Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 10
 ' VERÐUR HÆGT AÐ VERNDA AUÐNIRNAR? Ljósmynd/Kjarfan P Sigurðsson Á Gæsavatnaleió norðan Vatnajökuls. Auðnin í öllu sínu veldi f :yrr á tímum var ekkert gagn að auðnum og mönnum þótti [: )ær Ijótar, jafnvel uggvænlegar. Nú hefur þetta mat breyzt; fólk skilur og skynjar að auðnin er sérstök og verðmæt náttúra, en viðkvæm ekki síður en annað í ríki náttúrunnar. Sá skaði sem menn valda í auðnum verður jafnve sl enn síður bættur en sá sem valdið er á gróðri. Ljósmynd: Ulrich Muncher. Ulrich Miincher er þýzkur Ijósmyndari sem gert hefur íslenzkar öræfaljósmyndir að sérgreln sinni og myndabók hans um auðnir íslands er með því bezta sem út hefur komið af því tagi. Hér horfir hann til Herðubreiðar í tignarlegri, en algerri auðn. Iupphafi þessa máls skal það tekið fram til að fyrirbyggja misskilning að höfundur- inn er hlynntur landgræðslu þar sem hún á við og telur að Landgræðsia ríkisins hafi unnið stórvirki. Pað má jafnvel kom- ast að þeirri niðurstöðu að Landgræðslan hafi ekki verið metin sem skyldi fyrir sín afrek. Hálendið er í aðalatriðum þrískipt. Vestast og austast er það tiltölulega vel gróið og þar er gott beitarþol. Á móbergssvæði miðjunn- ar þar sem eldvirknin er yngst eru í öðru lagi svæði með bágbomu gróðurfari eða landeyð- ingu, en í þriðja lagi örfoka land, auðnir. Á svæðum í lítilli hæð og nærri byggð, þar sem gróðurtorfur eru í henglum en samt talsvert eftir af mold, má snúa vörn í sókn, til dæmis með lúpínu sem vinnur kraftaverk við þess konar að- stæður á fáum árum. Umfram allt verður þó að stöðva foksandinn. Landgræðslan er búin að sýna og sanna að melgresið dugar bezt til þess. Þá kemur að auðnunum; hvað á að gera við þær? Ákafir ræktunarsinnar telja ugglaust að með einhverju móti þurfi einnig að ná upp gróðri í þeim, enda þótt meiripartur af auðnum lands- ins sé í meira en 400 m hæð og þarmeð ofan við þau mörk þar sem líklegt er að ræktun beri ár- angur. Raunar eru þessi mörk í afar misjafnri hæð og má minna á að hin horfna byggð á Jök- uldalsheiði var í rúmlega 500 m hæð og þar er land ennþá grasgefið. A hinn bóginn ná auðnir á afréttum sunnanlands niður í 250-300 m hæð. Örfoka land, hraun og grjótfláka uppi á há- lendinu ætti ekki að reyna að græða upp, enda trúlega ekki hægt. Ekkert áfok kemur af auðn- unum; hver moldarögn, hafi hún einhvemtíma verið til, er á bak og burt. Af því stafar gróður- svæðum engin hætta og þessvegna segi ég: Lát- um auðnirnar í friði og lítum á þær sem sérstaka náttúru.Varla þarf lengur að efast um að auð- nimar eru auðlind. Ekki er langt síðan þótt hefði fremur fjarstæðukennt að slá slíku fram. Svo er samt ekki lengur almennt, en skoðanir em skipt- ar. Til em þeir sem ekki koma auga á töfra svartra sanda og annarra auðna. Þeir hafa í háð- ungarskyni talað um „svarta náttúruvemd" en flestum ætti nú að vera orðið Ijóst að svört nátt- úmvernd er nauðsynleg eins og sú græna. , Setjum svo að hægt væri að græða upp Ódáðahraun; gera allt grasi vafið suður í Kverk- fjöll. Sú hugmynd lætur áreiðanlega vel í eymm hugsjónamanna sem þreytast aldrei á að taka undir með Hannesi Hafstein í aidamótaljóði sínu: „Sú kemur tíð að sárin foldar gróa“, o.s.frv. Áður hef ég sagt að sárin skulum við láta gróa þar sem það er hægt. En auðnimar eiga ekkert skylt við sár. Þær em sérstök