Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ / LESBÓK Rómantikin LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 C 3 ímyndunar- krafturinn er frjáls Bjami Thorarensen Tómas Sœmundsson Jónas Hallgrímsson eftir ÞORI ÓSKARSSON UNDIR lok 18. aldar og í byrjun hinnar 19. urðu svo gagngerar breytingar á viðhorfum Evrópu- manna til skáldskapar og fagur- fræði að tala má um eiginlega bylt- ingu. Öldum saman hafði skáldskapur verið talinn ein grein mælskufræði, íþrótt sem mætti læra með ástundun, en nú óx þeirri skoðun fylgi að hann væri sérstök náðargáfa skáldanna. Meginmarkmið þeirra var því ekki lengur að fullkomna gamalkunnar bók- menntagreinar, heldur að tjá einstæðar til- finningar og frumlegar hugsýnir. Þessi afstaða varð til þess að þoka til hliðar aldagömlum hugmyndum um sígildan og sammannlegan skáldskap, en ryðja þeirri skoðun braut að sérhvert verk stæði í órofa tengslum við samtíma sinn og umhverfi. Jafnframt gjörbreyttust viðhorf fólks til list- rænna dóma. Nú fullyrtu menn að bók- menntasmekkurinn ætti hvorki að grundvall- ast á algildri hefð né lærdómi, heldur á skáld- skap snillinganna hverju sinni. Það ei'u þeir sem setja listinni reglur, skrifaði þýski heim- spekingurinn Kant. essi listræna afstæðishyggja, sem oft er kennd við rómantík, náði einnig til Islands, þó vart fyrr en komið var fram á fyrstu áratugi 19. aldar. Hennar gætir t.d. víða í per- sónulegum bréfum Bjarna Thoi’arensens sem augljóslega hafði allt aðra sýn til bókmennta og annarra lista en flesth' íslenskir samtíma- menn hans. Að hans dómi voru þeir mennta- menn sem mótuðu stefnu íslensks skáldskap- ar fastir í löngu úreltri venju: „hlálegt er að hlutaðeigendur hér ekkert Begreb hafa um Skáldskaparins Veru og Eðli og alls ekki hafa þai-í framgengið með Tíðinni“ (Ljóðmæli II, 322). Sama máli gegndi um höfundana sjálfa. Ýmist legðu þeir stund á jarðbundnar og óskáldlegar fræðslubókmenntir eða hefð- bundinn rímnakveðskap sem einkenndist í þokkabót af lágkúru og smekkleysu. Margir þeirra væru að vísu ágætir versasmiðir, en eiginleg skáld væru þeir ekki. Sjálfur hefur Bjarni Thorarensen oft verið talinn upphafsmaður rómantísks skáldskapar í íslenskum bókmenntum, og víst er að sumir af yngri samtímamönnum hans litu til hans sem snillings og fyrirmyndar annarra skálda. Árið 1846 líkti Grímur Thomsen honum við mann sem heldur á ljósi í myrkri og lýsir öðr- um leið, og fullyrti að hann væri „einn þeirra risa í ríki skáldlistarinnar, sem ekki er til neins fyrir smásmyglislega fagurfræði að setja reglur: þeir höggva af sér öll bönd. Með ofurmagni afburðamannsins gera þeir jafnvel sérhvert reglubrot að fegurð og frumleika" (Andvnri 1948, 84). Grímur dró ekki dul á að oft væri þetta á kostnað þeirrar rökvísi, heildar og formfágunar sem einkenndi klass- ískan skáldskap, - og „miðlungsskáldin" yrðu jafnan að taka tillit til vildu þau ekki vekja óbeit lesenda. Bjarni væri hins vegar skáld óhefts hugarflugs og tilfinningadýptar, og út frá þeim forsendum bæri að meta skáldskap hans. Kvæði Bjarna hafa væntanlega ekki heldur talist raunsæ eða hagnýt þegar þau voru skoðuð með íslenskum búmannsaugum, enda gaf skáldið ímyndunaraílinu gjarnan lausan tauminn og skeiðaði út fyi'ir troðnar þjóð- brauth' og grónar grundir, á slóðir sem flest- um samtímamönnum hans stóð stuggur af. Þaðan andaði bæði óhugnaði og nákulda, og fegurðin var jafnan með annarlegu svipmóti, fremur stórbrotin og ógnvekjandi en smá- gerð og blíð. Bjarni hélt því enda fram að mat á listrænni fegurð ætti ekki að byggja á hag- nýtum skynsemissjónarmiðum. „Það er ekki ætíð æsthetisk