Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 6
FRÁ PANFLAUTU TIL PÍPUORGELS Tvö ný pípuorgel verða vígð í Reykjavík um næstu h elgi. Af því tilefni fékk Lesbók Morgunblaðsins Björgvin Tómasson orgelsmið til Dess að fjalla um hljóðfærið. Þýska orðið orgel er dregið af gríska orðinu organon sem þýðir verkfæri eða tæki. Petta hugtak er upphaflega alveg hlutlaust og ekki hægt að tengja það við orgelið sérstak- lega, það þýddi á sviði tónlistar einfaldlega tónverkfæri eða hljóðfæri. I rituðu máli frá fommenningar- tímum (fyrir og stuttu eftir Kr.) var ekki sjálfgefið að verið væri að fjalla um þetta ákveðna hljóðfæri þegar orðið organon (á latínu organum) kom fyrir. Þá var frekar tal- að um „organa hydraulica" eða einfaldlega hydraulis eða hydra. Það er ekki fyrr en á 4. öld sem latneska heitið organa fer að standa fyrir þetta ákveðna hljóðfæri. Þá hefur org- elið einnig fengið á sig ýmis viðurnefni í gegnum aldimar, bæði falleg og önnur mið- ur, þekktast þeirra er „drottning hljóðfær- anna“ sem rekja má til Guillaume de Machault sem var uppi u.þ.b. 1300-1377. Elsta hljómborðshljóðfærið Orgelið má telja elsta hljómborðshljóð- færið og upphaf þess er rakið aftur til ársins 246 f. Kr. Það er Ktesibios frá Alexandríu í Egyptalandi sem á heiðurinn af smíði fyrsta orgelsins en hann var vélaverkfræðingur og fann upp ýmiskonar tæki. Hann nefndi þetta hljóðfæri sitt „hydraulos" eða vatns-aulos. Aulos var mjög algengt hljóðfæri á þeim tíma og má einna helst líkja því við óbó. Ktesibios notaði röð af slíkum pípum í þetta hljóðfæri sitt, þær voru allar mismunandi langar og gáfu þar af leiðandi frá sér mis- munandi tóna. Vatn var notað til þess að ná upp loftþrýstingi í hljóðfærið og þaðan kem- ur nafngiftin vatnsorgel. Þó ekki sé mikið Þversnið af frönsku 18. aldar orgeli. Teikning eftir Dom Bédos de Celles frá 1766. Organisti og kalkant að störfum. vitað um fyrstu 150 árin í sögu orgelsins er þó óhætt að segja að þetta furðuverk sem Ktesibios fann upp hafi þróast í vinsælt hljóðfæri og á 1. öld f. Kr. voru meira að segja haldnar keppnir í Grikklandi þar sem menn reyndu með sér í orgelleik. Nokkwr stór stökk Frá því að Ktesibios smíðaði sitt fyrsta orgel með einni pípuröð hefur að sjálfsögðu orðið mikil þróun. Um 950 var smíðað orgel í Péturskirkjuna í Winchester sem hafði 10 pípuraðir með 40 tónum þ.e. 400 pípur. Til að leika á orgelið þurfti 2 organista og 70 menn til að þjóna hinum 26 belgjum sem tengdir voru við það. Fram að þessum tíma hafði orgelið nær eingöngu verið veraldlegt hljóð- færi og verður ekki fyrr en á 14. öld viður- kennt sem kirkjulegt hljóðfæri. Tímabilið frá 13.-15. aldar var mikið þróunarskeið í sögu orgelsins og komu þá fram ýmsar nýj- ungar. A 16. öld náði orgelið ákveðnum há- punkti og er í dag í öllum grundvallaratrið- um smíðað á sama máta og þá. Orgel - harmónium - rafmagns"orgel" Hvað skyldi það vera sem flestum dettur í hug þegar þeir heyra orðið orgel í dag? Er það hljóðfærið í kirkjunni sem hefur pípur? Er það hljóðfærið sem þarf að pumpa með fótunum svo eitthvað heyrist í því? Eða er það hljóðfærið sem hefur ótal takka, fullt af blikkandi ljósum og jafnvel innbyggðan trommuheila? Öll þekkjum við þessi hljóð- færi í sjón og við vitum einnig hvernig þau hljóma, allar gerðirnar ganga í daglegu tali undir heitinu orgel en í raun er aðeins ein þeirra sem hefur verðskuldað það. Pfpur - belgur - hljómborð Hvers vegna má aðeins kalla eitt þeirra org- el en ekki hin? Þýski tónlistarfræðingurinn Curt Sachs (1881-1959) skilgreinir orgelið á eftirfarandi hátt. „Orgelið er lofthljóðfæri (blásturshljóðfæri) með röð eða raðir af ein- tóna flautum sem hver fyrir sig er stillt í ákveðna tónhæð. Loftið fá flautumar (pípum- ar) úr belg og er loftstreyminu stýrt inn í þær frá svokölluðu hljómborði." Þessi skilgreining telur upp þá þrjá meginþætti sem þarf til þess að hægt sé