Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Page 15
arnar; Berika er með öllu óhuggandi". Fólkið hafði þegar kveðið upp sinn dóm í huganum. En það vildi halda fornar hefðir í heiðri og snéri sér að Kvtisúneli. „Komdu hing- að,“ kallaði það. En hann hreyfði sig ekki úr stað, þar til kallað hafði verið nokkrum sinnum. Um síðir drattaðist hann þó á fætur og skjögr- aði að hópnum, eins og hann væri fótbrotinn. Þeir eldri brostu, þegar þeir sáu tilburðina, en unglingarnir ráku upp skellihlátur. Kvtisúneli stóð frammi fyrir samkundunni, laut höfði og steinþagði. Hann néri pípuna í höndum sér. Föt hans, augnabrúnir og skeggið voru brunnin, öllum til ómældrar skemmtunar. „Þú ert heppinn, að hafa ekki brunnið til kaldra kola, karlinn,“ sagði einhver í glettnis- legum tón. „Nei, hann er ekki sá kjáni að kveikja í sjálf- um sér. Það má sjá það á snjónum, hvemig hann hefur slökkt í sér,“ hrópaði annar. „Guði sé lof, að sveitungi okkar skuh ekki hafa brunnið í hel,“ sagði sá þriðji. „Það hefði verið öllum fyrir bestu, ef ég hefði brunnið inni,“ sagði KvtisúneU. „Það hefði sparað okkur öllum mikil vand- ræði. Nú bið ég ykkur þess, bræður og grann- ar, að þið hugið vel að þessu máU. Ég hef valdið Bútlía miklu tjóni. Ef ég hefði ekki drattast til hans í nótt, hefðu hlaðan og fjósið ekki brunnið. En hann er nú dáUtið samsekur. Það var hann, sem hellti mig fullan í stað þess, að láta mig drattast heim. Og BútUa veit vel, að þetta var óviljaverk en ekki af fjandskap gert. Þúsund sinnum hef ég legið reykjandi í heyi án þess að kveikja í því. Hvers vegna þurftu hlaðan hans og fjósið að brenna? Þar er við örlögin ein að sakast!" Um leið og KvtisúneU tók sér orðið „örlög" í munn, sló þögn á fólkið. Þegar hann varð þess var, óx honum ásmegin, losaði tóbak- spunginn af beltinu og tróð sér í pípuna um leið og hann hélt áfram máU sínu. „Hver hefði átt að bæta fyrir dauða minn, ef ég hefði brunnið inni? Hefðuð þið þá ekki lýst Bútlía sekan fyrir að hella mig fullan? Ég hélt lífi og einnig það er verk örlaganna. Hugið að því“. Fólkið velti nú atburðum næturinnar fyrir sér af hálfu meiri ákafa en áður. Kvtisúneli taldi sér glötun vísa. En þá gerðist nokkuð óvænt. Zúrab, gamall bóndi, hispurslaus og frægur af samviskusemi, blandaði sér í málið. Hann var vanur að segja skoðun sína upp í opið geðið á hverjum sem vera skyldi, - jafnt ungum sem öldnum, enda hafði hann oft verið tekinn í karphúsið, bæði af embættismönnum og grönnum sínum. En ekki raskaði það háttum hans. Sterkur rómur hans, líkastur öskri tígris- dýrs eða eldingu, leysti jafnan allan vanda. Meðan fólkið var niðursokkið i hugsanir sín- ar bar Kvtisúneli eld að pípu sinni og tók að reykja í makindum. Og einmitt þá heyrðist ösk- ur hins gamla tígrísdýrs: „Væri nú ekki ráð að hugsa?,“ þrumaði Zúrab og yggldi hvassar brýmar. „Og um hvað ættum við að hugsa?,“ svaraði hann sjálfum sér. „Ég er ekki blindur og sé vel hvað eldsvoðanum olli“. Hann snéri sér að Kvtisúneli og hélt áfram: „Það sem eld- inum olli er þessi pípa, sem þú sleppir ekki úr kjaftinum á þér, frekar en hundur beini“. Að svo mæltu sló Zúrab staf sínum svo meistaralega í pípuna, að hún kastaðist inn í miðja fólksþvöguna. Kvtisúneli varð svo agn- dofa, að það leið þó nokkur stund, þar til hann áttaði sig áþví, hvað gerst hafði. „Örlög, Örlög! ... Órlögin hafa ekkert með þig og pípuna þína að gera. Hér er minn dómur. Annars ætti ég nú ekki að vera að slá stafnum í pípuna, heldur væri réttara, að láta hann ríða á þér, rakkinn þinn!, sagði Zúrab og horfði gneistandi augum á Kvtisúneli. Brustu nú á mikil óhljóð meðal fólksins. Það óð að pípunni og barði á henni, bæði með hönd- um og fótum. Og allir skellihlógu. Grár og gugginn sagði Kvtisúneli, þá loks hann mátti mæla: „Jerimías, pípan mín“. Og svo orgaði hann á Zúrab: „Verðu hendur þínar skúrkur og gættu tungu þinnar"! Hljóp hann nú til, pípu sinni til bjargar undan pyntingun- um. Én sekur maður bjargar ekki sekri pípu. Og fólkið grandaði henni. 