Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 8
VIÐREISN ÞJÓÐARINNAR OG UPPELDISMÁL BYGGÐANNA UM HUGSJÓNIR OG MARKMIÐ ÍSLENSKU HÉRAÐSSKÓLANNA EFTIR JÓN ÖZUR SNORRASON íslenskir héraðsskólar heyra nú sögunni til en € iftir standa (dó húsin eins og vörður á frekar stuttri leið ís- lenskrar skólasögu. Héraðsskólar voru formlega stofn- aðir með lögum frá árinu 1929 og tóku við af al Dýðu- og lýðskólum. Þeir nutu mikilla vinsælda og með ögum um þá er lagður grundvöllur að merkilegu menningar- máli. Þar er áhersla lögð á að íslensk ungmenni fái að þroskast í ódýrum skólum þar sem nemendur eru búnir undir íslenskt athafnalíf með bóknámi, vinnukennslu og íþróttum. Góður aðbúnaður átti einnig sinn þátt í þess- um vinsældum og síðast en ekki síst sú ráðstöfun að kenna piltum og stúlkum saman,_______________________________________________ 7 IGREINARGERÐ með frumvarpinu segir að margar tilraunir hafi verið gerðar til að koma á fót lífvænlegum ungmennaskólum í sveitum landsins en flestar hafi þær mistekist. Forgöngu- mennina hafi bæði skort nafn á skólana og skýrar hugmyndir um skipulag þeirra. Ennfremur segir: „Nú er svo komið að skólar þessir hafa bæði fengið viðun- anlegt, íslenzkt heiti, og það sem meira skiftir, fast form, sem þjóðin virðist ánægð með.“ (Al- þingistíðindi 1929:204.) I greinargerðinni er gert ráð fyrir að héraðsskólamir verði sjálfs- eignarstofnanir undir eftirliti ríkisvaldsins og fái úr ríkissjóði tekjur í hlutfalli við nemenda- fjölda skólans. Talið var að með því fyrirkomu- lagi, að veita hinum ýmsu héruðum landsins frelsi til að reka á eigin ábyrgð þessar uppeld- isstofnanir, myndi sparast allt að hálfur árs- kostnaður hefðbundins ríkisskóla. Til saman- burðar má benda á að með nýjum lögum um grunnskóla frá árinu 1995 er sjálfstæði skóla aukið og valdið fært heim í hérað. Helsta rök- semd yfirvalda nú er ekki ósvipuð þeirri sem gilti um stofnun héraðsskólanna árið 1929. Héraðsskóli var tveggja til þriggja vetra heimavistarskóli þar sem kenndar voru al- mennar gagnfræðagreinar auk vinnukennslu og íþrótta en lokapróf veitti þó engin réttindi til inngöngu í aðra skóla. Með fræðslulögunum frá árinu 1946 urðu héraðsskólar hluti hins al- menna skólakerfis en voru þó áfram reknir sem sérstakir skólar. Héraðsskólar voru starf- ræktir í öllum landsfjórðungum um miðja þessa öld: Reykholti í Borgarfirði, Núpi í Dýrafirði, Eiðum á Héraði, Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu, Laugarvatni í Arnessýslu, Reykjum í Hrútafirði, Reykjanesi við ísafjarð- ardjúp, Varmahlíð í Skagafirði og á Skógum í Rángárvallasýslu. Með grunnskólalögunum frá árinu 1974 voru bamaskólar og gagnfræðaskólar samein- aðir í einn samfelldan níu ára skóla og féllu héraðsskólamir inn í það skólakerfi. Eftir setningu þeirra laga og stofnun framhalds- deilda við ýmsa grannskóla fór nemendum héraðsskólanna fækkandi og framtíð þeirra varð óviss. Af þeim sökum hafa sumir þeirra fengið nýtt hlutverk en starfsemi annarra ver- ið lögð niður. fslenskir héraðsskólar greindu sig að einu leyti frá norrænum skólum af sama tagi því hér á Iandi var stúlkum og piltum kennt sam- an og réð sú ráðstöfun miklu um það hversu vinsælt það varð að stunda nám í héraðsskóla. Það var talið mikilvægur liður í náminu að piltar og stúlkur væru saman við nám og störf því slík sambúð væri í beinu sambandi við hugsun manna og líf. Markmið héraðsskóla- laganna næðist aldrei fram væri sú leið farin, að aðskilja kynin. Reynsla af bændaskólunum sýndi mönnum að piltar þar vora mun grófari í orðbragði og