. Hann bjó hjá dóttur sinni og manni hennar í kastala í fjallabyggðum, Brunnenburg ná- lægt Merano. Hann var þögull dögum saman og líkt og í öðrum heimi, en í þau fáeinu skipti sem hann tók til máls var ljóst að hann gerði sér grein fyrir hlutunum og skynjaði umhverfi sitt af miklu innsæi og glögg- skyggni. Um hann myndaðist hirð ungra skálda og nokkrum sinnum lét hann tilleiðast að sækja skáldaráðstefnur og var þá sýnd mikil virðing. Menn litu svo á að í skoðunum hefði hið mikla skáld haft rangt fyrir sér, lát- ið rækilega blekkjast en framlagið til ljóðlist- arinnar og bókmenntaumræðunnar væri haf- ið yfir allan vafa. Þegar Ezra Pound kom til Italíu var hann illa farinn, veikur og haldinn þunglyndi. Olga tók þá við stjórninni og hlúði að honum, en Dorothy settist að í Rapallo og dó þar 1973, ári síðar en Ezra, einmana og vonsvikin. Tuttugu og þriggja ára að aldri hafði Dorothy Shakespear, eins og hún hét þá, lýst fegurð Ezra og glæsileik með upphöfnum orðum. AUSTAN UM HEIDI ÞINGVALIAHATIÐ EFTIR HEIMI STEINSSON GUÐSÞJÓNUSTUR voru haldn- ar við upphaf þings í tíð goð- veldisins, fyrra sunnudaginn í þingi, en þá skyldu allir þing- heyjendur mættir tii þings.“ Svo mælir Björn Þorsteinsson sagnfræðingur í „Þingvallabók" sinni. I Þingskapaþætti Grágásar, lögbókar íslenzka miðaldalýð- veldisins, segir á þessa leið: „Goðar allir skulu koma til þings fimmta dag, er tíu vikur eru af sumri, áður sól gangi af Þing- velli.“ Alþingistíminn færðist smám sam- an aftar. í lok tíunda aldar seinkaði þing- inu um viku. í bókinni „Saga daganna" bendir Árni Bjömsson þjóðháttafræðing- ur á, að Alþingi hæfist „lengst af þjóð- veldisöld á bilinu 18. til 24. júní“. Eftir þessu að dæma er „Drottinsdagur hinn fyrri í þingi“ annai’ hvor síðustu sunnu- daganna í júní. Grágás gjörir mikið úr þessum Drottinsdegi. Augljóslega hefur verið haldin hátíðai’guðsþjónusta í Þing- vallakirkju umræddan dag allan kristna lýðveldistímann forna. Af sjálfu leiðir, að nútímamönnum er rétt að halda kirkju- lega Þingvallahátíð ekki seinna en síðasta sunnudaginn í júní ellegar um mánaða- mót júní og júlí ár hvert, ef þeir vilja heiðra foma hefð. Þetta hefur og fram farið undangengin ár og áratugi. Dagur- inn er með sérlegum hætti helgur haldinn á Þingvöllum. Á níunda áratugi þessarar aldar vom ít- rekað fluttar hátíðaguðsþjónustur á Þing- völlum síðasta sunnudag í júní. Þar var „kristniboðsminnmgin" vegsömuð, en til hennar var eins og kunnugt er tekið árið 1981, þegar þúsund ár vom liðin frá því er Þorvaldur víðförli hóf að útbreiða fagnað- arenndið á Islandi. Pétur biskup Siggeirs- son var mikill hvatamaður þessa helgi- halds, en hann setti Kirkjuþing í Þing- vallakirkju um miðjan áratuginn og lýsti því þá yfir, að með þeim gjömingi væri hafin undirbúningur kristnitökuhátíðar á Islandi. Undanfarin tvö sumur gekkst ég fyrir „pílagrímsferð um Ámesþing". Drottinsdaginn fyrra í þingi. Lagt var upp frá Reykjavík um hádegisbil. Numið var staðar við Vellankötlu, að Lögbergi og í Þingvallakirkju, við Víðilaug á Laugar- vatni og í Mosfellskirkju, en ferðinni lauk í Skálholtsdómkirkju og þar tóku víglsu- biskup og sóknarprestur á móti pílagrím- um. Með þessum hætti vom kristnitakan og upphaf formlegar helgiþjónustu á Is- landi i raun og vem sviðsett tvö sumur í röð. