Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 6
FROSIN AUGNABLIK Kristín Hauksdóttir myndlistarmaður opnar Ijós- myndasýningu í sal Islenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu í dag kl. 16.1 samtali við ÞRÖST HELGASON segir hún að nýhafin öld kolli á endurskoðun og sýning hennar sé persónuleg tilraun til slíkrar endurskoð- unar, en Ijósmyndin er lykill að henni. T7ÆR myndir vekja strax athygli blaða- manns er hann kemur inn í sal Islenskr- ar grafíkur þar sem Kristín Hauksdótt- ir er önnum kafin við að hengja upp verk sín fyrir opnun sýningarinnar í dag. Myndirnar hanga hlið við hlið. Sú vinstra meg- in sýnir New York-borg rísa úr hafinu eins og stuðlaberg. Myndin er tekin um borð í ferju sem siglir mOli Manhattaneyju og Statten Is- land í New York. í forgrunni er ein af þessum jámgrindum sem einkenna svo mjög stórborg- ina og byrgja til að mynda flesta glugga henn- ar en er hér notuð til að vama farþegum ferj- unnar að fara fyrir borð. Myndin hægra megin sýnir Esjuna rísa úr sæ í allri sinni dýrð. í for- gmnni er hafið eitt en myndin er tekin frá Reykjavík. Óreiðukenndar myndir Þessar myndir segja mikla sögu um borgirn- ar tvær en í þeim endurspeglast líka megin- þema sýningarinnar, sem nefnist Brot frá lið- inni öld, 1993-99. Á þessu tímabili var Kristín að mestu búsett í New York en hún er mennt- uð í Pratt Institute í Brooklyn. „Myndirnar á sýningunni em frá daglegu lífi mínu á Islandi og í Bandaríkjunum á þessu tímabili," segir Kristín. „Myndimar era ekki sýndar í tímaröð, ekki frekar en minnið kastar upp myndum af þessu tímabili í ævi minni í réttri tímaröð. Minnið varpar upp óreiðukenndum myndum og oft verður til einhver alveg ný tilfinning fyr- ir atburðinum sem maður upplifði, við það að rifja hann upp. Með uppröðun mynda frá ólík- um tímum og stöðum kalla ég fram nýja upp- lifun um leið og það myndast oft áhugaverður samanburður. Myndirnar tvær af New York- borg og Esjunni eru kannski eitt skýrasta dæmið um það. Annað dæmi era tvær myndir sem sýna annars vegar barn liggjandi úti í guðsgrænni náttúranni á Islandi að horfa til himins og hins vegar sjúskaða brúðu sem ligg- ur í göturæsi í New York og starir út í loftið." Ljósmyndir móta minningar Kristín segir að sýningin sé ef til vill eins konar endurskoðun á öldinni, eða tilteknu broti hennar. „Nýhafin öld kallar á endurskoðun á for- tíðinni og mér þykir ljósmyndin vera einn af lyklunum að henni. Ljósmyndun er skrásetn- ingarmiðill og mótar minningu fólks um liðna atburði. Hún getur því auðveldlega gjörbreytt upplifun manns á viðburðum og jafnvel heilum tímabilum. Upplifunin sjálf gleymist en minn- ingin sem lifir er ljósmynd af frosnu augna- bliki. Þetta augnablik þarf ekki að hafa skipt neinu máli á sínum tíma en það verður að aðal- atriði þegar við sjáum það á myndinni. Við för- um þá jafnvel að taka eftir ýmsum smáatriðum sem eftir á að hyggja lýsa stemmningunni al- veg hárrétt eða varpa ljósi á það sem síðar gerðist. Þetta smáatriði getur líka verið svo mikið aukaatriði að það skiptir hreint engu máli en þrengir sér samt óþægilega inn í minn- ið og breytir upplifuninni." Morgunblaðið/Kristln Hauksdóttir „Þetta var afar ánægjulegt brúökaup, mikil gleði ríkti. Á myndunum er hins vegar að sjá sem það hafi ekki allt verið með felldu.