Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Síða 2
 / / / SYNING LUNDUNABUA I NYLO SÝNINGIN Fjar-skyn verður opnuð í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B, í dag kl. 18. Það eru sex listamenn sem sýna á Fjar- skyni. Þau eru Anna Júlía Friðbjörnsdótt- ir, Cathrine Evelid, Helga G. Óskarsdótt- ir, Ingvil Gaarder, Ólöf Ragnheiður Björnsdóttir og Stine Berger. í frétt frá safninu segir að það sem leiði þessa listamenn saman sé að þeir eru allir búsettir í Lundúnum og hafa dvalist þar um skeið við framhaldsnám í myndlist. Sameiginlegt eiga þeir að vera kvenkyns listamenn frá Norðurlöndun- um, Islandi, Noregi og Danmörku. Þó þær komi úr skyldu menningarumhverfí er bakgrunnur þeirra ólíkur en sýningin ljallar um viðbrögð þeirra við hringiðu stórborgarinnar. Verkin á sýningunni eru sett fram í formi myndbanda, ljósmynda og innsetn- inga. Anna Júlia sýnir ljósmyndir og myndband þar sem hún tekst á við um- hverfið í East End í London. Chatrine Evelit vinnur með textainnsetningu en viðfangsefni hennar er listasagan og ímynd listamannsins. Helga Óskarsdóttir vinnur með fundna hluti úr umhverfínu, „núleifafræði". Verk hennar er í formi innsetningar og myndbands. Ingvil Ga- arder sýnir ljósmyndir en verk hennar eru undir áhrifum úr heimi hryllings- mynda og tekst hún á við mörkin milli raunveruleika og fantasíú. Ólöf Björns- dóttir sýnir verk sem varða daglegt um- hverfi hennar, götur Lundúna, og sam- skipti. Stine Berger leitast við að rann- saka nýjar leiðir, en hún sér starf lista- mannsins sem nátengt starfi vísinda- mannsins. Framsetning verka hennar eru skúlptúrar, myndbönd og ljósmyndir. Auk sýningarinnar Fjar-skyns eru listamennirnir með kynningu í farteskinu á erlendum listamönnum, búsettum í Lundúnum. Þeir eru m.a. frá Bandaríkj- unum, Kanada, frlandi, Spáni, Japan, Þýskalandi, ísrael, Ítalíu og Portúgal. Um er að ræða myndbandasafn, sem gestum er frjálst að skoða meðan á sýn- ingunni stendur. Listamennirnir hlutu samnorrænan styrk til fararinnar frá Sleipni og Nifca. Sýningunni lýkur 14. nóvember og er hún opin daglega frá kl. 14-18 nema mánudaga. Listamennirnir undirbúa sýninguna í Nýlistasafninu. Morgunblaðið/Þorkell Myndirnar, sem Sossa sýnir í Galleri Sct. Gertrud, málaði hún í Portúgal í sumar. SOSSA SÝNIR í HÖFN Kaupmannahöfn. Morgpmblaðid. „ÉG lærði hér og bjó í sex ár, svo ég á rætur hér,“ segir myndlistarkonan Sossa Bjöms- dóttir, sem sýnir nú í Galleri Sct. Gertrud í Hyskenstræde, steinsnar frá Strikinu í Kaup- mannahöfn. Galleríeigandinn hefur fengið slíkt dálæti á verkum Sossu að hún sýnir þar reglulega, nú í fjórða skiptið. Eins og Kurt Svendsen galleríeigandi segir sjálfur um myndir Sossu þá er hún bæði innblásin íslenskri náttúru, en málar annars oft fólk, einkum konur. Honum fellur gleðin í myndunum, sem ekki eru portrett, heldur bregða upp svipmyndum af aðstæð- um. Sosa býr í Keflavík, en í þetta skipti eru myndimar með hlýjum suðrænum tón, því myndirnar málaði Sossa í sumar í Portúgal. Það er andblær siesta og sólarhita í þeim, nokkurs konar ferðasaga frá Portúgal, segir hún. Myndir Sossu verða einungis sýndar í Galleri Sct. Gertrud, en ekki á Islandi, svo eina tækifærið til að sjá þær er að heimsækja galleríið. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS DAGSKRÁ UM GUNTER GRASS STARFSEMI Listaklúbbsins í vetur hefst á mánudagskvöld, kl. 20.30 með dagski-á um rit- höfundinn Giinter Grass, sem fyrir skemmstu hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Rithöfundar og fræðimenn fjalla um höfund- inn og verk hans, m.a. Bjarni Jónsson, þýðandi Blikk- trommunnar, sem Vaka- Helgafell gefur út, Ami Bergmann, Einar Már Guð- mundsson, Jórunn Sigurðar- dóttir, Peter Weiss, lektor við Háskóla íslands, Hjálmar Sveinsson og Jón Proppé, sem beinir sjónum að mynd- listarmanninum Giinter Grass. Símon Ivarsson leikur á gítar. A dagskrá Listaklúbbsins í vetur verða m.a. leikhústrúðarnir Barbara og Ulfar; Nýársnótt- in, eftir Indriða Einarsson, sem var opnunar- sýning Þjóðleikhússins 1950, í leiklestri nokk- urra okkar helstu eldri leikara; Andblær frá Afríku, söngur og dans; kynning á nýjum bók- um og höfundum þeirra í desember ásamt fleiru. Helga E. Jónsdóttir, leikkona og leikstjóri, er umsjónarmaður Listaklúbbsins veturinn 1999 til 2000. Listaklúbburinn starfar sem fyrr á mánu- dagskvöldum í Þjóðleikhúskjallaranum. Dag- skráratriði hefjast kl. 20.30 en húsið verður opnað kl. 19.30. Gúnter Grass MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Verk Asmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14 Erlingur Jón Valgarðsson (elli). Til 7. nóv. Gallerí Fold, Kringlunni Brian Pilkington og Gunnar Karlsson. GalleriÉhlemmur.is. Þverholti 5 Erling Þ.V. Klingenberg. Til 24. okt. Gallerí Stöðlakot Pétur Behrens. Til 24. okt. