Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 2
KRISTNIAISLANDI TULKUNISLENDINGABOKAR Á KRISTNITÖKUNNI Ljósm. Guðmundur Ingólfsson/ímynd. Islendingabók varð til í sam- vinnu heils hóps manna. Af þeim sökum verður ekki úr því skorið hvort sú túlkun á kristnitökunni, sem fram kem- ur í ritinu, sé til vitnis um pers- ónuleg viðhorf Ara eða skoðan- ir allra sem að bókinni stóðu. Hér verður Ari fróði þó einkum kallaður til ábyrgðar. eftir HJALTA HUGASON Túlkun Ara kemur fram a.m.k. á þrjá vegu. í fyrsta lagi er hún falin í beinni frásögu. Þá kemur hún fram í eyðum eða þögnum sem óhjákvæmilegt er að ætla að leynist í sög- unni. Slíkar eyður geta stafað af því að Ara skorti vitneskju eða af því að hann hafnaði upplýsingum sem hann treysti ekki eða f<íllu illa að þeirri mynd sem hann kaus að draga upp. Slíkar þagnir fela í sér túlkanir, a.m.k. þegar þær eru gerðar að yf- iríögðu ráði. Ætla má að eyður af þessu tagi komi ekki síst fram varðandi aðdraganda kristnitökunnar. Loks kemur túlkun Ara fram í endurgerð hans á ræðu Þorgeirs Ljós- vetningagoða og kristnitökulögunum. Sú túlkun, sem fram kemur í frásögunni sjálfri, gengur út frá því að kristnitakan hafi orðið skyndilega og án umtalsverðs aðdrag- anda. Þrátt fyrir það er litið svo á að hún hafi falist í djúptækum hræringum og í raun leitt til tímabundinnar upplausnar gjörvalls sam- félagsins. Þögn Ara felst aftur á móti einkum í því að hann skýrir ekki hvað olli því að landsmenn náðu saman að nýju. Þar kemur þó óhjákvæmilega margt til, þ.e. virðing fyr- ir embætti lögsögumanns; persónulegir hæfileikar og sannfæringarkraftur Þorgeirs Ljósvetningagoða; ótti við innanlandsófrið og sambandsslit við Noreg; samningalipurð heiðinna og kristinna forystumanna; háþróaðar hefðir við að setja niður deilur með málamiðlun; lega Þorgeirs undir feldin- um og magnþrungin merking hennar eða einhver blanda allra þessara atriða. Sagan af legu Þorgeirs undir feldinum myndar einn af þyngdarpunktum kristni- tökusögunnar. I henni er því að finna lykil að túlkun Ara. Fljótt á litið fellur sagan vel að hlutlægum efnistökum hans. Við frekari at- hugun kemur þó í ljós að möguleikarnir eru fleiri en svo. Ef fallist er á að Þorgeir hafi í raun og veru lagst undir feld er sögnin hluti af beinni frásögu. Ástæður þess að hann brá á þetta ráð geta verið margháttaðar. Hann gat leitað næðis til að hvílast fyrir þá próf- raun sem fram undan var eða hugleiða inn- tak laga sinna og efni þeirrar ræðu sem hlaut að fylgja lagauppsögninni. Þá minnir háttarlag hans á spásagnaratferli sem þekkt- ist víða um norðanverða Evrópu. Einkum falla lýsingar yngri rita vel að þessum að- ferðum, en þar segir að Þorgeir hafi breitt feld á eða yfir höfuð sér. Ef sagan er hins vegar talin skáldskapur virðist nærtækt að líta á hana sem töf í frásögunni. Svipuðu máli gegnir um sögnina ef Ari er talinn þegja yfir samningum sem fram höfðu farið áður en Þorgeir lagðist undir feldinn. Þar með öðlast í MIÐALDARITUM ER KRISTNITÖKUNNILÝST SEM ORRUSTU GÓDS OG ILLS. HÉR LEGGJA HEIÐIN GOÐMÖGN Á FLÓTTA UNDAN UNDRAMÆTTI KRISTINNAR TRÚAR. ÞANNIG SÁ MAGNÚS JÓNSSON ATBURÐINN Á ÞINGVÖLLUM FYRIR SÉR OG KEMUR ÞAÐ VEL HEIM OG SAMAN VIÐ TÚLKUN MIÐALDARITA. sögubrotið þá sérstððu að geta bæði afhjúp- að og dulið mikilvæga atburði. Það getur því bæði flokkast undir beina frásögu og „þögn". Hér verður aðeins litið á sagnstefið út frá hlutverki þess í frásögunni, en ekki fengist við sannfræði þess. Ekkert er þó ótrúlegt við það að Þorgeir hafi legið drjúgan tíma undir feldi áður en hann tókst á við hlutverk sitt hvernig sem hann að öðru leyti bjó sig undir að leysa það og hvað svo sem hann gerði undir feldinum. Sagan um feldinn getur gegnt a.m.k. þremur ólíkum hlutverkum í frásögunni. í fyrsta lagi eykur hún spennu í sögunni. Ari byggir upp stígandi með því að láta þingheim leysa upp samfélag sitt. Hann magnar spennuna með sögubrotinu af feldinum, en meðan Þorgeir lá heima í búð sinni beið þingheimur í ofvæni þess sem verða vildi. Frásagan nær hástigi í ræðu Þorgeírs. Hníg- andi hennar hefst svo er þingheimur fellst á að endurnýja samfélag sitt. Lausn sögunnar felst loks í því að landsmenn fallast á breytt lög er fólu í sér kristnitöku. I öðru lagi brúar sagan bil í atburðarásinni og gerir Ara kleift að tímasetja einstaka at- burði eins og honum hentar best. Með því móti getur