Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 7
Pt 1 : 1 8111 p||i ri í; I-'&wSbI 1 Hrátt sviðið í kastalagarðinum og sæti fyrir 1.000 manns. Friðriksdóttur, formanni Hugleiks, staup að skilnaði. nokkra styrki eftir allt flandrið. En viti menn, „Litli bróðir" staðfesti boðið með svo myndar- legu meðlagi að við þurftum ekki að hugsa um neitt nema pakka niður búningnum einn ganginn enn og það sem meira var: Við mátt- um sýna eitthvað fleira ef við vildum. Það varð því úr að nýjasta smáverk Hugleiks, einleik- urinn þrjátíu ár eftir Sigrúnu Óskarsdóttur, fylgdi með í kaupunum en hann er leikinn af Onnu Kristínu Kristjánsdóttur í leikstjórn Unnar Guttormsdóttur. Föstudagskvöldið 17. september flugum við frá Reykjavík til Vága og endurnýjuðum kynni okkar af Jolly Cola. í Þórshöfn fengum við lyklavöld af Læraraskólanum sem var gististaður okkar þessa helgi og strax á laug- ardagsmorgninum fónim við út í Norður- landahús til að setja upp leikmynd því sýning- in var kl. 16.00. Ámi Baldvinsson ljósahönnuður var farinn út á undan okkur til að vinna nauðsynlega for- vinnu með ljós og leikmynd. Hún var kláruð þennan morgun og svo var æft. Reyndar söknuðum við sárt leikstjórans okkar, Viðars Eggertssonar, sem komst ekki með að þessu sinni en nutum engu að síður styrkrar stjórn- ar Unnar Guttormsdóttur, einnar af höfun- dunum. Það stóð á endum að þegar búið var að lagfæra svið og smink og búninga að nýju hófst sýningin fyrir þéttsetnum sal Norður- landahússins og viðtökurnar létu ekki á sér standa. Nú var gaman. Þarna var fólk sem í óvissuferó á Galvé-vatni með bjórkúta og harmonikkur. skildi líka textann og hló; og hló mikið. Og ekki spillti fyrir að gestaleikarinn okkai’ í þetta skipti, áðurnefndur Sverre Engholm, fór á kostum í lokaatriði og þó að við segðum sjálf frá bar öllum í hópnum saman um að sýn- ingin væri sú besta til þessa. Til merkis um einbeitingu leikara var eitt brotið rif og risast- ór bólguhnúður á olnboga sem umsvifalaust hlaut nafnið „Nýi Hugleikarinn". I einu tóni- istaratriði verksins er gert góðlátlegt j<rín að spurningaþættinum Kontrapunkti. I þetta sinn var nefndur til sögunnar færeyski tóns- niilingurinn Christian Blak og torfumar bókstaflega flettust af þaki Norðurlandahúss- ins. Skýringuna fengum við síðar. Blak var sjálfur í salnum. Um kvöldið var okkur svo boðið í hátíðar- kvöldverð MÁF í Sjónleikarahúsinu vegna yf- irstandandi þings, þar sem tekið var á móti okkur með ákavítissjúss og orðunum „Takk fyri sjónleikinn, tað var eitt fantastískt opp- levelse". Boðið var upp á nýsjálenskt lamba- kjöt (það innlenda fer víst allt í skerpikjöt), ræður, söng og að sjálfsögðu færeyskan dans fram á nótt. Daginn eftir var svo haldið í eyja- siglingu með seglskútunni Norðlýsi en boðið er upp á dásamlega fiskisúpu um borð, bragð- bætta með sérvöldu sjávarfangi af hafsbotni sem skipstjórinn hefur sjálfur kafað eftir. AIl- ar fyrirætlanir um rómantíska sönghellaskoð- un fóru fyrir lítið vegna brælu og hluta hóps- ins hent sjóveikum í land. Heimferðin æsti hinsvegar sjómennskuna svo upp í þeim sem eftir lifðu að sjóriðnir skjögruðu þeir um í land með blöðrur í lúkum af seglhífingum, fóru mikinn í ýkjukenndum sjóarasögum og stórkallalegum hlátri og hittu loks fölgræna félaga sína á sýningu á einleiknum Þrjátíu ár í Sjónleikarahúsinu, sem einnig tókst með miklum ágætum. Eftir það var hlaðborð á Hótel Hafnia ásamt stjórn MÁF og svo skemmtu menn sér með frjálsri aðferð fram á morgun. Á mánudagsmorgni kvöddum við svo eyj- arnar eftir enn eina vel heppnaða leikferð, nýrri reynslu ríkari. Þennan ótrúlega stað þai sem maður er að heiman en finnst maður samt vera heima; þar sem íslendingar verða i munni drukkinna seglskútusjóara „besta tjóð í hæmi“ og helmingur ánægjunnar er að hafa í eyrunum þetta tungumál sem er svo ótrúlega líkt en þó svo hlægilega ólíkt. M.a.s. grár hversdagsleiki flugvallarins er lífgaður upp með skiltum eins og „Bert starvsfólk“ (Aðeins fyrir starfsfólk). Það er ekki hægt annað en að koma hlæjandi heim. Sálir Jónanna ganga aftur er nú orðin lang- lífasta og jafnframt víðíörlasta sýning Hug- leiks. Árið 1986 sömdu þær Ingibjörg Hjart- ardóttir, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir Sálir Jónanna, sem sýnt var á Galdraloftinu í leikstjórn Bjarna Ingvarsson- ar en auk þess á norrænni leiklistarhátíð í Reykjavík þá um sumarið. Tólf árum síðar dustuðu þær rykið af handritinu, skáru það upp og endurskrifuðu og að viðbættum söng- textum og tónlist eftir Armann Guðmunds- son, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason var verkið sýnt i leikstjórn Við- ars Eggertssonai- í Möguleikhúsinu undir nafninu Sálir Jónanna ganga aftur. Sú gerð verksins var svo stytt sérstaklega fyrir hátíð- ina í Noregi og eftir allt Sálnaflakkið í sumar er það von Hugleikara að þessar friðlausu Sálir séu nú endanlega niður kveðnar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. NÓVEMBER 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.