Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 5
Málfar Snorra Sturlusonar var íslenskri alþýðu tamt á tungu þótt menntamenn og embættis- menn töluðu dönskuskotið. íslensk öndvegisrit voru lesin á vökunni á flestum heimilum lands- ins og vinsældir íslendingasagna byggðust á því að fólki fannst þær skemmtilegar. ursbókmenntir og þeirra sem kusu að lesa þau eins og reyfara. Hins vegar jafnskjótt og farið var að líta á verk Shakespeares sem há- stemmda list fremur en góðan söguburð fjar- lægðust verkin venjulegt fólk. Ennfremur þegar skemmtanagildið tók að víkja fyrir listrænni nákvæmni og atburðarásin varð hægari, fengu leikritin þann óverðskuldaða stimpil á sig að vera leiðinleg. Loks þegar orð Shakespeare hættu að heyrast lesin upp- hátt fór málfar hans að sýnast tyrfið og óá- rennilegt fyrir þá sem reyndu að lesa þau upp á eigin spýtur. Þá má auðvitað bæta því við að ensk tunga hefur tekið mjög stórstíg- um breytingum á þessari öld. Málfar Vestur- faranna, sem annars enskumælandi fólks á síðustu öld, stóð þrátt fyrir allt mjög nálægt þvi sem tíðkaðist á Englandi á tíma Shakesp- eare þó framburður væri ekki sá sami. A þessari öld hefur ýmis konar slangur hefur ratað inn í málið og enn gömul orð og málf- ræðireglur hratað út og málið hefur verið að fjarlægast tungu leikritanna á hraðfleygan hátt. Endurnýjun Hér skal þó ekki gert lítið úr áhrifum góð- skáldsins á bandaríska menningu, sem eru æði mikil bæði bókmenntum og kvikmynd- um. Meðal annars hafa nokkrir vestrar verið soðnir eftir sögu meistarans svo sem Broken lance (1954) sem er gerð eftir Lér konungi og Jubal (1956) sem endursegir Óþelló. Shak- espear nýtur enn nokkurrar hylli í vestur- hluta Ameríku, þótt ekki sé hann jafn ríkur þáttur í daglegu lífi fólks eins og áður. Þeir Vestanmenn hafa átt frumkvæðið að fjöl- mörgum Shakespeare hátíðum, auk þess sem nokkur glæst leikhús frá gullaldartím- anum eru enn varðveitt. Þá gefst einnig tækifæri á því að upplifa ósvikna villta vest- urs stemmingu með því hlýða á eitthvert af leikverkum meistarans undir berum himni. Hins vegar er það ljóst að almúginn hefur fyrir margt löngu snúið sér að annarri af- þreyingu. A síðustu misserum hefur kvikmyndin „Shakespeare í ástarbríma" (e. Shakespeare in love) endurvakið áhuga fólks á góðskáld- inu. Þeirri mynd varð vel ágengt í þvi að gera skáldið mannlegt og verk hans spennandi með því að setja þau í samband við ævi og ástir hans sjálfs. Þannig er góðskáldið enn á ný persónugerður sem sagnamaður og aftur reynt að hnýta þau bönd sem tengdu hann við alþýðufólk. Hvort eitthverjar af þeim taugum muni standast núnings tímans er aft- ur erfiðar um að segja. Framboð á skemmt- iefni er orðið svo margvíslegt á okkar tímum og svo langt teygst í því að þjóna löngunum og duttlungum fólks, að Shakespeare stend- ur í mun harðari samkeppni í forðum daga í villta vestrinu. Annað verkefni er svo að reyna að bjarga skáldinu úr klóm þeirra sem vilja ekkert fremur en að lesa alls kyns póli- tískan boðskap úr verkum hans, s.s. um kvennakúgun, kynþáttahatur og stéttaskipt- ingu, svo nokkur eftirlætis yrkisefni banda- rískra bókmenntafræðinga séu nefnd. Lík- lega verður nefndri kvikmynd um ástarbríma Shakespeares helst ágengt í því að hrekja staðhæfingar lærðra manna og áhugasamra um samlíf fólks um að Shakesp- eare hafi verið hommi. Þó að vísu sé erfitt fyrir nokkurn mann að fullyrða um kynhegð- un góðskáldsins að öðru leyti en því að hann efnaðist vel af leikverkum sínum, giftist og átti börn og buru eins og hver annar Breti á þeim tíma. Baðstofur og bókmenntir Ekki þarf mikið hugarflug til þess að sjá samlíkingu með höfuðskáldi Engilsaxa og fombókmenntum Islendinga sem að vísu eru skapaðar afymörgum meisturum, flestum nafnlausum. íslendingar höfðu ekki mikið af