ljótt, sem getur gjört skaða - sjórinn hefir mörgum sálgað og er þó hátign- arleg höfuðskepna, eins og skruggur og eld- ingar“, sagði hann (Ljóðmæli II, 127). Athyglisvert er að íslensk skáld 19. aldar virðast einkum hafa hrifist að rómantískum kveðskap Bjarna á æskuárum sínum. Þessi listastefna hefur líka iðulega verið tengd menningu æskunnar, t.d. hefur verið bent á náinn skyldleika hennar við hippamenningu og rokktónlist 20. aldar. Meðal ungskálda sem fóru afar lofsamlegum orðum um Bjarna í skrifum sínum frá 5. áratug 19. aldar má nefna þá Grím Thomsen, Steingrím Thor- steinsson og Gísla Brynjúlfsson. Gísli gekk svo langt að segja Bjarna mesta skáld í heimi, „því hið góða eftir hann er stórkost- legra en nokkuð annað, og að enu lakara gef eg ei gaum“. Þau orð sýna vel hve hrifningin á hinu einstaka verki vó þungt þegar bók- menntir voru metnar. Vegna eins snjalls pennastriks fyrirgáfust margar syndir: „Hví- líkt botnlaust djúp er ei slík sál! Eg verð vit- laus, ef eg hugsa lengur um endaleysi henn- ar“, andvarpaði Gísli við tilhugsunina (Dag- bók, 96-7). Þeh' Grímur og Steingrímur rökstuddu hins vegar álit sitt á Bjarna með því að benda á það hve vel skáldskapur hans samþýddist íslensku þjóðerni. Að því leyti bæri hann t.d. fullkomlega af skáldskap Jónasar Hallgríms- sonar. Það mat er í góðu samræmi við þá út- breiddu skoðun 19. aldar manna að skáld- skapur eigi að bera ótvíræð þjóðareinkenni en ekki vera sviplaus eftirlíking alþjóðlegra bókmennta. Það eitt sker úr um hvort ritverk verðskulda heitið „bókmenntir", sagði Grím- ur Thomsen eitt sinn (Islenskar bókmenntir, 53). Eftir því sem árum þeirra Gríms Thom- sens og Steingríms Thorsteinssonar fjölgaði og mesta æskufjörið þvarr hneigðust þeir hins vegar æ meir að þeim hugmyndum sem Jónas Hallgrímsson og félagar hans um Fjölni héldu fram, en þær höfðu yfir sér mun hófsamari blæ en sjónarmið Bjarna. Hér má greina augljós áhrif frá þýsku skáldunum Goethe og Schiller sem hófu klassíska fagur- fræði til vegs og virðingar og lögðu mun meiri áherslu á formfegurð, samræmi og fág- un en þeir höfundar sem töldust til eiginlegra rómantíkera. Vegna þessa hafa sumir ís- lenskir fræðimenn líka kennt skáldskapar- fræði Jónasar við klassisisma, og margir hafa beinlínis dregið í efa tengsl hans við evrópska rómantík. Ef til vill fer þó best á því að líta á fagur- fræði Fjölnismanna sem sams konar viðleitni til að miðla málum milli klassískra og róman- tíski’a hugmynda og einkenndi drjúgan hluta evrópskra bókmennta þriðja og fjórða ára- tugarins. Stundum hefur verið sagt að skáld þessa tímabils hafi verið klassísk í viðhorfi sínu til forms og stíls en rómantísk í hugsun og sýn til veruleikans. Listræn róttækni Fjölnismanna verður þó ekki dregin í efa. Tómas Sæ- mundsson sló því t.d. fram í Ferðabók sinni, sem skrifuð var á árunum 1834- 35, að raunverulegir snilldarmenn væru alls óþekktir á Islandi: „hafa menn slíka hjá oss varla heyrt á nafn nefnda“ (329). I vit- und hans var hefðbundin íslensk list eins konar íþrótt eða handverk; unnin af hugsun- arlitlum vana og mótuð af notagildi verksins í daglegri önn eða þeim tilgangi að fræða, gleðja og hrífa almenning. Líkt og Kant lagði Tómas hins vegar höfuðáherslu á andagift snilldannannsins, að öll eiginleg list væri „sjálfráður leikur ímyndunai’kraftarins, hún er frjáls, fylgir þeim lögum sem hún sjálf gef- ur“ (333). Ef til vill eru þessi orð fyrsta yfirlýsing ís- lendings um að listin eigi að vera sjálfri sér nóg. Hún eigi ekki að þjóna öðrum tilgangi en þeim sem hún sjálf ákvarðar, og á sama hátt eigi mat okkar á henni að grundvallast