Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1999, Blaðsíða 20
TOFRAFLAUTAN OG NÚTÍMASÁLUMESSA Töfraflautan og nútíma- sálumessa með miðalda- efni er meðal þess sem SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR hefur séð ný lega í Höfn. KONUNGLEGA leikhúsið hóf starfsárið með því að taka vin- sæla uppsetningu á Töfraflautu Mozarts aftur til sýninga, en Opera Nord spreytti sig á nýju verki sem kallast „Gilles Itequiem" eða Sálumessa Gil- les. Óperugestir geta gengið að því sem vísu að ópera í Konunglega leikhús- inu feli í sér trygg gæði, þótt þau geti sveiflast örlítið til, en það gegnir öðru máli um nýja út- gerð eins og þá sem Opera Nord býður upp á. Það var á vegum Opera Nord sem 4. kviða Guðrúnar, nútímaópera með tónlist eftir Hauk Tómasson, var flutt á menningarárinu í Kaupmannahöfn 1996. Umsvifamikil wppsetning ú Töfraflautunni Sú sem þetta skrifar þreytist seint á að endurtaka að heimsókn í Konunglega leikhús- ið er eitt af því skemmtilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur í borginni. Auðvitað geta uppsetningamar, hvort sem er ballett, ópera eða leikrit, verið misjafnar, en sjálft ^ leikhúsið er heillandi og andrúmsloftið þar svo dæmalaust notalegt. Húsið er einfaldlega með fallegustu óperuhúsum í heimi. Oftar en ekki eru kynnin af óperusýningum hússins fjarska ánægjuleg, þó að danska óperan sé ekki svo gegnumgóð að þar heppn- ist alltaf allt - en hvar er það nú annars tryggt? Starfsárið í ár er hið síðasta sem Elaine Padmore óperustjóri stýrir, því í vor tekur Kasper Holten við starfínu og allir bú- ast við að honum muni takast að gera eitthvað spennandi þar, án þess þó að varpa hefðum hússins fyrir róða. Islenskir óperuunnendur muna vísast gáskafulla uppsetningu hans á Cosí van tutte. Barítónsöngvarinn Mikael Melbye hafði um árabil verið vinsæll á fjölum Konunglega og víðar, meðal annars í hlutverki Don Giovannis í samnefndri óperu Mozarts, er hann tók að setja á svið óperur fyrir nokkrum árum, gera leiktjöld og búninga. Töfraflautan er ein þeirra ópera sem hann hefur sviðsett og hannað leikmynd og búninga fyrir. Það eru ekki margir leikstjórar í heiminum sem sinna einnig útliti, en Melbye er einn þeirra. Töfraílautan er ekki einfalt verk að setja á svið, meðal annars vegna þess að söguþráður- inn rúmar bæði ævintýri og tilraun til sið- ferðilegrar dæmisögu og svo teygist rækilega úr sögunni. Ingmar Bergman leysti vérkefnið meistaralega af hendi í uppfærslu sinni fyrir mörgum árum, þar sem ævintýrið verður stofuleikur í heimahúsi á síðustu öld. Melbye gengur hefðbundið til verks, stað- setur óperuna í óræðum ævintýratíma og - stað með egypskum áhrifum, eins og svo oft er, sökum skírskotunar textans til egypskra * helgisiða. Og sem mótvægi við lengdina bregður hann á stöðug sviðsskipti og atgang á sviðinu, sem féllu vel í smekk óperugesta á táningsaldri. Það var einfaldlega alltaf eitthvað um að vera, leikmynd sem fór í allar áttir og fólk og skepnur hverfa niður um hlera eða koma upp um þá. En tæknin getur klikkað eins og kunn- ugt er. Þegar skjóta átti næturdrottningunni upp um hlera, þar sem meyjar hennar stóðu tilbúnar að votta henni virðingu sína, kom enginn fagursöngur heldur heyrðist dimm karlmannsrödd segja: „Nei, þetta gengur ekki“ og tjaldið dróst fyrir. Hvort sem það var fyrir þessa slysni eða ekki þá var Næturdrottningin í meðferð Anne Margrethe Dahl ekki með fullum krafti, hvorki í fyrri né seinni innkomu sinni. Röddin var áferðarfalleg, en hafði ekki þann mikla styrk og trylling sem næturdrottningin má gjaman hafa. r * ^ w.