Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 9
 Yfir altarinu í Tungufellskirkju er altaristafla sem Brynjólfur Þórðarson málaði og utan um hana er vegleg umgjörð, útskorin og máluð, að öllum líkindum handarverk Ófeigs frá Heiðarbæ. Predikunarstóll í Tungufellskirkju. Líklegast er talið að Ófeigur Jónsson frá Heiðarbæ hafi smíð- að hann og skreytt. áður var í kirkjunni og þá í stað altaristöflu allt til 1915. Þá eignaðist Þjóðminjasafnið krossinn. Ein og sér er mynd Brynjólfs ekki ýkja merki- leg, en umgjörðin, jafn breið altarinu, er svo glæsileg og íburðarmikil að leita verður í gaml- ar og stórar kirkjur til að finna eitthvað sem tekur þessu fram. Tungufellskirkja á fleiri góða gripi; þar á meðal tvær fornai- kirkjuklukkur með svo- nefndu býkúpulagi. Þær eni taldar vera frá því fyrir 1200 og eru með elztu kirkjuklukkum í kirkjum á Islandi. SVIPMYND A MALAR- KAMBINUM EFTIR RÚNAR KRISTJÁNSSON amli maðurinn sat á malarkambinum ásamt vinnufélögum sínum og beið eftir næsta bfl. Hann var sveittur eftir mokstur- inn, enda hafði hann ekki dregið af sér þó elstur væri. Félagar hans kölluðu hann „gamla manninn “ , en honum var alveg sama um það. Hann hélt fast um skófluna og var ákveðinn í því að sýna yngri mönnunum að hann væri ekki eftirbátur þeirra. Hann skyldi sýna þeim að hann hefði enn krafta í kögglum. Þær hendur sem vanist höfðu við árarnar svo að segja frá blautu bai'nsbeini voru enn sterkar og stóðu fyrir sínu . Hann sat og hugsaði þetta meðan hann hlustaði með öðru eyranu á gaspur vinnufélaganna. Það var erfitt að moka mölinni á bílana, þeir voru þrír í förum og um tíu mínút- ur í hvfld á mflli. Þeir mokuðu sex á og það var gert í einni logandi lotu. Þannig gekk það dag- inn út, frá klukkan sjö á morgnana til klukkan sjö á kvöldin. Það gekk líka hratt að koma verksmiðjunni upp, það var hrært og steypt og steypt og hrært alla daga. Allt var á fljúgandi ferð við þetta mikla verkefni. Sérfræðingai' að sunnan gengu um með spekingssvip og spáðu í teikningar og nógir peningar virtust til. Gamli maðurinn hafði fylgst með þessum hamfórum hins nýja tíma. Hann var ekki allt of sáttur við íyrirganginn, en það var gott að fá vinnuna. Hann horfði á ungu mennina og and- varpaði lágt, þeh’ voru allir innan við þrítugt, hraustir og hressir strákar, hann var hálfsext- ugur og gamall miðað við þá. Samt fannst hon- um svo stutt síðan hann var á þeirra aldri, ungur ogfærtilalls. Hann hafði boðist til þess að vera með í því að moka á bflana, hann hafði aldrei verið sérhlífmn og hann var skóflunni vanur, grafari til fjölda ára. Aldrei hafði hann haft neitt á móti því að strita, ekki áttu kraftamir að fara ónotaðir í gröfina. Hann skyldi sýna að hann gæti enn unnið á við hvem annan. Sigurlína hans var að vísu oft að tala um að hann þyrfti að fara að slaka á, en hann var ekki tilbúinn til þess - ekki meðan hann gat mokað á við hálfþrítuga menn. Ekki var heldm- vanþörf á aurunum, þó aldrei væri nú bruðlað með þá. Það var annars skrítið með þessa peninga, hvað mikið þurfti oft til að afla þefl'ra og lítið til að þeir færu. Gamli maður- inn andvarpaði aftur og strauk vinstri hönd yfir ennið svo að svitinn lá í lófa hans. Svo horfði hann enn á ungu mennina, þeir hefðu átt að róa í gamla daga, hefðu átt að kynnast því hvernig það vai’ að spenna árina. Hann mundi margan langan róðurinn, þegai' sigggrónai' hendur gripu fast um árar og lagst var á með fullum þunga, spymt í og jafnvel tekin bakfóll. Hann vissi hvað það var að berjast gegn mætti Ægis í smáskel úti á reginhafi, hann hafði fengið að súpa hregg i kulda og vosbúð. Ungu mennirnir - jú, þeir gátu mokað, en hvað hefði orðið úr þeim ef þeir hefðu þurft að róa, róa langt og mikið, út á Sporðagrunn og heim aftur ? Gamli maðurinn leit á skófluna sína og hug- leiddi hvað hann væri búinn að moka mikið um dagana. Það yrði efni í dálaglegan haug ef það væri allt komið saman í einn stað. Hann leit á hendur sínar og sá að æðarnar í handarbökunum voru eins og gildir, bláir strengir. Jú, þetta var erfitt, en hann gat enn mokað, hann var enn jafnoki annarra í önn dags- ins, hann vissi enn hvernig halda átti á skóflu. En nú var bíllinn að koma, næsti bfll, hann heyrði hljóðið í honum og brátt myndi hann birt- ast í beygjunni og sveigja að malarkambinum. Ósjálfrátt greip gamli maðurinn fastar um skófluna, enn leit hann á ungu mennina og þeir höfðu greinilega líka heyrt í bflnum. Hann sá eða fann öllu heldur að það vakti þeim litla ánægju, þeir sátu kyirir og nú sögðu þeir ekki mai'gt. Það var eins og vélai'hljóðið í bflnum hefði haft lamandi áhrif á þá. GamU mað- urinn hugleiddi þessi viðbrögð ekki frekar, hann stóð upp og beið bflsins, tilbúinn að moka. Ungu mennimir litu til hans og það brá fyrir í svip þeirra undarlegu samblandi af andúð og virð- ingu. Nýi tíminn var að sönnu genginn í garð á þessum vinnustað, en gamU tíminn átti þó sinn fulltrúa á staðnum. Bfllinn var nú kominn og bakkaði að og gamli maðurinn hóf moksturinn fyrstur. Hann óskaði þess að Sigurlina gæti séð til hans, þá sæi hún að hann hefði enn krafta í kögglum, að hann gæti enn mokað á við hvern sem væri. Það var þjóð- legt og heilbrigt að moka, ekkert yrði byggt upp í þjóðfélaginu nema með hjálp skóflunnar. Gunnar hafði atgeirinn og Skarphéðinn öxina, en hann hafði skófluna - hún var hans vopn í baráttunni. Með henni sannaði hann manngildi sitt og dug. Aldurinn skipti minnstu meðan heilsan leyfði daglangan mokstur. Gamla manninum varð svo glatt í geði við þessar hugsanir að hann skóflaði mölinni upp á bflpallinn eins og honum væri borgað almennilega fjrir það. En hann var ekki að hugsa um það, hann var að hugsa um hana Sigurlínu, sem var enn svo gæfusöm að eiga hraustan og heilsugóðan mann sem kunni að halda á skóflu. Höfundurinn býr á Skagaströnd. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.