á hennar eigin ágæti. Hún „þóknast alleina sjálfrar sín vegna, hún hefir verð í sjálfri sér“ (333). Andstætt upplýsingarmönnum lagði Tómas einnig áherslu á að það væri grund- vallarmunur á skáldskap og fræðslubók- menntum, svo sem heimspeki: „Skáldskapur- inn er hjartans mál. Það er fullt af tilfinnun- um, oft óljóst. Sá sem fer að verða heimspek- ingur hættir að vera skáld. Hann vill vita grundvöll fyrir öllu og talar aldrei eftir tóm- um innblæstri“ (139). I þessum orðum birtast rómantísk skáld- skaparfræði aldarinnar í öllu sínu veldi, og það er óneitanlega langur vegur frá þeim til þeii'ra ummæla 18. aldar mannsins Eggerts Ólafssonar að skáld og mælskumenn hafi í raun og veru eitt og sama markmið, að vinna lesendur á sitt mál: „Skáldskaparkonstin er ei annað enn sú efsta trappa mælskukonstar- innar, og tilgángr og nytsemi skálda og mælindismanna á að vera allr hinn sami, sem sé: að hræra mannlig hjörtu og draga þau til samsýnis sér“ (Kvæði, 2). Af skrifum Egg- erts má einnig ráða að hann hefur metið ágæti skáldverka í ljósi þess hversu dyggi- lega þau fylgdu reglum mælskufræðinnar og hvort þau náðu eyrum lesendanna. Þó að Tómas Sæmundsson liti svo á að listin hlýddi þeim lögum sem hún sjálf setur var hann einnig undir áhrifum þeirrar ný- klassísku fagurfræði sem runnin var frá Goethe og Schiller og átti marga fulltrúa í norrænum bókmenntum samtímans. Að hans áliti skipti formsköpunin eða efnismeð- ferðin sem slík því miklu máli. Það er ekki sama hvernig maður vinnur hlutina, sagði hann, hvorki þá sem eiga að stuðla að list- rænni nautn né hina sem hafðir eru til hversdagslegra nota: „Sé hin útvortis lögun ekki samkvæm fegurðarinnar kröfum, getur maður ei verið ánægður jafnvel með hið nyt- samligasta, hið bezta verk“ (331). Þetta vita allar siðaðar þjóðir, hélt hann áfram, og því leggja þær jafnan mikla rækt við listræna sköpun. Sem bh'tingarform „hugsjónligrar fegurðarmyndar" hefur listin nefnilega aug- ljóst uppeldis- og notagildi: „við hennar hlið getur enginn rustaskapur og hráleikur lengi staðizt". Eitt augljósasta markmið Tómasar og félaga hans um tímaritið Fjölni var einmitt fagurfræðilegt uppeldi íslensku þjóðarinnar, „að vekja fegurðartilfinníng- una, sem sumum þykir vera heldur dauf hjá okkur Íslendíngum“ (1,12). Víða í Fjölni var farið afar hörðum orðum um fegurðarskyn íslendinga og dóma þeirra um bókmenntir. í fyrsta árgangi var t.d. birt ritgerð eftir danska guðfræðinginn Ludvig Chr. Múller, þar sem m.a. var sagt: „Það sem er skjaldgæfast á íslandi er fegurðartil- finníng og skáld-andi. Vísur þeirra eru dýrt kveðnar, og með mikilli kunnáttu, enn öldúngis andalausar" (I, 37). Á öðrum stað komust útgefendur sjálfir svo að orði: „menn eru ekkji nógu rúmskjignir í skáldskap, og miða dóma sína í þessu efni við rímur, og annan leírburð, sem búinn er að aflaga til- finníngar þeirra og álit á eðli hins rjetta skáldskapar" (IV, 9). Hér sem víða sést að útgefendur Fjölnis hafa talið hefðbundinn íslenskan skáldskap til lítillar eftirbreytni, og ljóst er að þeir sóttu fyrirmyndir sínar mjög til erlendra samtíma- bókmennta. SjálfLr töldu þeir sig líka bera þó nokkurt skynbragð á það í hverju fegurð og snilld alls skáldskapar væri fólgin, og þeir hikuðu hvorki við að fræða menn né segja þeim til syndanna. Þekktasta dæmi slíks er ritdómur Jónasar Hallgrímssonar um rímna- kveðskap Sigurðar Breiðfjörðs, en þar stað- hæfði Jónas m.a. að rímnaskáldskapurinn hefði stuðlað að því að „eiða og spilla til- finníngunni á því, sem fagurt er og skáldlegt og sómh' sjer vel í góðum kveðskap“ (III, 18). Því skyldi þessi skáldskapur