Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 4
FERÐASAGA ELSU SIGFUSS Elsa Sigfúss söngkona fór í tónleikaferð um Norður- land sumarið 1933 og héltdagbók.Hérergrip- ið niður í dagbókina, en með í ferðinni var fjöl- skylda Elsu, foreldrar hennar, Sigfús Einarsson og Valborg Einarsson, ásamt systkinum Elsu, Einari og Lilli. Við Lilli erum farnar í hátt- inn. Herbergið er lítið og sætt kvistherbergi, minnir helst á herbergi í dúkku- húsi. Veggfóðrið er rautt á lit, á hilluköntum eru hvítar blúndur og á veggjunum hanga litlar skemmtilegar myndir. Kúmið mitt er, eins og venjulega þegar ég fer út á land, of stutt. Lilli er hærri en ég og verðum við kannski að skipta; ég verð að reyna að láta fara eins vel um mig og mögulegt er. Við fórum frá Reykjavík kl. 8V2 í morgun, keyrðum fyrir hinn fagra Hvalfjörð og snæddum morgunverð í Vatnaskógi, úti í grænni náttúrunni. Leiðin gegnum Skorra- dal var einnig mjög falleg, leið sem sneiddi milli ilmandi birkitrjáa. Fjöllin skörtuðu sínu fegursta; vart hægt að hugsa sér betra veður til að njóta þessarar fegurðar. Við vorum nú í Borgarfirði, einum af fegurstu fjörðum landsins. Þegar við keyrðum yfir brúna á Gljúfursá notaði ég tækifærið og tók mynd af þessari fallegu á sem rennur í djúpu gljúfri. Á milli klettana vex birki. I Norðurárdal keyrðum við gegnum hraun sem breiddi sig yfir stórt svæði. Landslagið var mjög áhuga- vert og allt öðru vísi en við höfðum séð fram að þessu. Klukkan fjögur komum við að Hvammi; bæ í Norðurárdal sem er í eigu manns sem við þekkjum; að sjálfsögðu var boðið upp á kaffi. - Frá Norðurárdal keyrð- um við yfir Holtavörðuheiði, mikla heiði, og var skyndilega skollið á með hræðilegri þoku. Vegurinn var hræðilegur, Einar og bílstjór- inn urðu að fara út úr bílnum og setja á keðj- ur svo við kæmumst yfirleitt eftir foraðinu, sem vegurinn var. Það tók okkur rúma tvo tíma að komast yfir heiðina. Við vorum glöð og ánægð þegar við komum um tíu leytið til Hvammstanga. 20.6. Hv. Var vakin kl. 8. Þegar við ætluðum af stað fór bíllinn ekki í gang, pabbi, ég og Einar urðum að ýta honum langan veg - Leiðin sem við fórum nú var frekar einsleit, og einnig var þoka, en eftir tveggja tíma akstur fór að birta og um leið varð landslagið fegurra (mjög brött brekka tók okkur upp á fjall þar sem við höfðum stórkostlegt útsýni yfir hálsinn sem við höfðum ekið yfir). (Kl. 11 komum við í litla bæinn Blönduós og borðum þar hádegisverð á heimavistar- skóla. Eftir matinn héldum við stax áfram.) Uppi á fjallinu var vegurinn á nokkrum stöðum svo slæmur að við urðum að fara út úr bflnum meðan honum var ekið yfir verstu pyttina. Næst stoppuðum við rétt áður en við keyrðum niður í Skagafjörð. Landslagið varð fegurra og fegurra. Með hin voldugu fjöll og hin víðáttumiklu grænu tún, bauð Skaga- fjörður upp á stórkostlega sýn. Allt í einu tókum við eftir gamalli konu, sem kom þrammandi eftir veginum klædd regnjakka og gúmmístígvélum. Hún var með klút vafinn um höfuðið og hélt á sekk í hendi. Hún sagðist vera á leið til Blönduóss og að hún hefði verið á göngu allan daginn. Það var greinilegt að hún var dauðþreytt. Það mun áreiðanlega taka hana fleiri daga að komast á áfangastað ef hún verður ekki svo heppin að mæta bfl sem getur tekið hana með, en oftast eru þeir svo yfirfullir að þeir geta ekki tekið fleiri farþega. - Við vorkenndum þessu Elsa og ferðafélagar hennar framan við Hótel Ásbyrgi á Húsavík. Elsa á hestbaki. ¦w mmeád Vtfujt'ém d l/mew* e *u /74* nte/fái. JaJorfeMce eb éáatáá^ faflÍMfHA W4»C /fciéá.fiá* . Mm* Jeuy *A//Sffi*t S&^t&Vt-á'a *ia*A Vs*~- Úr dagbók Elsu Sigfúss. gamla skinni. Ég gaf henni epli og varð hún við það svo glöð að hún blessaði mig með tár- in í augunum. Við tókum blessunina sem góða viðvörun fyrir ferð okkar. Á leið okkar gegnum Skagafjörð fórum við fram hjá prestsetrinu. Víðimýrarkirkja er 100 ára gömul, elsta kirkja sinnar tegundar (altaristaflan er frá 1616). Að utan er hún klædd torfi; að innan klædd máluðu timbur- verki. Pabbi lék sálm á hið 80 ára gamla har- móníum. Það hljómaði dálítið sérkennilega. Leiðin gegnum Norðurárdalinn var mjög þreytandi, hún lá í skörpum beygjum með- fram djúpri gjá. Á Öxnadal lá snjórinn alveg við veginn, við hefðum getað farið í þetta fína snjókastþar. Til Akureyrar, næst stærsta bæjar á íslandi, komum við um tíuleytið um kvöld. Okkur var stax boðið upp á kaffi hjá kunningja pabba. A hótel Gullfossi beið sá er skipulagði tónleikana okkar til þess að fá myndir og veggspjöld strax til þess að hengja upp. Lilli, mömmu og mér var vísað til her- bergis nr. 4, fínt herbergi með kyndingu, þvottaskál, innbyggðum skáp o.s.frv. Við hlið okkar bjuggu drengirnir, þ.e. pabbi og Einar, skáhallt á móti „virtúósnum" eins og við köll- uðum hann [bílstjórinn]. Betri bílstjóra hefð- um við vart getað fengið. Því miður er veit- ingastaðurinn beint fyrir ofan herbergin okkar, þannig að á hverju kvöldi heyrum við hina hræðilegustu jasstónlist fram til klukk- anhálftólf. 21.6. Akureyri Lflli og ég fórum á fætur kl. átta og feng- um okkur göngutúr. Hittumst öll í morgun- mat hjá Karli (vinur pabba), gengum síðan upp í garðinn; hann var ægifagur, með falleg- um trjám, birki, reyniviði og dásamlegum blómum. Veðrið yndislegt. Það er svo fagurt hér á Akureyri að ég gæti hugsað mér að búa hér alltaf. Fagurt umhverfi, skreyttur og vel- hirtur bær, fólkið lifandi og vinsamlegt. Eftir hádegisverðinn æfðum við okkur, og kl. fjögur höfðum við prufu í salnum. Rétt eftir að við byrjuðum æfinguna skall á þrumuveður og rigning. Sem betur fer var „virtúósinn" [bflstjórinn] svo hugulsamur að hafa upp á okkur og sækja okkur. I kvöld heimsóttum við lækni. 22.6. Akureyri Það rignir ennþá í dag en kannski er það bara gott með tónleikana í huga. I morgun æfði ég mig heima hjá ungri dömu sem ég þekki; hún vildi endilega að ég snæddi hjá henni hádegisverð en „virtúósinn" og mamma sóttu mig svo það varð ekki að neinu í þetta skipti. Við æfðum í salnum frá kl. eitt til hálf fjögur. „Virtúósinn" sótti okkur og keyrði okkur heim til Karls en hjá honum drukkum við miðdegiskaffi. Okkur finnst við vera forrík við það að vera sótt og keyrð; hef ekki gert annað allan daginn en að sitja í bfl. Liggjum nú útaf og hvílum okkur. Lilli og ég straujuðum kjóla; við verðum að reyna að líta eins vel út og mögulegt er í kvöld á tónleikun- um; ég lofaði einnig að krulla hárið á mömmu áður en við færum. Kl. níu skellur það á; bara að það gangi nú vel. 23.6. Húsavík Tónleikarnir í gær gengu stórkostlega vel. Mikill sigur; öll þrjú urðum við að flytja aukalög; stemmningin var mjög góð. Okkur var boðið út á eftir; þegar við komum heim urðum við, þrátt fyrir að við vorum bæði þreytt og syfjuð, að pakka niður því við ætl- uðum snemma af stað næsta morgun. - Á leið okkar til Húsavíkur sáum við hinn stórkost- lega foss, Goðafoss. Hér stönsuðum við, og snæddum kleinurnar sem við tókum með okkur, við undirleik fossins. Ekkert sem við gerðum hafði möguleika á að yfirvinna kraft fossins, ekki einu sinni hið kröftugasta lófa- klapp. Bý nú á Hótel Ásbyrgi. Herbergin eru stórfín og rúmin nógu löng. Því miður lítur bærinn ekki nógu vel út og varla nokkurn mann að sjá. Kirkjan sem við ætlum að halda tónleika í í kvöld er mjög falleg, en ísköld þegar við vorum þar áðan til að prófa hana; fengum sem betur fer rafmagnsofn inn í her- bergið sem við dvöldum í þar til við áttum að syngja eða spila. - Eftir kvöldmatinn stóðum við spennt og skimuðum í átt að kirkjunni, sem var handan götunnar við hótelið. Ætli nokkur komi? Við höfðum ekki miklar vænt- ingar, en urðum aftur á móti harla glöð þegar fólkið streymdi inn. Áheyrendur voru stór- kostlegir. Þeim fannst tónleikarnir hefðu mátt vera lengri og þótti það leitt að þau 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.