Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 4
SHAKESPEARE, VILLTA VESTRIÐ OGISLENSKIR SVEITAMENN Villta vestrið: Þótt ólíklegt virðist naut Shakespeare mikilla vinsælda meðal landnema sem ekki voru þó alltaf læsir. Einn keypti ritsafn skáldsins og greiddi nokkur kýrverð fyrir. Því næst réð hann dreng til þess að lesa verkin fyrir sig næsta vetur, en hann var ólæs sjálfur. Brátt urðu verk meistarans honum svo töm á tungu að hann gat vitnað í þau undir öllum kringumstæðum. EFTIR ÁSGEIR JÓNSSON Leikni Shakespeares í því að segja sögur um ástir og orrustur samtvinnað með kímni og kerskni gerði hann að aufúsu- gesti í villta vestrinu sem og meðal Lundúnabúa nærri þremur öldum áður. Aðdáun íslendinga á fornbókmenntum sínum var hafinyfirvafa , en nú er margt sem bendir til þess að búið sé að lyfta þeim upp á stall eins og Shakespeare. DAGAR Villta Vestursins í Bandaríkjunum hafa verið gerðir ódauðlegir á síðustu áratugum með bókum og kvikmyndum. Vestramir hafa kynnt okkur fyrir byssuglöðum kúrekum, æpandi indjánum, lausgir- tum konum, skjöldóttum kálfum og fjöldan- um öllum af rykugum smábæjum. Eftir stendur fastmótuð og litsterk mynd í hugum fólks af umhverfí og menningu vestur þar. Innan þeirra pensildrátta virðast leikrit Williams Shakespeare stílbrot og ótrúlegt að sýningar á Rómeó og Júlíu eða Hamlet hafi þótt boðleg afþreying meðal þessa fólks. Samt er það svo að skáldið góðkunna frá Stratford var með afbrigðum vinsælt í vestr- inu, hvort sem var meðal gullgraftarmanna í Kaliforníu eða kúasmala á sléttunum miklu. Flestallir bæir, þó rykugir væru, höfðu leik- hús sem var gjaman nálægt þeim húsum sem buðu upp áfenga drykki og tilkippilegt kvenfólk. Verkin voru oft sett upp undir ber- um himnum eða jafnvel á kránum sjálfum til ánægju fyrir knæpugesti. Auðvitað voru sýningarnar eilítið villtari en nú tíðkast og sumir sýningargesta eilítið ákafir. Sérstaklega gátu kúrekarnir átt það til að vera hljóðasamir, en þeir voru þá nýkomnir til byggða eftir langa útivist á Sléttunum miklu og lá því nokkuð mikið á hjarta. En þrátt fyrir að eiga til óróeika og hávaða, voru áhorfendur hrifnæmir mjög og hlógu eða grétu eftir því sem tilefni gáfust. Ef leikhópurinn þótti standa sig vel var pen- ingum og jafnvel gullmolum hent á sviðið, en aftur á móti ef framanstaðan var slök létu sýningargestir grænmeti fljúga í leikaranna. Leikritin voru heldur ekki tekin of alvarlega. Gamanþættir, jafnvel dansandi hestar, gátu átt til að birtast á sviðinu eftir að sýningu lauk á Ríkarði III eða Makbeð. Leikarar sem þá fyrir stundu höfðu framið dramantískan leik komu nú aftur fram á sviðið og létu öllum illum látum. Vestrið var samt eftirsótt af leikurinn því launin þar voru mun hærri en gerðist og gekk í stórborgum austurstrand- arinnar. Hylli utan leikhúss Verk góðskáldsins voru einnig ofarlega í huga fólks utan við leikhúsið. Um allt vestrið voru bæir, kennileiti og námur skírðar í höf- uðið á skáldinu sjálfu eða persónum úr leikr- itum hans. Það var heldur ekki óalgeng sjón á sléttunum miklu að sjá kúreka sitja og hlusta, hljóða og hugfangna á upplestur á verkum skáldsins. Og þá voru ljóðin ekki síð- ur metin en hið óbundna mál. Sem dæmi um einlæga Shakespeare aðdáendur má nefna þá glæpabræður Frank og Jesse James sem þóttu lagnir að ræna lestir á sinni tíð. Einn helsti sporrekjandi og leiðsögumaður á vest- ursvæðunum hét Jim Bridger og hans er sér- staldega minnst