Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 19
FURÐULEIKHÚSIÐ FRUMSÝNIR BARNALEIKRIT MEÐ VÍKI ÁHEILAÍ Heiðin og kristin siðfræði mætast NGA 'JUM í leikritinu Frá goð- um til Guðs, sem Furðuleikhúsið frumsýnir í Tjarnar- bíói í dag kl. 17. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓniR f/lgdist með æfingu og fc )r í tímaferðalag aftur til ár- sins 999 að Ljósavatni. KRISTJÁN heitir drengur sem á heima í Granaskjólinu, gengur um með GSM-síma í vasanum og hefur mikinn áhuga á víkinga- öldinni og heiðnum sið. Hann liggur löngum stundum í bókum um þetta áhugamál sitt og sveiflar þess á milli trésverði af miklum móð. Hann veltir því fyrír sér hvernig það hafi verið að vera uppi á víkingaöld og gælir við þá hugmynd að fara í ferðalag aftur í tímann. Og viti menn, einn góðan veðurdag verður strák að ósk sinni. Hann kynnist Þórunni dóttur Þorgeirs Ljósvetningagoða - og með henni heimi og hugsunarhætti gjörólíkum þeim sem hann hefur áður þekkt. Yfir og allt um kring er svo örlagadísin sem sveiflar Kri- stjáni milli hinna ólíku tímaskeiða - frá nú- tímanum árið 1999 aftur til 999 og til baka. Fleiri persónur koma við sögu, svo sem Ljós- vetningagoðinn sjálfur - að ógleymdum feld- inum - kona hans, Guðríður, og sonur þeirra, Þorkell hákur. Þrír leikarar fara með öll hlutverkin í leikritinu, sem ber nafnið Frá goðum til Guðs. Olafur Guðmundsson leikur Kristján sem er „með víkinga á heilanum", Olöf Sverrisdóttir er í hlutverki Þórunnar og Þor- geirs Ljósvetningagoða og Steinunn Olafs- dóttir leikur örlagadísina, Þorkel hák og Guðríði. Hefndarskyldan og fyrirgefningin Leikritið er samið í tilefni af 1000 ára af- mæli kristni á Islandi og er ætlað börnum á aldrinum 8-12 ára. Höfundar handritsins eru LEIKARAR OG LIST- RÆNIR STJÓRNENDUR FRÁ goðum til Guðs eftir Ólöfu Sverris- dóttur og leikhópinn. Leikarar: Ólafur Guðmundsson, Stein- unn Ólafsdóttir og Ólöf Sverrisdóttir. Leikstjóri: Ása Hlín Svavarsdóttir. Tónlist: Ingólfur Steinsson. Hreyfingar: Ólöf Ingólfsdóttir. Leikmynd og leikmunir: Þorkell Harð- arson. Búningar: Ragna Fróðadóttir. Gríma: Messíana Tómasdóttir. Ólöf Sverrisdóttir og leikhópurinn. Ólöf seg- ir að hugmyndin hafi frá upphafi verið sú að fjalla um mismuninn á heiðni og kristni en ekki beinlínis um kristnitökuna sjálfa sögu- lega. Nafna hennar, Ólöf Ingólfsdóttir, sem sér um hreyfingar í leikritinu, auk þess að vera aðstoðarleikstjóri, bætir við að í raun megi segja að verkið fjalli um mismuninn á hugmyndaheimi og siðfræði heiðni og kristni. Hugtök eins og hefndarskylda og fyrir- gefning eru í brennidepli, enda eru höfund- arnir á því að þar liggi kannski stærsti mun- urinn á heiðni og kristni. Ólafur, sem fer með hlutverk Kristjáns, bendir á að margt sé þó mjög óljóst í þeim efnum. „Við höfum í raun- Morgunblaðið/Golli Kristján (Ólafur Guðmundsson) hrifinn aftur til ársins 999 af örlagadísinni (Steinunni Ólafs- dóttur). Til vinstri er hin