leiksýningum að segja, en þeir sóttust nyög eftir sögum og upplestri. Þessi áhugi var að miklu leyti veðurfari og atvinnuháttum að þakka, en um vetrartíman hafði heimilisfólk lítinn annan starfa en sinna tóvinnu og öðru slíku innan dyra. Góðir upplesarar og sagna- menn fóru á milli bæja og skemmtu fólki við vinnu sína með kveðskap, lestri og sögum. Ymissa grasa kenndi á meðal þeirra bók- mennta sem voru lesnar. Sumt var auðvitað reyfarar og rómanar þýddir úr útlendum málum, en fyrst og fremst voru landsmenn að lesa innlendan skáldskap, yfirleitt nokk- urra alda gamlan. Islendingar voru skítugir, lúsugir og fátækir, en kvöldvökurnar gáfu þeim samt afburða bókmenntaþekkingu, og þá sérstaklega á gömlum norrænum skáld- um. Sagnaarfurinn var svo inngróinn í þjóð- arsálina að fólk í afdölum sem á útnesjum ræddi um fornkappa eins og góðkunnningja sína og orti kvæði undir dýrum bragarhátt- um og gömlum kenningum á milli gegninga. En fornsögurnar voru hins vegar ekki lesnar vegna þess að þjóðin teldi að hér væri á ferð dýr menningararfur sem allir þyrftu að kynna sér, heldur aðeins vegna þess fólki að þótti gaman af þeim. Hinir íslensku höf- undar höfðu líkt og Shakspeare náð lagni við það að skýra frá sígildum hugðarefnum mannkyns, vígum, ástríðum og spaugi. Ef fomsögumar hefðu þótt leiðinlegar hefði landsmenn aðeins lesið þýdda rómana og lát- ið menningararfinn lönd og leið. Þetta leiðir hugann að því lögmáli að góðar bókmenntir verða alltaf fyrst metnar vegna þess að þær em skemmtilegar. Ef þær af einhverjum af ástæðan verða álitnar óspennandi og erfiðar aflestrar em þær um leið dæmdar til þröngs hóps menningarspjátrunga og fræðimanna. Og þar með verða þær áhrifalausar. Sú varð raunin með verk Williams Shakespeare í Villta vestrinu og svo virðist sem Njála og Egla séu að rata sömu leið hérlendis. Sjólfstæði og sagna- skemmtun íslendinga Arangur Islendinga í því að ná sjálfstæði, halda menningu sinni og verða meðvituð þjóð var ekki nema að litlu leyti fólgin í því að þjóðin ætti svo slynga stjórnmálamenn. Styrkur þjóðarinnar fólst helst þakka því hversu mörg skemmtileg skáld landið hefur fóstrað sem þjóðin hafði yndi af því að lesa. Enginn þurfti að skýra það út fyrir lands- mönnum á hvað fullveldi hefði í för með sér, því fólk hafði lesið fjölda bóka frá tímum þjóðveldis. Enginn þurfti heldur að halda langa mál- fræðifyrirlestra yfir íslenskri al- þýðu um endureisn íslenskunnar, því málfar Snorra Sturlusonar var henni enn tamt á tungu þótt menntamenn og embættismenn töluðu dönskuskotið. Enda voru íslensk önd- vegisrit lesið á hverju kvöldi á flestum heim- ilum landsins. Enginn þurfti heldur að stappa stálinu í fámenna og fátæka þjóð og sannfæra hana um að hún gæti staðið á sín- um eigin fótum. Landsmenn höfðu um lang- an aldur drukkið í sig sjálftraust úr íslend- ingasögnunum og þóttust þess fullvissir að hvað vaðmálsklæddur sveitamaður sem væri jafnaðist á við strokna borgara eða aðal- smenn úti í heimi. Þessi þjóðarvakning sam- fara bókalestri var ekki eftir skipunum eða áætlunum neins manns. Ástæðan fyrir því að fólkið las þessar sögur var til þess að fræðast um svik Hallgerðar, aflraunir Grettis, stirf- lyndi Egils og fláræði Snorra goða. Lands- menn höfðu gaman af sögum og áttu góða höfunda, það eitt rak þá til þess að viðhalda menningararfi sínum. Það voru aðeins Danir sem þurfti að beita fortölum, því þeir áttu erfitt með að skilja sjálfstraust og kokhreysti nokkurra örbjarga bændagarma norður við ysta haf. Islendingar voru hins vegar vissir um sjálfa sig og sitt með því sem næst barna- legu öryggi. Tuttugusta öldin hefur verið gjöful við Is- lendinga og heitustu óskir þjóðarinnar hafa gengið eftir. Jafnframt hafa landsmenn nú annað þarfara að gera á kvöldin en sitja á rúmum sínum í