fyrir að hafa fyrstur hvítra manna fundið Saltvatnið stóra í Utah. Brid- ger þessi heyrði af Shakespeare frá yfir- manni sínum í setuliði hersins og brá skjótt við. Hann keypti ritsafn skáldsins af landn- ema einum og greiddi nokkur kýrverð fyrir eða sem svaraði einum mánaðarlaunum hans sjálfs. Því næst réði hann dreng til þess að lesa verkin fyrir sig næsta vetur, en hann var ólæs sjálfur. Brátt urðu verk meistarans honum svo töm á tungu að hann gat vitnað í þau undir öllum kringumstæðum, en auk þess náði hann mikilli fæmi í því að bölva og ragna undir sama formi og bragarhætti og skáldið sjálft. Þetta gerði hann af slíkri leikni að viðstaddir áttu erfitt með að gera sér grein fýrir hvar orð Shakespeare enduðu og spuni fjallaferðalangsins tók við. Hvers vegna Shakespeare? Vesturfaramir komu víða að og vom af ýmsum sauðahúsum. Flestir þeirra voru ómenntaðir, sumir hverjir vart læsir. Þeir töluðu gjaman ensku tungu með áherslum sem vom all fjarri því að vera breskar, enda höfðu þeir ekki ýkja mikinn áhuga á því sem nú er nefnt Engilsaxnesk hámenning. Efst í þeirra huga var að lyfta sér upp eftir erfiðar vinnutarnir. Þessir framherjar vora oft gæddir ríkri frásagnargáfu og mesta skemmtun þeirra var að hlýða á sögur, auk þess sem prédikannir vora vinsælt skemmt- iefni. Þeim líkaði við Shakespeare vegna þess að hann var góður sagnamaður og verk- in skemmtileg að hlýða á og sjá. Reyndar var þessi aðdáendahópur í Villta Vestrinu ekki svo ýkja frábragðin þeim sem Shakespeare þekkti sjálfur. Leikrit hans vora upphaflega skrifuð íyrir almenning í Lundúnaborg sem oftar en ekki var ólæst múgafólk en kunni samt að meta góðar sögur og sjónleiki. Leiksýningar þóttu fremur skrílsleg skemmtun á Bretlandi á sextándu öld og kvenfólki var bannað að taka þátt í þeim. Það skondin staðreynd að margir vesturfarar komust í svipaða stöðu vegna skorts á leik- konum. Sjálfur Ulysses Grant varð að taka að sér hlutverk Desdemónu er herdeild hans ákvað að setja upp leikritið Óþelló á meðan þeir dvöldu í Texas og biðu eftir skipunum um að ráðast inn í Mexíkó árið 1846. Grant var eins og kunnugt er yfirherforingi Norð- urríkjanna í þrælastríðinu og síðar forseti Bandaríkjanna. Þrátt fyrir allan mismun á milli þjóða og tímabila era ákveðin yrkisefni ávallt sígild. Leikni Shakespeares í því að segja sögur um ástir og orrustur samtvinnað með kímni og kerskni gerði hann að aufúsugesti í Villta Vestrinu sem og meðal Lundúnarbúa nærri þremur öldum áður. Leikhúsin vantar Þegar goðsögnin um villta vestrið var fyrst sett fram um síðustu aldamót kom góð- skáldið vitaskuld við sögu. Skáldsaga Owen Wisters, „Virginíuverjinn" (e. The Virgini- an), er talin marka upphaf vestra bókmennta eins og við þekkjum þær, en hún var gefin út árið 1902. Þar greinir frá frá sómakæram og hetjulegum kúreka sem hafði tilvitnannir í Shakespeare á reiðum höndum. A einum stað fer söguhetjan með ljóðlínur úr Hinriki fimmta og segir síðan kokhraustur: „Þetta era ljóð sem era laus við fáránleika (e. This is poetry without bein’ foolish). Nú, nærri einni öld síðar, getur kúreki mæltur á Shakespea- re vart talist laus við fáránleika fyrir flestu fólki. í hinni víðtæku umfjöllun um Villta Vestrið hafa leikritin snjöllu fallið á milli þils °g veggjar. Leikhúsin hafa ennfremur gleymst í þeim pappaborgum sem kvik- myndaverin í Hollywood hafa reist til þess að endurskapa þennan horfna heim. En knæp- urnar virðast