Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 15
KLAUS Kinski kynngimagnaður í Aguirre, reiði guðs eftir Werner Herzog. Kinski fékk sárasjaldan að nýta hæfileika sína út í ystu æsar. er gerði eftir þekktum skáldsögum, Effi Briest eftir Theodor Fontane, Örvæntingu eft- ir Vladimir Nabokov, Berlin Alexanderplatz eftir Alfred Döblin og Querelle frá Brest eftir Jean Genet. Berlin Alexanderplatz er ásamt þáttaröðinni Heimat mesta þrekvirki Þjóð- verja á sviði sjónvarpsmynda. Fassbinder var mikill gleðimaður. Til eru fjölmargar skemmtilegar sögur af tiltækjum hans en því miður engin prenthæf. Meðal þeirra listamanna sem höfðu áhrif á Fassbind- er var Bertold Brecht en af leikskáldinu lærði Fassbinder að halda áhorfandanum í ákveð- inni fjarlægð frá sögupersónunum. Menn hafa nefnt þetta stílbragð fírringu á háskólamáli og spunnið alls kyns hégóma kringum það, ýmist frá Brecht sjálfum eða skáldað í eyðurnar. Báðir voru þeir gefnir fyrir gallsúrt háð, beiskju sem er þó laus við mannhatur, vælutón eða fúllyndi en eflaust hefur Fassbinder feng- ið þennan eiginleika í vöggugjöf. Þýska leik- konan Eva Mattes lék Fassbinder i myndinni Maður eins og Eva (Ein Mann wie Eva). Slík hlutverkaskipan kann að virðast furðuleg við fyrstu sýn. Þó var þessi ráðstöfun mjög í anda Fassbinders. Myndin náði hvorki að fanga þessa margbrotnu persónu né hamaganginn í lífí Fassbinders meðan var. Helsta einkenni á verkum Fassbinders er gn'ðarlegur metnaður í efnisvali og skörp sýn höfundar á mannlegt eðli ásamt ýmsum list- rænum auðkennum. Kaldhæðni örlaganna réð því að þessum götustrák var synjað um inn- göngu í kvikmyndaskólann í Miinchen eins og fleiri góðum mönnum. Þegar undirritaður grennslaðist fyi-ii- um þessa furðulegu ákvörð- un skömmu eftir að Fassbinder féll frá varð yfirmaður deiklarinnar sótsvartur í framan og hvæsti: „Das ist nur ein Geruch. Nur ein Geruch." (Þetta er bara slúður. Bara slúður!) Wim Wenders þótti hins vegar fyrirrnyndar- nemandi þar á bæ. Frumskógamaðurinn Herzog Leikstjórinn Werner Herzog er sérvitring- ur og fer ótroðnar slóðir. Hann átti löngum gjöfult samstarf við stórleikarann Klaus Kinski. Frægustu myndir Herzogs eru Agu- irre, reiði guðs (Aguirre. Zorn des Gottes) um spánsku conquistdorana í Suður-Ameríku, Nosferatu um blóðsuguna ægilegu og Fitzcarraldo en þar greinir frá draumóra- manni sem setur á svið óperu í Amazonfrum- skóginum. Margir kannast eflaust við mynd- ina um Kaspar Hauser (Jeder fúr sich und Gott gegen Alle). Herzog valdi geðklofa að nafni Bruno S. til að leika aðalhlutverk. Sá lék einnig í myndini Stroszek. Leikstjórinn lét dáleiða alla í myndinni Hjarta úr gleri (Herz aus Glas). Herzog var á sínum tíma án efa einn frumlegasti kvikmyndamaður í Evrópu. Lítið hefur borið á honum síðastliðin ár og er það miður. Hann leggur mikla áherslu á um- hverfi í þeim myndum sem hann hefur gert. Hann hefur yfirleitt valið sér erfiða tökustaði og vaðið frumskóga, jafnvel ofan í eldfjall, til að fanga það efni sem hann hefur ástríðu til. Auk þess hlýtur það að teljast