Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 7
Stofnun Áma Magnússonar á íslandi. PÁLL POSTULI MEÐ EINKENNISTÁKN SITT, SVERÐ- IÐ. MYNDIN ER VIÐ UPPHAF PÁLS SÖGU POSTULA í HANDRITI MEÐ POSTULASÖGUM. HANDRIT ÞETTA VAR AÐ HÁLFU ( EIGU KIRKJUNNAR AÐ SKARÐI Á SKARÐSSTRÖND OG AÐ HÁLFU í EIGU BÓNDANS SEM ÞAR BJÓ. ÞAÐ ER FRÁ SÍÐARI HLUTA14. ALDAR. þingi árið 1905. Til þessa viðhorfs má að öll- um líkindum rekja þá ákvörðun, sem fólst í nýju fræðslulögunum, að prestar voru ekki lengur sjálfskipaðir formenn skólanefnda eins og þeir höfðu áður verið. Sú fríkirkjuhreyfing, sem kom fram 1880 og átti fylgi að fagna tvo fyrstu áratugi 20. aldar, var ekki sprottin af andófi gegn kenn- ingum og helgisiðum þjóðkirkjunnar heldur var hún af félagslegum og pólitískum toga. í umræðum um kirkjumál var samanburður gerður á kirkju- og safnaðarmálum á íslandi og meðal íslendinga vestan hafs þar sem söfnuðirnir sjálfir báru ábyrgð á starfsemi kirkjunnar. Vestanhafs áttu fundir um kirkjumál stóran þátt í að glæða félagslega starfsemi á trúarlegum grundvelli. Presta- stefnan á Islandi var heldur litlaus samkoma miðað við kirkjufundina vestan hafs. Þó ber að geta þess að Prestafélag Hólastiftis var stofnað árið 1898 og stóð það fyrir fyrir- lestrahaldi og fundum um kirkjuleg og trúarleg málefni. Fríkirkjuhreyfingin í Reykjavík og stofn- un Fríkirkjusafnaðarins árið 1899 á rætur að rekja til framsækinna iðnaðarmanna og verslunarmanna sem voru óánægðir með að Dómkirkjan í Reykjavík var of lítil fyrir söfnuðinn og að þar þjónaði aðeins einn prestur. Ekki jók það vinsældir þjóð- kirkjunnar meðal framtakssamra manna innan þessara stétta að sóknargjöld voru hækkuð án þess að kirkjuleg þjónusta yrði betri við það. Fríkirkjusöfnuður var stofnað- ur í Hafnarfirði árið 1913 vegna óánægju bæjarbúa með aðgerðaleysi yfirvalda í kirkjumálum bæjarins. Hafnfirðingar þurftu að sækja kirkju að Görðum á Álftanesi. Nýj- ar stéttir iðnaðar- og verslunarmanna vildu virkara og öflugra safnaðarstarf og notuðu það tækifæri sem í lögum var til að taka málin í eigin hendur, enda voru fríkirkju- menn álitnir kirkjulegir „uppreisnarmenn" af biskupi landsins, Hallgrími Sveinssyni. Óánægjan með kirkjustjórnina beindist að hluta til að biskupsembættinu og fram komu tillögur um að leggja það niður eða sameina það öðrum embættum, svo sem forstöðu- mannsembætti Prestaskólans eða embætti prófasts í Kjalarnesprófastsdæmi. Við þetta bættust svo frjálslynd sjónarmið, að ríkis- valdið væri fullkomlega veraldlegt og styddi ekki nein trúarbrögð. Trú manna væri einkamál sem hið opinbera ætti ekki að skipta sér af svo fremi sem trúariðkun bryti ekki í bága við almennt siðgæði. Þetta við- horf átti fylgi að fagna meðal menntamanna sem mótaðir voru af gagnrýni Georgs Brandesar á kirkju og kristindóm og það var einnig í anda sósíalismans sem nokkrir ís- lenskir menntamenn aðhylltust þegar í upp- hafi aldarinnar. Kristni á íslandi, 4. bindi. bls. 237-241. Veraldlegt stúss Áður en öld sérhæfingar rann upp benti „einn af vorum fremstu prestum" á umfangsmikið veraldlegt stúss presta, þeir þyrftu að gefa sig að fjallskilafundum, fjárleitum, réttahöld- um, fjármörkuðum, hreppastefnum, hreppa- fundum, hreppapólítík, niðurjöfnunarfundum, rjúpnaverslun, ferðalögum, gestagangi, odd- vitastörfum, sýslunefndarstörfum, búskapar- sýsli og svo framvegis. Kristni á Islandi, 4. blndl, bls. 112. KRISTNIÁ ÍSLANDI Minjasafnió á Akureyri. ALTARISTAFLA FRÁ MÖÐRUVÖLLUM f EYJAFIRÐI SEM MARGRÉT VIGFÚSDÓTTIR GAF TIL KIRKJUNNAR ÞAR. Á HENNI ERU FIMM LÁGMYNDIR ÚR ÆVI MARÍU GUÐSMÓÐUR. ÞÆR SÝNA BOÐUN MARÍU, FÆÐINGU OG UPPRISU KRISTS, HIMNAFÖR OG KRÝNINGU MARÍU. YSTTIL BEGGJA HANDA ERU DÝRLINGAR, JÓHANN- ES SKÍRARIVINSTRA MEGIN EN JÓHANNES GUÐSPJALLAMAÐUR HÆGRA MEGIN. ÞESSI ALABASTURSTAFLA ER ENSK OG FRÁ SÍÐARI HLUTA15. ALDAR. RITSTJORI KRISTNi AISLANDI Seilst út fyrir kirkjuveggina Hjalti Hugason, prófessor við Háskóla íslands, var ráðinn ritstjóri verksins Kristni á íslandi um leið og undirbún- ingur útgáfunnar hófst. Hann segir að við undirbúning og ritun bókanna hafi verið farn- ar nýjar leiðir. „Við ákváðum í upphafi að setja verkinu ná- kvæma ritstjómarstefnu sem geftn var út í hefti, sem og að vinna verkið í mikilli og ná- inni samvinnu allra sem að því kæmu. Það á við um ritstjóra, ritstjórn og allan höfunda- hópinn.“ Frá upphafi voru haldnir reglulegir höfundafundir sem 10-15 manns sátu að jafn- aði. „Fyrsta árið vorum við aðallega að leggja fram hugmyndir um efni, efnistök og upp- byggingu bókanna,“ segir Hjalti. „Eftir það var fólki gert að leggja fram texta sína á vinnslustigi. Menn komu síðan lesnir á fundi og ræddu textana, bæði framsetningu, niður- stöður og túlkun.“ Stundum var boðið |ér- fræðingum utan hópsins til að fá álit þeirra. Með þessu var hægt að fylgjast með fram- vindu verksins og bægja frá aðsteðjandi hættum, ef einhverjar voru. Einnig auð- veldaði þotta samræmingu og breikkaði túlk- un og viðhorf höfundanna. „Þegar upp er staðið geta einstakir höfund- ar átt erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað eru algerlega þeirra hugmyndir eða túlkun og hvað hópurinn hefur búið til sam- eiginlega. Með vissum hætti er þetta niður- staða hópsins í heild, en það er auðvitað ein- hver einstaklingur sem hefúr mótað hana og ber ábyrgð á henni í þeirri mynd sem hún birtist í ritinu,“ segir Hjalti. Á miðri leið bættust þrír myndritstjórar í hópinn. Hlutverk þeirra var að velja og út- vega meira en 1.000 myndir. Var þeirra aflað hjá söfnum og einstaklingum víða um heim. Myndirnai' bæði skýra textann og segja eigin sögu. Frá upphafi var ákveðið að reyna að vinna þetta verk fyrir tiltölulega opnum tjöldum. „Það er gert vegna þess að hér erum við að gegna opinberu hlutverki og skrifa sögu fyrir almannafé. Okkui' þótti mikilvægt að það yrði ekki lokaður hópm- sem mótaði verkið að öllu leyti. Því kynntum við það sem við vorum að gera og fiskuðum eftir viðbrögðum," segir Hjalti. Haldin voru þrjú opin mál- þing, það fyrsta á meðan rit- stjómarstefnan var í mótun. „Þá kölluðum við til fulltnía ýmissa fræðigreina og sjónarmiða tU þess að fá hagnýt ráð um hvað ætti að taka fyrir í verki sem þessu; hvaða sjónarmið ætti að viðhafa til þess að það gæti kom- ið sem flestum að gagni.“ Annað málþingið var haldið þegar ritun textans vai- komin svolítið áleiðis. „Þá vildum við kynna efnistök og þá túlkun sem við lögðum til grundvallar framan af ferlinu. Þarna kynntu höfundamir verk sín og leituðu viðbragða við þehn. Á þriðja málþingmu var orðið ljóst að í þessari yfirlitssögu myndum við ekki geta gert hinu kvennasögulega sjónai'homi eins hátt undir höfði og æsldlegt væri. Þetta er verk sem aðeins getur dregið upp útlínur af þessari viðamiklu sögu. Við héldum því eitt málþing um konur og kristní frá upphafi og fram á okkar dag. Gefið var út sérstakt ráð- stefnurit, Konur og kristmenn, og ber eigin- lega að skoða þá bók sem nokkurs