Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 8
 I /i h~T 1 / í ■ 1 ' v.-'ÆÓ'. Tungufellskirkja er aðeins 22 fermetrar og tekur um 30 manns í sæti. Hér er séð frá kór út eftir kirkjunni. TUNGUFELLSKIRKJA LENGST FRÁ SJÓ ALLRA KIRKNA Á ÍSIANDI Séð heim að Tungufelli. Kirkjan sem nú er í umsjá Þjóðminjasafnsins stendur í kirkjugarðinum framan við bæinn. Tungufellskirkja er látlaus bygging og stendur í skjóli gamals reyniviðarlundar. GREIN OG LJÓSMYNDIR: GÍSLI SIGURÐSSON Tmgufell og Jaðar eru efstu bæir í Hrunamannahreppi og sjást vel þegar ekinn er vegurinn upp Hrunamannahrepp og yfir Hvítá á Brúarhlöðum. Bæjarstæðið undir hlíð fellsins er hlýlegt, en norðan við bæina skerst Gullfoss- gljúfur inn í hálendisbrúnina. Austan við Tungufell er Tungufellsdalur og liggur nú greiðfær bflvegur frá Tungufelli inn eftir dalnum og allar götur inn á afrétt Hruna- manna. Sú leið var ekki alltaf jafn greið og Tungufell var þá viðkomustaður þeirra sem lögðu á Kjalveg og fóru leiðina austan Hvítár. Það gerðu til dæmis Reynistaðarbræður; þeir komu við í Tungufelli á feigðaríor sinni í vetrar- byrjun 1780. Samt var Tungufell ekki innsti bær í Hrunamannahreppi í þá daga. Fram á 19. öld var búið í Hamarsholti, skammt austan við Gullfoss og fyrr á öldum var byggð talsvert inn- ar með Hvítá. Um aldir stóð býlið Tungufell eitt undir hlíð- inni, en á 17. öld stofnaði Brynjólfur biskup í Skálholti nýbýlið Jaðar og ætlaði það konu sinni til ábúðar að sér látnum. Talsvert áður, á 15. og fram á 16. öld, bjó í Tungufelli Halldór Brynj- ólfsson lögréttumaður, einn af íyrirmönnum í Amesþingi þá, og er hans minnst íyrir að hafa orðið fyrstur manna til að skrifa undir Áshildar- mýrarsamþykkt 1496, þar sem ofríki yfirvalda var mótmælt. Af öðru merkisfólki sem bjó í Tungufelli fyrr á tímum má geta um Guðrúnu Hallvarðsdóttur, móður séra Kolbeins latínu- skálds í Miðdal og Jóns í Tungufelli, sem kallað- ur var lesari. Líklega hefúr hann verið læs manna best án þess þó að vitað sé hversvegna hann var nefndur svo. Það hefur þótt markvert, að út af Jóni lesara er kominn stór hópur mynd- listarmanna; Einar Jónsson og Ágrímur þar á meðal, en út af Kolbeini er kominn hópur presta og biskupa. Útsýnið frá Tungufelli er ekki eins og ætla mætti yfir gervallt Suðurlandsundirlendið því Skerslin, hálendisbrún ofarlega í Ytrihreppi, skyggir á útsýnið til vesturs og Hlíðarfjall er fyrir suðrinu. Tungufell og Jaðar eru dæmi- gerðar fjallajarðir og eru með þeim sem hvað lengst eru frá sjó á íslandi. Það kann að koma á óvart, en skemmsta leið til sjávar er ekki til suð- urstrandarinnar, heldur í Hvalfjarðarbotn. Loftlínan þangað er 58 km. Jafnframt telst kirkjan í Tungufelli vera sú kirkja á íslandi sem lengsterfrásjó. Eins og myndimar ættu að bera með sér læt- ur Tungufellskirkja ekki mikið yfir sér. Hún stendur þó á fallegum stað, framanvert við bæinn í skjóli gamalla trjáa og nýtur sín vel. Þama hefur kirkja staðið öldum saman; raunar er fyrst vitað um kirkju í Tungufelli skömmu eftir 1200. Þá var hún helguð Andrési postula og svo var æ síðan í kaþólskri tíð. Hún var þá út- kirkja frá Reykjadal í Hrunamannahreppi, sem ekki er lengur kirkjustaðm-, en frá árinu 1819 hefur hún talizt vera útkirkja frá Hmna. Ekki messa Hrunaklerkar þó að staðaldri í Tungu- fellskirkju, en þeirri hefð hefur verið haldið að messa þar einu sinni á sumri hveiju. Kirkjan í Tungufelli var bændakirkja allt til ársins 1987 að eigendur gáfu hana Þjóðminjasafninu. Ekki er annað að sjá en það eignarhald gefist vel; kirkjan var að hluta nýmáluð þegar ég var þar á ferð og hún leit í alla staði prýðilega út. Sú Tungufellskirkja sem nú stendur var byggð úr timbri árið 1856. Upprdnalega var hún bikuð, en 1903 var hún að hluta klædd með bámjámi og síðar alveg. Ekki er stærðinni fyrir að fara; gólfflöturinn er aðeins 22 fermetrar. Samt tekur kirkjan um 30 manns í sæti. Tungufellskirkja er með gulmálaðri boga- hvelfingu, en burðarvirkið er málað blátt og rímar vel við bláu litina á predikunarstólnum, sem er útskorinn og málaður. Líkur em taldar á að bæði hann og umgjörð altaristöflunnar séu verk Ófeigs Jónssonar frá Heiðarbæ. Þeir era sennilega eldri en sjálf kirkjan, eða frá því í kringum 1825-30. Altaristaflan er Kristsmynd sem Brynjólfur Þórðarson hefur málað og er hún gjöf til kirkjunnar frá Matthíasi Þórðar- syni, þjóðminjaverði. Hefur myndin átt að vera sárabót fyrir svonefndan Tungufellskross, sem 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.