Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 5
ir að brjóta upp framleiðsluferlið, sem leiddi til aukinnar sérhæfingar í störfum og nákvæmrar tímastjórnunar vinnuafls. Það var ekki erfitt að fá fólk til að vinna við vélamar því þessi störf voru iðulega betur borguð en landbúnað- arstörfin. Vandamálið var að tengja saman tímann og vinnuna, fá verkafólkið til að hefja störf á ákveðnum tímum og því var verk- smiðjuflautan nauðsynleg. Með fjöldaframleiðslu og færibandavinnu var tímaþátturinn enn mikilvægari þáttur í framleiðsluferlinu. Hver verkamaður vann all- an daginn við aftnarkað verkefni við færiband- ið, sem Chaplin túlkaði meistaralega í mynd sinni „Nútíminn". Henry Ford tókst að inn- leiða þessi vinnubrögð í verksmiðjum sínum í byrjun aldarinnar. Framleiðnin óx hröðum skrefum, gæðin jukust, launin hækkuðu og verðið á bílunum féll það mikið að verkafólkið gat sjálft eignast undratækið einkabílinn. Þessi nýju vinnubrögð kröfðust mikillar ög- unar, sérstaklega við tímastjórnun. Lífið skipt- ist í tvo hluta, vinnutímann - sem atvinnurek- andinn réð yfir - og fn'tímann, sem verkamað- urinn réð sjálfur yfir. I frítímanum byrjaði líf- ið, samskipti við fjölskyldu og vini, og tími fékkst fyrir áhugamálin. Vinnan var leið til að geta átt góðan frítíma til að sinna hugðarefn- um. Þó verður að viðurkennast að margir, sér- staklega karlmenn sem unnu utan heimilis, lifðu fyrir vinnuna, enda innprentað í okkar mótmælendatrú að vinnan göfgi manninn. Verkalýðsbaráttan langt fram eftir þessari öld hefur haft að meginmarkmiði að hækka launin og stytta vinnutímann. Allt iðnaðars- samfélagið gekk út á nákvæma tímastjómun, börnin í skólanum lærðu að fara eftir klukku skólayfirvalda, kennarinn stjórnaði tímanum, þ.e. tímastjórnun eða kennsla fór frekar eftir þörfum hans en nemenda. Samtíminn Við lifum ekki lengur í iðnaðarsamfélagi, heldur í upplýsingasamfélagi. Skilin milli vinnu og frítíma eru ekki eins skýr og áður. Margir líta ekki lengur á vinnuna sem leiðinlega kvöð, þvi á vinnustað eiga menn fjölbreytt samskipti við vinnufélaga og viðskiptavini, taka heim með sér fagrit og jafnvel verkefni tengd vinnu til lestrar og úrlausna. Margir taka þátt í nám- skeiðum og endurmenntun utan vinnutíma. Tölvan og veraldarvefurinn á vinnustað opna nýjan heim sem spennandi er að kynnast. Lífið er ekki lengur eingöngu bundið við frí- tímann. Vinnutíminn er líka stöðugt að verða sveigjanlegri, þannig að margir kjósa að vinna ákveðin verkefni heima og dvelja skemur á vinnustað. Haustið 1996 framkvæmdi Framtíðarstofn- un Kaupmannahafnar víðtæka könnun í Dan- mörku um viðhorf til vinnu og frítíma. I könn- uninni kom m.a. að fram að 77% töldu vinnu- og frítima jafn mikilvægan hvað varðaði lífs- íyllingu og ánægju. Um 10% töldu vinnuna gefa sér meira (starfsframafólkið) og aðeins 13% tóku frítímann fram yfir vinnuna. Tíminn skiptist ekki lengur milli tíma atvinnurekenda og tima launþega, heldur ráðstöfum við tíman- um í samvinnu við aðra. í vinnunni setjum við í samráði við aðra tímamörk „deadline" fyrir ákveðin verkefni eða verkþætti, frekar en að líta á ákveðið framleiðslumagn á ákveðnu tíma- bili, enda vinna flestir nú í upplýsingamiðlun og þjónustu en ekki við framleiðslu á iðnaðar- vörum. Góður stjórnandi stýrir ekki vinnutíma starfsmanna, heldur leiðbeinir þeim til sam- vinnu um lausn verkefna og til að móta nýjar leiðir að settu marki, skapa ný verðmæti. Mörgum gengur illa að fóta sig í þessum