Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 3
um myndum. Tiltölulega sjaldgæft er að myndhöggvarar 20. aldar vinni með manninn og mannslíkamann á sama hátt og kollegar fyrri tíma. Mannlæg viðmiðun (t.a.m. stærð og hlutföll mannsins) getur þó verið innbyggð í verkið, án þess að mannslíkaminn sé sjáan- legur, sbr. t.d. verkið „Arfleifð" eftir Ingu Ragnarsdóttur, staðsett við endurvinnslustöð Sorpu að Ánanaustum og verk Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur í anddyri Vestur- bæjarlaugar. Um leið og búið er að taka skúlptúrinn nið- ur af stöplinum (og afhelga hann) er hann orðinn þrívíður hlutur í heimi þrívíðra hluta. Þannig verk býður upp á allt annað og nán- ara samband við áhorfanda, aðra nálægð sem eins má kalla líkamlegt samband. Á sjö- unda áratugnum bætist enn ein viðbótarvídd- in við merkingu skúlptúrhugtaksins. Frá því að vera þrívítt form (hlutur) í rými verður skúlptúr STAÐUR þar sem fer fram raun- veruleg UPPLIFUN áhorfanda á rýminu. Hlutverk verksins verður þá fyrst og fremst að setja fram spurningar um eðli og inntak rýmisins. Þátttaka eða upplifun áhorfanda hefur þannig að mestu leyti leyst mannslík- amann sem viðfangsefni af hólmi. Völundar- hús Ingu Svölu Þórsdóttur, sem hún nefnir „Stefnumót" og er staðsett í Húsdýragarðin- um í Laugardal, er dæmi um verk af þeim toga. Til útskýringar á hlutverki áhorfanda í verki má taka dæmi af skúlptúr eftir banda- ríska myndhöggvarann Richard Serra (höf- und verksins „Afangar" í Viðey) sem settur var upp fyrir tveimur áratugum á fjölförnu torgi í New York. Miklar deilur spunnust um verldð sem snerust aðallega um það hvort verkið væri ljótt eða fallegt, þ.e. hvort það puntaði upp á umhverfi sitt eður ei. Málið fór íyrir dómstóla borgarinnar og hefur varnar- ræða listamannsins komist á blöð listasög- unnar. Serra lagði áherslu á að deilan um verkin byggðist á grundvallarmisskilningi um eðli þeirra. Verkum hans væri alls ekki ætlað að fegra neitt og því væru umræður um það hvort verk hans væru falleg eða ljót markleysa. „Skúlptúrar mínir eru ekki hlutir sem ætlast er til að áhorfandi staldri við til að horfa á. Ég hef sérstakan áhuga á hegðunar- rýminu (behavioral space), þar sem um er að ræða gagnkvæma víxlverkan áhorfanda og verks. Verkið er skapað fyrir áhorfanda á hreyfingu. Skref íyrir skref breytist þannig skynjun áhorfanda á skúlptúmum en einnig á öllu umhverfinu.“ í stað þess að fegurðin búi í eigind hlutanna sjálfra, þá er fegurðin upplif- un í ætt við persónulegt ferðalag sem leiðir, ef vel tekst tÚ, til skilningsauka á sjálfum sér og umheiminum. FIRMA ‘99 er sýning sem menn geta bæði gert sér sérstaka ferð á eða dottið inn á óvart, eigandi eitthvert allt annað erindi inn í einhverja af þeim tíu stofnunum og fyrir- tækjum sem skapa verkunum umgjörð. Þannig kemur listin til fólksins. Það er enda í samræmi við það markmið aðstandenda sýn- ingarinnar að „efla sýnileika þrívíðrar listar og skipa myndlist fastari sess í „landslagi" borgarinnar." Ef litið er til árlegs gestafjölda viðkomandi stofnana og fyrirtækja má ætla að margir slysist á næstu mánuðum til að skoða list. Höfundur er listfræðingur. Það er í samrœmi við verklagflestra mynd- höggvara í dag að vinna verk sín með hliðsjón af pví umhverfi sem peim er ætlað að „virka(i í. Hins vegar er ekki með góðu móti hægt að segja verkin „standa“ í um- hverfi sínu - a.m.k. ekki í sömu merkingu og frakkaklæddar styttur bæjarins. Myndverkin geta bæði verið forgengi- leg og á hreyfingu/hreyf- anleg. Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaöið/Júlíus Sigurjónsson 3/ JUKKA JÁRVINEN - NAFNLAUST 1,2, OG 3 - (MINNISTÖFLUR) 1. Listamannamix. Minnistafla á veggnum í fundarherbergi fyrir- tækisins. 120 x 100 sm, korkur, krossviður, skrúfur, nokkrar teiknibólur. 2. Ferðamannamix. Staðsett á veggnum úti á bflastæðinu. 120 x 80 sm, gervikorkur, kross- viður, skrúfur, nokkrar teikniból- ur. 3. Verkstæðismix. Staðsett á veggnum úti á geymslusvæði bíla. 160 x 100 sm, gervikorkur, kross- viður, skrúfur, nokkrar teikniból- ur. 4/ÞORBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR - KONA OG BARN AÐ BÍÐA EFTIR STRÆTÓ (UPPSTILLING). Að stilla upp fólki og hlutum til að endurskapa athafnir hversdags- ins. Að koma auga á fegurð þeirra og undarlegheit. Að geta orðið hissa yfir því venjulega. 5/BIRGIR ANDRÉSSON - ÚTKÖLL í TÍMA OG RÝMI Dagana 28. júlí til 4. ágúst 1999 skráðu starfsmenn Slökkviliðs Reykjavíkur öll útköll sem þeir sinntu og drógu akstursleiðir upp á kort af höfuðborgarsvæðinu. Upphaf útkallsferðanna var á at- hafnarsvæðum Slökkviliðsins í Skógarhiíð og á Tunguhálsi eða þar sem bflamir voru staddir í umferðinni hverju sinni. Eftir stendur teikningin „Útköll í tíma og rými“. Sýnir hún umfang/rými þessa þrívíða myndverks. Verkinu lauk í ágúst 1999. Starfsmenn Slökkviliðs Reykjavíkur, Birgir Andrésson. 6/HELGI HJALTALÍN EYJÓLFSSON - ÚTLÁN Verkið „Útlán“ sem smíðað verð- ur fyrir Borgarbókasafnið á næstu tólf mánuðum snýst aðallega um tvær grunnhugmyndir, fyrst þá að lána út myndlist, eins og um bækur væri að ræða. Hin hug- myndin er sú að byggja upp safn. Á opnun, hinn 21. ágúst, verða þrjú myndverk til útláns í aðal- safni Borgarbókasafnsins, Þing- holtsstræti 29a. En ég hef skuld- bundið mig til að skila inn í safnið einu nýju verki í mánuði næstu tólf mánuðina og þannig vonandi búið til áhugavert safn myndverka sem er tilbúin til útláns. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS/FIRMA '99 21. ÁGÚST 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.