3 Smám saman sljákkaði í fólkinu, enda þótt vandinn væri ekki að fullu leystur. Við það gátu hvorki sá, sem fyrir skaðanum hafði orðið, né samviska fólksins sætt sig. Sú staðreynd, að pípan hafði verið brotin í smátt, mundi hvorki seðja kýrnar hans Bútlía, né heldur reisa hlöðu og fjós. Öllum var ljóst, að nú yrðu menn að láta hendur standa fram úr ermum. Hér þurfti að- eins hvatningarorð og allir mundu hlýða rödd samviskunnar. „Karlar,“ sagði Zúrab, „væri þess nokkur kostur, skyldum við þvinga Kvtisúneli til að bæta Bútlía skaðann, enda er hér óvarkárni hans um að kenna. En þar sem Kvtisúneli er snauður maður, er það skylda okkar að hjálpa bágstöddum granna og meðbróður. Við skulum ekki snúa baki við hefðum og siðum áa okkar, heldur styðja eftir mætti við bakið á þeim, sem í ógæfu hefur ratað. Ég skenki Bútlía eina heysátu ... Komdu þegar þér þóknast og náðu í hana. Og þegar þú byggir nýja hlöðu og fjós, mun sonur minn hjálpa þér um helgar". „Guð blessi þig,“ kallaði fólkið. „Ég legg fram hey ... Ég líka ... Ég líka... Þessi orð lauguðu marga brá fögrum tárum. Auk þess, sem Kvtisúneli gaf Bútlía heysátu, lofaði hann að leggja granna sínum til eyki inn- an tveggja daga, til að bera timbur. Bútlía þakkaði sveitungum sínum. En Kvtisúneli var fjarri því að vera þakktátur, vegna þeirra rauna, sem pípan hafði mátt þola. Sækjandinn og sakborningurinn kysstust og sættust heilum sáttum og þegar fólkið tíndist burt, fóru þeir saman. Skæðar tungur breiddu út þann orðróm, að þá um kvöldið hefðu þeir Kvtisúneli og Bútlía drukkið brennivín úr sömu skál og ekki linnt látum fyrr en drukkið vai- í botn og þeir kumpánar höfðu svarið hvor öðr- um ævarandi bróðemi á nýjan leik. Og sagan segir, að ekki hafi þeir látið undir höfuð leggj- ast að skála í shesnsobari*. (1910) *Shesnsobari er vín, sem Georgíumenn skála í fyrir framliðnum. Um höfundinn og þýðandann í október árið 1992 birtist í Morgun- blaðinu bréf frá ungum Georgíumanni, Grigol Matsjavariani að nafni. Óskaði hann þar eftir því, að komast í samband við íslendinga, enda hafði hann lært ís- lensku við erfið skilyrði og vildi auka þekkingu sína á þeirri tungu. Er ekki að orðlengja það, en bréf þetta skilaði þeim árangri, að Davíð Oddson forsætisráð- herra, bauð Grigol og konu hans, Irmu Odevoladze til Islands. Dvöldu þau hér frá því í ársbyrjun 1993 og fram á vor. Meðan á dvöl þeirra hjóna stóð, varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast þeim. Það varð að samkomulagi með okk- ur Grigol, að ég aðstoðaði hann við is- lenskuþýðingar á georgískum bók- menntaverkum. Því miður er ég ekki sleipari í tungu Georgíumanna en svo, að ég skil ekki einu sinni letrið sem þeir nota. Samvinna okkar Grigols takmarkaðist því við það, að hann grófþýddi yfir á íslensku, en ég slípaði þýðingar hans. Unnum við þannig saman við þýðingu á helgi- sögninni „Píslar- vætti hinnar hei- lögu Sjúsjanikar drottningár“. Sú sögn er frá fimmtu öld og kom íslensk þýðing hennar út á vegum bókaútgáfunnar Fjölva árið 1996. Er það hin vandaðasta útgáfa, fag- urlega myndskreytt af georgískri lista- konu, Dali Mukhadze að nafni. Verður ekki annað sagt, en að sú útgáfa sé Þor- steini Thorarensen bókaútgefanda til sóma. Þegar þau Grigol og Irma snéru heim til Georgíu vorið 1993, var ætlunin að samstarf okkar Grigols héldi áfram. Póst- samgöngur milli landanna voru hins veg- ar það ótryggar, að ekki gat af því orðið. En Grigol hélt áfram að grófþýða geor- gískar bókmenntir yfir á íslensku, enda hugðumst við hittast þegar færi gæfist. Af endurfundum okkar varð þó ekki. Þann 21. mars 1996 lenti Grigol í bflslysi, sem leiddi hann til dauða, aðeins 33 ára að aldri. Þegar Grigol lést, hafði hann grófþýtt nokkrar georgískar smásögur á íslensku. Nokkru eftir lát hans kom ekkja hans, Irma, til Islands, þar sem hún stundar nú íslenskumám við Háskólann. Hafði hún þessi verk Grigols með í farteskinu. Hef ég nú farið yfir nokkrar þessara grófþýð- inga, þ.