nýju viðhorfum og vinnutími margra því langur, sem kemur niður á öðrum þáttum mannlífsins, s.s. fjölskyldulífinu. Ungu fólki gengur betur að tileinka sér þessi nýju viðhorf og vinnubrögð. I annarri könnun sem Framtíðarstofnun Kaupmannahafnar gerði meðal danskra 16-17 ára nemenda árið 1998 kom m.a. fram að nemendur óskuðu eftir því að fá tímamörk verkefna betur skilgreind í upphafi skólaárs þannig að þau gætu sjálf skipulagt tíma sinn betur. Unglingarnir lifa í upplýsingasamfélaginu en kennarai-nir eru enn í iðnaðarsamfélaginu. Tíminn kostar enn peninga. Þótt starfsmenn framleiði frekar upplýsingar en iðnaðai’vörur þarf að stytta þann tíma sem það tekur að safna saman og skapa upplýsingarnar, því það tekur ekki nema örskotsstund að miðla þeim. Þekking á framleiðsluferlum og tæknikunnátta gera það að verkum að stöðugt minni tími fer í ákveðna verkþætti. Tölvur og sjálfvirknin taka sífellt fleiri störf frá mannshendinni. Framtíðin Þjóðfélags- og tæknibreytingar síðustu ára- tugi aldarinnar hafa verið það örar að áhugi á vitneskju um líklega þróun, framtíðarhorfur, hafa farið vaxandi. Þeir sem vinna að langtíma- stefnumótun og að undirbúningi fyrir miklar fjárfestingar óska eftir upplýsingum um lík- lega samfélagsþróun á næstu áratugum. Aðilar atvinnulífsins og stjórnmálamenn vilja fá vit- neskju um grundvallaratriði eins og hvernig þróun atvinnulísins verði háttað í framtíðinni ef tölvur og tækni taka yfir sífellt fleiri verk- efni og störf? Mun atvinnuleysi aukast og fólk verða í vandræðum með sífellt meiri frítíma? Því er til að svara að við hverja tæknibyltingu hafa skapast ný störf og þörf á nýrri þjónustu um leið og mörg eldri störf hverfa. Þó verður að geta þess að á breytingatímum hefur oft borið á atvinnuleysi og öðrum vandamálum, en til lengri tíma litið hafa tæknibreytingar yfir- leitt skilað aukinni verðmætasköpun og velferð til borgaranna. Til að spá fyrir um framtíðina hafa á síðustu áratugum verið settar á laggirnar rannsókna- stofnanir í framtíðarfræðum, svokallaðar fram- tíðarstofnanir í flestum stærri borgum í heim- inum. Á Norðurlöndum eru a.m.k. þrjár slíkar stofnanir, í Helsinki, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Sænskir fræðimenn fóru snemma að leggja sig eftir þessum fræðum og um 1980 lýstu þeir helstu einkennum þekkingar- eða upplýsingasamfélagsins sem við þekkjum svo vel í dag og þeir kölluðu „K-samhellet“. Árið 1997 gaf prófessor Ake E. Andersson, einn helsti framtíðarfræðingur Svía og forstöðumað- m- framtíðarstofnunarinnar í Stokkhólmi, út mikið yfirlitsrit um framtíðarrannsóknir í Sví- þjóð „Framtidens arbete oeh liv“. Þar lýsir hann helstu breytingum sem átt hafa sér stað á sænsku samfélagi frá upphafi iðnbyltingarinnar þar í landi og dregur upp mynd af líklegri þró- un næstu áratugina. Draumasamfélagið Samkvæmt hugmyndum framtíðarfræðing- anna erum við á leið inn í fimmtu samfélags- gerðina, sem kölluð er ýmsum nöfnum af fram- tíðarfræðingum, s.s. tilfinningasamfélag, draumasamfélag eða hið skapandi samfélag. Spurningin er: hve lengi mun upplýsingasamfé- lagið, sem staðið hefur í um tvo til þrjá áratugi, vara? Landbúnaðarsamfélagið, sem tók við af veiðimanna- eða safnarasamfélaginu, stóð í 10.000 ár, iðnaðarsamfélagið í um 200 ár. Er upplýsingasamfélagið aðeins tilbrigði frá iðnað- arsamfélaginu og draumasamfélagið eðlileg út- víkkun á upplýsingasamfélaginu? Hvernig ráð- stöfum við tíma okkar í draumasamfélaginu? Þessum spurningum