hann gert kristnitökuna tákn- rænni og merkingarþrungnari en ella. Ari leggur mikla áherslu á að kristnitökumálið hafi leitt til þess að íslenska samfélagið hafi liðast í sundur í upphafi þings en verið end- urnýjað eftir ræðu Þorgeirs. Á myndrænan hátt má líkja þessum andstæðum við dauða og upprisu íslensks þjóðfélags. Með feldar- frásögunni nær Ari að tefja atburðarásina með þeim hætti að hin nýja eining var annað- hvort innsigluð á sunnudegi eða á Jónsmessu (24. júní) eftir því hvenær áætlað er að þeir Gissur og Hjalti hafi náð til Þingvalla frá Vestmannaeyjum. Sunnudagur er haldinn til minningar um upprisu Krists. Það hefur því augljóst táknrænt gildi að láta endurreisn eða upprisu íslenska samfélagsins bera að höndum þann dag vikunnar. Þá var Jóns- messan mikil kirkjuleg hátíð um daga Ara. Hagræði Ari atburðum með þeim hætti að kristnitökuna beri upp á helgan dag, jafnvel messutíma, er það ótvíræð vísbending um að hann hafi litið svo á að atburðurinn hafi verið hluti af helgri sögu, opinberun Guðs eða íhlutun hans í atburðarás þessa heims. Loks getur verið að sagan um feldinn lýsi spásagnaratferli hvort sem Ari taldi sjálfur að því hefði verið beitt eða ekki. Þá boðar sagan að vísbending frá heiðnum goðum eða vættum hafi leitt til þess að kristin trú var lögfest hér á landi. Þessi skýring kann að virðast mótsagnarkennd. Svipað minni kem- ur þó fyrir víðar í kristnitökusögum germ- anskra þjóða. í íslenskum ritum segir einnig á nokkrum stöðum frá því að heiðna menn hafi dreymt fyrir kristnitökunni eða sagt fyr- ir um hana með öðru móti. Það er hlutlaus- ara minni en þó náskylt. Hvort sem Ari notar frásöguna um feldinn til að byggja upp ógnþrungna spennu, til að teygja lopann fram á helgi eða til að tengja kristnitökuna við heiðið goðsvar er niður- staðan ávallt sú sama: Ari túlkar atburðinn á trúarlegan hátt þrátt fyrir hlutlaust yfir- bragð og veraldlegan stíl frásögunnar. Slík túlkun samræmist vel þeim undirtónum sem koma fram í ræðu Þorgeirs á Lögbergi. Hvaða hlutverk sem Ari ætlar sögunni kemur vel til greina að hann noti hana auk þess til að dylja samningaumleitanir sem honum var kunnugt um en hann kaus að þegja yfir. Virðist jafnvel örla á slíkum samningum eða málamiðlun í ræðu Þorgeirs þar sem segir að „miðlað skuli svo málum" milli hinna andstæðu fylkinga að báðar nái nokkru af baráttumálum sínum fram. Slík dulin saga skýrir hins vegar best hvernig bardaga var afstýrt í upphafi þings og hvers vegna Síðu-Hallur og Þorgeir Ljósvetninga- goði gerðu hið óvænta samkomulag sitt, sem og hvern hlut Ari ætlar Þorgeiri, heiðnum lðgsögumanni, við lausn kristnitökumálsins. Hvort sem Ari álítur að kristni hafi komist Hrelldust kalda vatnið Kraftaverk kristnitöku Trúboð Þangbrands í Kristni sögu segir að þingmenn hafi verió skírðir á leíð helm, Norðlendingar og Sunnlendlngar í Reykjalaug (Vígðulaug) í Laugardal en flestir Vestlendingar í Reykjalaug í Lundar- reykjadal. Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta segir aftur á móti að gjörvallur þlngheimur hafl verið prímsigndur og margir auk þess verið skírðir. Hins vegar hafi ekki verið mögulegt að skíra alla þar sem Norðlendlngum og Austfirðingum hafi hrosið hugur við að fara í kalt vatn. Kristni á tslandi, 1. bindi, bls. 100. í yngri miðaldaritum að Heimskringlu undanskilinni, er kristni- takan túlkuð á kirkjulegan, guðfræðllegan eða trúarlegan hátt og því litið á hana sem kraftaverk. Má raunar enn flnna ýmis merki um slíka túlkun þótt nú sé oftar rætt um að kristnltakan á íslandi hafi verið einstök í sinnl röð en að hún hafl verlð yfir- náttúrlegí eiginlegum skilningi. Hln trúarlega túlkun miðalda- höfunda kemur fram í því að krlstnitakan i helld, eða oinstakir þættir hennar, er skýrð sem guðleg íhlutun. Kristni á Islandi, 1. bindi, bls. 117. Um trúboðsaðferðir Þangbrands er lítið vitað. Sögur um hann benda þö tll þess að hann hafl einkum beitt trúboði í verki auk þeirra trúboðspredikana sem hann hefur eflaust flutt. Engar forsendur voru aftur á mótl fyrir trúboðl með valdi hér um slóð- ir. Tll þess var Noregskonungur of fjarlægur og ekkert Innlent miðstjórnaraf I fyrir hendi sem beitt gat sér fyrir málstað kristn- Innar af svo miklum þunga. Kristni á (slandi, 1. bindi, bls. 140. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRlL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.