Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 13
Stekkjarkot í Innri-Njarðvík. Þurrabúðin Stekkjarkot, grunnteikning. 2: göng, 3: útihús til ýmissa nota, 4: eldhús, 5-6: baðstora. STEKKJARKOT Skömmu áður en komið er til Njarðvíkur og Keflavíkur liggur Keflavíkurvegurinn yfir fomar leiðir sem lágu suður með sjó. Þjóð- leiðamót vom við Njarðvíkurfitjar; þar tengdust götur sem lágu til Grindavíkur og Hafna þjóðleiðunumm milli Innnesja og Rosmhvalaness hins forna. Þessi merkilegu þjóðleiðamót við Njarðvfk em grasi gróin og horfin. En skammt frá þeim stendur torf- bær sem lætur þó lítið yfir sér í móanum og eins víst að þeir sem þeysa eftir Keflavíkur- veginum hafi aldrei veitt honum eftirtekt. Þetta er Stekkjarkot. Ástæðan fyrir því að kotið stendur með prýði, og hefur raunar verið gert upp, er sú Njarðvíkurbæ þótti ástæða til að varðveita þurrabúð, en svo vom nefnd hús eða bæir þeirra sem hvorki áttu ær né kýr. Þar bjuggu sjómenn sem rém á vertíðum, leigðu landskika af bændum, stundum með að- gangi að sjó. Þess vegna em engin gripa- hús utan bæjarins í Stekkjarkoti, heldur er þar einungis lítil baðstofa með eldhúsi innst, bæjardyram og göngum í skúrbygg- ingu og einu útihúsi með lægri burst. Þar hefur verið einn fjósbás, geymsla, útieldhús og eitt rúmstæði. Baðstofugaflinn er klæddur með reisifjöl, svo og gaflinn á úti- húsinu. Stekkjarkot var upphaflega byggt 1856- 60 og búið var þar samfleytt til 1887. Þá lagðist. Stekkjarkot í eyði um 30 ára skeið, en var endurreist 1917. Fjómm ámm síðar var það orðið grasbýli, en svo vom nefnd býli á húsmannslóðum, þar sem vom smá- vegis grasnytjar. Ekki hafa þær verið um- talsverðar hér, en örlitill túnbleðill er við kotið og grasnytjunum hefur fylgt sá sólar- geisli að mjólkurkýr hefur komið í kotið og útihúsið þá verið notað sem fjós. Vatn var sótt í bmnn og annað sem fylgdi Stekkjar- koti var bátaskýli og saltbyrgi við Stekkjar- kotsvör. Inn úr bæjardyranum er komið breið göng sem hafa nýzt sem geymsla, m.a. ann- ars fyrir vatnstunnu og áhöld vegna sjó- sóknar. Þaðan er gengið til vinstri inn í eld- hús með kolaeldavél frá síðustu áram búskapar í kotinu og þaðan inn í baðstof- una þar sem fjögur rúmstæði em meðfram veggjum. Undir baðstofugólfinu er kjallari þar sem matur var geymdur, en síðast var búið í Stekkjarkoti 1924. Kotið var ásamt hluta garðsins byggt upp undir stjóm Tryggva Hansen, sem er landskunnur hleðslumaður, en lokið var við garðinn á síðasta ári og er hann mikilfeng- legur. Það verk unnu þeir Jón Sveinsson og Jón Hrólfur Jónsson undir leiðbeiningum og verkstjórn Víglundar Kristjánssonar. Er þarna enn eitt gleðilegt dæmi um að hlaðn- ir garðar sjást nú að nýju í vaxandi mæli og þá ekki sízt vegna þess að ný kynslóð hleðslumanna hefur tileinkað sér gömul og allt að því týnd vinnubrögð við vegghleðsl- ur. JÓLAGARÐURINN VIÐ HRAFNAGIL Ekki er það ný bóla að reynt sé að gera út á jólin og þess er nú ekki langt að bíða að jólakauptíðin hellist yfir landsmenn. Hitt er líklega einsdæmi að gert sé út á jólin allan ársins hring og þá ekki sízt yfir hásumarið. Til þess að finna þann stað verða menn að taka sér ferð á hendur inn í Eyjafjarðar- sveit. Við Hrafnagil má búast við því að ferðamenn