getur enginn svarað af- dráttarlaust. Hitt vitum við að vélarnai- tóku við af vöðvaaflinu í iðnaðarsamfélaginu og tölv- an við mörgum verkefnum heilans eða manns- hugans í upplýsingasamfélaginu. Það eina sem ekki hefur verið vélvætt af mannlegu eðli er „hjartað" eða tilfinningarnar. í draumasamfélaginu eða hinu skapandi samfélagi verða skáldskapur, sögur, draumar og tilfinningar mikilvægar markaðsvörur, því neytendur gera meiri kröfur til vörunnar en notagildis, hún þarf að höfða til ímyndunarafls og tilfinninga. Við höfum lært að deila tíma okkar með öðrum, en við getum samt lagt áherslur á þá þætti í lífinu sem okkur þykja mikilvægir. Draumasamfélagið þarf að skapa ný störf, ný verðmæti og velferð. Þegar má sjá ýmis teikn á lofti um að ný við- horf séu að skapast í samfélaginu, ekki síst í stjórnunarfræðum. Sem dæmi má nefna að bókina Tifínningaleg greind (Emotional Intelli- gence) eftir Daniel Golman sem kom út árið 1998, en hún hefur þegar vakið mikla eftirtekt. Samkvæmt kenningum höfundar er mikilvægt að þroska tilfinningalíf og samkennd fólks, því þurfa leiðtogar að hafa góða tilfinningagreind ef þeir eiga að geta miðlað nýjum hugmyndum til samverkamanna, neytenda eða almennings. I mörgum fyrirtækjum er þegar mikil áhersla lögð á hópvinnu og eflingu liðsanda. Farið er saman í áhættu- eða óvissuferðir og starfsfólk hvatt til að þroska tilfinningar sínar í sam- skiptum við samstarfsaðila. Onnur bók sem þegar hefur vakið mikla at- hygli, þótt hún sé nýkomin út, er „Drauma- samfélagið“ eftir Rolf Jensen, forstöðumann Framtíðarstofnunar Kaupmannahafnar. í bók- inni lýsir Rolf helstu einkennum draumasamfé- lagsins. Hann gengur út frá að verðmætasköp- un á Vesturlöndum muni halda áfram að vaxa með svipuðum hraða á næstu áratugum og á síðustu áratugum aldarinnar, þ.e. um 20% aukning á hverjum áratug. Fólk muni því taka tækni- og neysluvörum sem sjálfsögðum hlut. Áhugi neytenda og þar með fyrirtækja muni færast frá tækni og fjöldaframleiddum vörum til ímynda, upplifana og sérstæðra menningar- íyrirbæra. Vinnutíminn verður ekki lengur nauðsynleg kvöð til að afla lífsviðurværis í allsnægtum draumasamfélagsins, heldur hluti af ráðstöfun okkar á tímanum til aukinnar lífs- fyllingar. Rolf skírskotar til tveggja breytingaferla í samtímanum máli sínu til stuðnings. Hið fyrra er hin hraða þróun í sjálfvirkni í allri tækni og þjónustu síðustu árin sem leitt hefur til þess að vélar eru að taka við fleiri og fleiri þjónustu- störfum og almenningur hefur lært að taka sem sjálfsögðum hlut. Hið síðara er mikill vöxtur í sölu á tilfinningatengdri vöru og þjón- ustu. Varan eða þjónustan verður að segja ákveðna sögu, skapa hughrif, ímynd eða upplif- un. Sem dæmi má nefna sýndarveruleika í tölvuleikjum og mikinn vöxt í alls kyns nám- skeiðum til andlegrar uppbyggingar. Verslun- armiðstöðvar og miðborgir eru að breytast í skemmtigarða þar sem megin áherslan er á sérstæða upplifun og matvælin þurfa að hafa vistvæna ímynd. Áhugi á sérstæðri menningu sem sker sig frá vestrænni fjölmiðlamenningu fer vaxandi. Það er nokkuð sem við Islendingar ættum að hafa í huga þegar við vinnum að áætlunum um vaxtarmöguleika í þjóðfélagi okkar að gleyma ekki mikilvægi þess að varð- veita menningararfleið okkar og sérstæða náttúru í heimi þar sem fjarlægðir milli landa eru að verða sífellt minni og alþjóðavæðingin öflugri. Tilfinningaþroski kynjanna Hvemig standa kynin sig þegar meginá- hersla verður lögð á