konar fylgirit með þessu stæn'a ritsafni." Hjalti segir að allai' ráðstefnurnar hafi ver- ið vel sóttar og mjög gagnlegar. Við útkomu ritsins verða síðan haldin tvö málþing. Hið fyn-a á Akureyri hinn 15. apríl þar sem reynt HJALTI HUGASON verður að höfða tU almennings. í haust verður svo fræðUegri og gagnrýnni ráðstefna þar sem kallað verður eftir viðbrögðum sérfi-æð- inga við þessu verki. Hjalti segir það að mörgu leyti erfitt starf að skrifa yfij'litsrit sem þetta, það brjóti á vissan hátt í bága við þann anda sérfræði og sérhæfingar sem hefur mtt sér til rúms í hug- vísindum líkt og annars staðar. „Okkar nið- urstaða varð sú að þetta verk yrðí aldrei til nema mjög margir kæmu að því. Að hluta til neydd- ust menn tU að fara út fyrir sín þröngu sérsvið en fengu stuðn- ing af öðmm sem lögðu til sér- fræðUegri þætti.“ Yfirlitsverk byggja, eðli máis- ins samkvæmt, á fmmrannsókn- um. „Þegar um íslenska kirkju- sögu og kristnisögu er að ræða þá vantar gríðarlega miidð af þessum fmmrannsóknum,“ seg- ir Hjalti. „Við höfum oft staðið frammi fyrir því að það hafi vantað tiltækar og fuUgUdar rannsóknir. Þess vegna höfum við þurft að fara út úr því að skrifa hið breiða langtímayfirlit og orðið að gera frumrannsóknir til að fylla í ákveðnar eyður sem við okkur hafa blasað. Þó höfum við alls ekki tæmt verkefnið. Víða er- um við aðeins að benda á liluti sem þyrftu frekari könnunar við.“ Verkið sem nú kemur út er kallað kristni- saga, en ekki kirkjusaga. Hvers vegna? „Hugtakið kii'kjusaga er oft notað um sögu sem er stofnanatengd; þar ei' verið að fjalla um sögu stofnunainnnai'. Kristnisaga er ekki stofnanatengd með sama móti. Kirkjustjóm- in er ekki í forgmnni heldur er reynt að fjalla um kristnina sem menningarlegt og félags- legt fyrirbæri í landinu. Við reynum því að seilast út fyrir kirkjuveggina og þar sem tök em á að fjalla um kristnilífið inni á heimilun- um og úti í þjóðfélaginu með einhverjum hætti.“ Yfirnáttúruleg fyrirbrigði Kaþólskt starf Árið 1895 hóf rómversk-kaþólska kirkjan aftur starf hér á landl og fékk það þá meiri hljómgrunn, enda var meira í það lagt en áður hafði verlð. Tveir prestar voru það ár sendir til íslands af rómversk-kaþólska biskupnum í Danmörku. Þelr settust að á iandareign kirkjunnar í Landakoti og þar var hafist handa um endurreisn rómversku kirkjunnar á íslandi. Kristni ð íslandl, 4. bindi, bls. 270. Eitt af því sem vakti mikla athygli og jók mjög á margbreytilelka umræðunnar um trúmál eftir aldamótin voru sálarrann- sóknir sem spíritistar stunduðu. Sálar- rannsóknir í þeirri merkingu sem hér um ræðlr má rekja til miðbiks 19. aldar er menn fóru að rannsaka svokölluð yfir- náttúruleg fyrirbrigðl á kerfisbundinn hátt. Kristni ð islandl, 4. bindi, bls. 278. Laxness og trúin í verkum Halldórs Laxness gætir trúarinnar með öðrum hætti en áður hafði þekkst (ísienskum bókmenntum. Víða í skáldverkum hans er fjallað um kirkjur og klerka og kveður þá stundum við sama tón og í verkum raunsæis- skáldanna þar sem kirkjan, þ.e. prestarnir, er sökuð um sinnuleysi um kjör fólksins. í skáldverkum hans, ritgerð- um og blaðagreinum er gagnrýni á trú og kirkju oft mjög óvægin. Ástæðurnar eru ýmsar, m.a. hafði hann verið kaþólskur meðal lútherskrar þjóðar, þá hneigðist hann að kommúnisma þótt hann yrði aldrei flokksbundinn. Kristni ðíslandl, 4. bindi, bls. 290. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 8. APRÍL 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.