listrænt afrek að hafa hamið stórleikarann Klaus Kinski fyr- ir framan myndvélina. Ef marka má sögu- sagnir og sjálfsævisögu leikarans Ég þarfnast ástar (Ich brauche Liebe) hefur ekki verið heiglum hent að starfa með slíku náttúruafli sem Kinski var. Listmálarinn Wim Wenders Wim Wenders ætlaði sér upphaílega að verða málari. Leikstjórinn hefur næmt mynd- auga og vandað handbragð en oft vantai- allan kraft í myndirnar. Wenders hefur gríðarlegt vald á miðlinum en virðist oft ekki hafa mikið til málanna að leggja. Ameríski vinurinn sem gerð var eftir sakamálasögu eftir Patriciu Highsmith er einhver minnst spennandi ÞJÓÐ í sárum. Þýskaland, föla móðir eftir Helmu-Sanders Brahms. REFURINN Fassbinder að störfum. MYRKRAHÖFÐINGINN sjálfur. Klaus Maria Brandauer fer á kostum í myndinni Mephisto. ÞJÓÐVERJAR í augum útlendinga. Úr myndinni Ragnarök eftir Luchino Visconti. EKKI er ástin litvönd. Brigitte Mira og El Hedi Ben Salem í myndinni Óttinn étur sálina. Þráttfyrir hroðvirknislegt handbragð hafði Fass- binder svo mikið til brunns að bera að myndir hans gnæfa yfir allt sem gert hefur verið í Þýska- landi síðastliðna prjá áratugi. spennumynd sem gerð hefur verið. Wenders gerir hæggengar myndir en hefur af einhverj- um óskiljanlegum ástæðum fengist við að gera spennumyndir annað veifið. Wenders gerði myndina Hammett í Bandaríkjunum en hún fjallar um höfund bókarinnar um Möltufálk- ann Dashiell Hammett og var spennumynd að nafninu til. Betur tókst til með myndina París Texas þar sem efnið var sótt í smiðju leik- skáldsins og leikarans Sams Shepards. Eigi að síður fór vart á milli mála að Wenders hafði ekki erindi sem erfiði í Hollywood og leikstjór- inn slapp þaðan kalinn á hjarta. Wenders er þekktasti og virtasti kvikmyndaleikstjóri Þjóðverja, eftir dauða Fassbinders. Himinn- inn yfir Berlín (Der Himmel uber Berlin) er eflaust besta mynd leikstjórans. Þar sýnir myndasmiðurinn hvað eftir annað vald sitt á forminu. Þetta ljóðræna verk er sönnun þess að Wenders er mikill listamaður þegar hann er á heimavelli og velur sér rétt sögusvið. Framhaldsmyndin Héðan megin himins (Jenseits der Wolker) var hins vegar fremur léttvæg. Jean-Marie Straub og Daniélle Huillet Hjónakomin Jean-Marie Straub og Daniélle Huillet era frægustu frammúrstefnumenn á sviði þýskrar kvikmyndagerðar. Myndir þeirra eiga sáralítið erindi við venjulega áhorf- endur. Fræðimenn hafa hins vegar lesið ýms- ar merldlegar bollaleggingar úr verkum þeirra. Myndirnar eru jafnóskiljanlegar og lærðar ritgerðir sem eiga að skýra inntak þeirra. Glöggt er gests augad Svo undarlega hefur æxlast til í kvikmynda- málum í Þýskalandi að útlendingar hafa gert merkar myndir um land og þjóð, myndir sem gefa þýskum myndum ekkert eftir sem aldar- farslýsing. Nægir þai- að nefna þýska þríleik- inn eftir Visconti. Italski leikstjórinn gerði Dauðann í Feneyjum eftir samnefndri nóvellu eftir Thomas Mann, Ragnarök (Götter- dámmerung) um Rruppfjölskylduna og Lud- wig um keisarann kolbrjálaða. Ungverjinn Ist- van Szabo gerði mikla mynd, Mephisto eftir samnefndri