vera eina dægradvölin sem kúrekarnir eiga völ á í vestram nútímans. Reyndar er segin saga að tíðarandi hverju sinni ræður mestu um hvernig fortíðarinnar er minnst. Það er nokkuð langur vegur á milli Virginíuverjans og byssumannsins Morgan Kane þó þeim hafi báðum verið ætl- að að vera uppi á sama tíma. Morgan Kane þessi kvað vera skapaður af norskum bónda undir dulnefninu Lois Masterson og hafa rúmlega 60 bindi í vasabroti verið gefin út á íslensku um afrek hans í villta vestrinu. Eins og sannri nútímahetju sæmir hefur Morgan Kane aldrei hefur litið í bók né hlustað á sög- ur og íslenskum lesendum mundi líklega bregða all verulega í brún ef hann færi að vitna í Shakespeare. Vestrið tamið Þegar halla tók á síðustu öld fór Villta vestrið að temjast og þjóðfélagið komst í fastar skorður. En við innreið siðmenningar- innar dvínuðu vinsældir góðskáldsins. Verk- um Shakespeare var auðvitað enn haldið fram. Börn lærðu um þau skólum og leiksýn- ingar vora enn haldnar, en fyrir alþýðu manna hurfu leikritin sjónum. Því hefur ver- ið haldið fram að almennur áhugi á skáldinu frá Stratford hafi skroppuð saman vegna breyttra viðhorfa um hvað teldist skemmtun og hvað væri list. Þetta var reyndar endur- mat sem átti sér stað um öll Bandaríkin og hófst á Austurströndinni og barst síðan vest- ur á bóginn. I huga menningarvita þar eystra vora verk Shakespeare alvarlegar bókmenn- tir með mikilvægan boðskap sem átti að setja upp nákvæmum og settlegum hætti. Fólk í Vestrinu, eins og reyndar sauðsvartur al- múginn um öll Bandaríkin, vildi setja verkin upp á hraðan og átakamikinn hátt með nógu miklum atgangi og látum. Háttur Austurs- trandamanna þótti þeim bera keim af snobbi og yfirlæti. Upphaflega vora þessar deilur um túlkun Shakespeare öllu fremur á milli broddborg- ara og alþýðu, og hófust áður en Vestrið var numið. Arið 1849 bratust út ein blóðugustu óeirðir í sögu landsins þegar þegar tíu þús- und manna hópur safnaðist fyrir framan Ast- or Place óperahúsið í New York og mót- mæltu uppfærslu Makbeð sem þar fór fram. Almúganum þótti sýningin vera of uppskrúf- uð og ætluð fyrir yfirstéttarfólk. Brátt tók að hitna í kolunum. Fólk fór að henda grjóti í húsið og eftir nokkrar ryskingar hófu lög- reglusveitir borgarinnar skothríð á mótmæl- endur. Þegar skothvellirnir þögnuðu lágu 22 í valnum og gera þurfti að sáram 150 manna. Oeirðirnar áttu sér reyndar stað sama ár og gullæðið hófst í Kaliforníu og gullgrafararnir tóku þessar deilur með í farangri sínum. Þar Vestra var þó ekkert efamál hvor útgáfan af Shakespeare félli betur í kramið. A hinum nýnumdu svæðum var fylking menningar- frömuða fremur þunnskipuð og almenningur gat óáreittur sett leikverk meistarans upp sínum hætti. Alþýðuútgáfan á Shakespeare varð hins vegar að láta í minni pokann í hin- um grónu byggðum austursins og leiksýn- ingar að hætti Astor Place urðu þar alls ráð- andi. Deilurnar um leikritin fengu því brátt á sig landfræðilega merkingu í stíl við aðra menningarlega togstreitu á milli austurs og vesturs. Hins vegar féll Vestrið líka að lokum og verk Shakspeare hrötuðu úr höndum al- þýðu vestur þar og féll í skaut menningarvita sem hafði gerst eystra nokkrum áratugum áður. Auðvitað er hægt að líta á þessu átök sem baráttu listar og skrílmennsku eða á milli þeirra sem dáðu leikverkin sem heið- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 13. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.