Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Page 6
það er hægt að breyta um frásagnaraðferð eftir því hvaða persóna á í hlut. Þannig er að mestu leyti þagað um innra líf Bjarts en fyrst og fremst fylgst með gerðum hans. Aftur á móti er sálarlíf hans túlkað í gegnum kveð- skap hans. Rósu er aðeins einu sinni lýst inn- anfrá, martraðarnóttina þegar hún drepur kindina. Breytt er um tóntegund þegar Nonni litli verður miðpunktur frásagnarinn- ar. Þá er einkum byggt á skynjun hans en minna er lagt upp úr tilfinningum, eins og glöggt kemur fram í kaflanum Vetrarmorg- unn í upphafi annarrar bókar. í lýsingum á Astu er enn skipt um tóntegund. Þar er áherslan lögð á tilfinningalífið, á þær mót- sagnakenndu tilfinningar sem bærast í brjósti þessa barns sem er að breytast í konu, en þekkir engan karlmann nema föður sinn, sem í þokkabót er ekki einu sinni faðir henn- ar. Röddum þessum stjórnar höfundurinn eins og hljómsveitarstjóri hljóðfæraleikurum og ekki má gleyma rödd sögumannsins sem grípur inn í þegar honum sýnist. Tíminn og listin að setja saman Skipulag tímans í skáldsögu er afar mikil- vægur þáttur í samsetningarlist hennar og það getur verið með ýmsu móti. Það sem ein- kennir Sjálfstætt fólk er nokkuð samfelldur tími sem líður þó mishratt. Hins vegar verða þáttaskil milli bókanna fjögurra sem mynda söguna og milli þeirra geta liðið nokkur ár. Þessi skipting undirstrikar merkingu sög- unnar, því hver bók endar á því að Bjartur missir eitthvað. í lok fyrstu bókar missir hann Rósu, þeirrar næstu Finnu, hinnar þriðju Ástu Sóllilju og loks missir hann Sum- arhús. Þannig er hann sífellt að tapa sjálf- stæðisstríði sínu og missir í hvert skipti eitt- hvað sem honum er kært.3 En listin að setja saman felst einnig í því að koma merkingu til skila sem aldrei er orðuð beint. Þetta á einkum við um samband Bjarts og Ástu Sóllilju. Óræðar tilfinningar sem binda þessar tvær persónur saman gefa sög- unni margfalda dýpt og gera hana að meiru en þjóðfélagsádeilu. Asta er dóttir hrepp- stjórasonarins, ekki Bjarts, en hann elskaði Rósu og því var hægt að „narra“ hann til að eiga hana. Hann kvæntist henni án þess að vita að hún væri með barni, en þegar hann gengur Ástu í föðurstað, hefur hann komist að raun um að hún sé ekki dóttir hans. Hann stendur við skuldbindingar sínar og er að því leyti ábyrgari en Rauðsmýrarfólkið. Þessi af- stöðumunur kemur aftur og aftur fram í sög- unni því Rauðsmýrarfólkið vill gjarnan fá Ástu til sín, en getur ekki hugsað sér að gangast við henni. Það getur Bjartur hins vegar og það er ekki laust við að fyrir bragðið finnist honum hann vera nokkuð betri maður en þau, eins og glöggt má sjá í uppgjörinu mikla milli hans og frúarinnar (í 58. kafla), þegar í ljós kemur að Ásta er með bami. Hér nálgumst við hinn margræða kjarna í sambandi þeirra. Tilfinningar Bjarts í garð Ástu eru nátengdar því að hún er einmitt ekki dóttir hans, afkomanda útpískaðra og niðurlægðra vinnumanna langt aftur í ættir, heldur afkvæmi stórbændanna á Rauðsmýri. Með því að taka hana að sér, er hann ekki bara að sýna meiri siðferðisstyrk en þeir, heldur líka að eignast eitthvað sem hann á annars enga hlutdeild í: fegurð og þokka yfir- stéttarinnar. Það er engin tilviljun hversu oft er talað um kubbslegt og samanrekið sköpu- lag Bjarts og hans fólks, og jafnoft um að skýrir og bogadregnir andlitsdrættir og þokkafullt yfirbragð Astu minni á Rauðsmýr- arfólkið. Það er eins og hún hafi meira gildi í augum hans en hans eigið fólk, og kemur það m.a. fram í því að hann reynir að hlífa henni við kulda og vosbúð, en ekki seinni konu sinni. Margt bendir því til þess að tilfinningar Bjarts til Ástu séu samofnar ólíkri stéttar- stöðu þeirra, en þar með er ekki öll sagan sögð. Hún er „lífsblómið" hans. Þegar sjálf- stæðishugsjónin er hrunin í sögulok, verður tryggð hans við Ástu ofaná. Hann fer að sækja hana í kjallaraholuna í kaupstaðnum, þar sem hún hírist með dóttur sinni Björt. Hún hefur hafnað uppruna sínum og vill ekk- ert af Rauðsmýrarfólkinu vita en Bjartur er laus úr viðjum hugsjónarinnar sem hefur stjórnað lífi hans fram að þessu. Samband þeirra er nú hafið yfir þjóðfélagslegar að- stæður. Það er bandalag tveggja frjálsra ein- staklinga sem standa saman andspænis lífinu og dauðanum. Þau eru nú loks orðin „sjálf- stætt fólk“. 