Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Page 2
2 C LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ / LESBÓK breytninni. Hvert menningarsvæði hefði sitt fram að færa, en tilhneiging stórþjóða til að kúga hinar smærri væri hættuleg. Viðbrögð við slíkri kúgun hafa oft umhverfst í blinda heift. Þetta á við um fleira en þjóðemi. Hugsjónir og fræðilegur skilningur á heiminum hafa á þessari öld runnið saman í lokuð hugmynda- kerfi. Það geta verið trúarkenningar, hug- sjónastefnur eins og sósíalismi og þjóðemis- stefna, eða sú hugmyndafræði frjálshyggju og markaðshyggju sem réttlætir ofbeldi auð- magns. Slíkar stefnur byggja múra utanum eigin hugmyndaheim. Vamarmúrar eins hug- myndakerfis útiloka aðrar hugmyndir og byrgja fyrir gagnkvæman skilning. Barátta hugmyndakerfa felst einkum í því að skil- greina óvini. Það er mesta næring fordóma sem tif er. Nú á dögum eru tilraunir til að fella heim og samfélag í hugtök taldar grunsamlegar, varasamt þykir að halda á loft föstum gifdum. Efasemdir um gildi kenningakerfa hafa þó löngum verið uppi og svipt menn haldreipum, ekki síst eftir að Nietzsche lýsti yfir dauða Guðs. Vera má þó að yngsta afsprengi slíkra efasemda, það víðdeilda Ingjaldsfífl sem kall- ast póstmódemismi, sitji fast í uppgjöf gagn- vart því misræmi veruleika og táknkerfa sem mikil fræðileg umræða hverfíst um nú á dög- um. Sú uppgjöf felst í þenslu tákna og yfir- borðs og um leið vanrækslu þeirrar mannlegu vitundar sem stendur á milli veraleika og tákna. Upplausn sjálfs og sjálfsvera, sem oft er rætt um í þessu sambandi, þarf þó síður en svo að fela í sér þá tómhyggju sem póst- módemistum er jafnan borin á brýn og þeim tekst misvel að sverja af sér. Afmiðjunarhug- mynd póstmódemismans er skyld yfirborðs- leik táknanna, og felur í sér virka uppreisn sem þó er oft fálmkennd og kreppt. I raun er þjóðemisskilningur Stephans afmiðjun, hug- mynd um frjóan mismun þjóða fremur en samsett, pólitísk hugmynd um afmarkað þjóð- erni. Ef til vifl skortir eindregna manngildis- hugmynd í umræðuna um afmiðjun og leik táknanna, í ætt við það þegar Stephan talar í kvæði um „vongróna viðleitni manns“ (And- vökur 1:263). I þeim orðum er athöfnum manna léð merking, hugmynd um hagnaðar- lausa hvöt til skilnings og góðra verka sem hefur gildi í sjálfri sér. Hins vegar neitaði Stephan að ljá einþykkum stefnum forræði yfir hugsun sinni, þótt hann sæi vonameista í einhveijum þeirra hugmynda sem uppi vora hafðar um hans daga, t.d. sósíalisma. Hann sagði t.d. í bréfi frá árinu 1910: „Hvert straumamir stefna vil ég reyna að skilja, og aldrei snupra jafnvel bamshendi í fálmandi framfara-viðleitni, þó ég sjái hve hún seilist skammt." (Bréf ogritgerðir I: 233) Með þessum orðum lítur hann til hinnar fálmandi viðleitni til framfara og skilnings en hafnar hugmyndaofríki. Vera kann að skiln- ingsviðleitnin sé manninum eðlislæg þörf til að byggja upp heildarsýn á tilverana. Slík þörf gerir þó jafnvel bestu sálir að auðveldri bráð tilbúinna, lokaðra lausna, þar sem svörin era múrað inni, án tengsla við síbreytilega framvindu þess lífs sem lifað er. Þótt heilsteyptu sjálfi sé hafnað eða það af- hjúpað sem listræn blekking, útilokar það ekld viðleitni manna til að raða sjálfum sér og heimi sínum saman í nokkum veginn heilleg- ar myndir. Slík viðleitni felur í sér virka þátt- töku. Ekki