tilfinningaþroska? Yfirleitt hefur verið litið svo á að konur standi körlum framar í tilfinningaþroska með skírskotun í lífræðilega eiginleika. Þær ala af sér bömin og hafa um langan aldur haldið utan um velferð þeirra og reyndar allrar fjölskyld- unnar. I grein í New Scientist í maí 1997 er varpað fram þeirri spurningu hvort við erfum tilfinningar fóðurins og greind móðurinnar. Hópur líffræðinga sem rannsakað hefur mýs, telur að tilfinningar erfist með y-litningunum, sem aðeins karlar hafa, en greind með x-litn- ingum sem bæði kynin hafa. Margir munu án efa benda á að karlmenn hafi farið gætilega með þessa náðargáfu á umliðnum öldum, en hvað sem því líður er það ekkert sjálfgefið að karlmenn geti ekki þroskað tilfinningalíf sitt eins og konur. í hefðbundnum karlastörfum, t.d. í herþjón- ustu og sölumennsku á tæknisviði, hefur stöðugt borið meira á því síðustu ár að ungir menn hafi neitað að taka að sér verkefni sem krefjast mikilla fjarvista frá fjölskyldu. Þeir vilja ráðstafa meira af tíma sínum með fjöl- skyldunni. Stjórnmálamenn tala stöðugt um að auka þurfi tækifæri ungs fólks til tæknimenntunar, en hið skapandi samfélag eða draumasamfélag, sem margir telja að taki við á næstu áratugum, kallar ekki síður á aðra hæfileika eða færni, þ.e. skapandi hugsun. Sá tími mun koma eftir ekki mjög mörg ár að sá sem kann að segja góðar sögur verði hærra metinn en sá sem er fær í úr- vinnslu tölfræðilegra gagna. Hjartað vill fá sitt. Lokaorð Við lifum á tímum örra þjóðfélagsbreytinga. Hlutirnir gerast það hratt að við höfum ekki tíma til að meta hvert þær breytingar stefna sem við nú upplifum. Fáir íhuga hvernig ís- lenskt þjóðfélag verður eftir aldarfjórðung eða lengri tíma. Ei-u þau teikn um þjóðíélagsbreyt- ingar sem nú eru á lofti öll æskileg? Getum við haft áhrif á hvert við stefnum? Ekki er til nein íslensk rannsóknastofnun í framtíðarfræðum sem svarað gæti þessum eða viðlíka spm-ningum um líklega þróun íslensks samfélags eða því hvað tíminn ber í skauti sínu. Við þurfum því að fylgjast vel með því sem framtíðarfæðingar í grannlöndum okkar eru að fást við og eins að styrkja þekkingu okkar á þeim breytingaferlum sem nú eiga sér stað hér á landi. Amnai's verða áætlanir okkar byggðar á sandi. Sá efnahagslegi grundvöllur sem byggð í landinu byggðist á í upphafi aldarinnar er að bresta með breyttu þjóðfélagi. Spurningar um æskilega nýtingu gæða lands og sjávar til lengri tíma litið kalla á stefnumótun sem sátt er um í þjóðfélaginu. Við þurfum að nota tíma okkar í dag til að undirbyggja velferð komandi kynslóða. Það dugar ekki lengur að lifa sam- kvæmt gamla íslenska mottóinu „þetta reddast bara einhvernveginn“. Við þurfum að gefa okk- ur tíma til að huga að framtíðinni. Þessi samantekt byggist að miklum hluta á gögnum frá Framtíðarstofnun Kaupmannahafnar og er megin heimildin grein eftir Mariu - Therese Hoppe starfsmann stofnunarinnar „Den der ejer tiden hai- magten“ sem birtist í 1. tbl. Fremtids Orientering 1999 sem er tímarit sem framtíðarstofnunin gefur út. Þær skoðanir og hug- myndir um framtiðina sem hér eru settar fram eru þvf að stofni til hugarsmíð sérfræðinga framtíðarstofnunarinn- ar. Höfundur er landfræðingur og skipulagsfræðingur og vinnur á þróunarsviði í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hugmyndir blómabarnanna frá 1968 hafa ekki orðið að veruleika. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 11. SEPTEMBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.