“ Ljósmyndir Ijúga, segir Kristín Hauksdóttir, en segja líka ákveðinn sannleika. Ljósmyndir Ijúga en segja samt ókveðinn sannleika Kristín bendir á nokkrar myndir sem teknar eru í brúðkaupi úti í Bandaríkjunum. „Þetta var afar ánægjulegt brúðkaup, mikil gleði ríkti. Á myndunum er hins vegar að sjá sem ekki hafi verið allt með felldu. Á einni þeirra virðist vera mikil rekistefna út af ein- hverju. Kona sést stransa í burtu og aðrir virð- ast slegnir yfir uppákomunni, kona leggur hönd á brjóst sér eins og hún sé stórhneyksluð og önnur heldur um höfuð sér. Karlmenn standa agndofa hjá. Þarna var í raun og vera ekkert hneykslanlegt að gerast, mig minnir að það hafi átt að fara fram myndataka. En eftir á að hyggja hefur þessi mynd og fleiri sem ég tók í brúðkaupinu ákveðið forspárgildi vegna þess að hjónabandið entist aðeins í einn mán- uð. í raun eru þessar myndir að ljúga til um stemmninguna í brúðkaupinu, sem var mjög góð, en þær segja samt ákveðinn sannleika." Kristín segist heilluð af þessari tvöfeldni ljósmyndarinnar. „Ljósmyndir ljúga, það er í eðli þeirra að ljúga þó að fólk haldi kannski annað. Það sem ég á við er að það er maður sem stýrir myndavélinni, hann velur viðfangs- efni og sjónarhom, hvar hann staðsetur við- fangsefnið í rammanum og svo framvegis. Það er sem sé höfundur að hverri og einni mynd. En ljósmyndin getur líka verið svolitið ólík- Morgunblaðið/Jim Smarl Kristín Hauksdóttir indatól. Stundum segir hún eitthvað sem ekki var ætlunin að segja með henni. Ljósmyndin er nefnilega bara þetta frosna augnablik, og eitt og sér getur það sagt allt aðra sögu en ef við þekktum samhengið." Sýning Kristínar stendur til 7. maí. ÍSLENjSK ANDLIT OG FÁNAR ISAUÐALITUNUM ANNARS vegar fólk heitir sýning Birg- is Andréssonar sem opnuð verður í Listasafni fslands í dag, laugardag. Um er að ræða sýningu á myndaröð sem hefur að geyma 60 myndir af kunnum ís- lenskum þjóðsagnapersónum frá síðustu öld og fyrrihluta 20. aldarinnar, allar unnar upp úr prentuðum svarthvítum ljósmyndum og prent- aðar með tölvuprenti. Verkið er frá árinu 1991, og er hluti af stærra verkefni sem Birgir vann að á þessum tíma undir yfirskriftinni Nálgun. Auk portrettmyndanna verða einnig sýndir fánar sem prjónaðir era úr lopa í íslensku sauðalitunum og vora hluti af sýningu Birgis á Biennalnum í Feneyjum 1995. Bæði verkin eiga það sammerkt, með mörg- um öðrum verkum Birgis frá 10. áratugnum, að í þeim nálgast hann íslenska menningararfleifð og íslensk sérkenni með sérstökum hætti út frá formforsendum myndmálsins og tungumálsins þar sem hin margræðu tengsl orðs og myndar skipta oft miklu máli. Myndirnar af þeim kunnu þjóðsagnapersónum sem hér era til sýnis era unnar upp úr ófullkomnum eftirprentunum af gömlum og tæknilega ófullkomnum ljósmynd- um. Þær birtast okkur í grófum rasta og þoku- kenndri móðu eins og óljósar leifar liðinna tíma. Þótt þjóðsögumar af þessum persónum séu enn í fersku minni elstu kynslóðar núlifandi ís- lendinga, þá er samtíminn á hraðri leið frá þeim veraleika ogþeim endurminningum sem þessar myndir kalla fram. Engu síður á samtími okkar rætur sínar í þessum fjarlæga heimi og í mynd- unum er eins og við köllumst á við fortíðina úr miklum fjarska. Fánamir, sem pijónaðir eru úr íslenskum lopa í náttúralegum litum íslensku sauðkindar- innar, hafa líka ísmeygileg tengsl við þá fortíð aldamótakynslóðarinnar síðustu, sem ein- kenndist umfram annað af sterkri þjóðemisvit- und. Liturinn á þjóðfánanum hefur bliknað, en hann er engu síður bundinn þeim efnisvera- leika sem er allri þjóðerniskennd yfírsterkari og hefur verið lífsbjörg þjóðarinnar frá upphafi. Verkin á sýningunni era í eigu Listasafns ís- lands. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga, kl. 11-17 og lýkur 14. maí. Aðgangseyrir er 400 kr„ alla daga nema miðvikudaga, en þá er að- gangur ókeypis. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.