hefðbundna þátttöku athafna- manna, félagsmálafríka og stjórnmálamanna, heldur er hún grannþáttur í mannlegri tilvist sem leggja þarf rækt við án þess að leiða hana inn fyrir múra hugmyndafræði og kenninga- kerfa. Rússneski heimspekingurinn Mikhail Bakhtin sagði að það væri ólíft í heimi kenn- inganna, rétt í þann mund sem rússneska byltingin var afstaðin. ‘Með því átti hann ekki við að kenningar væra til bölvunar. Þær era að sönnu nauðsynlegar, en mega ekki umlykja líf manna, því þá er því lokið áður en það hefst, liðið fyrirfram. Myndi kenningamar lokaðan heim verður lítið um næringu, eins og varð raunin í Sovétríkjunum. Hugmyndin sem Bakhtin var að viðra var sú að kenningamar næðu aldrei fyllilega utan um framvinduna í mannlegri tilvera, þá margslungnu röð ein- stakra og óendurtakanlegra atburða sem líf manna samanstendur af. Alltaf sé eyða þar á milli. Þetta er sama vandamál og er að baki hugmynd póstmódemista um framsögur, mis- gengið milli skynsemishugmynda og mann- legrar reynslu. Kant samhæfði þetta tvennt með kerfisbundnum hætti en sú samhæfing er síður en svo einhlít, þótt hún teljist til stór- virkja heimspekisögunnar. Eftir daga Kants var hún fyrst teygð og síðan ýmist endurbætt eða hrakin. Bakhtin gekk hins vegar lengra en póst- módemistar því hann kemur manninum fyrir á víglínu misgengisins. Misræmi kenninga og eigin tilvera brennur á og um leið kemst mað- urinn ekki hjá þátttöku í framvindu eigin lífs. Hann verður í senn að reyna og skilja og bregðast við því sem að honum steðjar í fram- 20. öldin vindunni og svara því. Athafnir hans og tján- ing era svör, í og við þeirri stöðugu framvindu sem tilveran er. Svörin fela í sér siðferðislega ábyrgð, sem t.d. felst í ýmsum germönskum málum: „answerability“/ „responsibility", ,/intwortlichkeit“, „ansvarlighed" o.s.frv. Slík orð finnast þó ekki í íslensku. Með svöram sín- um skapar maðurinn um leið sjálfan sig, semur sína eigin sögu, vitandi að í raun er það ekki hægt, „engi maður skapar sig sjálfur,“ sagði Grettir. Svör manna ganga á svig við framvindu veraleikans ef þau hallast of mikið að lokuð- um kenningunum sem aldrei hrökkva til. Stephan G. kallaði það álög „steingerðra orð- taka, sem kallast að vera kenningar" (Bréf og ritgerðir III: 339). Steingerðar hugmyndir loka hugsuninni, útiloka skapandi svör og hindra þá leit sem er nauðsynleg. Menn þurfa að vega og meta leiðarljós sín frekar en gang- ast undir þau. Hann orðar þá hugmynd svo í bréfi frá árinu 1916: „Já, ég vildi sjá samúð, en ekki sundrung milli frjálslyndra manna einhvers staðar í lík- legu aðsigi, svona í vertíðarlokin mín. Þeir sem að ekki geta lagt sjálfan guð í lágina til þess (eins og t.d. ég), ættu að láta sér á sama standa, hvort hann er allra hluta ívera eða allra hluta útklakning, svo lengi hann er ekki misendispersóna, því það er að taka guð sinn niður fyrir sig, og kann aldrei góðri lukku að stýra.“ - (Bréf ogritgerðir 11:108) Enn taka menn hugsjónir sínar og kenning- ar niður fyrir sig. En fleira en steinrani guða og kenninga steðjar að. I bréfi frá írinu 1926 talar Stephan um að hann sé orðinri hjárænu- legur gagnvart djassi (sem hann kallaði „hjass“ í skopi) og öðram nýjungum: „Að vísu veit ég, að allar mannlegar menntir þurfa uppyngingar við, til að verða ekki ellidauðar, og ekki um það að fást, þó mönnum sem mér finnist stundum fyrstu sporin í því furðuleg. En gallinn er, mér finnst, að æskan beri svo ört á, að tízkumar sjálfar visni upp, áður en þær vaxi svo að spor sjáist eftir þær í sandi tímans - verði að útburðum einum.