Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 8
KRISTNIÁ ÍSLANDI SAGNFRÆÐINGUR Konur hafa cilltaf stutt kirkjuna Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur fékk það verkefni árið 1994 að skrifa nokkrar stuttar greinar, eða sjö blaðsíður í hvert fjögurra binda Kristni á Islandi, um málefni tengd konum og kristni. Hún sat ritstjórnarfundi og hafði þai- það hlutverk að minna aðra höfunda á þátt kvenna og það sjónarmið að konur ættu heima í lútherskri kirkjusögu. „Þar hafa þær verið nær ósýnilegar eftir siðbreytinguna 1550. Það er miklu meira sagt af konum í heimildum um miðaldakirkjuna, þar er líka svo mikið af heilögum meyjum. Það er ótrúlega mikið tii af jarteiknasögum, og smá helgisögum um kon- ur sem ritaðar voru á Norð- uriandi. Til dæmis af einsetu- konu á Hólum á 12. öld, Hildi að nafni, sem var hálfgerður dýrlingur. Einnig sést þetta í Biskupasögum, til dæmis af Guðmundi góða, sem var hundeltur af konum, aiveg eins og konur fylgdu frels- aranum! Það koma tímabil þar sem svona sögur eru algengar og önnur þar sem þær eins og þurrkast út. Konum er gert sérstaklega hátt undir höfði í norðlenskum biskupasögum miðalda. Hafi konur ekki skrifað þær sjálfar hafa þær ábyggilega haft mikil áhrif á sagnaritar- ana, munkana, sem skráðu þær.“ Hún segir að konur hafi ævinlega starf- að mikið í þágu kirkjunnar og mikil gagn- kvæm áhrif verið á milli kvenna og presta allt frá upphafi. „Það er ekki tilviljun hvað kirkjan hefur alltaf látið málefni fjölskyld- unnar til sín taka.“ Inga Huld segist ekki hafa gert sér neina grein fyrir því hve hlutur kvenna í kristnihaldi hafði verið stór, fyrr en hún fór að skoða hann vegna þessa verkefnis. Hún fékk styrk frá Alþingi, í tengslum við ritun Kristni á ísiandi, til að halda málþing vorið 1995. Þar sögðu níu fyrirlesarar frá því sem þeir höfðu rekist á um konur og kristni í fræðum sínum. Fyrirlestrarnir voru síðan gefnir út í bókinni Konur og kristsmenn. - Pættir úr kristnisögu ís- lands. Inga Huld er þeirrar skoðunar að aukin umræða um konur og kristni hafi breytt viðhorfum fólks þótt enn sé langt í land að fullt jafnræði ríld með kynjunum á þessu sviði. „Þetta er þegar farið að skila sér í viðameiri námsritgerðum í guðfræðideild- inni en áður um efni sem tengjast konum og kirkju.“ Hún bendir á að kristnin hafi verið burðarás í menningarlífi, en það megi heldur ekki gleyma alþýðunni, - fólkinu sem trúði - og áhrifum trúarinnar í dag- legu lífi. Það var stefna ritstjórnar að leggja rækt við þann þátt í ritun verksins og þannig fékkst miklu meiri breidd en ella. „Þetta verk markar vissulega tímamót og getur haft áhrif á alla íslenska sagna- ritun,“ segir Inga Huld. „Það var mjög margt sem rann upp fyr- ir mér þegar ég fór að fást við þetta. Ekki síst hvað konur hafa alltaf stutt kirkjuna og unnið mikið í anda kristninnar." Til að skýra það nánar nefnir Inga Huld ritgerð sem hún er að Ijúka og fjallar um hvernig konur lögðu grunn að velferðarkerfinu um síðustu aldamót, með starfi sínu í þágu sjúkra og fátækra. Þetta starf þeirra sé nú verið að draga fram í dagsljós- ið. „Það