á.m. þá, sem hér birtist. Höfundur smásögunnar, Vazja Psha- vela fæddist árið 1861. Hann reyndi fyrir sér í guðfræðinámi, líkt og alræmdur landi hans og samtíðarmaður, sem ekki skal nefndur hér, en snéri sér fljótlega að kennaranámi. Eftir að hafa lokið því, var hann um tíma farandkennari, en settist loks að í fæðingarsveit sinni og kenndi þar. Skáldverk sín, sögur, smásögur, ljóð og bamaefni, skrifaði hann á nóttinni. Einnig vann hann mikið við söfnun alþýð- ukveðskapar. Ekki varð Pshavelta frægur af verkum sínum í lifanda lífi, en þeim mun meir þekktur eftir andlátið. Hafa verk hans verið þýdd á margar tungur, m.a. rúss- nesku, ensku, þýsku og frönsku. Hann andaðist í Tbilisi, höfuðborg Georgíu 27. júlí árið 1915. Þýðandi: Grigol Matsjavariani. Yfirferð þýðingar: Pjetur Hafstein Lárusson. SIGRÍÐUR LAUFEY EINARSDÓTTIR TIL EMAAAUS Krossfestur, dáinn, grafínn. Sorgin og depurðin umlykur sál mína svörtu myrkri Gegnum kvölina hljómar mild rödd. - Verðum samferða - Egfínn naglaförin nær hann strýkur tárvotan vanga minn. Hjarta mitt fyllist hvítri birtu ogheitum íognuði. - Ég brosigegnum tárin - Hinn krossfesti upprisni Kristur hafði vitjað mín á örlagastundu. Höfundurinn er guðfræðinemi. Ljóðið er ort út frá frásögn Lúkasar 24.13-35 á kyrrðardögum í Skálholti. ELÍSABET KRISTÍN JÖKULSDÓTTIR SORGARUÓÐ Oglöngu seinna, um vorið, veit ég, að ég er að reyna að láta ástina lækna sorgina. Augun eru að sökkva inn íhöfuðkúpuna af sorg og égþarf að elska meira ogmeira til að sorgin sefíst í brjóstinu. En hún sefast ekki, hún byrjar að vaxa. Sorgin verður ófreskja sem gleypir í sig ástina og ég verð að elska enn meira. Sorgin gleypir allt í sig, sorgin heimtar hugmyndir ogheimtar að égreisi heim úrþessum hugmyndum oggefí migþessum hugmyndum á vald. Eghverfinn íhugmyndáheim sorgarinnar og þegar ég hverf byrjar höllin að lyftast, ber mig alla leið til skýja ogþar situr hún móðir mín og segir: Vertu ekki svona þreytt, reistu höfuðið frá kodda. í hvaða leik ertu núna? Ertu að missa vitið? Bara að éggæti hvílt höfuð mitt við öxl hennar en mamma er hætt að skilja iífíð og þá hætti ég að skilja lífíð. Og þegar ég hætti að skilja lífíð, að lífíð er stundum þreytt ogþarf að hvíla sig, byrjar sorgin að éta það allra heilagasta. Sorgin er búin með allan matinn, sorgin er búin með ástina, sorgin er búin með gleðina, sorgin er búin með sársaukann, sorgin er búin að éta allt upp - geðveikina, sjálfa sig - ogþá byrjar hún að éta Ufið. Hún byrjar að éta það litla sem ég á eftir. Lífíð. BLÁA UÓSIÐ Héðan úr bláa ljósinu get ég sagt þér að ég elska þig. Égspinn þræðina úrljósinu oggeri vefínn og vef mig inn í blátt ljósið. Héðan úr bláa ljósinu, og égferðast eftirþessu bláa ljósi inn írautt, svellandi sár. Þetta er glæsilegur sársauki. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. Ljóðið er úr væntanlegri Ijóðabók sem fær heitið: Mitt drama- tíska hjarta. KRISTINN GISLI MAGNÚSSON TIL FAGN- AÐAR íausturátt bentu þeir óðamála hvort ein stjarna væri þeim viðkomandi: Skærust allra Hvíslandi spurt fóru fjárhh’ðar birtu hennar vísandi leiðarlok- Betlehem í undrun birtunnar litu þeir barn reifað stráum í eigin bh’tu til allra þaðan minnumst við Krists í árþúsundir Höfundurinn er skáld í Reykjavík og fyrr- verandi prentari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. DESEMBER 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.