blinda Þórunn (Ólöf Sverrisdóttir), dóttir Þorgeirs Ljósvetningagoða. Þórunn (Ólöf Sverrisdóttir) og móðir hennar, Guðríður (Steinunn Ólafsdóttir). inni ekki úr svo miklu að moða af heimildum frá því fyrir kristnitöku. Það sem við notum fyrst og fremst eru íslendingasögurnar, Eddurnar og ritgerðir eftir fræðimenn, en þeir hafa bara ekki við svo mikið að styðj- ast,“ segir hann. Ólöf Sverrisdóttir minnir líka á að íslendingasögurnar séu ritaðar eftir kristnitöku, jafnvel þó að þær fjalli um at- burði frá því fyrir og um kristnitöku, og því hætt við að þær séu litaðar af kristnum trúarskoðunum sagnaritaranna. Sú spurning vei'ður áleitin hvort höfundar leikritsins falli ekki í sömu gryfjuna og sagnaritararnir, þar sem þeir séu aldir upp i kristinni siðfræði á ofanverðri tuttugustu öldinni. Ólöf Sverris- dóttir segir að reyndar hafi það farið svo að kristnin varð ofan á. „Við ætluðum samt ekki að láta það líta þannig út að kristnir menn væru miklu betri en þeir heiðnu.“ Ólafur við- urkennir fúslega að hann sé ekki æstur í að*. skipta á heiðnu þjóðfélagi og kristnu. „Harmleikurinn í íslendingasögunum verður iðulega þegar maður lendir í því að valið er á milli þess að drepa bróður sinn eða föður konunnar sinnar. Þessar sögur fjalla mjög mikið um hvernig fólk kemst í ógöngur út af hefndarskyldunni," segir Ólöf Ingólfsdóttir. Hún segir boðskap leikritsins skýran: það eigi að fyrirgefa. Þau benda líka á að verkið lýsi árekstri milli ólíkra hugmyndaheima. „Þetta er visst þroskaferðalag fyrir Kristján, sem kynnist þarna framandi hugmyndaheimi og þarf þar af leiðandi að skoða sinn eigin og hvað hann1* stendur fyrir," segir Ólöf Ingólfsdóttir. Leikritið verður sem áður sagði frumsýnt í Tjarnarbíói í dag kl. 17. Það verður svo sýnt í skólum og kirkjum landsins í vetur og loks á Kiistnitökuhátíð á Þingvöllum árið 2000. Á leikhópnum er að heyra að það verði spenn- andi að sýna leikritið á vettvangi kristnitök- unnar, á Þingvöllum við Öxará. STQRMAÐ OG ÞRÁÐ I STOKKHOLMI TOIVLIST Sfgildir dis k ar BACH J.S. Bach: Fúgulistin. Concerto Itaiiano u. stj. Rinaldos Alessandrinis. Opus 111, OPS 30- 191. Upptaka: DDD, Frascati, Ítalíu, 6/1998. Ut.gáfuár: 1999. Lengd: 74:27. Verð (Japis): 1.999 kr. „DIE KUNST der Fuge“ - 20 fúgur og kan- onar í d-moll um sama stef eða náskyld - kom fyrst út á prenti að Bach látnum 1750, var gefin út á ný árið eftir - og gleymdist síðan að heita má næstu tvær aldir. Hún er síðust í röð pólýfónískra meistaraverka á við Vel- tempraða hljómborðið I-II, Goldbergtil- brigðin og Tónafórnina (Musikalisches Op- fer), en hefur ákveðna sérstöðu. Fyrst og fremst vegna ofurhnitmiðaðrar úrvinnslu á einfaldri 6 tóna hugmynd, sem útfærð er eftir öllum kúnstarinnar reglum - með viðsnún- ingi, speglun, lengingu eða styttingu, hryn- breytingu og annarri uppsafnaðri tækni raddfærsluvísinnar allt frá tímum Ockeg- hems og Josquins á 15. öld. Engar heimildir eru til um að