Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ / LESBÓK 6 C LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Rómantikin „Þá hefur umrœða um samband manns og náttúru og þá sérstaklega um gildi náttúrunnar fyrir þjóðar-ídentítet verið sérstaklega fyrirferðarmikið nú á allra síðustu tímum - og reyndar snýst eitt helsta deilumál íslensks samtíma einmitt um það,“ segir Soffía Auður meðal annars um ástœður þess að áhugi virðist mikill á rómantík í lok aldar. Rómantíkin liggur í loftinu... eftir SOFFÍU AUÐI BIRGISDOTTUR ... eða svo mætti að minnsta kosti álykta þeg- ar litið er á úrval nýútkominna íslenskra bóka. Hér er þó ekki átt við úrval nýrra ást- arsagna, þótt orðið „rómantík" tengist nú til dags í margra hugum einmitt efni slíkra af- þreyingarsagna og kalli fram myndir af föl- leitum konum, draumaprinsum, kertaljósum, kastalarústum og dulúðugu tunglskini. Held- ur er verið að vísa til íslenskrar fræðibókaút- gáfu, sem góðu heilli vex fiskur um hrygg með hverju árinu sem líður. Á hinu íslenska fræðibókasviði í ár má telja fjórar bækur sem fjalla svo til alfarið um það skeið í íslenskri bókmenntasögu sem kennt er við rómantík og átti sitt blómaskeið á fyrri hluta nítjándu aldar. Hér er um að ræða bækurnar Arfur og umbylting eftir Svein Yngva Egilsson, Nú heilsar þér á Hafnarslóð, eftir Aðalgeir Krist- jánsson, Jónas Hallgrímsson. Ævisaga eftir Pál Valsson og ritgerðasafnið Skyggnst á bak við ský eftir Svövu Jakobsdóttur, sem hefur að geyma þrjár ritgerðir um skáldskap Jónasar Hallgrímssonar auk einnar sem fjall- ar um 104.-110. erindi Hávamála. Þá má einnig geta nýútkomins greinasafns Dagnýj- ar Kristjánsdóttur, Undirstrauma, þar sem fínna má þrjár greinar um ljóð eftir Jónas. Ritgerðir Dagnýjar hafa áður birst í fræði- tímaritum um bókmenntir og það sama er að segja um þrjár af fjórum ritgerðum Svövu - en fengur er að því að hafa þær aðgengilegar saman á bók. Ekki er ætlunin að fara í saumana á þess- um fræðibókum hér á eftir heldur er til- gangurinn fremur að velta upp nokkrum spurningum sem tengjast umfjöllunarefni þeirra svo og að rifja upp þá meginstrauma sem komu saman í hinni íslensku rómantík. Einnig að spá lítillega í það hvort það sé til- viljunin ein að slík gróska er á þessu rann- sóknarsviði núna þegar dregur að lokum tuttugustu aldarinnar eða hvort þessi gróska bendi kannski öðru fremur á sam- hengið í íslenskum bókmenntum. í því sam- bandi er vert að velta því fyrir sér hvort þær þjóðfélags- og bókmenntahræringar sem einkenndu rómantíkina og áttu upphaf sitt að rekja til ofanverðrar átjándu aldar hafi að einhverju leyti gengið aftur á ofanverðri tuttugustu öld. Hvort „samhengi hugmynda og hins ritaða orðs“, svo notað sé orðalag Svövu Jakobsdóttur, hefji sig yfír aldir, yfír tíma og rúm. En þar sem áðumefndar fræðibækur eru tilefni þessarar greinar mun ég að sjálfsögðu ekki víkjast undan því að fjalla aðeins um þær, en sú umfjöllun mun snúast um aðferða- fræði höfunda og innbyrðis samhengi bókanna fremur en innviði hverrar og einnar, enda ekkert áhlaupaverk að gera í stuttu máli grein fyrir öllum þeim fróðleik sem miðl- að er á þeim 1650 blaðsíðum sem bækumar saman telja. í merkum inngangi að ritgerðasafni sínu færir Svava rök fyrir því að hún stefni saman skáldskap Jónasar Hallgrímssonar og eddu- kvæðum. Það gerir hún ekki aðeins með því að birta saman í bók greinar um Jónas og grein um Hávamál, heldur einnig með því að lesa skáldskap Jónasar saman við hin íslensku fomkvæði og sýna fram á að Jónas byggi „á eldri gmnni skáldskaparfræða miðalda en [endurskoði] og [endumýi], m.a. í því skyni að móta skáldskap þar sem íslenskur veruleiki samtímans er í forgrunni. (SJ, 9) Svava telur rannsóknir sínar hafa leitt í ljós að Jónas hafí ætlað skáldverkum sínum „að vera skáldskap- arfræði fyrir nýjan tíma“. Hin rómantísku og trúarlegu bókmenntaþemu sem finna má í fornum skáldskap slitna ekki í fræðum Jónas- ar, segir Svava, „enda þótt skáldverk hans vísi fram á veg áleiðis til aukins fjölbreytiieika í formi