upprættur með öllu. Gagnrýni Jónasar gi-undvallaðist í stórum dráttum á þeim atriðum sem Tómas Sæ- mundsson hafði rætt um í Ferðabók sinni. Hann lagði áherslu bæði á sjálfstæði skáld- skaparins gagnvart hugsanlegum fyrirmynd- um, hvort heldur sögunni sem ort var út af eða bókmenntahefðinni sem slíkri, og mikil- vægi þess að skáldið notaði ímyndunaraflið við að gæða yrkisefnið skáldlegum eiginleik- um. En um leið gerði hann kröfu um að form- gerð skáldskaparins væri fullkomin, að málið væri í senn skýrt, merkingarfullt og fagurt og félli vel að hugmyndunum sem ort er um. Eins og Svava Jakobsdóttir bendir á í nýju greinasafni sínu, Skyggnst á bak við ský, má færa að því gild rök að mörgum kvæða Jónasar' sé „gagngert ætlað það hlutverk að vera skáldskaparfræði fyrir nýjan tíma“ (9). Þetta á ekki síst við um kvæðið „Móðurást“, sem ásamt nokki'um skýringarorðum Jónas- ar var eins konar svar við þýddu kvæði eftir Árna Helgason stiftprófast, viðleitni til að benda á hvernig þýðandinn hefði átt að með- höndla efnivið sinn og hvað hann hefði átt að forðast, svo að hann styggði ekki fegurðartil- finningu lesendanna. í kvæði sínu sneiddi Jónas algerlega hjá þeim atriðum í þýðingu Árna sem honum þótti til lýta, einkum þeim sem honum fannst draga úr mannlegri tign og fegurð förukonunnar sem ort var um, en bætti við mörgum nýjum og skáldlegri. Jafn- framt valdi Jónas kvæðinu nýjan bragarhátt, sem hann þekkti reyndar bæði frá þýska skáldinu Schiller og Bjama Thorarensen. Hér var því lögð megináhersla á að skapa fullkomið verk, en algjörlega horft framhjá því hvort það samrýmdist veruleikanum eða þeim frumtexta sem það byggði á. Listin skyldi vera frjáls. Ekki verður sagt að skáldskaparhugmynd- h' Jónasar Hallgrímssonai' hafi átt upp á pall- borð allra lesenda Fjölnis, enda einkenndist málflutningur hans bæði af óbilgirni og dóm- hörku. Ýmsir risu því til andófs. Þar á meðal var fyrrum kennari Jónasar frá Bessastöðum, Björn Gunnlaugsson, sem komst m.a. svo að orði í óprentaðri ritgerð um kvæði og skrif Jónasar: „Hér frádæmir hann öllum þeim alla fegurðartilfinníngu sem ekki hafa hana uppá sama máta sem hann; hann álítur sína fegurð- artilfinníngu fyrir þá einu réttu.“ Sjálfur taldi Björn að skáld ættu að ástunda sannleikann, því hann „fær ætíð betur á mann heldur en hitt sem maður veit að er Diktur". I framhaldi af því gagnrýndi hann Jónas bæði fyrir að hafa dregið kraft úr hinni upphaflegu sögu með efnisbreytingum sínum og fyrir að þykja svo mikil skömm að fátæktinni að hann þyldi ekki að um hana sé talað í skáldskap. Trúlega hafa margir þætth' í röksemda- færslu Björns höfðað meh’ til íslensks al- mennings en hugmyndir Fjölnismanna um eðli og einkenni góðs skáldskapar. Skáld- skaparfræði þeii-ra varð hins vegar með tím- anum megingrundvöllur Islendinga fyrir fag- urfræðilega dóma sína, og það má færa að því góð og gild rök að hún lifi enn góðu lífi í ís- lenskri menningu. Að þvl leyti má segja að 19. öldin sé upphafsskeið íslenskra nútíma- bókmennta. Rit sem vitnað er í: Bjarni Thorarensen. Ljóðmæli I-II. Kaupmanna- höfn 1935. Björn Gunnlaugsson. „Um Grickinn íFjölni", Lbs. 2009, 4to. Eggert Ólafsson. Kvæði. Kaupmannahöfn 1832. Fjölnir I-IX. Kaupmannahöfn 1835-1847. Gísli Brynjúlfsson. DagbókíHöfn. Reykjavík 1952. Grímur Thomsen. „Um Bjarna Thorarensen“, And- vari 1948. Grímur Thomsen. Islenzkar bókmenntir og heims- skoðun. Reykjavík 1975. Svava Jakobsdóttir. Skyggnst á bak við ský. Reykjavik 1999. Tómas Sæmundsson. Ferðabók. Reykjavík 1947. • Höfundur er bókmenntafrœðingur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.