- l l m '' Wk I fp í Sálumessu Gilles koma fram 160 börn. Ljósmynd/Henrik Rasmussen Ljósmynd/Martin Mydtskov Ronne Úr Töfraflautunni í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Christian Christiansen var áhrifamikill Sarastro, en það var Johan Reuter í hlutverki Papagenos sem stal senunni þetta kvöld, bæði raddlega og leikrænt. Michael Kristensen í hlutverki Tamino, Elsebeth Lund sem Pam- ina og Lise-Lotte Nielsen sem Papagena voru öll hluti af góðri heild. En óperuhús sem getur látið söngvara eins og Poul Elming koma fram sem 1. herklæddi vörður hlýtur að hafa af miklu að taka. Wagnerunnendur þekkja Elming sem fastan gest í Bayreuth, þar sem hann hélt upp á tí- unda sumarið sitt í sumar. I vetur verður að- eins ein Wagnerópera, Tannháuser, á dag- skrá í Konunglega, en þar syngur Elming því miður ekki. Miðaldaefni í núfimabúningi í Sálumessu Gilles er sami frumkvöðullinn og eljukonan á ferð og í Guðrúnarkviðu, Lou- ise Beck. Einnig hér byggir hún á fornu efni, þó ekki sé seilst jafn langt aftur og í Guðrún- arkviðu. Eins og fyrr semur hún ekki sjálf, en fékk hugmyndina og safnaði síðan saman fólki til að koma sýningunni upp. Gilles vai- franskur aðalsmaður sem fæddist 1404. Hann lifði óhófs- og munaðarlífí í kast- ala sínum, en var um hríð við hirð Karls VII. Frakkakonungs. Þegar Jóhanna af Örk sneri sér til konungs hvatti Gilles hann til að fylgja ráðum hennar, safnaði her, barðist með henni og reyndi að frelsa hana, en hún féll í hendur Englendinga. Við lát hennar sneri hann úr stríðinu, tók upp fyrra líferni og kom á fót bamakór. Eftir að hafa misst eigur og titla hóf hann að stunda galdra í von um að geta náð aftur ríkidæmi sínu. Hann fómaði börnum og var á endanum tekinn fastur og færður fyrir dóm 1440. Hann sagði þá í smáatriðum frá gerðum sínum, þær frásagnir eru varðveittar og á þeim er textinn í Sálumessu Gilles að hluta byggður. Sýningin segir frá viku í lífi Gilles, þar sem hann hefur safnað að sér bamakór og fengið tónskáld til að semja sálumessu. En það sax- ast á kórinn, börnin hverfa af sviðinu og í staðinn birtist þjónninn með svarta ruslapoka sem hann fleygir í ruslalúguna. Tónskáldið lætur sem ekkert sé, því hann vill ekki missa af tækifærinu til að semja sálumessuna, en verður að lokum að horfast í augu við skelf- inguna og fer, en einn. Síðustu börnin deyja á sviðinu fyrir hendi Gilles. Það er ekkert smáræðis áhrifamikið að sjá um 160 böm á sviðinu og það hefur ekki verið lítið verk að leikstýra þeim. Sýningin er í gamalli verksmiðju við Suðurhöfnina og glæsileg sviðsmynd Louise Beck í sterkum mótleik við hrátt umhverfið. En þetta megnar þó ekki að fela að textinn er þunnur, tónlistin hangir illa saman og atburðarásin bæði lang- dregin og fyrirsjáanieg. Sýningin hefur orðið til í samstarfi Becks við sænska leikstjórann Linus Tunström (son Görans Tunström rithöfundar), nokkur tón- skáld, tvo danska rithöfunda og sænsku hljómsveitina „Fláskkvartetten“, sem er þekkt fyrir framúrstefnulega dægurtónlist. Þrátt fyrir eða kannski einmitt vegna þess hve margir koma að verkinu nær það aldrei að rísa eða ná tökum á áhorfandanum. En það er áhugavert að fylgjast með verkum Becks, þótt þau heppnist ekki alltaf. VLO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.