nútímalegrar hugsunar". (SJ, 9) Svava fullyrðir ennfremur „að Jónas brúi bilið milli fortíðar og nútíðar". (SJ, 10) En það er „nútími" fyrri hluta nítjándu aldar sem Svava vísar þarna til og sú spurn- ing vaknar eðlilega hvort þetta samhengi, sem Svava sýnir síðan fram á í athyglisverð- um greiningum sínum á skáldskaparheimi Jónasar, haldi á einhvern hátt áfram í bók- rnenntasögu okkar og þá á hvern hátt. Eru einhver tengsl á milli íslenskra fornbók- mennta, skáldskapar Jónasar og okkar sund- urleita, póstmóderníska tíma - og ef svo er hvernig er þeim þá varið? En áður en gerð verður tilraun til að glíma við þá viðamiklu spurningu skulum við rifja upp hvaðan þetta hugtak, rómantík, er sprottið. Eins og algengt er um bókmenntahugtök hefur hugtakið rómantík löngum verið um- deilt í alþjóðlegri umræðu um bókmenntir. Á þetta bendir Sveinn Yngvi strax í inngangi bókar sinnar, Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík. Hann telur þó að allgott samkomulag ríki um þá kenningu René Welleks að í hugtakinu felist ákveðinn skáld- skaparskilningur, ákveðin afstaða til ímynd- unaraflsins og til sambands manns og nátt- úru, svipuð náttúruskynjun komi fram í þeim verkum sem skilgreind eru sem rómantísk, auk þess sem skáldskaparstíll, þ.e. notkun myndmáls, tákna og goðsagna, sé af sama toga í verkum flestra höfuðskálda stefnunn- ar. Margh- hafa síðan orðið til að benda á stóran þátt þjóðernishyggju og fortíðardýrk- unar í verkum rómantískra skálda, ekki síst norrænna - og kannski sérstaklega hinna ís- lensku. Sú fortíð sem hafin er upp til skýj- anna í rómantískum skáldskap er þó ýmist hin klassíska fornöld eða þá evrópskar mið- aldir og á það síðarnefnda að sjálfsögðu sér- staklega við um Islendinga og aðra Norður- landabúa (og Þjóðverja) (sjá SYE, bls. 17-19). íslenska rómantíkin hefur þá sér- stöðu að hún er nátengd íslenskri sjálfstæðis- baráttu nítjándu aldarinnar, þótt vissulega megi benda á áhrif í þeim efnum frá sjálf- stæðisbaráttu annarra þjóða, þjóðarbrota og stétta víða í Evrópu á sama tíma. Meðal helstu áhrifavalda eru Napóleonstyrjaldirnar og júlíbyltingin í Frakklandi og hinar niiklu framfarir í tækni og vísindum sem áttu sér stað á nítjándu öld um gervalla Evrópu. Aðal- geir Kristjánsson segir: ,Árið 1830 var tíma- mótaár í sögu Evrópu. Enda þótt áhrifín frá júlíbyltingunni í París entust ekki lengi, skildi hún víða eftir fræ sem báru ávöxt í fyll- ingu tímans." (AK, 212) Miklir fólksflutningar fylgdu hinum öru þjóðfélagsbreytingum og þeim fylgdi aukin áhersla á þjóðerni; blöndun þjóða og þjóðar- brota kallaði jafnframt á þörf einstakra hópa að skilgreina sig út frá uppruna, eins og alltaf virðist vera fylgifiskur blöndun ólíkra hópa - hin hliðin á peningnum svo að segja. Þessir alþjóðlegu straumar náðu til Islands, í gegn- um Danmörku, en Danir áttu sjálfir í harðvít- ugri sjálfstæðisbaráttu snemma á nítjándu öld. Sveinn Yngvi fjallar m.a. um samspil er- lendra strauma og íslenskra þjóðernishug- mynda í verki sínu. Hann sýnir fram á að hin íslenska rómantík er samofin úr ólíkum þátt- um hugmynda og samfélagshræringa heima og erlendis og ekki síður sýnir hann fram á hvernig skáldin notuðu fornan bókmenntaarf á margvíslegan hátt til að koma á framfæri erindi sínu við samtíðina. í grundvallaratrið- um er Sveinn Yngvi því á sömu skoðun og Svava Jakobsdóttir, að skáldskaparfræði miðalda leggi grunn að samtímaskáldskap þar sem íslenskur veruleiki er í forgrunni. Sveinn Yngvi undirstrikar vel tengsl ís- lenskrar rómantíkur og erlendra strauma, engu síður verða ljós þau einkenni íslenski-ar rómantíkur sem skilja sig frá meginlands- rómantíkinni að ýmsu leyti. Rómantísk skáldsýn evrópskra skálda sprettur öðrum þræði upp í andstöðu við og uppreisn gegn skáldskap upplýsingaraldar átjándu aldar. Jafnljóst er að rómantísk tján- ing íslenskra skálda, ekki síst Jónasar Hall- grímssonar, var lengst af samofin hugsjónum upplýsingarmanna, hugmyndum um vísinda- legar framfarir og bætta búskaparhætti landi og þjóð til gagns og