Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.2000, Blaðsíða 10
HARMKVÆLA- MADURINN JOB ÁHRIFAVALDUR í LISTASÖGU VESTURLANDA + Jobsbdk Gamla Testamentisins verður færð upp í leiklistarbúningi í Neskirkju og er frumsýning á morgun, sunnudaginn 27. febrúar, kl 20.30. Uppfærslan er framlag Neskirkju til kristnitökuafmælis og á dag- skrá menningarborgar Reykjavíkur. Arnar Jdnsson leikur Job sem og aðrar persónur verksins, en leikstjdri er Sveinn Einarsson. Tdnlist.ina hefur Áskell Másson samið fyrir ásláttarhljdðfæri og orgel og flytur hana ásamt organistanum, Douglas A. Brotchie. Leikgerðin er unnin út frá Jjdðrænum texta úr Jobsbdk sem Helgi Hálfdanarson hefur fært í bundið mál með hliðsjdn af nýrri bibhuþýðingu. Jobsbdk fjallar um harmkvælamanninn Job sem missir allt sitt og rök- ræðir við vini sína og Guð um þjáninguna og af hverju saklausir menn eins og hann þurfa að líða. Bdkin telst til sfgildra heimsbdkmennta og hefur verið uppspretta og áhrifavaldur á bdkmenntir og listasögu Vest- urlanda. Stdrskáld eins og Dante, Goethe, Milton og fleiri hafa litið til Jobs í tjáningu sinni og einnig hefur Jobsbdk verið uppspretta listmál- ara, tdnskálda og heimspekinga allt fram á okkar dag. Boðskapurinn er sígildur og á ekkert síður við í dag, en Jobsbdk veitir næma innsýn í glúnu mannsins við sársauka og þjáningu. SÁLGÆSLAN OG JOB Það hefur stundum verið haft á orði, að vinum Jobs hafi tekist best upp í viðleitni sinni við að hugga harmkvælamanninn, þegar þeir stóðu álengdar hjá og þögðu. Eftir sjö daga og sjö nætur fannst þeim nóg komið af sorg og sút (Jb 2:13) og hófust þeir þá handa við að leita skýr- inga svo Job gæti bætt stöðu sína gagnvart Guði og mönnum. Leiðin sem þeir völdu var viðurkennd lífssýn samtímans, þ.e.a.s. aðferð svonefndrar end- urgjaldskenningar, „ius taliones". Með lokuðum svörum þessarar ævafornu skýringar (frá dögum Hammúrabís a.m.k.) var orsaka neyðarinnar leitað í brigð og bresti manneskjunnar. Þannig sló þessi trúarsetning m.a. skjaldborg um Guðsmyndina. Hinn almáttugi, al- góði og réttláti Guð gat ekki brugð- ist og þess vegna hlaut neyð Jobs að vera sprottin af annmörkum hans sjálfs. Hann hlaut að hafa brotið af sér fyrst að þetta kom fyr- ir hann. Þess vegna var ekki allt sem sýndist með hinn ráðvanda og réttláta mann að mati vinanna. Þeir horfðu á Job í gegnum þrönga sýn endurgjaldsins og lokuðu jafn- framt augunum fyrir öllu því sem þeir höfðu áður þekkt og vitað um þennan grandvara vin sinn. Þeir ríghéldu, með öðrum orðum, í bókstafinn og fórnuðu reynslunni, þegar þeir sögðu Job að grafa upp misgerðir sínar og iðrast til þess að Guð gæti þá hugsanlega rétt við orðinn hlut (sjá t.d. Jb 22). Vinum Jobs er að mörgu leyti vorkunn. Þeir eru ekki einir um það, að yfirfæra kenningar og til- gátur, sem eru góðar og gildar al- mennt séð, á aðstæður þar sem þær fá ekki staðist. Þetta hafði Job vafalaust sjálfur gert í ráðgjafa- störfum sínum (Jb 4:3nn, 16:4). Hann hafði sjálfur lotið lögmálinu, sem boðar réttlæti Guðs, þar sem menn uppskera eins og þeir sá til. Enn í dag er þetta lögmál í fullu gildi svo langt sem það nær. Marg- víslegt forvarnarstarf byggir á þessari hugsun: Við reykjum ekki né drekkum eða etum okkur til óbóta og launin eru langlífi. Svo langt sem það nær. Líkamsræktarmaðurinn hnígur niður í miðjum