reki upp stór augu, enda er leikurinn til þess gerður. Undir brekkurótinni stendur skærrautt hús með hvítum vindskeiðum og þakbrún- um, en þegar bet.ur er að gáð kemur í ljós að það er málaður snjór og grýlukerti. Uppúr þakinu rís myndarlegur reykháfur og þar em einnig ókennilegir hlutir, lík- lega jólapakkar, svo og risastór brjóstsyk- ur. Skammt frá húsinu stendur jólasveinn og starir á dýrðina. Það er þessi rauð- klæddi, ameríski Santaklás sem ekki yrði saknað þó hann hyrfi og væri bæði þjóð- legra og skemmtilegra að sjá Ketkrók og þá bræður í staðinn í fullri iikamsstærð. Þeir eru hinsvegar inni í húsinu í smækkað- ari mynd. Allt kom þetta harla undarlega fyrir sjónir á sólríkum degi í júlímánði þegar blaðamaður Lesbókar var á ferðinni. Ekki var síður undarlegt að gægjast inn úr dyr- unum og sjá allan jólavarninginn. En hver er saga þessa húss og hver fékk slíka við- skiptahugmynd? Hugmyndina á Ragnheiður Hreiðars- dóttir og hún rekur búðina, eða Jóla- garðinn eins og hún heitir, ásamt eigin- manni sínum, Benedikt Grétarssyni. Húsið, 40 fermetrar að grunnfleti, var byggt vorið 1995 og tók þá strax til starfa. Hvort það getur talizt staðarprýði fer ugglaust eftir smekk hvers og eins, en hitt er óhætt að staðfesta, segir Ragnheiður, að þessi rekst- ur hefur gert í blóð sitt og vel það. Jólagarðurinn við Hrafnagil. Hluti þess sem er á boðstólum í Jóla- garðinum er íslenzkur handiðnaður, en líka innfluttur varningur frá Bandaríkjunum, Norðurlöndum og Þýzkalandi. Sunna Björk Hreiðarsdóttir hannaði íslenzku jólasvein- ana sérstaklega fyrir Jólagarðinn og það ótrúlega er, að þessi jólavarningur selst mest yfir hásumarið. Kaupendurnir eru að langstærstum hluta íslendingar, fjöl- skyldufólk á sumarferðalögum. KIÐA- BREKKA Nú þegar Hvalfjarðargöng hafa tekið við megninu af þeirri umferð sem áður var um veginn fyrir Hvalfjörð fara færri framhjá Kiðafelli sem blasir við um leið og komið er inn úr Tíðaskarði. Þegar far- inn er gamli vegurinn framhjá bænuin á Kiðafelli sést í burstabæ undir hlíðinni, sem að nokkru er falinn í skógi. Af gluggastærðinni má þó sjá að þar er ekki upprunalegur bær, enda er þetta sumar- bústaður í burstabæjarstfl. Höfundur hans og eigandi er Björn Sig- urbjörnsson ráðuneytisstjóri í landbúnað- arráðuneyti. Kvaðst hann sjálfur hafa byggt bæinn fyrir 30 árum og hafði sér til hjálpar nær áttræðan mann. Ástæðan fyr- Kiðabrekka í Kjós. ir staðarvalinu er sú að Kiðafell er ættaróðal. Faðir Björns, Sigur- björn kaupmaður í Vísi, var frá Kiðafelli. Þar bjó Þorkell faðir hans og síðan forfeður mann fram af manni. Telja menn að órofa röð sé frá Svartkeli katneska sem nam þar land og gaf írskum þræli sín- um jörðina Utskálahamar. Hjalti bróðir Björns hefur búið á Kiða- felli, en sonur hans, Sigurbjörn Hjaltason er nú tekinn við búi þar. Undir brekkunni þar sem Björn byggði burstabæinn var áður beit.iland og alls enginn skógur var þar þá. Fjórar burstir eru tengdar og mynda sameiginlega sumarbústaðinn, en ein burstin stendur sér og þar er geymsla með torfþaki. Ekki er það eins- dæmi að sumarbústaður sé byggð- ur í burstabæjarstíl, en þegar byggt er undir brekku fer það alltaf vel. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.