Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 13
Peysuföt 19. og 20. aldar. Kona í prjónaðri peysu með klút um hálsinn, með djúpa skotthúfu, f peysufatapilsi, með handofna svuntu, í prjónuðum sokkum og á sauðskinnsskóm. Sitjandi kona í 20. aldar peysufötum, í saumaðri peysu, með grunna skotthúfu með löngum, svörtum silki- skúf, slifsi úr silki og silkisvuntu. Upphlutir 19. aldar. Kona og telpa í upphlutum með silki- og vírbaidýringu, konan með handofna svuntu og telpan með bómuliarsvuntu. Þær eru með djúpar skotthúfur og á sauðskinnsskóm. Drengur á 19. aldar karlmannabúningi. Búningar 19. aldar. Kona á faldbúningi með spaðafald, baldýr- aða treyju og blómstursaumi á samfellu. Stúlka með djúpa skotthúfu, klút um hálsinn, í baldýruðum upphlut, svörtu pilsi og köflóttri svuntu. Maður á karlmannabúningi með skotthúfu. Búningar 19. aldar. Kona t.v. í upphlut með líberíborðum, með handofna svuntu, djúpa skotthúfu og á sauðskinnsskóm. Kona t.h. í prjónaðri peysu með klút um hálslnn, djúpa skotthúfu, í peysufatapilsi, með handofna svuntu, í prjónuðum sokkum og á sauðskinnsskóm. Stúlka á upphlut 20. aldar með vírbaldýringu. Silkisvunta og stokkabelti. Stúlkan er að setja á sig húfuprjóna. sem var hversdags- og vinnuflík. Var hún oft- ast saumuð úr mislitum munstruðum efnum. Þegar farið var að sauma treyjur úr klæði, tók sniðið á peysunni ýmsum breytingum. Á 20. öldinni varð hálsmálið flegnara og með ísettum ermum breyttist víddin, til urðu púffermar með mismiklu púffi, samkvæmt tísku hvers tíma. Einnig tók slifsið ýmsum breytingum. Við eldri peysufötin voru notaðir klútar, en slifsi þróuðust snemma á öldinni. Fyrst voru þau löng og mjó, en stækkuðu síðan og breikk- uðu. Einna stærst hafa þau verið um 1920, breið og hnýtt í tvöfalda slaufu, náðu endarnir nokkuð langt niður og á þeim var kögur. Húfan tók einnig breytingum á 19. öld. í byrjun þrengdist skottið og lengdist, svo fór húfan að minnka og undir aldamótin 1900 var húfan orð- in afar lítil, skúfurinn langur og hólkurinn stærri en hafði tíðkast. Húfan var prjónuð fram á 20. öldina, en þá var farið að sauma húf- ur úr flaueli. Húfuprjónar eru til skrauts aftan á húfunni. Upphaflega voru þeir notaðir til að festa fléttuendana undir húfubrúnina, en nú li eru flestar konur með stutt hár, þá eru þeir eingöngu orðnir til skrauts. Upphlutur Upphluturinn var hluti af gamla faldbúning- num. I gömlu norrænu máli er talað um niður- hlut, sá hluti klæðnaðar, sem í dag heitir pils. Því var haldið uppi með flík, sem var nokkurs konar kot eða bolur og hét einfaldlega upp- hlutur. Var þessi flík eins konar lífstykki undir faldbúningstreyjunni og einnig peysunni. Þessi bolur (upphluturinn) var oftast mislitur, ýmist rauður, blár eða grænn eða svartur, þeg- ar nálgaðist lok 19. aldar. Um miðja 19. öldina var farið að nota bolinn við peysufatapilsið. Undir bolnum var nærskyrtan áfram og sams konar svunta og húfa, eins og notað vai’ við peysufótin. Þar með var kominn nýr búningur til sögunnar, sem kallast nú upphlutur. Upp- hluturinn (bolurinn) er reimaður saman með millum, sem ýmist eru 10 (5 hvorum megin) eða fleiri (allt að 16) og millureim með áfastri nál. Á 20 aldar bolnum eru hafðar 8 millur. Sitt hvorum megin við millurnar er skreyting, ým- ist líberíborðar (vírofnir borðar eins og við þekkjum helst á embættismannabúningum) eða flauelsborðai-, baldýraðir með mislitu silki og silfur- eða gullvír. Á nútímaupphlutnum eru borðarnir baldýraðir með gull- eða silfurvír eða þeir eru smíðaðir. Aftan á bolnum hafa ver- ið leggingar, ýmist flauelsborðar 2-4 cm breið- ir með stimum utan með, kniplingar eða líberí- borðar, sem eru sjaldgæfari. Það eru fáar myndir til af upphlutum frá fyrri tíð og mun skýringin vera sú, að hann þróaðist frá því að vera undirfatnaður og var fyrst notaður sem vinnufatnaður. Búningurinn var þá mun minna skreyttur en nú tíðkast. Á seinni hluta 19. aldar og byrjun 20. aldar fermdust stúlkur yfirleitt á peysufötum. Fólk klæddist sparifötum, þegar ljósmyndir voru teknar og það mun vera skýr- ingin á því að allar gamlar myndir sýna konur á peysufötum. Um aldamótin 1900 fer upphlut- urinn að taka meiri breytingum og nær rneiri útbreiðslu á 3ja áratugnum. Kallast hann því með réttu 20. aldar búningur. Eftir að eldri gerð upphlutsins var komin í almennari notkun eftir miðja 19. öldina var hann hversdags- klæðnaður, en peysufótin voru áfram kirkju- og sparibúningur. Upphaflega voru skyrturnar nærskyrtur. Þær voru saumaðar úr vaðmáli og lérefti og náðu upp í háls. Þetta gamla snið fylgir 19. ald- ar upphlutnum. Skyrturnar með 20. aldar bún- ingnum eru úr léttari efnum. Þai’ eru ermamar ísettar við handveg og með mismunandi háls- máli Upphluturinn hefur haldist lítið breyttur í sniði. Áftan á eldri upphlutnum er miðlegging í bakið, sem ekki er á 20. aldar upphlut. Utan- með flauelsborðunum á baki nútímaupphluts- ins eru hafðii' vírkniplingai’. Við nútímaupp- hlutinn eru notuð belti. Nú oftast doppubelti, sem eru pör og doppur, saumað á flauel, en að sjálfsögðu eru einnig notuð stokkabelti. Auð- velt er að skilgreina búningana, sem 19. og 20. aldar upphluti. Á síðari árum hefur áhugi fólks á eldri búningunum farið vaxandi og um leið er ástæða til að kynna sér búningana sem best og gera sér grein fyrir að ekki megi blanda saman LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000 I 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.