Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1999, Blaðsíða 13
mögulega ásamt Cosmo Player forritinu. (www.plannet-arch.com/ginga.htm). Slíkir heimar þurfa þó ekki að vera takmark- aðir við Netið, heldur getur sýndarveruleikinn skarast inn í raunveruleikann. Superflex er hópur listamanna sem vinnm- að því að smíða sýndarlíkan af sænska smábænum Karlskrona. Sýndarbærinn mun heita Karlskrona 2 og munu allii' íbúar bæjarins eiga sér rafgervingu þar inni. Flestir íbúarnir verða nettengdir og geta því átt samskipti á tveimur plönum og nýtt sér þá ólíku tjáskiptahætti sem tíðkast á sitt hvorum staðnum, í sýndarveruleika og raun- veruleika. Á torgi bæjarins er ógnarstór skjár sem sýnir hvað á sér stað inni í Karlskrona 2 og þannig mætast sýndarheimur og raunheimur í Karlskrona. Eins og sjá má af öllum þessum dæmum hef- ur tölvulistin raskað hefðbundnum hugmynd- um um hlutverk listamannsins og listnjótand- ans. Listamaðurinn skapar umhverfi eða heim sem er formbygging möguleika og þá hefur við- takandinn kost á að virkja. Það er aðeins með þátttöku viðtakandans sem verkið fær merk- ingu. Listamaðurinn á því kost á að endurmóta tengsl sín við viðtakandann og veita honum aukin völd í skoðun og túlkun á listaverkinu. Listin út í samfélagið? Hér hefur verið stokkuð upp hin gamla, lífseiga hugmynd að listaverkið sé fullkomin niðurstaða af erfiðu striti listamannsins. Nú er það listnjótandinn sem tekur þátt í sköpun verksins. Hugmyndin um endanlega niðurstöðu verksins, þ.e. að verk þurfi að verða fullklárað, hefur um leið fallið í verði. Áður hefur verið reynt að afbyggja vald höfundarins og má nefna til sögunnar tónlist John Cage, ljóðlist dadaistanna eða myndlist Flúxus-hópsins, svo ekki sé minnst á viðleitni framúrstefnuleikhús- anna. Munurinn er hinsvegar sá að gagnvirkni tölvunnai' er grundvallarþáttur í fagurfræði tölvulistarinnar og eitt skemmtilegasta tæki hennar til að vekja og virkja þann sem les, hlustar, og horfir. Tengsl listamanns og viðtakanda eru ekki það eina sem getur breyst, heldur einnig hug- myndafræði listarinnar og listheimurinn sjálf- ur. Þannig er hugmyndin um listina listarinnar vegna [fr. l’art pour l’art] á hverfanda hveli; listamenn eru reiðubúnir að vinna í samstarfí við fyrirtæki, stofnanir og markaðinn á allan mögulegan hátt, t.d. í þróun hugbúnaðar og vél- búnaðar í tilraunastofom tölvuiðnaðarins. List- in tvístrast og dreifist niður á öll svið þjóðfé- lagsins. Hún hangir ekki lengur einangruð inni í galleríum og söfnum, heldur verður virk í samfélaginu. (Sem dæmi má nefna að höfundur Linux-stýrikerfisins, Finninn Linus Torvalds, sigraði í flokknum fyrir veflist á listahátíðinni Ars Electronica fyrr í sumar.) Þessi þróun er ekki ný. Hún hófst löngu fyrir daga tölvulistar- innar. Veflistin á hinsvegar kost á að gera upp við listaheiminn almennt. Eins og flestir vita, ríkja viss lögmál í listaheiminum sem stjórna því hverjir verða viðurkenndir fyrir hvaða verk. Um er að ræða flókinn valdastrúktúr listaskóla, gallería, safna, fjölmiðla, stjómvalda og ann- arra fjármagnsaðila er halda kerfinu gangandi. Hér er á ferð viðamikill iðnaður sem fæst við verðmætasköpun, þróun á hugmyndafræði og sköpun tískustrauma. Velta má fyrir sér hvort veflistamenn losni úr viðjum þessa kerfis þar sem vefgalleríin kosta nánast ekki neitt. List þeirra er einfaldlega geymd á heimasíðu við- komandi sem er öllum opin. Hinsvegar er spurningin um verðmætasköpun, tísku og hug- myndafræði enn til staðar - hún hefur bara færst um svið. í fyrri hluta þessarar greinar voru kenningar Walters Benjamin um að ljósmyndatæknin al- mennt og kvikmyndatæknin sérstaklega væru meginaðferðir módemismans til að lýsa veru- leikanum. í fjöldaframleiðslunni missir lista- verkið „ám“ sína, það afhelgast og verður falur sýningargripur. Listin verðmerkist. Þetta er hinsvegar ekki nýtt fyrir okkur í dag því við er- um flest alin upp við endurgerðir og fjöldafram- leiðslu. Draga má þá ályktun af ferðalagi okkar hér að ofan - í gegnum fagurfræði tölvulistar og dæmum af tölvulistaverkum - að hér sé komið nokkurs konar undirstöðulistfonn póstmódern- ismans á sama hátt og ljósmyndatæknin var fyrir módernismann. Með gagnvirkni sinni og kerfishugsun, samvinnu listamannsins og listnjótandans, opinni og síbreytilegri list, hefur tölvan veitt okkur möguleika á að kortleggja vitræn líkön með algerlega nýjum hætti. Hinni stafrænu list er