náttúra og margir líta svo á, að í þeim búi innsti kjami þessa lands og að hvergi verði fegurðin mikilfenglegri en einmitt þar. Það er sú fegurð sem heillar svo fólk sunnan úr Evrópu að sumir em búnir að koma 40 sinnum til Islands og fara þá ekki annað en beint inn á hálendið. Þegar frá er talinn frekar fámennur hópur íslenzkra ferðagarpa er óhætt að segja að landsmenn hafi sjálfir verið seinni til að meta þessa auðlegð en margir útlendingar. Það hefur þó breyzt á skömmum tíma; jeppa- menningin hefur stuðlað að því, en einnig hefur verið vaxandi áhugi á umhverfisvernd og há- lendinu í heild í kjölfar áforma um virkjanir. í íslenzka bændasamfélaginu og raur.ar eftir að það leið undir lok vora auðnirnar einskis virði, enda hefur sjálft orðið löngum haft neikvæðan hljóm. Af auðnum var ekkert gagn að hafa; þar vom engar grasnytjar og fyrr á tímum þóttu þær ljótar eins og hraunin, jafnvel ógnvænlegar. Við tengjum ekki auðnir lengur við ógnir- ;menn fara um þær einir án þess að bera minnsta ugg í brjósti. Fátt þykir mér áhrifa- meira en að vera aleinn í auðninni og hlusta á ör- æfaþytinn, sem heyrist bara í logni. Til þess að spilla ekki þessari nýlegu auðlind verður að umgangast hana með varfærni og virðingu. Æskilegast væri að geta haldið stómm svæðum gersamlega ósnortnum. En hér rekast á kröfurnar um algera friðun annars vegar og um aðgengi hins vegar. Menn segja sem svo: I nútímanum og trúlega einnig í framtíðinni verð- ur að vera sæmilegt aðgengi til þess að þessi auðlind sé nýtanleg. Það aðgengi er í talsverðum mæli til nú þegar með vegarslóðum og ef þeir era lagðir í landið með tilfinningu íyrir náttúr- unni og lágmarksröskun er hægt að sætta sig við tilvist þeirra. Ekki verður heldur hjá því komizt að hafa sæluhús eða gistingarskála í nánd við vinsæla staði, en þess konar hús þurfa ekki að æpa á athygli með skæram litum, eða standa á áberandi stöðum. Það er af og frá og ekkert nema öfgar að uppi- stöðulón séu ævinlega ljót eins og æði oft hefur heyrst upp á síðkastið. Vötn á hálendinu, og þá ekki sízt í auðnum, gæða umhverfið tilbreytingu og magna upp áhrifin. Ef Öskjuvatn, dýpsta vatn landsins, væri horfið úr sinni djúpu skál yrði það umhverfi ekki eins áhrifamikið. Sama má segja um Langasjó og mörg fleiri öræfavötn. Það er hrífandi að sjá fallegt skýjafar speglast í fjallavatni með auðnina allt um kring og ég neita að taka undir þennan söng um ljótleika vatna. Háspennulinur í fagurri, ósnortinni auðn era aftur á móti eins og hvert annað umhverfisslys; þar em þær aðskotahlutir sem hafa í för með sér hrikalega sjónmengun. Eftirtektarvert er, að mörgum finnst þessi tröllauknu möstur ails ekki vera til lýta í byggð og þéttbýli, en eins og hver annar illa gerður hlutur í auðninni. Þau em þó þeim kosti gædd að vera að mestu leyti aftur- kræf; allt annað en steyptan granninn undir þeim er hægt að fjarlægja. Ingvi Þorsteinsson náttúrafræðingur og einn af okkar mætustu vísindamönnum leggur áherzlu á algera beitarfriðun á miðhálendinu í grein í Morgunblaðinu í gær. Hann segir þar að nú sé ísland skilgreint sem mesta eyðimerkur- land Evrópu og þótt víðar væri leitað. „Helsta ástæða þessarar óskemmtilegu nafngiftar er sú staðreynd, að miðhálendið sem þekur um helm- ing af flatarmáli landsins, er að mestu gróðurs- nauðar auðnir", segir hann þar. Ég get með engu móti fallizt á