Fúgulistin hafi nokkurn tíma verið flutt fyiT en Karl Straube, eftirmaður Bachs sem Tómasarkantor í Leipzig, endur- vakti hana 1927, líkt og Mendelssohn Matt- heusarpassíuna öld áður í sömu borg. Æ síð- an hefur þetta einstæða verk verið mönnum ráðgáta. Ekki þó hvað beinasta tilefni varðar, því líklegt þykir að verkið hafi átt að vera fram- lag Bachs til tónvísindafélags sem fyn-um nemandi hans Mizler stofnaði 1738 og taldi Telemann og Hándel meðal meðlima. Var skylda hvers að leggja fram ritgerð eða tón- verk einu sinni á ári. Né heldur þarf að geta í eyður um víðari tilgang verksins, sem líkja mætti við markmið Snorra með Eddu - að varðveita deyjandi listgrein handa komandi kynslóðum. Um miðja 18. öld áttu kontrap- unktísk vinnubrögð undir högg að sækja, þegar „galant“ fegurðarmat fór að varpa „lærðum“ eldri stíl fyrir róða. Líkt og þegar sagnadansar ýttu dróttkvæðum út í kuldann fimm öldum fyrr. Það sem staðið hefur í mönnum er hins vegar hvernig flytja bæri Fúgulistina - og jafnvel hvort yfirhöfuð væri ætlazt til þess. Hvort ætti að líta á hana sem tónverk frekar en fyrirmynd og kennsludæmi. Frá hendi Bachs fylgdi ekki aukatekið orð um hljóð- færaskipan, og rétt niðurröðun hverrar fúgu (í verkinu nefnd „Contrapunctus") hefur sömuleiðis vafizt fyrir tónsagnfræðingum, enda röðin í 1752-útgáfunni önnur en í þeirri fyrstu frá 1751. Ekki bætti heldur úr skák Bach-dýrkunararfleifð rómantískra tónfræð- inga eins og Spitta, er nánast litu á Fúgulist- ina sem launhelgan dóm og vart á færi dauð- legi’a að skilja. Aðrir töldu verkið aðeins skraufþurra raddfærslufræði sem ætti ekk- ert skylt við lifandi tónlist. Viðtökur síðustu 50 ára hafa sýnt fram á annað, því hljómplötuinnspilanir á Fúgulist- inni eru komnar hátt í hundrað. Hitt er óljós- ara hver sé æskilegasta hljóðfæraáhöfnin. Á hljómplötum kennir flestra grasa frá því al- gengasta - einu hljómborði (sernbal, kla- víkorði, orgeli, píanói) - og upp í sinfón- íuhljómsveit. Margir hafa farið svipaða millileið strengjakvartetts og/eða tréblásara og hér er gert, en möguleikar eru legíó, og skoðanir hérumbil jafnmargar um livað hljómar bezt. Skv. eigin reynslu og að orgel- útgáfu Helmuts Walcha meðtalinni virðist pianótúlkun Sokolovs (einnig á Opus 111) einna slitþolnust, þó að jafnvel blæbrigðarík- ustu píanistar megni ekki til lengdar að skáka litafjölbreytni blandaðs strengja- og blásarahóps eins og hjá Concerto Italiano. Á móti vegur tiktúrukennd upprunatúlkun íta- lanna, sem mér þykir stundum skyggja á að- alatriðið - hina kontrapunktísku jafnvægis- upplifun - með ýktri „messa di voce“ vellandi á löngum tónum, tilgerðarlegu stakkatói o.fl., þó að yngri og hólpnari hlustendur kunni að vera á annarri skoðun. E.t.v. felst skásta lausnin í að eiga margar útgáfur til skiptanna. Og þótt hljóma kunni sem helgispjöll, þá væri mér jafnvel ekki á móti skapi á góðri stund að geta „svissað" á svarrandi svuntuþeysisútfærslu a