Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 2
BORGES OG NORÐURLÖND Morgunblaðiö/Ragnheiöur Stephensen Alþjóðleg skáldastefna í Caracas. Umræðuefni Borges og tengsl hans við Norðurlönd. Venezúelamaðurinn Enrique Moya, sem stýrði umræðunni, Jóhann Hjálmarsson og Lasse Söderberg. Á ALPJÓÐLEGRI ljóðskáldastefnu í Caracas í Venezúela var meðal dagskrárat- riða fundur með norrænum skáldum á stefn- unni um argentínska rithöfundinn Jorge Luis Borges og Norðurlönd. Dagskráin var haldin á afmælisdegi skáldsins, 24. ágúst, þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu þess. Sænska skáldið Lasse Söderberg og Jóhann Hjálmarsson skáld, sem báðir kynntust skáldinu persónulega, töluðu um Borges og svöruðu fyrirspurnum áheyrenda. Áhersla var lögð á aðdáun Borgesar á íslendingasög- um og fornum norrænum höfundum, einnig Svíanum Swedenborg. Borges heillaðist af hnitmiðun og sparsem stílsins í sögunum. Söderberg og Jóhann vitnuðu báðir til hins ít- arlega viðtals við Borges sem Matthías Jo- hannessen birti í bók sinni Samtölum II. Áheyrendur spurðu mikið um ástæðu þess að Borges var svo heillaður af víkingatíman- um og Islendingasögum og fengu m. a. að vita að í bókasafni föður Borgesar í Buenos Aires voru til íslendingasögur í enskum þýð- ingum. Þar skipti fordæmi enska skáldsins Williams Morris, mikils Islandsaðdáanda, máli. Síðar skrifaði Borges bók um Islend- ingasögur. Borges átti enska ömmu sem hann kvaðst vona að væri af norrænum stofni. Meðal þeirra bóka sem hann skírskot- ar til í ljóðum sínum er enska fornkvæðið Bjólfs kviða. Sagt var frá íslandsferðum Borgesar, sem voru í hans augum pílagrímsferðir, og flutt voru ljóð eftir hann um Island, m. a. Snorra Sturluson. Lesin var ný þýðing eftir Jóhann Hjálmarsson á einu af seinasta ljóði Borges- ar, Þrá til nútíðar (bh-tist í Lesbók Mbl. 21. ágúst) og frumtextinn einnig. í ljóðinu, sem er öðrum þræði ástarljóð til konu skáldsins, er Island hyllt sérstaklega en í mörgum ljóða Borgesar er að fínna dýrkun hans á íslandi og íslenskum bókmenntum. Þéttsetinn áheyrendasalur og margar fyr- irspurnir gáfu til kynna að í Rómönsku-Am- eríku eru menn forvitnir um þessa hlið á ferli Borgesar. Morgunblaöiö/Jón Svavarsson Söngsveitin Fílharmónía og Sigrún Hjálmtýsdóttir á æfingu fyrir aðventutónleika. ORATÓRÍA OG GEISLAPLATA MEÐ vetrarstarfí Söngsveitarinnar Ffl- harmónía heldur sveitin upp á fjörutíu ára afmæli sitt og þúsund ár eru liðin frá því kristni var lögtekin á íslandi. Af þessu tilefni fékk Söngsveitin Þor- kel Sigurbjörnsson tón- skáld til þess að semja tónverk og er hann að leggja lokahönd á verkið sem er óratóría fyrir kór, hljómsveit og tvo einsöngvara. Óra- tórían heitir Immanúel og er textinn úr biblí- unni og íslenskum Ijóð- um. Bæði kristnihátíð- arnefnd og Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000 hafa veitt Söngsveitinni styrki til þess að standa straum að kostnaði við þetta verk- efni en óratórían Immanúel verður frum- flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands 18. maí 2000. Einsöngvarar verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Bergþór Pálsson og stjórnandi á tónleikunum er Bernharður Wilkinson. Nú í september verður lokið við að hljóðrita geislaplötu með hátíðartónlist sem Söngsveitin flytur. Douglas Brotchie spilar á orgel. Meðal verka sem á plötunni verða er verkið Hear my Prayer eftir F. Mendelssohn og þar mun Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja einsöng. f byrjun desember heldur Söngsveitin sína hefð- bundnu aðventutónleika í Langholtskirkju og þar mun Diddú einnig leggja kórnum lið. Sljórnandi Söngsveitarinnar Fflharm- óníu er Bernharður Wilkinson flautuleik- ari og aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfón- íuhljómsveitar fslands. Raddþjálfarar eru Elísabet Erlingsdóttir og Hulda Guðrún Geirsdóttir og undirleikari Guðríður St. Sigurðardóttir. Þorkell Sigurbjörnsson VETRARDAGSKRÁ ÍSLENSKU QPERUNNAR ÓPERUR, TÓNLEIKAR OG KÓRVERK ÓPERURNAR Mannsröddin eftir Francis Poulenc og The Rape of Lucretia eftir Benjamin Britten eru meðal þess sem verður á dagskrá nýhafins starfsárs íslensku óper- unnar. Nýráðnir stjórnendur Óperunnar, Bjarni Daníelsson óperustjóri og Gerrit Schuil, listrænn stjórnandi og aðalhljóm- sveitarstjóri, kynna vetrarstarfíð og nýjar áherslur í nýútkomnum bæklingi. Þar kemur fram að starfsemi Islensku óp- erunnar verður á næstu árum skipulögð í fjórum samliggjandi rásum eða brautum sem ætlað er að styrkja og styðja hver aðra. Rás- irnar fjórar eru óperuflutningur, tónleika- hald, flutningur kórverka og kóruppfærslur á óperum og fræðslustarfsemi. Hádegisópera og brúðuleikhús Hádegisópera er nýbreytni