Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 20
HVERFINGAR, SAMSÝNING FJÖGURRA MNDLISTARMANNA í GERÐARSAFNI í KÓPAVOGI Guðjón Bjarnason Helga Egilsdóttir FORRETTINDI AÐ GETA MÁLAÐ Guðrún Kristjánsdóttir Morgunblaðið/Ásdls Myndlistarsýning IN Hverfingar opnar í dag kl. 16 í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Sýningin er samsýning fjögurra listamanna, þeirra Guðrúnar Krist- jánsdóttur, Bjama Sig- urbjömssonar, Helgu Egiisdóttur og Guðjóns •*» Bjamasonar og er hingað komin frá Kaup- mannahöfn en þar var hún sett upp á kirkju- lofti Trínitatiskirkjunnar við Sívala tuminn. Hlaut sýningin góðar viðtökur í Danmörku og í grein í dagblaðinu Berlinske tideme sagði gagnrýnandi blaðsins að sýningin væri kröftug og ljóðræn í senn og byggi yfir góðu jafnvægi. Helga Egilsdóttir sem búsett er í Dan- mörku átti hugmyndina að sýningunni og kallaði þrjá listamenn til samstarfs. Tilgang- urinn var að búa til samsýningu listamanna sem allir ættu eitthvað sameiginlegt en væra samt ólíkir, eins og hún segir sjálf frá. m „Mér hafði lengi þótt sýningarsalurinn á kirkjuloftinu heillandi og langaði að búa til stóra sýningu með íslenskum nútímamálverk- um. Það er aldrei auðvelt að velja sáman fólk á sýningu þannig að verkin vinni vel saman í rýminu, en þessi sýning heppnaðist mjög vel. Og nú eram við komin með hana hingað og ég hef hugsað mér að setja hana upp á fleiri stöð- um,“ sagði Helga. Helga er sjálf með nokkur stór málverk á sýningunni. Flest verk hennar eru bláleit en eitt sker sig úr með silfurlitum ferhyrndum flötum á bláleitum grunni. „Þetta er eina mál- verkið sem ég málaði hér á landi. Hin mál- verkin málaði ég öll úti í Danmörku. Þau era eins og bergmál að heiman en í þeim er ég að vinna með íslenska blámann," segir Helga. Hún segist fyrst og fremst líta á sig sem mál- ara að þróa sinn stíl og segir að endalaust sé *rhægt að halda áfram að mála málverk, list- málarinn sé í raun alltaf á byrjunarreit, þegar einu verki er lokið og annað tekur við. „Aður fyrr málaði ég fastari form en núna eru þau meira að losna upp. Eg er ekkert að reyna að brjóta blað í listasögunni með því sem ég er að gera. A þessum miklu tæknitímum sem við lifum á finnst mér það algjör forréttindi að geta málað upp á gamla mátann og fengið að vera ég sjálf.“ Afstrakt en ekki afstrakt Guðrún Kristjánsdóttir hefur undanfarin misseri fjallað um mjög afmarkaðan hluta ís- lensks landslags; fjallshlíðar. Við fyrstu sýn virðast verkin vera óhlutbundin, litlir dökkir fletir eru dreifðir á nær einlitum fleti, en þeg- - ar betur er að gáð má sjá að þetta era klettar ^eða steinar í hrímuðum fjallshlíðum. Þannig eru verk hennar á mörkum þess að vera óhlutbundin og hlutbundin. Guðrún segir að í verkunum á sýningunni sjáist fjallshlíðanar m.a. í ólíkum búningi efth- árstíðum. „Mér finnst gaman að geta gert verk sem standast bæði sem afstrakt verk en hafa einnig þessa beinu tengingu við veruleikann." Verkin á sýningunni kallar Guðrún einfald- lega Fjallshlíðar. Kvikmynd i undirbúningi Ymislegt er á döfinni hjá Guðrúnu á lista- sviðinu og eitt af því er gerð kvikmyndar af _.< (jallshlíðum en undirbúningur hennar hefur staðið sl. þrjú ár. Kvikmyndina vinnur Guð- rún í samstarfi við Dag Kára Pétursson kvik- myndagerðarmann og vonast hún til að geta framleitt myndina á næsta ári. „Þetta er lítið 8 mínútna listaverk. Þarna bætist hreyfingin inn í myndlist mína, fjallshlíðarnar eru sýndar á lifandi hátt og þá mun sjást hvemig þær breytast eftir árstíðum. Einnig er gaman að sjá hvernig þokan breytir ásýnd hlíðanna. Fjallshlíðar eru svo rosalega lifandi fyrirbæri. Mér finnst að líkja megi vinnunni við þessa kvikmynd við það að vinna við heila málverka- sýningu frekar en að mála eitt málverk. Mér finnst mjög gaman að vinna með Degi og raunar finnst mér allt í einu mjög gaman að vinna með öðrum listamanni. I myndinni verður líka framsamið tónverk, en ég vil ekki segja þér strax hver höfundur þess er,“ segh- Guðrún og brosir. Myndlistarmennirnir á sýningunni eiga það sameiginlegt