Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 6
HVAÐ ER KALEVALA? KALEVALA er söguljóð sem Elisas Lönnrot (1802-1884) safnaði og skrifaði einnig að hluta til. Þau eru byggð á þjóð- kvæðum sem gengið höfðu í munnlegri geymd öldum saman en elstu uppskrift- irnar eru frá átjándu öld. Ur þeim og kvæðum sem hann skrifaði sjálfur niður skóp Lönnrot frásagnarþráð sem lýsir valdabaráttu milli Kalevala og Pohja. Kalevala í sinni núverandi mynd varð til smám saman. Fyrsta útgáfan, sem kölluð var Gamla Kalevala, alls 32 kvið- ur, leit dagsins ljós árið 1835, en Nýja Kalevala, 50 kviður, var geflð út 1849 og því fagna Finnar nú 150 ára afmæli kvæðisins í þeirri mynd. Nýja Kalevala mun vera það kvæði finnskt sem lang- oftast hefur verið þýtt - en um síðustu áramót hafði því verið snúið á 46 tung- umál. Upphaflega voru kvæðin í Kalevala sungin eða kveðin. Það var fyrst eftir að þau komu út á prenti að farið var að lesa þau upp. Hugleiðingar um hvernig kvæðin voru sungin leiddu til þess að kvæðin urðu samstundis innblástur í tónsmíðar finnskra tónskálda. Má þar t.d. nefna Jean Sibelius, en sinfóníska ljóðið Kullervo var fyi-sta tónverk hans sem innblásið var af Kalevala. Fljótlega eftir að Kalevala var prent- að fyrst 1835 fóru menn í Finnlandi að hugleiða hvernig mætti myndskreyta það. Haldin var samkeppni en árang- urinn var ekki sem skyldi, menn töldu að í myndunum birtist ekki rétt sýn á Kalevala. I samkeppni um myndskreyt- ingar árið 1891 þótti Akseli Gallen-Kal- lela skara fram úr. Enn þann dag í dag hafa aðalpersónur Kalevala það svipmót semhanngafþeim. FYRIR DAGA KALEVALA Á SÝNINGUNNI Pre Kalevala, sem nú stendur yfir í anddyri Norræna hússins, gefur að líta hugmyndir þriggja finnskra listamanna um veröldina fyrir daga Kalevala. Listamennirnir eru ljós- myndarinn Vertti Terasvuori, búninga- hönnuðurinn Niina Pasanen og stein- og silfursmiðurinn Eero Taskinen. Goðsagnir Kalevala eru kveikjan að sýningunni en listamennimir hafa sökkt sér niður í tímabilið fyrir daga Kalevala, sem þjóðsögurnar ná ekki yfir, en um þá er ekki annað til frásagnar en fáskrúð- ugar fomleifar. Þeir hafa ekki leitast við að ná fram raunsæislegri endurgerð, heldur skapað hinn forna heim með því að lifa sig inn í hann og samsama sig honum. Sýningin Pre Kalevala stendur til 17. nóvember nk. FORNIR SKARTGRIPIR í SÝNINGARSKÁPUM í anddyri Nor- ræna hússins má nú sjá skartgripasýn- inguna Kalevala Koru. Þar em Kalev- ala-smíðisgripir, skartgripir gerðir úr bronsi, silfri eða gulli eftir fornum, fínnskum fyrirmyndum, aðallega frá járnöld og víkingaöld. í flestum mynstrunum gætir áhrifa frá skartgripum sem fundist hafa við fomleifauppgröft. Skartgripirnir em gerðir í samvinnu við fornleifafræðinga og eru þeir ýmist nákvæmar eftirmynd- ir upphaflegra skartgripa eða tilbrigði við þá. í skartgriparöðinni „Alkuaika" (Upphafstíminn), sem smíðuð var í til- efni afmælisárs Kalevala, era m.a. hinar hefðbundnu fmnsku dýramyndir; björn, örn, lax, elgur og ormur. Skartgripasýningin stendur til 19. desember. nýjan hátt, sinn eiginn hátt - ekki þjóðernis- rómantískt eins og áður en meira eftir hugs- unum nútímans, frjálsara á allan hátt. Hún fagnar mjög því skrefi forsvarsmanna Akseli Gallen Kallela safnsins að þeir skyldu velja að setja saman Kalevala-sýningu með nútímalist og