í starfinu en Mannsröddin eftir Poulenc, með texta eftir Jean Cocteau, verður frumsýnd í hádeginu 15. október nk. Hún tekur aðeins 45 mínútur í flutningi en er talin meðal bestu verka tón- skáldsins. Einsöngvari verður Signý Sæ- mundsdóttir sópran og píanóleikari Gerrit Schuil. The Rape of Lucretia eftir Benjamin Britten, með texta eftir Ronald Duncan, verður frumsýnd 5. febrúar 2000. Leikstjóri verður Bodo Igesz og hljómsveitarstjóri Gerrit Schuil en margir ungir söngvarar í fremstu röð munu taka þátt í flutningnum. I byrjun júní nk. verður hér á ferð hópur frá Prag með fræga uppfærslu Þjóðarbrúðuleik- húss Tékka á óperunni Don Giovanni eftir Mozart. Þessi uppfærsla hefur nú gengið fyrir fullu húsi í Prag í tæp tíu ár. Uppsetn- ingin er samstarfsverkefni Islensku óper- unnar, Listahátíðar í Reykjavík og Reykja- víkur, menningarborgar Evrópu árið 2000. Ungir einsöngvarar Þrennir tónleikar hafa verið skipulagðir á haustmisseri. í október verða hátíðartónleik- ar, þar sem einsöngvarar og Kór íslensku óperunnar flytja jafnt þekkt verk úr óperu- bókmenntunum og önnur sem sjaldan hafa heyrst hér á landi. Söngtónleikar eru á dag- skránni 25. nóvember, fyrstu opinberu ein- söngstónleikar Helgu Rósar Indriðadóttur sópransöngkonu, sem nýlega skrifaði undir fastan samning við Stuttgartóperuna. Moz- art-tónleikar verða 14. desember en þá flytja ungir söngvarar perlur úr óperum Mozarts. Söngvaramir eru Emma Bell sópran, Finnur Bjarnason tenór, og Olafur Kjartan Sigurð- arson barítón. Barnaópera Þorkels og Böðvars Kór íslensku óperunnar flytur ásamt Sin- fóníuhljómsveit Islands fjögur stór verk á árinu; Sinfóníu nr. 9 eftir Beethoven í janú- ar, Aidu eftir Verdi í febrúar, Sinfóníu nr. 3 eftir Mahler í mars og Requiem eftir Verdi í apríl. í þígerð er margþætt fræðslustarf á veg- um Islensku óperunnar; samstarf við Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands, tónlist- arskóla og fræðsluyfirvöld. Boðið verður upp á kynningar og námskeið í tengslum við starfsemi Óperunnar. Til dæmis er gerð fræðsluefnis í tengslum við barnaóperu eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Böðvar Guð- mundsson vel á veg komin en óperan verður frumsýnd haustið 2000. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Galleri hlemmur.@is. Þverholti 5 Þóra Þórisdóttir og Valgerður Guðlaugs- dóttir. Til 27. sept. Gallerí Stöðlakot Kristjana F. Arndal. Til 12. sept. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Afmælissýning Textílfélagsins. Til 19. sept. Hafnarborg Eiríkur Smith. Til 27. sept. Hallgrímskirkja Jón Axel Björnsson. i8, Ingdlfsstræti 8 Kristján Guðmundsson. Til 10. okt. Islcnsk grafík, Hafnarhúsinu Bragi Ásgeirsson. Til 12. sept. Kjarvalsstaðir Hafsteinn Austmann. Borgarhluti verð- ur til. Patrick Huse. Til 24. okt. Listasafn ASI Ásmundarsalur: Inga Ragnarsdóttir. Gryfja: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. Arin- stofa: Sýnishorn verka úr eigu safnsins. Til. 12. sept. Listasafn Akureyrar Hlynur Hallsson og Makoto Aida. Til 7. okt. Listasafn Einars Jónssonar Opið alla daga nema mánudaga l'rá kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands Yfirlitssýning á völdum sýnishornum af íslenskri myndlist. Listahornið, Akranesi Steinunn Guðmundsdóttir. Til 20. sept. Ljósmyndasafn Rvíkur, Borgartúni 1 Tore H. Royneland. Til 26. sept. Mokkakaffi Ljósmyndasýning Rúnars Gunnarsson- ar. Til 1. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn. Norræna húsið Anddyri: Einar Vigfússon, Útskornir fuglar. Til 21. sept. Nýlistasafnið Samsýning sjö listamanna frá Austurríki og sex frá íslandi. Til 19. sept. Safnhúsið, Borgarfirði Helga Magnúsdóttir. Til 19. sept. Sjóminjasafn Islands, Vesturgötu 8, Hafnarf. Fiskurinn í list Sveins Björnssonar. Til 15. okt. Slunkaríki, Isafirði Færeysk myndlist: grafíkmyndir Astri Luihn. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning opin þriðjudag-föstu- daga kl. 14-16. Til 15. maí. Þjóðarbókhlaðan List Inúita, Til 4. nóv. TONLIST Sunnudagur Salurinn, Kópavogi: Píanóleikarinn Des- iré Kaoua. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Sigfúsartónleikar: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Abel Snorko býr einn, sun. 12., fím. 16. sept. Tveir tvöfaldir, fös. 17. sept. Borgarleikhúsið Litla hryllingsbúðin, lau. 11. sept. Sex í sveit, fös. 17. sept. íslcnska óperan Hellisbúinn, lau. 11., fim. 16. sept. Iðnó Hádegisleikhúsið: 1000-eyja sósa, lau. 11., fim. 16. sept. Loftkastalinn SOS Kabarett, lau. 11., fös. 17. sept. Kaffileikhúsið Ævintýrið um ástina, sun. 12. sept. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvu- pósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.