Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Side 8
Norðlingaholt. Elliðavatn er næst á myndinni en Rauðavatn fjær. Ljósmynd: Árni Sæberg. NORÐLINGAHOLT EFTIR INDRIÐA G. ÞORSTEINSSQN Skammt sunnan vegar við austurenda Rauðavatns er gróið holt, sem heitir Norðlingaholt. Nafnið bendir til að þarna hafi Norðlendingar átt sér mót í suður- ferðum. Þarna komu bændurog lestamenn saman með skreiðarhesta sína eftir kaupferði r sínar um Suðurnes, þar sem þeir höfðu goldið skreiðina með prjónlesi og peningum. Má gamall Norðlending- ur minna hina ítur- vöxnu Reykjavík á, byggða af aðkomum- önnum mestan part, svolítinn part af fyrri sögu borgarinnar þegar hún var lítið annað en Kvos, Þingholt og Vesturbær. Þá var bærinn sóttur heim af farandmönnum af ýmsu standi úr nærsveitum og fjarsveitum, sem áttu er- indi. Sigurður frá Balaskarði flutti yfírvaldi og kaupmönnum og einstöku vinnukonum bréf eða pinkil og átti orðastað við marga, m.a. Lamba kaupmann (Lambertsen), á míllí þess, að hann lá úti í sköflum ef hann náði ekki í gististað eða fann hann ekki. Símon Dalaskáld kom kannski austan úr sveitum með kvæðasyrpur sína undir haust á leið norður í heimabyggðina til vetursetu og hét vini sínum, Guðmund dúllara, því einu við vatnspóstinn í Aðalstræti að hann fengi nýjar nærbuxur hvítar og svellþæfðar ef hann sækti þær norður. Þeir hirtu hins vegar minna um viðkomur í Reykjavík, sem komu að norðan á hverju vori strax og fjallvegir urðu færir hestum vegna aurbleytu til að- fanga á skreið um Suðumes. Heimleiðis slóg- ust í för með þeim ungir menn, sem höfðu haldið suður í verin í janúar og róið til fiskjar upp á hlut á vetrarvertíð. Sumir reru upp á eigin spýtur en aðrir voru sendir af bændum. Þeir fengu senda hesta til að sitja á norður í fylgd skreiðarlestanna. Þessum skreiðarferðum fylgdi nokkur mannfagnaður, ekki ólíkur því sem verður í göngum og áttu oft leið saman norður fjöll þeir Skagfírðingar og Húnvetningar sem all- ajafna sóttu sér prótín á Suðumesin. Síðan þetta var er varla til nokkur maður sem kann að rífa þorskhaus til matar sér. Til að lestir hefðu samflot með baggahesta yfír vötn á heimleiðinni, en almennt var kallað að fara norður fjöll, riðu hópamir ýmist um Þingvöll, Kalmanstungu og Stórasand eða leiðina um Bláfellsháls og Kjöl að Blöndu efst í Álf- geirstungum. Leiðin um Kalmanstungu þýddi að riðið var yfír Blöndu mikið norðar á svonefndum Blönduvöðum, sem voru þá far- in bæði af Húnvetningum og Skagfirðingum. Þar rann Blanda á sandbotni og breiddi úr sér og var vond yfirferðar í flóðurn. Um þess- ar tvær leiðir var að velja yfír hálendið til matfanga suður og voru þær farnar á hverju vori, einnig þau vor sem Kjalvegur var talinn týndur, eins og skilja má á leiðangri Daníels Brauns, sem farinn var skömmu fyrir síðustu aldamót til upprifjunar og vörðulagningar. Daníel Braun gat lýst Kjalveg fundinn eftir þennan leiðangur en skreiðarsóknarmenn brostu í kampinn. Hitt er svo Ijóst að leiðir um öræfin, sem fyrritíðarmenn gengu eins og um stofugólfíð heima hjá sér, týndust á sí- ðmiðöldum vegna mannfæðar, harðæris og eymdar. Það má því kalla táknrænt, að danskur liðsforingi og síðar sérlegur fulltrúi Danadrottingar í rússnesk-japanska stríðinu 1904 skuli hafa formlega hafið endurreisn þjóðleiða um hálendið. Þótt merkilegt megi heita stafa þessar hugleiðingar af ferðum yfir Hellisheiði nú á síðari tíð. Skammt sunnan vegar við austur- enda Rauðavatns er gróið holt, sem heitir Norðlingaholt. Nafnið bendir til að þama hafi Norðlendingar átt sér mót í suðurferð- um. Hægt er að velta fyrir sér af hverju Norðlendingar völdu sér þetta holt frekar en t.d. Skólavörðuholtið eða önnur auðkenni í Reykjavík. Það getur hafa stafað af því að þama hefur löngum verið hrossahagi og hinu að þarna gátu þeir verið út af fyrir sig og bor- ið sig að eins og útilegumenn, sem þeir voru með vissum hætti, komnir langt að með nesti og nokkra hesta undir reiðingi. Þetta hefur verið auðþekkjanlegur staður við enda vatns- ins