var sú ástæða nefnd að þeir færa á mis „við þann yndisþokka, sem siðleg sam- búð við stúlkur veitir". Samskólar af því tagi sem héraðsskólar voru höfðu það að markmiði að skapa frið og ánægju í sambúð nemenda af báðum kynjum, vináttu og sanna gleði með hóflegri alvöra. Slíkt skólauppeldi myndi sjálf- krafa ala af sér einstaklinga sem voru betur undir það búnir að ganga í hjónaband síðar á lífsleiðinni. Tfmaritið Viðar Arið 1936 kom út á prenti í fyrsta sinn ársrit íslenskra héraðsskóla og nefndist það Viðar. Heiti tímaritsins er sótt í Snorra-Eddu og vís- ar til nafnsins á hinum þögla ási sem hefur þykka skó á fótum og er næstum því jafn sterkur Þór enda hafa goðin mikið traust af Viðari í öllum raunum. Að auki skal á það bent að nafnið Viðar þýðir sá sem ræður yfir víðu ríki. Þrátt fyrir ýmsa fjárhagslega erfiðleika kom ársritið Viðar samfellt út í sex ár frá 1936-1942. Ritstjórar vora tveir, Þóroddur Guðmundsson fyrstu þrjú árin en Þórður Kristleifsson þar á eftir. Ritið er í hefðbundnu bókarbroti með ljósmyndum á víð og dreif af skólahúsum og forgöngumönnum skólamanna og skólastjóram. Almennar auglýsingar era aftast í hveijum árgangi og tilkynningar frá einstaka skólum. Lesmál er drjúgt og telst mér til að það sé í kringum tólf hundrað síður. Eíni Viðars er úr ýmsum áttum og snýst að langmestu leyti um starfsemi héraðsskólanna, sögu þeirra og samtíð. Æviágrip einstakra skólamanna era algeng og endurminningar frá uppvaxtar- og skólaárum, saga einstakra skóla er rakin, ferðasögur era birtar og skáld- aðar frásagnir, kvæði eru algeng, erfikvæði og ættjarðarkvæði, þýddar sögur og frásagnir, erindi og íyrirlestrar um uppeldismál og skólamál, greinar um náttúrafræði, jarðfræði og grasafræði og siðferðisboðskapur er tíður þar sem mönnum er innrætt bindindi, þjóð- rækni og sómasamlegt líf í anda ungmennafé- lagshugsjónarinnar. Skólaskýrslur héraðs- skólanna eða útdráttur úr þeim era birtar í hverjum árgangi og koma þar fram fundar- gerðir og ýmsar tölulegar upplýsingar um starf og rekstur hvers skóla enda er kveðið á um slíkt í lögum um héraðsskóla. Útgáfa Viðars er mikilvægur liður í þeirri bjartsýnu hugmyndafræði að tengja starfsemi héraðsskólanna sterkum böndum þar sem nemendur þeirra og kennarar mynda sér eina heildstæða lífsskoðun sem grundvöll í öðru samfélagsstarfi. I inngangsorðum Þórðar Kristleifssonar í 4. árg. Viðars árið 1939 er drepið á þetta atriði og áhersla á það lögð að tímaritið sé tengill milli nemenda og skólanna Reykholtsskóli í Borgarfirði. Héraðsskólinn á Laugarvatni. Síðar var annað hús byggt yfir menntaskólann á Laugarvatni. Reykjaskóli í Hrútafirði. og myndi „sameiginlegan vettvang til þess að flytja efni um ýmisskonar menningar- og framfaramál [. . .] að kennarar og nemendur skólanna treysti félagsheild sína [beiti] sam- einuðum kröftum sínum að ýmsum óleystum viðfangsefnum til sóknar á andlegum og verk- legum sviðum." (Þórður Kristleifsson 1939:5.) Félagsheildin sem visað er til er nátengd þeirri hugmyndafræði ýmissa héraðsskóla- frömuða að sem uppeldisstofnun ætti skólinn að líkja sem mest eftir heimilunum í landinu. Kennarar hafa í senn föðurlegu og móðurlegu hlutverki að gegna og nemendur eru böm sem þarf að manna og siða með bættu heimilis- haldi, smekklegum húsmunum, borðdúkum og gluggatjöldum, reglusemi og nánum og eðli- legum samskiptum kynjanna. Héraðsskólinn er (élagslegt jjöfnunartæki Þegar reynt er að greina og flokka það efni sem birtist á síðum Viðars eftir mikilvægi ein- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.