Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 1
FIRMA '99 oa a MENNING LISTIR ÞJÓÐFRÆÐI FIRMA '99, sýning Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, verður formlega opr íuð í l dag klukkan 17. Boðið er upp á opnunarferð um sýninguna og hefst hún í Árbæjarsafni klukkan 12:30. Sýningin er dreifð um tíu staði í i Dorg |inni \: >ar sem eru verk átta félaga í Myndhöggvarafélaginu í Reyl< :javík °g tveggja gesta frá öðrum menningarborgum ársins 2000. ^Perk tímenninganna sem K taka þátt í nýjasta „strand- B höggi" Myndhöggvarafé- B lagsins í Reykjavík sýna vel K þær ólíku myndir sem sam- ms tímaskúlptúr getur tekið á sig, með tilliti til efniviðar, ▼ tækni, framsetningar og inntaks. Myndverkin spanna allt frá „hefð- bundnum" þrívíðum hlutum til ljósmynda og stærri umhverfisverka. í rauninni flestar tegundir myndlistar, aðrar en málverk. En hvað er það sem sameinar - svo nokkur dæmi séu tekin - jafn ólík verk og sviðsetta ljósmynd af fólki að bíða eftir strætó, litla kassa með leyndardómsfullum hlutum sem sýningargestur getur fengið lánaða með sér heim, völundarhús gert úr mannheldri fjár- girðingu, klukkur sem ganga bæði aftur á bak og áfram, gegnsæja sýningarkassa á stærð við símaklefa, fulia af grænum gler- flöskum, teikningar af útköllum sjúkra- og slökkviliðsbíla, raddir úr hátalara, upplýstan leikvöll og gjörning sem berst út yfír sundin og út í nærliggjandi eyju - undir merkjum Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, gerir þau með öðrum orðum að skúlptúr? f grundvallaratriðum sameinast mynd- verkin um eitt meginatriði: Öll hverfast þau á einn eða annan hátt um hið geysivíða og stóra hugtak RÝMI - lykilorð til skilnings á samtímaskúlptúr. Alla vinnu í og með rými má skilgreina sem skúlptúr. Pað rými getur (NÝJU RÝMI EFTIR AUÐI ÓLAFSDÓTTUR verið órætt, án upphafs eða endis eða vand- lega afmarkað og skilgreint, það getur verið sýnilegt eða huglægt, getur spannað eitthvað afskaplega smátt, í ætt við eina blaðsíðu, eða eitthvað óendanlega stórt, eftir atvikum. í staðinn fyrir rými verks er stundum tal- að um sýningarrými. Með sýningarrými er ekki einungis átt við sýningarsal gallerís eða safns heldur getur verk fengið að láni rými sem allajafna gegnir öðru hlutverki, nýtt sér með því tilbúnar aðstæður. Listamaðurinn getur slegið eign sinni á tiltekið rými og ákveðið að það tilheyri verki hans um lengri eða skemmri tíma. Þannig er ekki einungis um að ræða það rými sem verkið BÝR TIL, heldur einnig allt það rými sem listamaður- inn kýs að láta verkið BÚA í. Dæmi um það er til að mynda tímaverk Kozlowski í Árbæj- arsafni, „Tímatóm.“ Frægt er t.d. þegar franski listamaðurinn Yves Klein ákvað að sólarhringinn 27. nóvember 1962 skyldi öll jörðin og himingeimurinn með vera hluti af verki hans. Samtímaþrívíddarverk höfða oft á tíðum til mun fleiri skilningarvita en áður tíðkaðist. Dæmi um það er að staðhæfingar sem heyr- ast úr hátalara geta hiklaust verið skúlptúr, ef þær eru settar fram í samhengi einhvers konar þrívíddarupplifunar, sbr. verk Harald- ar Jónssonar um heim bernskunnar í leik- skólanum Tjarnarborg. Skúlptúr þarf með öðrum orðum ekkert frekar á neinum hlut að halda. Með nýjum hugmyndum um samband raunveruleika og listar og samband raun- veruleika og raunsæis þarf hinn efnislegi veruleiki ekki lengur að tilheyra skúlptúrn- um. Hugmynd er jafn raunveruleg og áþreif- anlegur massi, þar af leiðandi raunsæ ef því er að skipta. Það sem getur litið út fyrir að vera „listhluturinn“ sjálfur þarf ekki að vera annað en hluti af ferli verks eða verkhugsun. Jukka Járvinen vinnur gjarnan verk sín á þeim nótum. Það er heldur ekki óalgengt að ljósmyndir séu menjar sviðsetninga í tilteknu rými, sbr. verk Þorbjargar Þorvaldsdóttur í biðskýli á Hlemmi. „Þetta eru ekki hlutir,“ sagði mynd- listarmaðurinn Christo um umhverfisverk ► 4. SVR-Hlemmi: Þorbjörg Þorvaldsdóttir/ Kona og barn bíða eftir strætó (inniverk, uppstilling) 9. Sorpa-Ananaustum: Inga Ragnarsdóttir/Arfleifð (Útiverk) 3. Velamiðstöð Reykjavikur: Jukka Járvinen/Nafnlaust 1,2 og 3 (Inni- og útiverk, inniverk er hægt að skoða á opnunartíma fyrírtækisins) 10. Hofnin: Ósk Vilhjálmsdóttir/ Enginn er eyland-ferðir í Engey (Gjörningurá opnunardaginn) 2. Husdyragarðurinn: Inga Svala Þórisdóttir/Stefnumót (Útiverk, opið á opnunartíma safnsins) '^ Vsjr-----^—TT 8. ITR-Vesturbæjarlaug: Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir/Án titils (Inniverk, uppákoma á opnunardaginn) 7. Leikskolar Reykjavikur-Tjarnarborg: Haraldur Jónsson/Barn (opið eftir lokun leikskóla og um helgar) --------------------------crrrr------- 6. Borgarbokasafnið: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson/Útián (Inniverk, opið á opnunartíma safnsins) 5. Slökkviliðsstöð Reykjavíkur: Birgir Andrésson/Útköll í tíma og rými-Sjúkrabflar/slökkvibílar (Utiverk) 1. Arbæjarsafn: Jaroslaw Kozlowski/Tímatóm (Inniverk, opið á opnunartíma safnsins) 2 km LESBÓK MORGUNBLAÐSINS/FIRMA '99 21. ÁGÚST 1999 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.