að þessi sérstaða landsins sé skammarleg, en ítreka að frekari eyðingu gróð- urlendis þarf að stöðva. Ekki er ástæða til þess að láta auðnimar stækka þótt fagrar séu þær. Sá hálendisgróður sem náttúran myndar sjálf á löngum tíma í auðnum er ævinlega fallegur. En við ættum að hlífa þessu landi við því sem kalla mætti gervigróður. Grasfræi hefur sumsst- aðar verið dreift í góðri meiningu á örfoka land, en sáðgresið verður vægast sagt hörmulegt í þessu umhverfi. Allir sjá að það er aðskotahlutur og ekki partur af þessari náttúra. Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri er ekki sammála og telur sáningu sjálfsagt úrræði þar sem land hef- ur blásið upp, ef til vill af manna völdum. Hann vill hinsvegar að hinar mögnuðu auðnir, til dæm- is norðan Vatnajökuls, fái að vera í friði. En í nánd við byggð, til dæmis á Framafrétti Bisk- upstungna ofan við Gullfoss, telur Sveinn að sjálfsagt sé að útrýma hinni mikilfenglegu auðn sem þar er og hann telur að sáning flýti fyrir því að náttúralegur hálendisgróður dafni. Máli sínu til stuðnings vitnar Sveinn í orð Vigdísar Finn- bogadóttur: „Og þótt við höfum fyrir löngu lært að skilja fegurð og búsæld, lært að meta fegurð nakinna fjalla og úfins hrauns - þá er eitthvað í okkur sem andmælir því að kalla þær auðnir fagrar sem mannfólkið skapar sjálft með umstangi sínu. Það er eitthvað ónotalegt við það landslag, eitthvað sem er blátt áfram siðferðilega rangt.“ Hægt er að taka undir það á einu bretti að við eigum, ef hægt er, að bæta fyrir það tjón á nátt- úrunni sem beinlínis er af manna völdum. En þar kynni ýmislegt að vera á gráum svæðum og auðnin ofan við Gullfoss er þar á meðal. Færa má rök að því að beitarálag hafi flýtt fyrir jarð- vegseyðingu þar, en það er óvíst. Hitt er aftur á móti víst og byggt á rannsóknum vísindamanna, að einmitt þarna hefur land gróið upp og blásið á víxl allt frá landnámi. Mestan þátt í jarðvegseyð- ■ íslenzkir myndlistarmenn hafa ekki eins og við mætti búast sótt sér myndefni í auðnir landsins. Hinsvegar eru tveir vel þekktir norskir málarar, Odd Nerdrum og Patrick Huse, sem koma að stað- aldri til íslands til þess að fá innblástur í auðnum. Myndin er eftir Patrick Huse og var á sýningu hans á Kjarvalsstöðum. Ljósmynd: Gísli Sigurðsson. Jökulruóningur í auðninni á Tunguheiöi, innan vió Gullfoss. Hér er byrjað aó sá grasfræi, en sáögres- ið verður afar ónáttúrlegt og auðnin missir máttinn. í baksýn eru Jarlhettur. Ljósmynd: Gísli Sigurðsson. Auðn þarf ekki að merkja fjarveru alls gróðurs. Lággróður í nábýli við mosa kann að lifa milli steina. Þesskonar auðn getur verið talsvert litrík eins og myndin ber með sér, sem tekin var innarlega á Haukadalsheiði. ingunni telja menn að gosaska frá nokkram Heklugosum eigi, svo og það að þetta er harð- viðrasvæði. Það er því ekkert „siðferðilega rangt“ við auðnina ofan við Gullfoss og hliðstæður hennar má víða finna.. En sáðgresislopinn sem þar er kominn milli steina er að mínu mati ekki falleg- ur. Þar er verið að henda peningum og ég sé eft- ir þeim áhrifamiklu andstæðum sem þarna hafa ■*, lengi verið þar sem auðnin tók skyndilega við af blómlegu graslendi. GÍSLI SIGURÐSSON 1 O LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000 + LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000 1 1 *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.