Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ / LESBÓK Romantikm LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 C 7 i/éT< 4? -r - <*f z / jr/i /*//• ^ tM n- 'fét. %. <*■ íJ/ m /• £*• jf/< /*y. /f^U fC, /?■ Af skrifudum skræðum Um skálda hendur Handrit einstakra skálda liggja flestum fjarri alfara- leið og því gæti ýmsum þótt forvitnilegt að sjá handbragð skálds sfns við kært kvæði. Jónas Hallgrímsson hirti ekki sjálfur nákvæmlega um handrit sín en vinir hans tóku þau til sín sem sópað varð saman eftir dauða hans. Sum þeirra voru þá að eilífu horfin, þar á meðal hand- rit af nokkrum frægustu kvæða hans m.a. eiginhandarritið að Gunnarshólma. Flest kvæðanna sem enn eru varðveitt eru að finna í Stofnun Árna Magnússonar á (slandi og í handritadeild Lands- bókasafns íslands Háskólabóka- safns. Meðal þeirra sem þar eru geymd er sýnishornið hér til hlið- ar. Svo sem sjá má hefur Jónas upphaflega kallað kvæðið Ástin mfn, en breytt síðar í Gömul saga uns það fær þann titil sem það bar framvegis. Eiginhandarritið að Ferðalokum er varðveitt í ÍB 13 fol, kvæða- hefti með 12 blöðum, keyþt til Landsbókasafns 1901 ásamt öðr- um handritum úr fórum Bók- menntafélagsins. Alkunn er sú staðreynd að Jón Sigurðsson, for- seti félagsins, átti stærstan heiö- ur af því að Bókmenntafélagið ýtti úr vör skiþulegri söfnun handrita, hinni fyrstu eftir daga Árna Magn- ússonar. Söfnun og varðveisla handrita Jónasar er því f beinu framhaldi af frumkvæöi Jóns. Kári Bjarnason bil sem skólapiltar úr Bessastaðaskóla stund- uðu nám við Kaupmannahafnarháskóla. Aðal- geir gerir skilmerkilega grein fyrir náms- skipulagi við skólann, tilhögun Garðvistar og styrkja sem stúentarnir nutu og fleiri þess háttar atriðum sem skiptu máli fyrir líf náms- mannanna á þessu árabili. Hann rekur síðan allnákvæmlega sögu fslendinganna í formi æviágripa þar sem fjallað er um námsferil, fræðistörf, embættisstörf og örlög viðkom- andi og rekur hann þannig söguna frá manni til manns (frá Finni Magnússyni til Bene- dikts Gröndals) með vísan til fjölda heimilda, bóka og skjala, birtra og óbirtra. Einnig kem- ur fjöldi Dana við sögu Aðalgeirs, samskipti þeirra við íslendinga o.fl. Aðalgeir ræðir einnig starfsemi ýmissa félaga og útgáfu blaða, bóka og tímarita og þátt þeirra í sam- tímaumræðu og hræringum. Greinilegt er að geysilega mikil og natin rannsóknarvinna liggur að baki bókar Aðalgeirs, enda mun vera um afrakstur margra áratuga vinnu hans að ræða. Segja má að verk Aðalgeirs tilheyri sviði grunnrannsókna, hann safnar saman ótölu- legum fjölda staðreynda, setur þær fram á skipulagðan hátt út frá kröfum, ég leyfí mér að segja, íhaldssamrar sagnfræði en gefur sér lítið svigrúm til túlkanna og vangaveltna. Þá er hann heldur ekki að fást við skáldskap- artexta eins og þau Sveinn Yngvi, Páll og Svava. Bók Aðalgeirs á hins vegar vafalaust eftir að nýtast mörgum fræðimönnum í fram- tíðinni því hún geymir gnótt fróðleiks. Ef þessar fjórar bækm’ sem hér eru til umræðu væru settar upp á einhvern ímyndaðan að- ferðafræðilegan skala þá situr Nú heilsar þér á Hafnarslóð á öðrum enda skalans en Skyggnst á bak við ský, bók Svövu Jakobs- dóttur, væri þá á hinum endanum. Svava sökkvir sér niður í skáldskapartextann sjálf- an og það baksvið verkanna, sem er það svið sem Aðalgeir heldur sig alfarið við, skiptir hana minna máli nema að því leyti sem það tengist beint hinni listrænu afurð sem hún glímir við. Titill bókar hennar „er vísun í Ferðalok Jónasar Hallgrímssonar þar sem skýin eru í vissum skilningi landamæri milli heima, hins náttúrulega og yfirnáttúrulega". (SJ, 10) Svava skilur skýjahuluna í kvæði Jónasar einnig sem áskorun eða „skilaboð til lesandans um að lyfta hulunni af textanum og skoða efnið sem undir býr“. (SJ, 10) Út frá sams konar skilningi á sambandi les- anda/túlkanda og skáldskapartexta vinnur Dagný Kristjánsdóttir í áðurnefndum grein- ingum sínum á kvæðum Jónasar í greinasafn- inu Undirstraumum. Þær Svava og Dagný eru óhræddar við að leyfa eigin hugarflugi og ímyndunarafli að innblása greiningar sínar, engu síður en skáldið skáldskaparlistina, og mál sitt styðja þær á sannfærandi hátt með fræðilegum tilvísunum sem renna rökum undir túlkanir þeirra. Túlkanir Svövu og Dagnýjar eru þeim eiginleikum gæddar að þær bregða nýju ljósi á þekkta texta Jónasar og er slíkt mikið fagnaðarefni í fræðilegri umræðu. Einnig er gaman að sjá það viðhorf Svövu (sem er bæði skáld og fræðimaður) sem hún setur fram í inngangi sínum: „Fyrir kemur að spurt er hvort greining á skáldverkum sé nauðsynleg, hvort hún dragi ekki úr fegurð listaverkanna og spilli áhrifa- mætti þeirra. Ég verð að játa að ég hef aldrei skilið slíkar vangaveltur. í fyrsta lagi er því til að svara að skáldin telja að læsi á ýmiss konar form stfls og mynda sé eða eigi að vera sjálfsagður hluti lestrarkunnáttu. Þau vilja að lesandinn læri að þekkja þessa list. í öðru lagi verður enginn nákominn listaverki nema hann tileinki sér það til hlítar, síst af öllu þeg- ar efni og form eru þéttriðin heild. í þriðja lagi tel ég óhætt að fullyrða að það spilli ekki fegurðarskyni nokkurs manns þó að hann svali þekkingarþorsta sínum. Listamaðurinn sjálfur lifnar í verki sínu þegar verk hans og verklag eru grandskoðuð og sýn opnast á glímu hans við efnið.“ (SJ, 11) Listamaðurinn Jónas Hallgrímsson lifnar á nýjan og ferskan hátt í túlkunum Svövu, ekki síst í lengstu og ítarlegustu ritgerð bókarinnar þar sem hún grandskoðar kvæðið Ferðalok og setur það í nýtt samhengi og skilur lestur hennar sig að flestu leyti mjög frá fyrri túlk- unum á kvæðinu. Sami maður lifnar einnig á skemmtilegan hátt í bók Páls Valssonar. Á hinum fyrrnefnda ímyndaða skala aðferðar- fræðinnar má staðsetja bók Páls Valssonar á milli verka Aðalgeirs og Svövu. Páll leitast við (og tekst) að skapa lifandi mynd af skáldinu og náttúrufræðingnum, lífi hans og skapgerð, hugmyndum og hugsjónum. Páll er sér með- vitaður um goðsagnakennda mynd Islendinga af Jónasi sem listaskáldinu góða, annars vegar og hinum auðnulausa drykkjumanni hins veg- ar, og reynir að brúa bilið þarna á milli á raun- sæjan hátt. Jafnframt dregur Páll upp sann- færandi samfélagsmynd bæði af stúdentasam- félaginu í Höfn svo og bændasamfélaginu á ís- landi á fyrri hluta nitjándu aldar. Segja má að skáldskapur Jónasar sé í aukahlutverki í verki Páls, þótt hann geri vissulega ágæta grein fyr- ir tilurð og baksviði einstakra verka Jónasar þá er það ekki markmið hans að kafa ofan í skáldskapinn, lflct og Svava Jakobsdóttir ger- ir. Sveinn Yngvi stendur nær Svövu hvað að- ferðafræði snertir. Af þeim bókum sem hér um ræðir er Arfur og umbylting markviss- asta tilraunin til að gera grein fyrir forsend- um og einkennum rómantíkurinnar (enda er það markmið hennai- en ekki hinna bókanna) og það gerir Sveinn Yngvi bæði með ljóða- greiningum og baksviðsrannsóknum. Eins og áður hefur komið fram leitast Sveinn Yngvi sérstaklega við að tengja íslenska og erlenda strauma stefnunnai-. Að lokum skal snúið aftur til spurning- anna sem velt var upp hér að framan: hvers vegna er þessi gróska í rannsóknum á þessu afmarkaða tímaskeiði í íslenski-i bókmennta- sögu núna? Hefur það eitthvað að gera með komandi aldarlok? Eða þá með samhengið í íslenskum bókmenntum? Þröstur Helga- son segir í nýlegum ritdómi um Arf og umbyltingu að vaxandi áhugi á bókmennt- um og sögu átjándu og nítjándu aldarinn- ar megi sennilega „að einhverju leyti rekja [ ] til leitarinnar að uppruna og ástæðum nútímans sem mönnum hefur reynst erfitt að ná utan um“. (ÞH, Mbl, 30.11.99, B4) Eitthvað kann að vera til í því en einnig má velta fyrir sér hvort megininntak evrópskrar rómantíkur, áherslan á frelsið og þjóðemið svo og á einingu manns og náttúru séu umfjöllun- arefni sem höfða sérstaklega til okkar tíma. Ég tel að svo geti vel verið. Frelsið hefur verið miðlægt hugtak í allri hug- myndafræði, allt frá öndverðri nítjándu öld fram til okkar tíma. Birtingarmyndir þess eru að sjálfsögðu fjölbreytilegri nú en áður og tengjast víðari sviðum en frelsi þjóðríkja og einstaklinga. Þá hefur um- ræða um samband manns og náttúru og þá sérstaklega um gildi náttúrunnar fyrir þjóðar-ídentítet verið sérstaklega fyrir- ferðarmikið nú á allra síðustu tímum - og reyndar snýst eitt helsta deilumál ís- lensks samtíma einmitt um það. Sagn- fræðingar og bókmenntafræðingar hafa sýnt fram á að íslensk náttúra virðist vera að taka við af tungunni sem það fyrirbæri sem þjóðið fylkir sér um og byggir sjálfs- mynd sína á. Og ef eitthvað samhengi er í íslenskum bókmenntum frá upphafi fram til okkar daga tengist það varla öðrum þætti meiri en einmitt sýninni á og afstöð- unni til náttúrunnar. Það verður þeim fljótlega ljóst sem kynnir sér íslenska bókmenntasögu af einhverri dýpt. • Soffia Auður Birgisdóttir er bókmenntafrœð- ingur. Hún starfar sem stundakennari við Há- skóla íslands og skrifar bókmennta- og leiklistar- gagnrýni fyrir Morgunblaðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.