Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 4
SA SEM RÆÐUR YFIR TÍMANUM HEFUR VÖLDIN DRAUMASAMFÉLAGIÐ - HVENÆR KEMUR ÞAÐ? EFTIR BJARNA REYNARSSON Tíminn er manngert f/rir- bæri, þess vegng er hægt að eiqna sér hann. Ráð- stöfun á tíma hefur verið afgerandi fy rir velferð og verðmætasköpun í sögu mannkynsins. Þegar þjóð- félagsgerðin breytist er það eignarrétturinn á tímanum eða á ráðstöfun hans sem er afgerandi þáttur í breytingunni. NÚ LIFUM við í upplýs- ingasamfélaginu og það hefur reynst erfitt að end- urmeta afstöðu okkar til ráðstöfunar tímans frá iðn- aðarsamfélaginu sem var við lýði í flestum löndum í meira en öld þar á undan. Hvernig mun okkur ganga að endunneta eignarréttinn á tímanum þegar við göngum inn í tilfinninga- eða draumasamfélagið sem marg- ir framtíðarfræðingar telja skammt undan? Timinn er afstætt hugtak Framtíðarrannsóknir fjalla um framtíðina, tíma sem ekki er kominn og er því ekki til. Þegar atburðir gerast eru þeir nútíð, en eru strax eftir framkvæmdina orðnir að fortíð og ekki aftur teknir. Fortíð, nútíð og framtíð skar- ast og því er tíminn afstætt hugtak. Þótt raunvísindamenn skilgreini tímann ná- kvæmlega, t.d. í ljósárum þegar þeir mæla fjarlægðir í geimnum, er erfitt að henda reiður á fortíð, nútíð og framtíð í því sambandi, t.d. eru þeir ljósgeislar sem berast til jarðarinnar frá plánetum í geimnum búnir að vera milljónir ára á leiðinni. Það sem við skynjum hverju sinni er afleitt af því með hvaða hraða við skynjum fyrirbærið. Landbúnaðarþjóðfélagid Tíminn fékk verulega þýðingu þegar fyrstu landbúnaðarsamfélögin voru mynduð á jörðinni fyrir um 10.000 árum. Þá þurfti að undirbúa jarðveginn og sá kominu á ákveðnum tíma á ár- inu, en fáir höfðu þá aðra þekkingu á tímanum en mismun á degi og nóttu og árstíðaskiptum. I fyrstu landbúnaðarþjóðfélögunum í Mesópótamíu voru það prestar sem skilgreindu tímann sem bjuggu yfir þessari þekkingu. Vinnan var ekki mæld í tímaeiningum, aðeins gefið upp af ráðandi stéttum hvenær ákveðin verk skyldu unnin. Verkafólk seldi landeigend- um vinnuafl sitt en ekki tíma. Tími þjónustu- fólks fyrr á tímum var í raun í eigu hefðarfólks- ins, því það þurfti alltaf að vera til taks þegar herrann kallaði, jafnt á nóttu sem degi. Tækniframfarir hafa alltaf tengst ráðstöfun tímans. Upfinning hjólplógsins á 16. öld og sáð- skipta (hluti akursins var geymdur milli ára) jók uppskeruna mikið og lagði grundvöll að aukinni verkaskiptingu og skapaði þar með ný störf. Áhrif sams konar tækniframfara í ís- lenskum landbúnaði þekkjum við t.d. með til- komu nýrra sláttuljáa á síðari hluta 19. aldar og stórtækra landbúnaðarvéla s.s. þúfnabana og dráttarvéla á fyrri hluta þeirra aldar. Til að auðvelda bændum störfin kom Karla- Magnús Frankakonungur með ný heiti yfír mánuðina, plægingarmánuður, sáðmánuður o.s.frv., þannig að bændur fengu ákveðinn skilning eða eignarrétt á tímanum. Hið forna íslenska tímatal var að ýmsu leyti sérstætt. Reiknað var í misserum, sumrum og vetrum, og höfuðáhersla lögð á vikutalningu, en ekki mánaða. Margir vissu því ekki hvaða viku- Myndlýsingar: Andrés. í aldarlokin er sá skilningur útbreiddur og viðtekinn að tíminn sé peningur og að efnisleg gæði sé það sem að er keppt. Spurningin er; hvernig erum við undirbúin fyrir hið skapandi samfélag: Draumasamfélag framtíðarinnar. Tækniframfarir hafa alltaf tengst ráðstöfun tímans dag þeir voru fæddir, aðeins að það var í ákveð- inni viku að sumri eða vetri. Gömlu íslensku mánaðaheitin voru lýsandi bæði fyrir árstíða- bundið veðurfar og verkefni t.d. ýlir, heyannir og gormánuður svo dæmi séu tekin. Okkur nútímamönnum þykir sem tíminn hafi staðið í stað í margar aldir í hinu kyrrstæða ís- lenska bændasamfélagi sem byggðist á sjálfs- þurftarbúskap. Það var ekki aðeins að fáar tækni- og þjóðfélagsbreytingar ættu sér stað allt fram til loka 19. aldar, vinnufólkið var átt- hagabundið af vistarbandi og því ekki frjálst að færa sig um set og hefja búskap á nýjum stað. Það er því ríkt í Islendingum að ráða okkur sjálfir, bæði tíma og búsetu, margir hafa hugs- að eins og Bjartur í Sumarhúsum og óskað að lifa sem sjálfstætt fólk. Klukka landsins var ekki myndarleg og nákvæm ráðhús- eða þing- klukka, heldur kirkjuklukkan á Þingvöllum sem sjaldan var hringt. Upphaf borgarsamfélags í Evrópu Borgir og bæir í Vestur-Evrópu fóru að vaxa hratt á 10.-13. öld, þrátt fyrir mótstöðu léns- herra. Borgarmúrar voru reistir til að afmarka og verja hinar sjálfstæðu borgir og ráðhús voru byggð. Efst á turni ráðhússins var yfir- leitt klukka, tákn þeirra sem réðu yfir tíma borgaranna. (Kannski er það táknrænt og út- hugsað að ekki er ráðhústurn með klukku á nýju ráðhúsi Reykjavíkur.) Tíminn stýrði borg- arlífinu og skapaði velferð á grundvelli verka- skiptingar. I bæjunum komu fyrst fram til- raunir til að tengja saman tíma og vinnu, það tókst ekki fullkomlega fyrr en með iðnbylting- unni á 18. og 19. öld. Arið 1395 gáfu borgaryfirvöld í París út þá tilkynningu, vegna óska margra að byrja og enda vinnu á ákveðnum tímum, að vinnudagur- inn væri frá sólarupprás til sólarlags með hæfi- legum matar- og hvfldartímum á milli. Á mið- öldum var 4-5 daga vinnuvika algeng, oft frá miðvikudegi til laugardags. Flestir hugsuðu lítt um framtíðina, aðeins að hafa í sig og á hvern dag sem guð gaf. Langtímaáætlanir komu fyrst á landafunda- og nýlendutímanum, því það gat tekið 2-3 ár að fá skip með vörur frá Austurlöndum aftur til hafnar í Evrópu. Iðnbyltingin Með iðnbyltingunni, gufuvélinni og öðrum tækninýjungum á 18. og 19. öld kom þörfin fyr- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.