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum greiddi kostnað við ferðimar. Naut kirkjan þeim sinnum sem jafnan endranær góðfúsrar liðveizlu Sigurðar Odssonar, fram- kvæmdastjóra Þingvallanefndar. Aldrei hefur Þingvallahátíð í júnílok verið svo veglega haldin á nýöld sem nú í sumar. Sunnudaginn 27. júní predikaði biskup Islands, herra Karl Sigurbjörns- son, við hátíðarguðþjónustu í Þingvalla- kirkju. Biskupsmessa á staðnum fom- helga þennan mikla dag var blessuð árétt- ing þess, sem hér hefur átt ser stað á þeirri stundu fyrr og síðar. Á miðjum vetri beindi ég því til biskups, að hann predikaði hjá okkur við þetta tækifæri, síðasta „Drottinsdaginn fyrri í þingi“ á þessu árþúsundi. Hann tók beiðni minni af þeim næma skilningi á samhengi sögunn- ar, sem honum er gefinn. Predikun hans af meira en þriggja alda gömlum stóli Þingvallakirkju var framúrskarandi. Þetta þakka ég biskupi nú, í þessum rituð- uð orðum, og bið honum, verkum hans og öllu hans húsi velfamaðar. Kristnitökuhátíð er þannig hafin á Þingvöllum, eins og víðar um land. Að- dragandi þjóðhátíðarinnai’ miklu, sem hér mun fram fara að ári, er genginn í garð. Við tökum nú þegar höndum saman, Is- lendingar, í sveit og við sjó, og hyllum konunginn Krist á þúsund ára afmæli ís- lenzku kirkjunnar, í minningu þess að tvö þúsund ár eru liðin frá tilkomu Drottins á jörðu. Fornleifarannsókn á krisfnitökuafmæli Fyrir tveimur árum bar ég upp þá til- lögu á fundi Þingvallanefndar, að nefndin Þingvaliakirkja beitti sér fyrir fornleifarannsókn um- hverfis Þingvallakirkju. Yrðu niðurstöður þeimar rannsóknar gefnar út að svo búnu og væri þetta sérstakt framlag Þjóð- garðsins á Þingvöllum til kristnitökuhá- tíðarinnar. Nefndin samþykkti tillöguna einum rómi. Fornleifastofnun íslands var fengin til að vinna verkið. Tók hún til starfa sumarið 1998 og afhenti Þingvalla- nefnd skýrslu um frumathugun sína síð- astliðið haust. Fornleifagröftur hófst í júní í sumar. Komið var niður á kirkjurúst frá sext- ándu öld. Þar er trúlega fundinn grund- völlur kirkju þeirrar, sem séra Alexíus Pálsson, síðar síðasti ábóti í Viðeyj- arklaustri, reisti í byrjun þeirrar aldar og frá er greint í heimildum. Séra Alexíus var prestur á Þingvöllum tvo fyrstu ára- tugi aldarinnar, áður en hann fór til Við- eyjar. í vísu eftir Jón biskup Arason er hann nefndur ,Áli“, má af því ráða, að góðkunningjar gjörðu að gamni sínu í þann tíma sem löngum endranær. Eldri rúst fannst í sumar norðan við grunn sextándu aldar kirkjunnar. Undir henni komu menn niður á silfurpening frá elleftu öld. Peningurinn er vel með farinn, en ekki máður, og virðist eigi hafa farið um ýkja margra manna hendur áður en hann týndist. Hér bendir ýmislegt til, að ellefta öldin tali til okkar, kristnitökuöld- in, fæðingartími íslenzku kirkjunnar. Frekari fornleifarannsóknir við Þing- vallakirkju eru mikið tilhlökkunarefni. í þessu sambandi vitna ég á ný í Þing- vallabók Bjöms Þorsteinssonar sagn- fræðings. Þar getur þetta að lesa: „Elzti kristni helgigripur, fundinn hér á landi, kom úr jörðu við Miðmundatún á Þing- velli. Þetta er húnn af biskupsstaf frá 11. öld.“ Bjöm tilgreinir þær upplýsingar úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar, að Ólafur Ilaraldsson Noregskonungur hlut- aðist til um kirkjumál á Þingvelli. Síðan segir höfundur: „Úr hirð Ólafs helga Har- aldssonar komu hingað þrír biskupar: Bjarnharður Vilhjálmsson hinn bókvísi fyrst, líklega 1916; hann kom út með kirkjuvið og mikla klukku og var kirkjan reist á Þingvelli, en þar hefur biskup sennilega búið.“ Um áður nefndan bisk- upsstaf segir Bjöm, að hann kunni „að hafa verið í eigu Bjarnharðar bókvísa, sem fór að fimm árum liðnum utan og gjörðist biskup á Skáni í Danmörku". Ógrynni heimilda er að finna um Þing- velli í íslenzkum fornbókmenntum. Hug- kvæmir fræðimenn eiga það til að benda á tengsl milli einstaklinga frá löngu liðn- um öldum og góðra gripa, er koma úr jörðu á íslandi. Um þau efni má segja, að kapp sé bezt með forsjá. En steinþró Páls biskups Jónssonar í Skálholti sýnir svo að ekki verður um villzt, að stundum stað- festa fomleifarannsóknir upplýsingar, sem löngu liðnir íslendingar festu á skinn. Svo má enn verða. - Höfundur er prestur og þjóðgarösvörður á Þingvöllum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JÚLÍ 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.