gleði. I verkum Jónasar fléttast saman fegurðarhyggja og svokölluð nytjahyggja, þar er að verki skáldleg sýn í órofa samspili við sýn náttúruvísindamanns- ins sem gerði sér ljóst að gæði náttúrunnar mátti nýta þjóðinni til heilla - og þar eru hug- myndir Jónasar ekki langt frá hugmyndum þeim sem átrúnaðargoð hans og einn helsti fulltrúi íslenskrar upplýsingar, Eggert Ólafs- son, boðaði. I ævisögu Jónasar Hallgrímssonar efth’ Pál Valsson kemur glöggt fram að náttúru- vísindin áttu hug og hjarta Jónasar. Það kemur satt að segja á óvart við lestur ævisög- unnar að Jónas virðist lengst af hana litið á skáldskap sinn sem aukagetu og oftast „þurfti ytra tilefni til þess að [hann] settist niður að yi’kja og segir það sína sögu um það hvernig hann leit á sig sjálfur sem skáld“. (PV, 292) Páll gerir hlut félaga Jónasai’, Tómasar Sæmundssonar, stóran í þessu sam- bandi. Lýsing Páls á hlutverki Tómasar í lífi og starfi Jónasar líkist allt að því hlutverki „músu“. Tómas gerir sér snemma grein fyrir óvenjulegum hæfileikum Jónasar, hann hefur óbilandi trú á honum og brýnir hann og hvet- ur látlaust til náms, starfa og yrkinga. Sú mynd sem Páll Valsson dregur upp af vináttu þessara tveggja samherja er lifandi og sterk mynd fóstbræðra sem voru ólíkir en áttu sameiginlegan draum. Annar er náttúrufræð- ingur, hinn guðfræðingur og í þeim rísa upp „þær andstæður sem tókust á í [Jónasi] alla tíð: vísindahyggja og guðstrú". (PV, 295) Páll sýnir á sannfærandi hátt hvernig Jónas náði að sætta þessar andstæður í skáldskap sínum og það sama gerir Svava Jakobsdóttir í greiningum sínum á skáldskap hans. Og þessi sættun vísinda og guðstrúar snertir að sjálf- sögðu einn kjarna rómantískrar lífssýnar, einhyggjuna, órofa samband manns og nátt- úru, jarðar og himins, þar sem: „Jörðin end- urspeglar himininn og Guð hefur verið yfir og allt um kring jafnvel þótt ský sæjust á himni. I heimi Guðs speglar hvert þrot og brotabrot bjarma af guðs loga.“ (SJ, 272-3) Hvergi hef- ur verið betur dregin fram skáldleg samþætt- un Jónasar á vísindahyggju og guðstrú en í ítarlegri greiningu Svövu á Ferðalokum í rit- gerðinni „Skáldið og ástarstjarnan“ (sem tel- ur einar 208 blaðsíður!) þar sem Svava sýnir jafnfram fram á hvernig Jónas vinnur út frá hinum forna arfi við listsköpunina og - að hennar mati - setur fram sín skáldskapar- mál. Að mati Páls Valssonar má sjá þessa hina sömu samþættingu vísinda og guðstrúar í Hulduljóðum, þar sem Jónas hyllir hetju sína Eggert Ólafsson, og Páll kallar „metnað- arfyllsta kvæði“ hans. Það umdeilda kvæði er einnig umfjöllunarefni Sveins Yngva (og reyndar einnig Dagnýjar Kristjánsdóttur) sem sett hefur fram þá athyglisverðu kenn- ingu að Hulduljóð sé ort að hætti pastóral el- egíu (sem Sveinn Yngvi kallar „sveitasælu- harmljóð", en Páll kallar „hjarðljóðaraunir") og sýnir hann fram á hvernig uppbygging kvæðisins og efnistök falla að því kvæða- formi. Þessi „kennsl“ sem Sveinn Yngvi ber í greiningu sinni á Hulduljóðum á fyrirmynd- ina ljúka svo sannarlega upp áður lokuðum þáttum þess og ég tek undir með Páli Vals- syni sem segir: „hvað á í raun betur við í minningarkvæði um skáld Búnaðarbálks en einmitt það form...“ (PV, 296) Greining Sveins Yngva á Hulduljóðum og greining Dagnýjar Kristjánsdóttur sem les kvæðið út frá reglum klassískar mælskulistar eru góð dæmi um bókmenntarýni sem eykur skilning nútímalesanda á aldagömlu kvæði. Þó að allar þær fræðibækur sem eru út- gangspunktur þessarar greinar fjalli um sama tímabilið í íslenskri sögu og bók- menntasögu eru þær í raun merkilega ólíkar hvað aðferðafræði og nálgun viðfangsefnisins varðar. Við lestur þeirra allra kemur glögg- lega í ljós hversu mismunandi form fræðin geta tekið á sig eftir því hvar borið er niður og hvar áhersla höfundar liggur. Bók Aðal- geirs Kristjánssonar, Nú heilsar þér á Hafn- arslóð, sem telur tæplega 400 blaðsíður í stóru broti, dvelur svo til alfarið við fyrri hluta nítjándu aldar, nánar til tekið það ára-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.