að vinna verk sem eru af- strakt, eða á mörkum þess að vera afstrakt eða fígúratív, og reyna á þanþol málverksins eins og það er orðað í fréttatilkynningu. Segja má að Bjarni Sigurbjörnsson sé lista- maður sem reynir á þanþol málverksins en hann málar verk sín á nokkurskonar plexí- gler-skúffur og festir verkin svo upp þannig að bakhliðin snýr að áhorfendum. Hann mál- ar með olíulitum og vatni, efnum sem ekki blandast saman. Verk sín kallar Bjarni Unidentified eða óskilgreind. „Þetta eru vissulega tjáningarríkar strokur sem ég nota en hinsvegar fá áhorfendur ekki að sjá þessar strokur því þeir sjá bara bak- hliðina og málverkið sjálft er í raun alveg skil- ið frá áhorfandanum með glerinu." Bjarni segist vera meðvitaður um það að hann sé í raun að vinna blindandi, þ.e. það sem hann málar er ekki það sama og áhorfendur sjá. „I upphafi límdi ég fyrir bakhliðina þannig að ég gæti alls ekki fylgst með því hver útkom- an yrði. Eg málaði þykkt og efnismikið og tak- markið var líka að láta hugmyndina um strig- ann og blindrammann hverfa, að verkið svifi frjálst á fletinum. Verkin á þessari sýningu hafa síðan þróast út frá þessum tilraunum." Verkin í Gerðai'safni era öll mjög stór en Bjarni segist einnig vinna smærri verk með sömu aðferð. Aðspurður um hvaða hlutverk ljós leiki í framsetningu myndanna segist hann ekki lýsa verkin upp sérstakiega heldur nægi ljósið sem endurspeglast af veggjunum bakvið verkið, sem ljósgjafi. Sprengileifar Verk Guðjóns Bjamasonar era fyrirferðar- mikil á sýningunni. Þau má sjá í öllum rýmum safnsins; í báðum sölum á efri hæð, sem og í sal neðri hæðar hússins. Verk Guðjóns eru margskonar og í raun má líta á framlag hans á sýningunni sem nokkrar innsetningar sem allar era samtengdar. Högg- myndir hans era annars vegar dökkir og matt- ir járnskúlptúrar í ýmsum þekktum gi-unn- formum sem hann hefur afmyndað kerfis- bundið með sprengiefni og hinsvegar reður- tákn með fuglsvængjum. Málverkin, sem hann vinnur að mestu leyti undir beru lofti á sprengjusvæðum, hafa einnig dökkt yfirbragð og í þeim má greina uppleystar leifar af skrá- setningu jarðflata svæðanna. I þeim má einnig greina ljós og skugga, endurvarp þeirra kross- forma og jámstrendinga er Guðjón notar jafn- framt í höggmyndum sínum. Guðjón segir að leifar verkanna, þ.e. það efni er skilst frá á þeim svæðum sem þau era unnin, sé afar mik- ilvægt tilvist verkanna og jafngilt því sem sýnilegt er í listasafninu. „Námurnar, skörðin og rofin og dreifðar sprengitætlurnar í náttúr- unni á Reykjanesi, Geldinganesi og víðar era óaðskiljanlegur og órjúfanlegur hluti lista- verkanna," segii’ Guðjón. Hann segir mikil- vægt að áhorfendur skynji vel sérstaka tilvist- arlega sögu verkanna og ófullkomna efnisgerð þeiira. Guðjón segir verk sín annars vísvitandi margræð og magslungin að inntaki og þau leitist við að vera hvati til hugmyndafræði- legra tenginga. „Mér finnst satt að segja að list þurfi að vera margræð og helst óljós og torráðin til að geta efnt það hlutverk að vekja sífellt upp nýjar spurningar og viðmiðanir." „I verkunum er ég að fjalla m.a. um sam- band óreiðu og regluskipunar, eyðingu um- hverfis, um stökkbreytingar, ummyndanir, niðurbrot viðurkenndra hugmyndastrúktúra, opnun og sköpun rýmis til andlegra rann- sókna, ósegjanlegar túlkanir, samband frjáls vilja og bælinga, en tilviljanir sem ríkjandi sköpunarafl er stór þáttur í gerð verkanna." Þar á Guðjón einkum við það er járnhögg- myndirnar tvístrast og útkoman verður næsta tilviljanakennd. „Ég er að leiða verk mín inn í veröld afleidds tíma og rýmis. Stykkin eiga sér hugmyndafræðilega tilvist innan annars óskilgreinanlegs rýmis, rofins millibilsá- stands, þau vísa öll út fyrir sjálf sig inn í frjálst en hvikult tómarám. Ég er í raun að fjarlægjast hefðbundin viðfangsefni í efni og anda til að geta nálgast það upp á nýtt,“ sagði Guðjón að endingu. Sýningin í Gerðarsafni stendur til og með 21. nóvember nk. og er opin frá 12-18 alla daga nema mánudaga. » 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.