la Wendy Carlos, sem ég veit að vísu ekki hvort sé til. Eða þá á Swingle Singers, er sveifluðu Cont- rapunctus IX á „Jazz Sebastien Bach“-breið- skífunni frá 7. áratug af eftirminnilegi-i snilld. Höfundur Sveitakantötunnar hefði ábyggilega kunnað að meta hvort tveggja. KRAUS Joseph Martiii Kraus: Ólympíuforleikur VB 29. Sinfóníur í Es, C og c, VB 144,139 & 142. Sænska kammersveitin u. stj. Petters Sundkvists. Naxos 8.553734. Upptaka: DDD, Örebro, Svíþjóð, 5/1996. Lengd: 62:26. Verð (Japis): 699 kr. „STURM und Drang“ - Stonnur og þrá - hafa menn nefnt þá tónstefnu sem var næsti undanfari vínarháklassíkur og í raun forboði rómantíkur. Hún feyktist eins og hvítur stormsveipur yfir Þýzkaland á 8. áratug 18. aldar og tengist einkum verkum C.P.E. Bachs, Haydns og Mannheim-tónskáldanna frá sama tíma. Og einmitt í Mannheim steig fyrstu tónsköpunarspor sín nánast eini full- trúi hennar á Norðurlöndum, Joseph Martin Kraus (1756-92), sem Svíar telja merkast tónskálda sinna milli Helmich Romans og Franz Berwalds, í krafti þess að hann dvaldi síðustu 14 æviárin í Stokkhólmi og komst til metorða við hirð Gústafs 111 konungs. Áður hafði hann m.a. numið lögfræði í Göttingen,* þar sem hann gekk í hóp bókmenntakera og reyndi fyrir sér sem rithöfundur. Frétti hann þá af vænlegum framamöguleikum tónlistar- manna í Stokkhómi, settist þar að 1778 og hlaut stjórnandastöðu við Stokkhólmsóper- una og námsferðastyrk. í kjölfarið heimsótti hann m.a. Gluck í Vín og Joseph Haydn í Est- erháza, en sneri aftur til Stokkhólms 1781. Alls náði Kraus að semja um 15 sinfóníur á skammri ævi. Fáar sem engar voru fluttar í Svíþjóð meðan hann lifði, og verk hans gleymdust síðan fram á þessa öld. Og þó að ópera hans Soliman II hafi áður komizt hér á blað (SD 7.2.1998), voru sinfóníurnar mér til skamms tíma ókunnar. En satt að segja kom á óvart hvað mikið reyndist í þær spunnið. Hugvitið og orkan sem gustar af C.P.E. Bach-kenndu Es-dúr hljómkviðunni og hinni*». Haydn-leitu systur hennar í c-moll eru sér- lega öi-vandi áheyrnar, og mætti hiklaust jafna þær við beztu samtímaverk áðurget- inna stórjöfra. C-dúr sinfónían stendur ekki alveg jafnsterk i samanburði, en Ólympíu- forleikurinn, saminn fyrir sýningu á harm- leik Voltaires 1792 og eitt síðsta verka Kraus, er rakin snilld í hágöfgum anda Glucks, þrunginn smitandi drifkrafti C.P.E. og meitl- aðri formbyggingu Haydns. Sá á reyndar að hafa sagt sænskum sendiherra um aðra sin- fóníu eftir Kraus sem hann heyrði í Vín, að hún yrði talin meistaraverk á næstu öldum; „trúið mér, aðeins fáir geta samið þessu líkt!“ Haydn vissi hvað hann söng. Það gerir'' Petter Sundkvist greinilega líka. Hvorki skortir fjör, drama né höfga í svipmikilli túlk- un hans og Sænsku kammersveitarinnar á þessum nýuppgötvuðu meistaraverkum. Ríkarður Ö. Pálssor LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. NÓVEMBER 1999 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.