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Jón Axel. Til 4. nóv. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Örn Ingi, Margrét Jónsdóttir, ljósmyndasýning, Árþúsunda arkitektúr. 31. okt. Gerðuberg Þetta vil ég sjá: Friðrik Þór Friðriksson. Til 14. nóv. Hafnarborg Kristín Þorkelsdóttir og Jóhanna Bogadóttir. Til 25. okt. Hallgrímskirkja Jón Axel Bjömsson. Til 28. nóv. Hönnunarsafn íslands, Garðatorgi íslensk hönnun frá 1950-1970. Til 15. nóv. Byggðasafn Eyrarabakka, Húsið Klæðið fljúgandi. Til 31. okt. i8, Ingólfsstræti 8 Trash/Treasure. Ina T. og Beu T. Til 31. okt. Kjarvalsstaðir Hafsteinn Austmann. Borgarhluti verður til. Pat- rick Huse. Til 24. okt. Listasafn ASI Ásmundarsalur og Gryfja: Úr djúpinu. Örverka- sýning á vegum FÍM. Arinstofa: Sýnishorn verka úr eigu safnsins. Til 24. okt. Listasafn Akureyrar Stefán Jónsson og Dauðahvötin, yfírlitssýning á vegum safnsins. Til 5. des. Listasafn Árnesinga Gísli Sigurðsson og Sigrid Valtingojer. Til 1. nóv. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Högg- myndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands Ljósmyndir Nan Goldin. Helgi Þorgilsson. Til 24. okt. Tvær sýningar á verkum úr eigu safnsins. Til 28. nóv. Listasalurinn Man, Skólavörðustíg 14 Harpa Bjömsdóttir. Til 7. nóv. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akrancsi Halla Haraldsdóttir. Til 7. nóv. Mokkakaffi Einhverfir - Heyrnarlausir: Sigurður Þór Elías- son, Gísli Steindór Þórðarson. Til 5. nóv. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Norræna húsið Anddyri: Grafíkverk norska listamannsins Johns Thprrisen við ljóð Rolfs Jacobsen. Til 24. okt. Pr- insessudagar. Til 31. okt. Nýlistasafnið Fjar-skyn: Sex listamenn. Til 23. okt. One o one Gallerí, Laugavegi 48b Hljóðverk Páls Thayer. Til 9. nóv. Snegla listhús, Grettisgötu Samsýning 15 listamanna. Til 30. okt. Slunkaríki, ísafirði: Olivur við Neyst. Til 29. okt. Sparisjóðurinn í Garðabæ, Garðatorgi: Sjö lista- konur. Til 5. nóv. Stofnun Áma Magnússonar: Handritasýning opin þriðjudaga-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. TÓNLIST Laugardagur Háskólabíó: Bíótónleikar: Sinfóníuhljómsveit ís- lands og Chaplin. Kl. 17. Sunnudagur Neskirkja: Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Sigurður Halldórsson. Kl. 17. Listasafn íslands: Norðurljósahátíðin: Strengja- kvartettinn Quatrnor Mosiques. Kl. 20. Langholtskirlga: Útgáfutónleikar Margrétar Bó- asdóttur og Björns Steinars Sólbergssonar. Kl. 20. Miðvikudagur íslenska óperan: Signý Sæmundsdóttir, Manns- röddin. Kl. 12.15. Salurinn, Kópavogi: Roman Jablonski, sellóleik- ari og Richard Simm, píanóleikari. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Tveir tvöfaldir, lau. 23., fös. 29. okt. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 24. okt. Abel Snorko býr einn, lau. 23., fös. 29. okt. Fedra, sun. 24., fim. 28. okt. Borgarleikhúsið: Vorið vaknar, lau. 24., fös. 29. okt. Sex í sveit, lau. 23., mið. 27. okt. Fegurðardrottningin frá Línakri, sun. 24. okt. Pétur Pan, sun. 24. okt. íslenski dansflokkurinn: NPK, Maðurinn er alltaf einn, Æsa: Ljóð um stríð, sun. 24. okt. íslenska óperan: Baneitrað samband, frums. sun. 24. okt. Hellisbúinn, mið. 27. okt. Loftkastalinn: Hattur og Fattur, sun. 24. okt. Rent, lau. 23., fös. 29. okt. Bióleikhúsið, Bfóborginni við Snorrabr.: Koss- inn, lau. 23. okt. Iðnó: Frankie & Johnny, mið, 27. okt. Rommí, lau. 23., fös. 29. okt. 1000 eyja sósa, fös. 29. okt. Gleym-mér ei og Ljóni Kóngsson, lau. 23. okt. Leikhússport, mán. 25. okt. Kaffilcikhúsið: Ævintýrið um ástina, sun. 24. okt. Tjaraarbíó: Töfratívolí, sun. 24. okt. Möguleikhúsið: Langafi prakkari, sun. 24., fim. 28., fös. 29. okt. Hafnarfjarðarleikhúsið: Salka, fös. 29. okt. Hugleikur: Völin & kvölin & mölin, lau. 23., fös. 29. okt. Leikfélag Akureyran Klukkustrengir, lau. 23. okt. Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ: Kötturinn fer sínar eigin leiðir, lau. 23., sun. 24. okt. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.