og þurfti minna en það til að glöggva sig fyrir menn vana náttúranni og tilbrigðum hennar; jafnvel svo að þeir þekktu árviss snjóalög eins og landslag og kölluðu Gullteigi þá jörð, sem lengst stóð upp úr snjó að vetr- um. Það var nafngift til komin vegna sauðk- indarinnar. Þama á Norðlingaholti komu bændur og lestamenn saman með skreiðarhesta sína eft- ir kaupferðir sínar um Suðurnes, þar sem þeir höfðu goldið skreiðina með prjónlesi og peningum, sem vora yfirleitt mjög takmar- kaðir. Auk þessu bjuggju þeir um og settu á hesta þá skreið sem komið hafði í hlut norð- anmanna á vertíð. Allir stefndu þeir síðan á Norðlingaholt, þar sem sprett var af hestum á meðan skroppið var niður til Reykjavíkur til fundar við kunningja eða skyldmenni og til nokkurra kaupa á varningi. Hestarnir nösl- uðu á Norðlingaholti á meðan í umsjá gæslu- manna. Upp um alla Mosfellssveit og Kjalar- nes voru hestar einstakra vertíðarmanna í geymslu, sem notaðir höfðu verið undir far- angur á leiðinni í verið. Fór stundum nokkr- um sögum af þessari hrossageymslu og þótti sumum sem hestarnir hefðu verið misjafn- lega fóðraðir. En það gerðist á harðindaárum um 1880 að erfitt varð um fóður handa skepn- um á útmánuðum, enda voru þess dæmi að bændur um Mosfellssveit og Kjalarnes veigraðu sér við að taka við hestum ver- manna á þessum tíma. Sjálfur Sigurður frá Balaskarði, sem hafði haft tíma til að gifta sig þrátt fyrir ferðalögin og bjó á Svangrund skammt sunnan Skagastrandar, tók sig upp á þessum árum og flutti til Kanada til að vinna þar í koparnámu. Mátti þó búast við að hann þyldi nokkur harðindi, búinn að liggja úti í hríðum bæði norðan lands og sunnan í marg- víslegum sendiferðum. Sigurður mun áreið- anlega hafa komið á Norðlingaholt. Margir staðir á íslandi hafa minjagildi og mörgum þeirra hefur verið sinnt í þakklætis- og virðingarskyni við þær kynslóðir, sem hér gengu um garða og holt. Norðlingaholt er einn slíkur staður. Gaman væri ef svo tækist til að Reykjavíkurborg gerði í einhverju þessu holti þau skil, að það yrði síðan til að minna á að þar höfðu Norðlendingar sinn gisti- og viðkomustað. Til Reykjavíkur komu margir Norðlendingar og hafa í áranna rás haft áhrif á sögu og uppbyggingu borgar- innar. Má nefna þá Skúla Magnússon fógeta og Tryggva Gunnarsson bankastjóra, sem báðir voru miklir brautryðjendur. Beggja þeirra hefur verið minnst - Skúla með styttu í Aldamótagarðinum og Tryggva með brjóst- mynd í Alþingisgarðinum. Það er kannski við hæfl á þeim alþýðlegu tímum sem við lifum, að reistur verði steinn um langferðamenn á miðju Norðlingaholti. SIGURBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR RIMBAU- DELAIRE Marglitur himinn gluggatjöldin bærast blíð golan snertir enni mitt á gólfinu bókahrúga gæti veggfóðrað með þeim nóttin liggur í leynum samt veit hún ekki að ég bíð hennar ég er elskhugi næturinnar myrkrið sleppur ekki undan áleitnum faðmlögum mínum en ég sefaf mér dögunina örmagna eftir ævintýri húmsins ævaforn morgunn vekurmig ég þreyi daginn sem fæddist aldrei ávextirsem þroskast ogfalla ámeðan égsef OGAÐ LOKUM.. Vonin er ódrepandi þótt hún sé sorgmædd og það sé skellt á hana hún lifír særð hjartasári því að henni blæðir aldrei út Höfundurinn er nemi í Reykjavík. ÞÓRA BJÖRK BENEDIKTSDÓTTIR í HIMNESKRI MORGUN- DÝRÐ Handan við gröf og dauða mun dagur eitt sinn ljóma í himneskri morgundýrð. Þá gleymdar verða sorgir ogkvöl í mannsins hjarta, vonir er brugðust hérna mæta okkur. Hve ljúft er um að hugsa er leiðin stranga er farin að hugljúfur, himneski Faðir bíður með opinn faðm. Hugur minn flýgur þangað ersorgin bankar hjartað og tárin streyma um kinn. Þá finn éghendina þína strjúka tárin burtu og takmarkalausa faðminn umvefja mína sál. Ognú ervorið komið með fuglasöng ljúfan, blómin í brekkunni minni anga í morgundýrð. Nú bið ég döggina þína á himneskum morgni, Faðir, að baða sál mína hrelldu í himinsins dýrð. Höfundurinn er skóld í Reykjavík. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.