ekki eingöngu hinni hefðbundnu. „Það FJÖLBREYTT DAGSKRÁ HELGUÐ KALEVALA í NORRÆNA HÚSINU Listamaðurinn Pekka Kainulainen með tvo af þremur Gedduhausum sínum (1999). HIÐ GAMLA OG NÝJA MÆTIST Finnar halda upp á þaðá þessu ári að 150 ár eru liðin f rá útgáfu söguljóðsins Kalevala 1849. í Norræna húsinu í Re) /kjavíl< : er þessara tímamóta einnig minnst á veglegan hátt undir yfirskriftinni „Kalevda um veröld víða". MARGRÉT SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR ræddi við Riittu Heinamaa, forstjóra Norræna hússins, sem hefuryfirumsjón með dag- skránni , en í dag verður opnuð í sýningarsölum húss- ins sýningin „Lifi Kalevala". SÝNINGIN „Lifi Kalevala" sem opnuð verð- ur í Norræna húsinu í dag er hingað komin frá Akseli Gallen-Kallela safninu í Helsinki, þar sem hún hefur verið fyrir almennings sjónum frá því um miðjan maí allt til loka október. Þá var henni pakkað niður og hún send með flugi til Islands. Hér er þó ekki um farandsýningu að ræða, að sögn Riittu Hei- námaa, forstjóra Norræna hússins. Sýningin rekur slóð sem fom, finnsk-úg- rísk menning hefur skilið eftir sig í nútímalist og sýnir þann finnska arf sem söguljóðið Ka- levala segir frá. Þar má sjá grafík, málverk, höggmyndir, innsetningar, ljósmyndir, myndbönd og íkona. Verk eftir þekktustu nútímalistamenn Finnlands „Þetta em verk eftir þekktustu nútíma- listamenn Finnlands í dag,“ segir Riitta þeg- ar hún leiðir blaðamann um sýningarsalina, þar sem verið er að setja upp verk um tveggja tuga listamanna. Þeir em: Teuri Haarla, Markku Hakuri, Mauno Hartman, Outi Heiskanen, Tapani Hietalahti, AIpo Jaakola, Tapio Junno, Pekka Kainulainen, Jussi Kivi, Ritva Kovalainen & Sanni Seppo, Terro La- aksonen, Pekka Nevalainen, Erkki Pirtola, Osmo Rauhala, Johannes Setálá, Ilkka Ju- hani Takalo-Eskola, Marjatta Tapiola, Hanna Varis, Heikki Virolainen og Hannu Váisánen. Á sýningunni em einnig nokkrar myndskreytingar þjóðernisrómantíska list- málarans Akseli Gallen-Kallela við Kalevala frá því í kringum síðustu aldamót, sem Riittu þykir mjög vænt um að fá að sýna í Norræna húsinu. Að auki era þar nokkrir íkonar frá Kiijálahéruðunum, þar sem rússneska kirkj- an og myndlistarmenning hennar var allsráð- andi. Endurspegla hina sterku náttúruskynjun í kvæðinu í kynningu á sýningunni segir að þar sé „safn verka sem endurspegla hina sérstöku náttúraskynjun í kvæðinu eða meginefni þau sem sýningin gmndvallast á. Þau em frá- sögnin af sköpun heimsins (vatn, fugl, egg, náttúran), Tuonela, seiður, goðsögnin um Sampo og tákngildi hans, og svo lokaþáttur söguljóðsins um sigur kristinnar trúar. Um- fram allt áréttar sýningin kröftuglega hið mikla gildi náttúrannar og þá annars vegar áhyggjur vegna hennar, hins vegar hvernig þjóðin hefur talið hana heilaga.“ Kalevala hafði gífurlega mikil áhrif á þjóð- Heikki Virolainen: (Krossfestur) Váinámöin- en, 1968, málaður viður. emisvitund Finna á síðustu öld, menningu þeirra og listir. Það hefur nú verið í hálfgerðri lægð um nokkurt skeið, að sögn Riittu, og ekki sérstaklega vinsælt meðal yngri kyns- lóða Finna. „En nú er eins og yngri áhorfend- ur og listamennirnir sjálfir hafi fengið nýjan innblástur af Kalevala og farið að túlka það á 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999 I-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.