klíðum á meðan lífs- nautnamaðurinn lifir langa ævi. Job boðaði lög- mál endurgjaldsins og ályktaði eins og vinirnir þangað til mótlætið hlaut að koma yfir hann sjálfan. Þá endurskoðar hann afstöðu sína og andmælir hástöfum. Hann bendir á dæmi, sem virtust ekki angra hann áður, í öruggu skjóli hinnar guðfræðilegu orðræðu, en kollvarpa nú kenningunni um endurgjaldið (Jb 21). Á meðan allt lék í lyndi hjá honum sjálfum hafði afstaða hans verið tileinkun líkt og hjá vinunum. Hann hafði, eins og hann segir sjálfur, þekkt Guð af afspurn (Jb 42:5). Hvers vegna þjáist sá sem ekki hefur til þess unnið? Þetta er spurningin sem Job glímir við. Vinirnir (sálusorgararnir) greina þessa spurn- EFTIRSIGFINN ÞORLEIFSSON ingu af rökvísi kaldrar skynsemi og beita þekk- ingu lögmálsins til að svara henni. Þeir forðast hins vegar sársaukann og leiða hjá sér opna kviku tilfinninganna með lokuðum svörum og skýringum. Þeir heyra með öðrum orðum: Hvers vegna ég? - og þeir svara þessu ákalli sem best þeir geta með skýringum. Þeir Koparstunga eftir ókunnan listamann úr biblíu Gustavs Vasa, sem er fyrsta biblía prentuð á norrænu máll í Skandinavíu. Blblían var prentuð í Uppsölum 1540-41 og er í elgu séra Ragnars Fjalars Lárussonar. taka orð örvinglaðs manns bókstaflega í stað þess að heyra það sem á bak við býr og reyna að skilja það (Jb 6:26). Job biður um þennan skiln- ing. Hann biður um eyra sem heyrir í stað orða sem særa. „Hlustið gaumgæfilega á mál mitt, og látið það vera huggun af yðar hendi." (Jb 21:2) Mikilvægasta hlutverk sálusorgarans er að hlusta án þess að dæma. Ein höfuðforsenda huggunar, sem oft kemur á lengri tíma en við hyggjum (vinirnir ætluðu Job vikutíma), er tjáning þess, sem innra fyrir býr í tárum og orð- um. „Ég ætla því að gefa kveinstöfum mínum lausan tauminn, ætla að tala í sálarkvöl minni." (Jb 10:1) Fyrstu viðbrögð Jobs andspænis missinum eru æðruleysi. „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins." (Jb 1:21) Dofi, eða frysting tilfinninga, eru algeng viðbrðgð hjá syrgjendum, þegar mest er misst og þá allra fyrst. Mönnum líður eins og þeir séu staddir einhversstaðar fyrir utan og víðsfjarri sjálfum sér. Þegar raunveruleikinn vex (oft við að sjá og þreifa á), losnar um dofann, líkt og í leysingu. Þá stígur neyðin upp úr kviku sálar- innar. Þetta tjáir texti Jobsbókar í Ijóði. Það er gömul aðferð og ný að orða það sem aldrei verður fylli- lega tjáð með þeim hætti. Hjá Job sjáum við þunglyndið (Jb 3 o.fl.), við sjáum litróf tilfinninganna, þar sem hugarástandið sveiflast til (sjá t.d. muninn á 9. og 10. kafla). Við sjáum reiðina óbeislaða (Jb 6 o.fl.). Það er tilfinning, sem marg- ir eiga erfitt með (ekki síst nán- asta umhverfi) og beina henni þess vegna inn á við, í stað þess að setja hana í orð. Reiðin er sjálf- krafa andsvar við missi. Flestir finna fyrir reiðinni, þegar seilst er inn á þá og þeir eru sviptir því sem er þeim óendanlega dýrmætt, ást- vinum, heilsu o.s.frv. Vinir Jobs réðu ekki við þessa sterku tilfinn- ingu. Þeim fannst að sér vegið og fóru í vörn og töldu sig hafa meiri skyldur við Guð en að þeir ættu að standa með Job (Jb 13:7,8). Þeir gengu raunar svo hart fram í að verja Guðsmyndina, að brothættri mynd vinar þeirra, Jobs, var hætt. Allt var þetta í góðri trú, eins og stundum er haft á orði, en það gefst