dimmum baðstofum og prjóna vettlinga. Sem fyrr er það alþýðan sem fer með æðsta vald í menningarmálum og hefur fundið annað sér til afþreyingar en hlusta á upplestur á gömlum sögum. Venju- legt fólk hérlendis býr ekki lengur í moldar- kofum heldur í blokkum og raðhúsum, þar sem fornbókmenntirnar eru hafðar upp á punt í bókahillum en ekki lesnar. Ennfremur er pískrað um að fomsögumar séu stirðar og leiðinlegar og grunnskólanemendur stynja þungan Gísla sögu Súrssonar sem þeir eru neyddir til þess að lesa. Hins vegar em allir afskaplega sammála um að sögurnar séu merkilegar og mikils virði og þar fram eftir götunum, en venjulegir leikmenn sjá litla ástæðu til þess að vasast í fornfræðum. Þá er betra að eftirláta sögumar fræðafólki sem þiggur laun frá ríkinu fyrir að reyna að sjá út úr þeim kvenfyrirlitningu, kynhverfu, stétta- skiptingu og andstöðu við markaðshyggju svo eitthvað sé nefnt. Hér er því gamalkunn- ugt mynstur að koma í ljós. Fornritin em að komast í sömu stöðu og verk Shakespeare hafa nú í Vesturhluta Bandaríkjanna, að verða sýningargripir sem em dregnir fram á tyllidögum en allir gleyma þess á milli. Aðeins skemmtilegar sögur Ef vér leyfum okkur að halda því fram að fornbókmenntir Islendinga hafi verið horn- steinninn að fullveldi, menningu og tungut- aki þjóðarinnar, er jafnframt ljóst að brotthvarf fornsagna af leslistum lands- manna muni setja eitt, tvö eða öll þrjú af þessum aðalsmerkum í hættu. Aðrir bjartsýnni gætu þó bent á að nefnd þrenning muni aðeins þróast í nýjar áttir en ekki hverfa. Menningararfur er aldrei fullmótað- ur heldur er aðeins efniviður sem nýjar kyns- lóðir móta eftir sínu höfði. Vitaskuld er það eðli þjóðmenninga að breytast og jafnvel renna saman við aðra menningarstrauma. En fyrir þeim sífækkandi sálum sem enn eru lokaðir andlega inn gömlu baðstofunum er þetta lítil huggun. Þjóðin hefur fægt og varð- veitt dýrgripi síma í rúm ellefu hundruð ár og það er sárt að sjá eftir þeim ofan í gin al- þjóðlegrar poppmenningar sem nú hringar sig um landið. Enginn hefur geð í sér til þess að endurvekja fortíðina með tilheyrandi mold og skít, en ef þjóðin gleymdi sjálfum sér er betra að vanta brauðið og reyndar sitthvað fleira. Skáldin gegna hér lykilhlut- verki, en þau eru aflvana nema þeim heppn- ist að ná athygli þess mikilvæga fólks sem hefur það auknefni að kallast venjulegt. En venjulegt fólk tekur aðeins við skemmtileg- um bókmenntaverkum og hatar alla tilgerð. Fomsögurnar mega alls ekki festast í þeirri ímynd að vera bókmenntir sem enginn les án þess að setja sig í stellingar. Þær verða að vera lesnar áfram eins og þær voru hér áður, sem reyfarar og ástarsögur til skemmtunar og dægradvalar. Með því einu móti geta þær haldist sem lifandi orð meðal þjóðarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá kitla reyfarar og öndvegisbókmenntir sömu bragðlauka en aðeins næringargildið er mis- munandi. Reyfarar eru sætmeti sem gefa orku í erli dagsins en skilja lítið eftir sig. Bókmenntimar eiga hins vegar að vera kjarnbetri og stuðla að uppvexti og þroska þess sem neytir. Auðvitað getur það verið háð duttlungum tímans hverju sinni hvað teljast sorprit og hvað gullaldarbókmenntir en látum það liggja á milli hluta. Vandamálið er aðeins það að flestir borða án þess að velta sér mikið upp úr næringarinnihaldi og þegar upp er staðið er það bragðið sem ræður vin- sældum hverrar fæðu. Versta staða sem önd- vegisbókmenntir geta lent í er ef þær hætta að teljast bragðgóð næring og fara að flokk- ast sem lýsi og grænfóður sem fólk sem neyt- ir aðeins af skyldurækni eða neyð. Það eina sem hægt er að leggja til er að matreiða önd- vegisritin eftir neysluvenjum nútímans, með svipuðum hætti og reynt hefur verið að bera Shakspeare aftur á borð fyrir Bandaríkja- menn með nýjum