sem kom mér einna mest á óvart var hvað það var erfitt að ijúfa þessa þögn um konur innan kristnisögunnar. Það er svo rótgróið að gefa ekki gaum að hlut kvenna. Stundum hefur þetta verið kallað kvennablinda." Inga Huld segir fjani því að þetta sé séríslenskt fyrirbæri. Eftir siðbreytingu hafi einkalíf og opinbert líf verið rækilega að- skilið, bæði í orði og verki. „Þetta gildir utn alla sögurit- un, ekki bara kirkjusögu. Það hreinlega tíðkaðist ekki að nefna konur á nafn og er fram- lags þeirra lítið getið á bókum og í skjölum, jafnt andlegum sem veraidlegum. Einhvem veginn kemur þessi stranga skipting á milli einkalífsins, þar sem er vettvangur kvenna, og hins op- inbera lífs þar sem athafnamenn og lærðir menn láta til sín taka. Söguritunin lýsti eingöngu þessu opinbera sviði og þar voru karlar einir um hituna.“ En hverju skilar Kristni á Islandi til kvennafræða? Inga Huld telur að í raun sé brotið blað með þessu verkefni. Flestir höfúndar verksins hafi skrifað töluvert um konur, auk hinna sérstöku kafla um konur eftir Ingu Huld og bókarinnar Konur og krists- menn, sem líta má á sem hluta af verkefn- inu. Hún segir að ótalmargir hafi bent sér á heimildir og lagt sér lið með margs kon- ar fróðleik og elskusemi við ritun kaflanna um konur og kristni. Það hafi verið ómet- anleg hjálp. Hún er viss um að Kristni á Islandi hvetji til frekari rannsókna á hlut kvenna í sögunni. Verður eitthvert framhald á þessari vinnu hjá Ingu Huld? „Ég er að vinna úr miklu efni um munn- lega trúarmenningu kvenna á 19. öld. Menning kvenna hefur alveg frá upphafi íslandsbyggðar verið munnleg, líkt og al- þýðumenningin, og lifað góðu lífi fyrir utan opinbera geirann." INGA HULD HÁKONARDÓTTIR Þjóðminjasafn íslands. DYGÐAKLÆÐI VATNSFJARÐARSYSTRA. Á KLÆÐINU ERU SAUMAÐAR TÁKNMYNDIR ALLRA HINNA TÍU HÖF- UÐDYGÐA, EN ÞÆR VORU, TRÚ, VON, KÆRLEIKUR, GUÐHRÆÐSLA, HÓGVÆRÐ, AUÐMÝKT, ÞOLINMÆÐI, HÓFSEMI, SKÍRLÍFIOG STAÐFESTA. KLÆÐIÐ ER TALIÐ SAUMAÐ SNEMMA Á18. ÖLD AF DÆTRUM SÉRA HJALTA ÞORSTEINSSONAR, ÞEIM ELÍNU, STEINVÖRU, GUÐRÚNU OG HALLDÓRU. HAFÐISR. HJALTISJÁLF- UR DREGIÐ UPP MYNDIRNAR. SPÁÐ FYRIR BISKUPUM OG MÆÐRUM ÞEIRRA cftir INGU HULD HÁKONARDÓTTUR Sjaldnast hafa konur haft formlegt umboð til að tala fyrir hönd andlegra eða veraldlegra stjóm- valda. Þær stóðu hvorki á Lögbergi né í predik- unarstólum, höfðu enga opinbera rödd ef svo mætti segja. Vitranir þeirra og spádómsgáfur hafa hins vegar oft vakið virðingu. Þess nutu völvur í norrænum sið. Þannig segir í Land- námu frá Ingimundi sem síðar var nefndur hinn gamli. Völvan Heiður spáði honum að hann mundi „byggja á því landi, er þá var ófundið vestur í haf ‘ og hlaut svo að verða. í kristnum sið var nánast fast minni að spáð væri fyrir bisk- upsdómi. Formæðrum biskupa var oft spáð þvi sér- staklega. Guðríður Þorbjamardóttir var for- móðir þriggja biskupa, Þorláks Runólfssonar í Skálholti, Bjamar Gilssonar og Brands Sæ- mundarsonar á Hólum, og enn fremur Hallberu Þorsteinsdóttur sem lengi var abbadís á Reyni- stað. „Yfir þínum ættkvíslum mun skína bjartur geisli,“ spáði grænlensk völva fyrir