að nefna hljóðfærið orgel, þ.e. píp- ur, belg og hljómborð. Segja má að panflautan sé nokkurs konar fyrirmynd að hinum hljómandi hluta orgelsins, hún er búin til úr röð af eintóna pípum sem raðað er saman á ákveðinn hátt. Hún getur að sjálfsögðu ekki talist orgel þar sem hvorki er um hljómborð eða belg að ræða. Harmóníum, sem á Islandi gengur oftast undir nafninu org- el eða stofu-orgel, hefur, eins og flestir vita, bæði hljómborð og belg en það hefur engar pípur og er því ekki um eiginlegt orgel að ræða. Tóngjafl þessa hljóðfæris em málm- fjaðrir sem sveiflast er loftstraumur leikur um þær. Rafmagns“orgel“ hefur hljómborð en hvorki pípur né belg; þar er tónninn myndað- ur með rafstraumi. Sveiflm- myndast í rafrás, rafboð berast til magnara sem mótar þau, HÓF ORGELLEIK Á ÆÐRA SVIÐ Páll Isólfsson, organisti og tónskáld, var brautryðjandi í tónlistarlífi fslendinga fyrri hluta aldarinnar og fram yfir hana miðja. Hann stundaði nám í orgelleik og tónsmíðum í Leipzig í Þýskalandi og var um tíma kantor við Tómasarkirkjuna þar. Hann hélt tónleika víða í Evrópu, í Banda- ríkjunum, Kanada og Sovétríkjunum. Hann var talinn meðal fremstu túlkenda orgel- verka J.S. Bachs. Óhætt er að segja að Páll hafl með orgelleik sínum lyft hljóðfærinu og möguleikum þess á nýtt og æðra svið í hug- um íslendinga og mótað þann grunn sem byggt hefur verið á síðan. Mótaði tónlistaruppeldið Ahrif Páls ísólfssonar verða seint metin til fulls en í gegnum störf sín hafði hann sterk- ari og meira mótandi áhrif á tónlistaruppeldi þjóðarinnar en flestir samtímamenn hans. Margar sögur eru um unga tónlistarmenn sem hrifust svo af orgelleik hans í Fríkirkj- unni og Dómkirkjunni í Reykjavík að þeir hétu því að feta sömu braut. Meðal þeirra var Jón Leifs. Páll var fyrsti skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík frá 1930-1957, hann var tónlist- arráðunautur Ríkisútvarpsins og tónlistar- stjóri þess frá stofnun 1930-1959. Hann var organisti við Fríkirkjuna í Reykjavík 1926-39 og organisti við Dómkirkjuna 1939-68. Hann var sonur ísólfs Pálssonar organista sem var einn hinna fyrstu sem lagði fyrir sig hljóðfærasmíðar. ísólfur smíð- aði fjölmörg orgel til heimilisnota og vann m. a. að uppsetningu pípuorgelsins í Fríkirkjunni árið 1926. Matthías Johannes- sen skrifaði tvær viðtalsbækur^ við Pál, Hundaþúfuna og hafíð (1961) og I dag skein sól (1964). Fyrsta orgelið „A ég ekki að segja þér frá því þegar ég sá orgel í fyrsta skipti? Þegar ég var fjögurra ára, fluttust foreldrar mínir, Isólfur Pálsson og Þuríður Bjarnadóttir, í nýtt hús, sem fað- ir minn byggði skammt fyrir austan Símon- arhús, en þar höfðum við búið með móðurfor- eldrum mínum, Þórdísi Eyjólfsdóttur og Bjama Jónssyni. Þetta nýja hús foreldra minna var kallað Isólfsskáli. Einn dag þegar við vorum nýflutt, var eitthvað á seyði heima og ég fann það lá eftirvænting í lofti. Faðir minn var í góðu skapi og talaði í sífellu um Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Páll ísólfsson við orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík. eitthvað sem flytja átti heim þá um daginn. Mér leið ekki vel. Það greip mig einhver ótti við þetta „eitthvað" sem ég þekkti ekki og mér var gleði föður míns óskiljanleg. Hvað hafði eiginlega komið fyrir hann? Mér var snemma gefin næm athyglisgáfa og tók eftir öllu sem gerðist í kringum mig. Þennan dag var ég óvenjuvel á verði og gekk um húsið eins og lítill hvolpur með sperrt eyru. Að aflíðandi degi heyrðist hávaði, eitthvert skrölt. Allir þustu út á hlað. Eitthvert ferlíki var borið inn. Hestur, vagn - ferlíki. Allir söfnuðust utan um ófreskjuna, en ég hélt í pilsfald móður minnar og skældi. Svo var farið með mig inn og ég hef víst sofnað, því allt í einu hrekk ég upp með ólýsanlegri 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNiNG/LISTIR 11. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.