kryddum og ástaraldinum. OfangTeind umQöllun um vinsældir Shakespeare í Villta vestrinu er byggð á rannsöknum tveggja bandarískra bókmcnntafræðinga. Þeirra Lawrence Levine sem kennir við George Mason háskóla og Jennifer Lee Carell sem kcnnir við Harvard, e n þau hafa hvort í stnu lagi skrifað margt um Shake- spearc. Auk þess sem stuðst hefur vcrið við sögu vestursins, ritaða af Geoffrey C. Ward. Höfundur er frá Hólum í Hjaltadal og stundar hagfræðinám í Banda- ríkj unum. ERLENDAR/ BÆKUR TÖFRA- FJALLIÐ A Companion to Thomas Mann’s The Magic Mountain. Edited by Stephen D. Dowden. Camden House 1999. „Der Zauberberg" kom út 1924. Hugmyndin að verkinu mótaðist með honum um 1912 og hann tók að sökkva sér í ritun þess 1915. Hann var tæp- lega fimmtugur þegar bókin kom út. Hann skrifar „Töfrafjallið“ á hryll- ingstímum fyrri heimstyrjaldar og upplausnartímunum sem þeim hryll- ingi fylgdu. Evrópa fyrir þá styrjöld og eftir voru tveir heimar, þótt ýmis teikn upplausnar væru merkjanleg áð- ur en Ragnarök hinnar gömlu Evrópu hæfust. Afstæðishyggja, sálkönnun Freuds, upplausn málverksins í hráa frumhluta og hrun hinna fornu gilda, steinlíms samfélagsbyggingar borgar- legrar Evrópu. Sögu Manns hefur verið jafnað til „Bildungsromana", heilsuhælið ein- hverskonar háskóli, með ýmsum námsbrautum. Castorp nemandi, ekki aðeins í deildum Naptha og Settembr- ini sem eru þá fyrirlesarar í trúfræð- um kirkjunnar og atheisma upplýsing- ar og skynsemishyggju. Læknarnir eru fulltrúar skýrra andstæðna kenn- inga um tengsl líkama og sálar, eða holds og hugar. Behrens er efnis- hyggjumaður með líkamlegar ástæður fyrir mennskum viðbrögðum og Kro- kowski sem leitar skýringa í sálkönn- un Freuds á leiðinni inn í undirvitund Jungs. Settembrini er fulltrúi opins huga, ljóssins í mannheimum, skyn- seminnar en Neptha skynjar dýpra, varar við hættum undirdjúpa manns- sálarinnar. Behrens aðskilur sjúkan mann og heilbrigðan en Krokowski telur að hugtakið „heilbrigður maður“ feli í sér mótsögn, slíkt fyrirbrigði sé aldrei staðreynd. Mynheer Pepper- korn og ástkona hans Madame Chatt- ichat eru fulltrúar ástargyðjunnar Er- os, tilfinninganna, lifandi ástar fjarri öllum hugmyndum. Og Castorp er ei- lífðarstúdentinn, sem hefði dvalið til eilífðar á þessu berklahæli, í þessum aflokaða heimi, þessum örheimi al- heimsins og lifað þar kenningar og deilumál samtíðar sinnar, ef ekki hefði brostið á styrjöld. Hann neyðist til að hverfa á braut út á vígvöllinn. Námið á heilsuhælinu víkkar meðvitundina en skýrleikinn er Castorp meðfæddar. Hann hverfur á vígvöllinn engu nær, leitandi í heimi upplausnarinnar. Námið í Davos var honum „guzza- buglio“ mas fram og aftur, án niður- stöðu. Rit þetta er ellefu ritgerðir um „Töfrafjallið", inntak þess og viðhorf höfundarins til þeirra persóna sem hann skapar. Viðhorf til lífs og dauða, hver er tilgangurinn með lífi mann- anna? Castorp er gefin undrunin, hann vaknar til vitundar um samhengi vissrar mennskrar viðleitni og niður- staðan verður spurning. Ritgerðirnar fjalla m.a. um hina margræddu „íróníu“ sem er rauður þráður í þessari bók og fleiri ritum Manns, afstöðu hans til Gyðinga; ein- veruna, tónverk sem koma við sögu, tæknina og samkynhneigð. Mann skrifaði þessa bók úr fjarlægð, heilsu- hælið er einangrað i heiminum og úr hæðunum velta menn fyrir sér mann- legu streði úr miklum fjarska. Mann var arftaki Goethes og Tol- stoys, arftaki þeirra sem húmanisti. Hann vekur athygli með verkum sín- um um allan heim, hann er alþjóðleg- ur en fyrst og fremst Evrópumaður. Töfrafjallið er heimur, byggður lif- andi fólki, persónum, ekki týpum, þess vegna lesa menn þessa bók ekki aðeins einu sinni heldur aftur og aftur og hún er gjöful. SIGLAUGUR BRYNLEiFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.