skáldsögu eftir Klaus Mann og Hanussen. Stórleikarinn Klaus Maria- Brandauer lék aðalhlutverk í báðum myndum. Þegar litið er um öxl eru þetta stórvirki af því tagi sem Þjóðverjar hafa sjálfir látið undir höfuð leggjast að gera. Þýskaland er e.t.v. eina landið í Evrópu sem Vesturlandabúar kynnast í myndum eftir útlendinga. Draumurinn sem aldrei rættist Segja má að kvikmyndagerð í Þýskalandi hafi aldrei náð sér á strik eftir listræna sigra kvikmyndamanna á dögum Weimai’stjórnar- innar milli stríða. Nasistar héldu síðan lífi í þýskri kvikmyndagerð og lögðu metnað í gerð vandaðra mynda en kæfðu nýsköpun með gegndarlausri ritskoðun og flæmdu hæfileika- fólk úr landi svo að kvikmyndaheimurinn þýski hefur aldrei borið sitt barr. Þýskar kvikmyndir tóku síðan fjörkipp á áttunda áratugnum en allt kom fyrir ekki. Þjóðverjai- hafa alla tíð átt aragrúa frábærra leikara en þeim hefur sjald- an boðist hlutverk við hæfi í þýskum myndum undanfarna áratugi. Engu að síður hafa stjórn- völd séð sóma sinn í því að veita veglega styrki til kvikmyndamanna. Þýskar kvikmyndir eru jafnan gerðar fyrir opinbera styrki og því tals- verður stofnanabragur á þeim. Þessar myndir eru sléttar og felldar og hafa öll þau skilríki sem nauðsynleg þykja en eitthvert sígaunablóð vantar í þær. Leikstjóri hefur tiltölulega frjáls- ar hendur, yrkisefnið er fengið úr samtímanum og ótvíræður þjóðfélagsboðskapur er borinn fram af miklum þunga. Þó er eins og yngsta kynslóðin hafi, þegar nánar er að gáð, sáralítið til málanna að leggja, hún hafi lært allt of mikla félagsfræði en farið varhluta af æðri menningu. Flestar þessara mynda hafa fátt sér til ágætis að undanskildum virðuleika og fag- mennsku. Eins konar námsgagnabragur svífur yfir vötnum. Myndirnar eru persónulausar og hafa engan tómaþunga. Hæfileg virðing er borin fyrir áhorfandanum án þess þó að höf- undar nái að hræra hann, kveikja í honum. Kvikmyndin hefur löngum verið Akkillesar- hæll þessarar miklu menningarþjóðar. Meginmarkmið kvikmyndagerðar í Þýska- landi er og hefur verið að gera myndir sem eru þess verðugar að vera hluti af glæstum menn- ingararfi Þjóðverja. Þýskii- kvikmyndamenn sýndu hvers þeir voru megnugir svo að um munaði á millistríðsárunum en síðan hefur hallað undan fæti fyrir Þjóðverjum á þessu sviði. Þýskar kvikmyndir áttu 11% hlutdeild á eigin markaði árið 1995 en bandarískai- 75%. Frakkar áttu aftur á móti 33%. Þar í landi áttu Hollywoodmyndir „einvörðungu" 58% af mark- aðnum sama ár. Þessi ósigur er Þjóðverjum sár. Astæðan til þess að svo er komið er þó ekki sú að þýskar myndir séu lakari að gæðum en aðrar kvikmyndir sem framleiddar eru i álf- unni heldur sú að engir nýir höfundar á sviði kvikmynda hafa náð máli og borið af í hartnær tvo áratugi. Þjóðverjar hafa ætíð haft alla burði til að vera ein mesta kvikmyndaþjóð í Evrópu og aldrei að vita nema þeir verði það einn góðan veðurdag. Höfundurinn er kvikmyndagerðarmaður. ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 11. SEPTEMBER 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.