“ (Bréf og ritgerðir III: 342) Enn ber æskan ört á, ekki er víst útburðun- um hafi fækkað til muna. Þrátt fyrir ótal teg- undir frelsis á markaði dagsins í dag er hætt við að síðan á dögum Stephans hafi enn kvamast úr ráðrúmi manna til að hugsa og leyfa nýjum hugmyndum að þroskast svo þær megi setja spor í sandi tímans í stað þess að vera bomar út. Skapandi viðleitni til skilnings og svara tekur sinn tíma. Mönnum era settar skorður sem eru ósýnilegri en fyrr og margar hverjar era sjálfsettar. „Frjáls, ég verð þó víst seint ftjáls af sjálfum mér,“ segir angur- vær heiðadraugur í ágætri skáldsögu eftir Þorstein frá Hamri. zAreitinn hraði og ekki síður ógagnsætt, flókið og fjarlægt gangverk kerfis og tækni sem umlykur tilvera okkar setja skorður og lokka menn inn í hringiðu sem takmarkar ráðrúm til að reyna að skilja rætur óreiðunnar og sársaukans sem óhjá- kvæmilega fylgja lífinu sjálfu. Það er alltaf erfitt og kannski óhugsandi að smíða sér heil- steypta sjálfsmynd og heimsmynd til einka- nota, en viðleitnin til þess er lífsnauðsyn. Vitram mönnum hefur þótt Stephan G. heilsteyptur í lífi og hugsun. Jafnvel Sigurður Nordal sagðist ekki finna galla hjá mannin- um, kvaðst hafa „gefizt upp fyrir honum, setzt við fótskör hans.“ :lEn þótt heilsteypt ásýnd sé algengust í verkum Stephans við fyrstu sýn, er ljóst að umróti tímans þyrmdi yfir hann: Og lífsins kvöð og kjarni erþaðað Iíða ogkenna til í stormum sinna tíða. Ég sit hér fangi flúinn svefni af, mér fmnst að nóttin kalli mig til vitna: hve andi tímans brýzt við hugans haf, uns hofín stranda og ríkisfestar slitna, á óp og stunur margra hjartna hlýða í hljómi brimsins gegnum rökkur tíða. (Andvökur I: 323-24) Honum tókst að takast á við stormana af einurð vegna þess að hann glímdi við heiminn og kenningamar með opnum huga og gagn- rýnum. Stormar og myrkur tímans era söm og iyrr, hjörtun æpa enn og stynja. Ef til vill skortir meira en nokkra sinni ráðrúm fyrir við- leitni til virkrar þekkingarleitar og sjálfssköp- unar, til að geta svarað fyrir sig. Kvöðin og kjarainn, að líða og kenna til, er kvöð til að hugsa og svara umbrotum tímans. Slík mann- gildishugmynd getur andæft þeirri trénun hugmynda sem leiða til ofbeldis, svo litið sé til spádóms Stephans sem vitnað var til í upphafi. Tilvísanir: ------------------------- 1. Mikhail Bakhtin, Toward a Philosophy of the act. Austin 1993:8-9. 2. Möttull konúngur og Caterpillar 1974:60. 3. Stephan G. Stephansson. Maðurinn og skáldið. Ritverk. Mannlýsingar II: 185. • Höfundur er bókmenntafrœðingur. Hin stutta 20. öld BÆKUR Sagnfræði ÖLD ÖFGANNA Saga heimsins á 20. öld eftir Eric Hobsbawm. Þýðing. Árni Óskarsson. Mál og menning 1999. 