aldrei vel að hafna fyrst og hugga svo. Af lestri Jobsbókar verður okk- ur ljóst, að „hvers vegna"-spurn- ing manns í nauðum tekur yfirleitt meira til hjartans en höíuðsins, hún er tilfinningaleg fremur en vitsmunaleg. Vinum Jobs virðist hafa yfirsést þetta og þeir eru ekki einir um það. Hversu oft á hún ekki við þessi umsögn Frelsa- rans: „Heyrandi heyra þeir ekki" (Mt. 13:13). Spurning Jobs beinist þegar dýpst er skyggnst að Guði. Hann vill eiga orð við hinn al- máttka (Jb 13:3, 23), eins konar samningaviðræður. Þessar tilfinn- ingar auðkenna oft viðbrögð þeirra sem finna að lífinu er ógnað. Takmark sálgæslunnar er að greiða fyrir því að maðurinn færist nær Guði og náunga sínum. Lokaniðurstaða ljóðsins er sátt- argjörð. „Ég veit, að þú megnar allt, og engu ráði þínu verður varnað fram að ganga." (Jb 42:2) Eftir óskilgreinanlegum leiðum trúarinn- ar gefst það Guðssvar sem nægir og tileinkun verður að trú: „Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!" (Jb 42:5) Kannski er þetta endurmat ástæða þess að Job þurfti þrátt fyrir allt iðrunar við? (Jb 42:5) Höfundurinn er sjúkrahúsprestur. Málverk eftlr William Blake, 1757-1827. JOBSBC URGUE „Þegar ég bjóst við góðu, kom illt, ég vænti ljóss, en þá kom myrkur." Nokkur orð um Jobs- bók I Inngangur Fáar bækur Gamla testamentisins hafa haft jafn mikil áhrif á bókmennta- og listasögu Vest- urlanda og Jobsbók. Aðalpersóna hennar og helstu stef hafa birst í mismunandi myndum hjá helstu skáldunum, m.a. í Divina Commedia eftir ítalska rithöfundinn Dante Alighieri (1265- 1321), Faust eftir Þjóðverjann J. Wolfgang von Goethe (1749-1832), Paradise Lost eftir enska skáldið John Milton (1608-1674) og síðast en ekki síst í nokkrum bóka gyðingsins og Nóbels- verðlaunahafans Isaacs Bashevis Singers (1904-1994). Fjölmargir listamenn hafa túlkað Job og ör- lög hans í myndum og tónum, svo sem enski listmálarinn og ljóðskáldið William Blake (1757-1827), austurríski listmálarinn Oskar Ko- koschka (1886-1980), niðurlenska tónskáldið Orlando di Lasso (ca 1530-1594), Englending- urinn Georg Friedrich Hándel (1685-1759) og Þjóðverjinn Johannes Brahms (1833-1897). Þá hafa nokkrir heimspekingar tekið upp megin- viðfangsefni Jobsbókar, sem er vandamál þján- ingarinnar og hins illa í heiminum, og skírskot- að til hennar með ýmsum hætti. Þeirra á meðal er enski heimspekingurinn Thomas Hobbes (1588-1679), Þjóðverjarnir Immanuel Kant (1724-1804), Georg W.F. Hegel (1770-1831) og Ernst Bloch (1885-1977), og danski tilvistar- heimspekingurinn og skáldið Sören Kierke- gaard (1813-1855). II Bygging Jobsbók tilheyrir þeim flokki rita Gamla testamentisins sem kölluð eru spekirit. Þau eiga það sameiginlegt að geyma fjölmörg dæmi úr mannlegu lífi. Þessi dæmi eru ýmist sett fram sem almenn sannindi, í stuttum, hnitmiðuðum setningum, eða á ljóðrænan og oft persónulegan hátt, þar sem höfundurinn leitast við að túlka lífsreynslu sína og hafa áhrif á aðstæðurnar sem hann stendur frammi fyrir. Yfirleitt eru einstakling- arnir (eða hóparnir) að baki textunum ekki nefndir með nafni, en Jobsbók er undantekning ai al b( °f (1 (s k ui 81 hi O A m el S( m þ.' ir VI 0| ir ri is n ei h: S sl ei u S h h J h G u ii k P 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. FEBRÚAR 2000 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.