1 Bókin er nú komin út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. 2 Guðbergur Bergsson, „Um þýðingar", Tímarit Máls og menningar 5/1983 (bls. 499). 3 Um þetta má lesa nánar í fróðlegri grein Halldórs Guðmundssonar, „Sumarhús, það er heimurinn“, í leikskrá að nýrri sýningu Sjálf- stæðs fólks í Þjóðleikhúsinu (bls. 16). Höfundurinn er dósentvið Hóskóla Islands. LISTAKAUPSTEFNUR ART FORUM Það eru varla meira en fjögur ár síðan Berlín fékk sína listakaupstefnu líkt og aðrar stórborgir í Þýskalandi, og mikill hug- ur í framkvæmdaraðilum að skapa henni nafn og sérstöðu. Allt skal vera best frumlegast og stærst í höfuðborg þjóðarinnar sem f/rr. BRAGIÁS- GEIRSSON var á vett- vangi við foropnun framníngsins 30. október og hermir hér frá. ÞAÐ reyndist nokkrum vandkvæð- um bundið fyrír ókunnugan að ná fram til listakaupstefnunnar á hinu risavaxna kaupstefnusvæði í útjaðri Berlínar, eða, Messeg- elánde, eins og Þýðverjar nefna það. Svæðið er risastórt og ekki auðvelt fyrir ókunna að ná áttum er þangað kemur, eins gott að gaumgæfa allar leiðbein- ingar áður en lagt er af stað. Þannig skyldi skipt um lest á síðasta áfangastað til að koma næst innganginum á kaupstefnuna, en það láð- ist mér. Þrammaði lengi um svæðið án þess að mæta nokkurrí sál, en loks sá ég skilti sem vís- aði á upplýsingar og beindi farartækjum post- ulanna rakleiðis þangað. Geðug og vinsamleg kona greip blað og blýant, teiknaði uppdrátt af svæðinu og vísaði á réttra leið, hefur sennilega ekki verið með öllu ókunn slíkum villuráfandi sauðum. Var enn dijúgur spölur á staðinn en brátt varð ég þó var við fólk sem stefndi sömu leið, en var þó ekki alveg visst um sig, ung og falleg róða spurði mig jafnvel til vegar (!), gat þá veifað uppdrættinum. Innan skamms kom- um við svo auga á múg og margmenni og litum brosandi hvort á annað eins og fólk gerir við slíkar kringumstæður komið í heila höfn. Kannski voru hrakningar mínar óskilgreind smíð forsjónarinnar, því okkur bar einmitt að í þann mund er opnunarhátíðin hófst á slaginu 3, en um þá tímasetningu vissi ég minnst, ei held- ur að hún myndi standa til 9, um kvöldið sem var einmitt hæfileg tímalengd til að fá fullnægj- andi yfirlit yfir framboðið og sparaði mér þann- ig heilan dag. Er inn kom bauðst vegmóðum gönguhrólfi sem öðrum gestum freyðandi öl að vild sem var meira en vel þegið, og eftir að hafa nálgast sýningarskrána og upplýsingar í blaða- mannastúkunni var fljótlega farið að líta í kringum sig. Aðkoman var vissulega öll önnur en á FIAC tíu dögum áður, framkvæmdin sýndist ekki alveg eins mikil um sig eða kannski betur skipulögð, svo þreytan sem gerði fljótt vart við sig í París, lét hér bíða eftir sér. Má einnig vera fyrir þau notalegheit að geta áð reglulega yfir litlu glasi af fríu öli, virt fyrir sér fólkið og hugsað sinn gang. Hér gátu gumar og sírenur hægast tekið forskot á hátíðarhöldin vegna falls múrsins og sameiningar borgarinn- ar tíu árum áður, er hefjast skyldu þrem dögum seinna. Sem á fyrri stefnum var Ijósmyndin í hinni margvíslegustu gerð áberandi, þó ekki alltaf hægt að tala um Ijósmyndir eins og hún kemur okkur fyrir sjónir, heldur ýmis afbrigði hennar, á stundum úr fókus og á plasti. En annars var um fjölþættar útgáfur framsækinna núlista og fjöltækni að ræða og iðulega stutt í öfgamar jafnvel sjónhverfingar. Málverkið ekki með öllu útilokað, en satt að segja var yfirbragð fram- níngins allt annar en í Frans, má álykta að menn séu hér ekki alveg komnir niður á jörð- ina, sem getur hvor tveggja talist styrkur sem Krzyztof Wodiczko, Egide, 1999, fjöltækni - multimedia, 1999 Galerie Gabrielle Maubrie París. L|'ósmynd/Bragi Ásgeirsson Maður hittir allstaðar á þetta kostulega par og gangandi listaverk. Á listasöfnum, sýningum og kaupstefnum, en þarf bara að rekast á það einu sinni svo það verði manni minnisstætt. Hefur vinninginn yfir flest dauð listaverkin á veggjum og gólfi. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 4. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.