660 bis. Leiðb. verð: 5.980 kr. • • LD öfganna er fjórði þáttur í þríleik. Hinar bækurnar í þríleiknum, Öld umbyltingar (The Age of Revolution), Öld auðmagnsins (The Age of Capital) og Öld heims- veldanna (The Age of Empiré), hafa ekki komið út á íslensku. Þær fjalla um það sem Hobs- bawm kallar „hina löngu 19. öld“, tímabilið 1789-1914. Öld öfganna fjallar hins vegar um „hina stuttu 20. öld“, æviskeið höfundarins sjálfs. Eric Hobsbawm fæddist í Alexandríu 1917, en eyddi æskuáram sínum í Austurríki, Þýskalandi og Englandi. Hann er samtímamaður hinnar skömmu 20. aldar og kynntist ýmsum hræringum hennar af eigin, t.d. kreppuáranum í Þýskalandi og stríðsáranum í Englandi. Sem sagnfræðingur hefur Hobs- bawm hins vegar einkum ritað um félags- og hagsögu 17. og 18. aldar. Hann var í hópi þeirra sagnfræðinga sem einna mest rituðu í hið kunna sagnfræðitímarit Past & Present, en marxistar og ýmsir aðrir nýjungamenn þess tima helguðu því krafta sína. Sjálfur hefur Hobsbawm sótt innblástur til Karls Marx, en var þó ekki kreddufastari en svo að verk hans vora ekki gefin út í Sovétríkjunum. Hobsbawm kenndi við Birkbeck College í London fram að sjötugu, en í elli sinni hóf hann að kenna við New School of Social Res- earch í New York og eftir því sem ég veit best gerir hann það enn. nda þótt Hobsbawm sé kunnur sagn- fræðingur á sínu sviði era það þó ekki fræðiritgerðir hans sem hafa vakið at- hygli almennings heldur þau yfirlitsrit sem nefnd vora í upphafi. Er sú frægð verð- skulduð því að Hobsbawm nálgast yfirlitsrit- un með öðrum hætti en algengt er meðal sagnfræðinga. Að jafnaði sérhæfa yfirlitsrit um tiltekið tímabil sig á frekar þröngu sviði, rekja t.d. sögu stjórnmála og efnahagsmála en sleppa ýmsu öðra sem heyrir til mannlegra athafna. Rit sem era ítarlegri era gjaman eins konar ritsafn sem er skipt upp á milli sérfræðinga á tilteknum sviðum. Hobsbawm fór hins vegar aðra leið. Hann skrifar það sem í upphafi aldarinnar var kallað „histoire totale“, reynir að fjalla um sem flesta þætti mannlegs lífs og fella þá inn í ákveðið heildar- samhengi. T.d. er umfjöllun um listir ofin inn í kafla um samfélagsþróun. Á sama hátt leitast hann við að fjalla um lönd utan Evrópu í efn- islegum tengslum við hag-, þjóðfélags- og stjómmálaþróun í Norðurálfunni. Yfirhtsrit era gjarnan íhaldssöm í eðli sínu, höfundar þeirra draga það saman sem áður hefur verið rannsakað, en eru ekki að segja neitt nýtt. Rit Hobsbawms era undantekning frá þessu. Þrátt fyrir þetta fjallar hann um flest það sem lesendur búast við því að finna í yfirlitsrit- um, þjóðfélags- og hagsaga era í íyrirrúmi og áhersla er lögð á stéttahugtakið. Þá mætti hugsa sér að ýmsir aðrir sagnfræðingar myndu fjalla meira um lönd utan Evrópu en Hobsbawm gerir. Þó er greinilegt að hann fylgist vel með sagnfræðilegri umræðu og leit- ar óvenju víða fanga, t.d. í sagnfræði frá þró- unarlöndunum. Hann vitnar í rit á sex helstu tungum Vestur-Evrópu og úr ýmsum áttum. Val staðreynda kemur oft á óvart, Hobsbawm skrifar ekki eintómar klisjur. Hitt er annað mál að sökum þeirrar hylli sem bækur Hobs- bawms hafa notið er hætt við að ýmis efnistök í þeim verði að klisjum, því að þær hafa haft mikil áhrif á það hvemig bæði sagnfræðingar og leikmenn horfa á. En þar er ekki við Hobs- bawm að sakast. Þrátt fyrir skýr markmið og heildarsýn heldur hann fræðilegri fjarlægð á viðfangsefnið og forðast ekki staðreyndir sem ekki falla að kenningum. Eins og í fyrri bókum sínum reynir Hobs- bawm að finna megindrætti („hinar stóra lín- ur“) í þróun samfélagsins og er býsna glögg- skyggn á þá. Hann bendir t.d. á að meira sé líkt en ólíkt í þjóðfélagsþróun í ríkjum sem skipuðu sér í andstæðar fylkingar í kalda stríðinu. Nývæðing samfélagsins og fólks- flutningar úr sveitum í borgir einkenna sögu 20. aldar í öllum heimum. Hobsbawm