fært að endurspegla þá stað- reynd að heimurinn er orðinn að samtengdu „hnattþorpi" [e. global village], þar sem hugtök eins og tími og rúm hafa hrunið saman og feng- ið aðra, gerbreytta þýðingu. Tölvan getur hjálpað okkur að kortleggja heim nútímans upp á nýtt - heim með hagkerfi, stjórnmál og hug- myndafræði sem eru of flókin fyrir nokkurn einstakling að gera sér í hugarlund. í heimi al- þjóðahyggjunnar getur tölvan komið mynd á stofnanir, orðræðusamfélög og valdatengsl þeirra á milli, og tákngert veruleika sem annars virðist fullkomin óreiða. GLÍMT VIÐ GRJÓTIÐ TLI Vestmannaey- ingar hafi vitað hvaðan á þá stóð veðrið þegar hrauni og grjóthnullungum hverskonar fór að rigna yfir Stakka- ;erðistúnið, sjálft hjarta bæjarins, í blíðunni á dögunum? Þeir eru svo sem vanir því að móðir jörð buni úr sér eldi, brennisteini og býsn af hrauni, en ekki stórvirkar vinnuvélar. Er ekki nóg að láta nátt- úruna um gjörninga af þessu tagi? Hvað var eiginlega á seyði? Jú, verið var að bera ósköpin á borð fyrir tuttugu og tvo norræna myndlist- armenn sem vinna munu að myndsköpun í Eyjum fram í miðjan næsta mánuð, undir yfir- skriftinni Hraun og menn. „Hugmyndin er runnin undan rifjum Árna Johnsen alþingismanns en Grænlendingar stóðu að svipuðu verkefni fyrir fimm árum, undir yfirskriftinni Steinn og menn,“ segh' Margrét Hjálmarsdóttir verkefnisstjóri um til- urð uppátækisins. Hún er jafnframt starfsmað- ur Þróunarfélags Vestmannaeyja sem annast verkefnið í samvinnu við Vestmannaeyjabæ, einkaaðila og myndlistarmenn á Norðurlönd- um. Sem styrktaraðilar að verkefninu koma einnig Norræni menningarsjóðurinn, Noiræna stofnunin á Grænlandi og menntamálaráðu- neytið. Að sögn Margrétar og Bjarka Bi-ynjarsson- ar framkvæmdastjóra Þróunarfélagsins hefur gengið ágætlega að fjármagna verkefnið, þótt það sé mikið að umfangi. „Auðvitað kostar þetta peninga en á móti kemur að verðmæti þessara listaverka gæti orðið ómetanlegt þeg- ar frá líða stundir,“ segir Bjarki. Það mun hafa verið í fyrra að Árni fól Bjarka að kanna hvort hugmyndin gæti orðið að veruleika en draumurinn var að hrinda henni í framkvæmd það ár - á 25 ára afmæli eldgossins í Eyjum. Það reyndist ekki unnt en þess í stað var stefnan sett á sumarið 1999. „Þegar ég tók að mér verkefnisstjórn í febrúar á þessu ári var þegar búið að velja flesta listá- mennina," segir Margrét. „Takmai'kið var að fá fólk frá öllum Norðurlöndum, sem tókst, nema hvað Færeyingar sáu sér því miður ekki fært að senda mann. Upphaflega var gert ráð fyrir fimmtán listamönnum en verkefnið vatt stöðugt upp á sig og á endanum urðu þeir tutt- ugu og tveir.“ Liður í undirbúningi verkefnisins var að fá einn íslensku þátttakendanna, Pál Guðmunds- son frá Húsafelli, á vettvang á vordögum til að líta á efnivið, hraun og grjót, sem listamennirn- ir gætu hugsað sér að vinna í. „Við vildum fá einhverja hugmynd um það hverslags efni þeir sæktust eftir. Páll skoðaði sig vandlega um og benti á nokkra hnullunga sem kæmu til greina. Morgunblaðiö/Sigurgeir STEINNINN sem Páll Guðmundsson vinnur í er engin smásmíði, fimm metra hár og sextán tonn að þyngd - sá stærsti sem listamaðurinn hefur höggvið í um dagana. BJARKI Brynjarsson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Vestmannaeyja og Margrét Hjálmars- dóttir verkefnisstjóri hafa í mörg horn að líta meðan á verkefninu stendur. FREYMÓÐUR Þorsteinsson fyrrverandi bæj- arfógeti. Höggmynd eftir Pál Guðmundsson. Sumir þeirra hafa verið notaðir, aðrir ekki. Al- gengast er þó að fólk velji sér sjálft steina." í nánum tengslum við náttúruna Þann 15. þessa mánaðar tók svo þorri hóps- ins land í Eyjum. Var þá tekið til óspilltra mál- anna. „Við byrjuðum á því að keyra hópinn vítt og breitt um bæinn og sigla með hann í kring- um Eyjarnar til að kveikja hugmyndir en hug- myndin er að listamennirnir vinni verk sín í nánum tengslum við náttúru og umhverfi Eyj- anna,“ segir Margrét og bætir við að hug- myndirnar hafi verið misfljótar að kvikna, ► Á Stakkagerðistúni og víðar í Vestmannaeyjum má sjá á 3riðja tug norrænna myndlistarmanna glíma af móð við grjót og hraun - móta þar menn, vætti og annað sem nöfnum tjáir að nefna. ORRl PALL ORMARSSON elti þessa menn uppi, líkt og Ingólfur þrælana forðum, en ekki til að drepa þá, heldur kynna sér afrakstur erfiðisins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JÚLÍ 1999 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.