henni. Þor- gerður, móðir Jóns Ögmundarsonar, er sögð hafa komið í höll Ólafs helga átta eða tólf vetra gömul. „Sá mun göfgastur ættbogi á íslandi er frá henni kemur,“ sagði konungur. Vissulega var einnig spáð fyrir syni hennar. Bam að aldri fór hann utan með foreldmm sín- um og var þeim vel fagnað við dönsku hirðina. Þorgerði var vísað til sætis hjá Astríði drottn- ingu, og ekki skófir á borð bomar. Litli drengur- inn teygði sig eftir krásunum svo að móður hans þótti nóg um og sló á hendur hans. „Ger eigi svo, kæra Þorgerður,“ sagði drottning, „þvi að hend- ur þessar er þú slær em biskups hendur.“ Ef til vill gætir hér áhrifa frá ritningunni. Þó em slíkar spár þekktar enn í dag. Þegar Sigur- bjöm biskup Einarsson var bam á langamma hans að hafa sagt: „Fallegur er hann, blessaður, fallegri verður hann þegar hann er orðinn prest- ur“. En það var ekki líklegt því að hann ólst upp við lítil efni. Kristni á f slandi, 1. bindi, bls. 259. Réttindi kvenna Upp úr 1880 fór löggjafinn hér að huga að réttind- um kvenna, konur fengu kosningarrétt hér á safn- aðarfundum árið 1882 og árið 1886 rétt til að gangast undir sérstakt próf í guðfræði við Presta- skólann og njóta þar kennsiu að nokkru leyti. Þá þegar máttu konur Ijúka burtfararprófi frá Lækna- skólanum, en það sem að trúnni sneri var íhalds- samara. Aldalangri mismunun sem útilokaði konur frá æðra námi og embættum varð loks hrundið hvað trúna varðaðl með því jafnrétti sem fólst í vígslu séra Auðar Eir Vilhjálmsdóttur 1974 og þurfti þá ekki lagabreytingu til. Kristni á Islandi, 4. bindi. bls. 71. Óskilgetin börn Umburðarlyndí gagnvart fólki sem ekki fékk að ganga í hjónaband og átti óskilgetin börn hlýtur að hafa aukist eftir að fólk var ekki lengur minnt á það á þingum og í kirkju að húðlát og trúarleg útskúfun væru fylgifiskar lauslætis. En sú regla að börn fátækra ógiftra mæðra voru tekin af þeim og sett á sveit gerði hlutskipti þeirra öm- urlegt. Á þremur síðustu áratugum 19. aldar var fimmta hvert barn sem fæddist óskilgetið, en aðstæður barna og mæðra þeirra voru þó mis- jafnar, sumar giftust barnsfeörum sínum. Kristni á íslandi, 4. bindi, bls. 178. Væntingar til presta Þátttöku kirkju og presta er vænst við helgi- athafnir og hátíðir í lífí sveita og bæjarfélaga. Kannanir hafa sýnt að fólk leggur almennt mik- ið upp úr því að prestar séu alþýðlegir og fé- lagslyndir. Þrátt fyrir að kirkja og prestar séu nú ekki lengur með formlegum hætti tengd skólastarfi í landinu og sérfræðingar í uppeldis- og félagsráðgjöf hafi komlð til sögunnar hefur fólk væntingar til kirkju og presta á þessum sviðum. Kristnl é íslandi, 4. bindi, bls. 353. Sérfræðingar Sérfræðingar á sviði fræðslu, upp- eldismála, heilsugæslu og félags- mála hafa tekið við mörgum þeim hlutverkum sem sjálfsagt þótti áður að væru hluti prestsstarfsins. En kirkjan hefur ekki amast við innreið nútímans í íslenskt þjóðfélag og ekki gert kröfur til þess að halda fyrra áhrifavaldi á þeim sviðum þar sem ný þekking og þjónusta hefur veriö í boði. Kristni á fslandi, 4. bindi. bls. 420. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.