er hins vegar ekki síður lagið að draga fram hið ein- staka sem mótvægi við almenna. Hann notar gjarnan beinar tilvitnanir sem einkunnarorð kafla (oft fleiri en eina) og velur þær af kost- gæfni. Má benda á upphaf 1., 12., eða 18. kafla sem dæmi. Þrískipting „hinnar löngu 19. aldar“ virðist mótuð af marx- isma og framfaratrú. „Öld öfganna" gengur hins vegar í sveiflum. Hún er þó einnig þrí- skipt, í „hörmungaskeiðið" (The Age of Catastrophe), gullöldina („The Golden Age“) og skriðuna („The Landslide“). Hagvaxtar- skeið síðari ára vantar í ritið, sem er samið 1994. Mun ein- hverjum finnast framtíðarsýn hans dökk, en kannski er full ástæða til að gleyma sér ekki í þeim veltiáram sem nú standa yfir. Einna mest nýjung felst í því að kenna tímabilið 1947-1973 við „gullöldin“ en um leið birtist þar sjónarhorn Evrópumannsins. Hugtakið varð til á 8. áratugnum, þ.e. þegar gullöldin var að renna sitt skeið á enda. Fyrir Banda- ríkjamenn var hún bara framhald á „amer- ísku öldinni". Hún einkenndi iðnríki hins kap- ítalska heims meira en aðra heimshluta, en hagur austurblokkarinnar fór einnig batn- andi. Áhyggjur af umhverfisspjöllum urðu ekki almennar fyrr en á þriðja tímabili aldar- innar. Hugtakið „skriðan" vísar einkum til efnahagshrans í Austur-Evrópu, en einnig til almenns kreppuskeiðs á Vesturlöndum og erfiðleika í efnahag og stjórnmálum þróunar- landa. Hobsbawm gerir lítið úr uppgangi Austur-Asíuríkja og bendir á smæð þeirra sem einkum hafa notið hans. ð sumu leyti er Öld öfganna ólík fyrri yfirlitsbókum Hobsbawms. Að sumu leyti er ritið sagnarit, því að höfundur er að gera upp eigin samtíma og að hluta til eigið líf, en þó eigi að síður á grund- velli sagnfræðilegra vinnubragða. Öðru hvora nýtir hann sér endurminningar sínar til að gefa efninu persónulegan blæ, en í sjálfu sér er það ekki frábragðið öðrum til- raunum hans til að flétta saman hið einstaka og almenna. Hobsbawm hefur aldrei dregið dul á að hann nálgast efnið sem áhugamaður um félagslegt réttlæti og kjör lítilmagnans og þeir sem era að leita að lofsöngvum um „hinn frjálsa markað“ finna þá ekki í þessu riti. Þá er greinilegt að höfundur hefur takmarkaða samúð með talsmönnum pólitískrar þjóðern- ishyggju. Ef litið er á bókina sem sagnarit hefur hún þann kost að vera samin frá sjónarhóli þess sem tapaði. T.d. telur Hobsbawm kröfuna um félagslegt réttlæti hafa beðið hnekki við fall Sovétríkjanna. Bestu sagnarit að fornu og nýju hafa gjarnan verið rituð af þeim sem á einhvern hátt urðu undir. Verk þeirra fá meiri dýpt við að þeir þurfa að útskýra hvers vegna þróunin varð önnur en sú sem þeir vonuðust eftir. Þeir geta ekki gengið út frá því að allt sé óhjákvæmileg þróun eða framfarir. Hug- myndir Hobsbawms hafa verið í stöðugri end- urskoðun síðan hann gerðist kommúnisti á yngri áram og hann er ekki enn farinn að staðna. En þrátt fyrir persónulega nálgun er Hobsbawm ekki að skrifa sem „vitni“ og sagnfræðingurinn ræður jafnan ferðinni. Fagna ber því að jafn merk bók og Öld öfganna hafi verið íslenskuð. Ekki er létt verk að umrita enskan fræðitexta á íslensku, en það hefur þó tekist að mestu leyti. Ein- staka smáatriði mætti gagnrýna, en það verður ekki gert hér. Öld öfganna er góð bók og gagnleg fyrir suma. Sverrir Jakobsson • Höfundur er sagnfræðingur. Eric Hobsbawm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.