Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 16
Carl Friedrlch Schinkel (1781-1841): Á bökkum Spree við Stralau,1817. Olía á léreft. Þjóðlistasafni í Berlín. NORRÆN Bl RTUMÖGN Tíminn hefur leitt það í Ijós, að danskir málarar voru í litlu eða engu eftirbátar starfsbræðra sinna sunnar í álfunni á fyrri helmingi nítjándu aldar og eitt höfðu þeir framyfir þá, sem var hið klára Ijós norðursins. ♦ Þessi sérstöku staðbundnu einkenni voru einnig á dagskrá þýskra málara er leituðu fanga í birtumögn norðurhéraðanna og var hér fremstur Caspar David Friedrich. Þetta var viðfangsefni sýningar í Hambur- ger Kunsthalle, sem opnar aftur í Thorvald- sen-safninu í Kaupmannahöfn hinn 18. apríl. BRAGI .ÁSGEIRSSON segir hér frá sýningunni. AÐUR en rýnirinn flytur sviðið til Hamborgar vill hann rétt aðeins staldra við í Kaupmannahöfn. Átti hann eftir að herma frá fleiru markverðu, en skammturinn var orðinn fullstór í síðustu grein og fyrr er fullt en útaf flóir, eins og segir, tak- mörk eru fyrir því hvað hægt er að bjóða les- endum blaðsins í einum skammti. Ber það þá hæst að nýlega hefur verið opn- uð hönnunarmiðstöð, „Design center“ í mið- borginni, nánar tiltekið á H.C. Andersen- breiðgötunni beint á móti Tívolí, svo þangað ætti landinn auðveldlega að rata. Á neðstu hæð og hluta þeirrar efri er sýningarrými og þar er jafnan uppi ýmislegt markvert af núhönnun ásamt sígildri í bland til saman- ^burðar. Tekur ekki langan tíma að skoða mun- ina sem eru ekki minni nautn og ævintýri fyrir augað en margt hinum megin við götuna og svo er þar föl í farteskið óviðjafnanleg og ekta hönnun. I ljósi þess að vægi hönnunar er hérlendum naumast fullljóst, væri ráð að þeir legðu leið sína þangað, til að berja augum þessi undur númótunar, sem Danir hafa svo lengi staðið framarlega í og verið hefur ein aðaltekjulind þjóðarbús þeirra. Hin furðulega Nicolai-kirkja á mótum Ad- miralgade og Lille Kongensgade á sér merki- lega sögu, sem nær allt til ársins 1261, en ann- álar geta þess að þá hafi á staðnum verið vígð ‘ kirkja til vegsemdar heilögum Nikulási, vemdardýrlingi sjófarenda. Á sextándu öld varð hún móðurkirkja siðbótarinnar, og jafn- framt þróunarmiðstöð dönsku þjóðkirkjunn- ar, og þar prédikaði sá eðla Hans Tausen, sem innleiddi danskt mál í prédikanir og sálma. Frá 1957 hefur verið þar til húsa samtíma- listasafn, sem borgin rekur í samstarfi við samtök myndlistarmanna, með áherslu á sýn- ingar á framúrstefnulist, svipað og verið hefur með Nýlistasafnið. Þangað legg ég ávallt leið mína og fæ góðar upplýsingar um það sem er að gerast hverju sinni, sýningarskrár og aðr- ar heimildir. Framningarnir eru þar oftar en ekki mjög krassandi og að hluta til í ætt við Losta á Ak- ureyri, stundum mun grófari, en einnig eru innihaldslausar innsetningar í bland sem hreyfa við fáum, eins og var raunin með inn- setningu Svíans unga Ulfs Rollof að þessu sinni. Göng úr stálrörum, þöktum sítrónum, „Citromax", enduðu á myndbandi af tréstóí sem splundraðist. Skildi lítið eftir í sálarkirnu minni en vafalaust fullgilt innlegg í Tvíæring- inn í Feneyjum á liðnu sumri og æsir trúlega einstaka upp í grand. Meiri ávinning hafði ég af því að þræða alla gönguleið Jóns Sigurðssonar út að Norður- tollbúðinni, þar sem hann forðum skimaði eft- ir íslandsförum. Ekki síst fyrir þá sök, að þegar þangað er komið er örstutt í afsteypu- safnið, sem áður var til húsa í Ríkislistasafn- inu og er yfirmáta magnað á köflum, satt að segja á við ótal magnaðar innsetningar. Að þessu sinni voru gestirnir fullmargir, sem er óvenjulegt, en það truflaði ekki námsfólk á öll- um aldri, sem situr þar jafnan og teiknar af stakri þolinmæði. Það er ekki lengur síðustu farfuglamir, heldur framvarðasveit nývið- horfa, á tíma þegar núlistir eru orðnar að við- urkenndri salonlist dagsins, og ámóta spenn- andi og á seinni hluta nítjándu aldar... Dönsk list er að slá í gegn í Þýskalandi, rýn- irinn varð meira en var við það í Hamborg, ekki bara gullaldarmálararnir, heldur einnig yngri kynslóðir. Þannig hófst frægðarferill Martinus Rörbye (1803-1848): Útsýnl í nágrenni Rómaborgar med Tíber og fjallið Monte Sorcate í bakgrunni, 1835, olía á léreft. Listasafnið í Gautaborg. Caspar David Friedrlch (1774-1840): Bátsferð á Saxelfl, 1827, olía á léreft. Listasafnið í Diisseldorf. Pers Kirkeby í Þýskalandi, þar sem hann náði svo langt að verða prófessor við virtan listahá- skóla, áður en hann sló í gegn í heimalandi sínu. Fyrir nokkrum árum var í Hannover haldin sýning á verkum Önnu Ancher, dóttur veitingamannsins á Skagen, sem mikla at- hygli vakti, og síðastliðið haust var röðin kom- in að eiginmanni hennar Michael Ancher. í til- efni þess að 150 ár voru liðin frá fæðingu málarans var sett upp sýning á verkum hans í Altoaner-safninu í Hamborg, sem lauk 9. jan- úar. ítengslum við danska listahátíð í Ham- borg er svo í gangi sýning á teikningum gull- aldarmálarans Johans Thomas Lundbye í sama safni, sem stendur til 23. apríl. Nýlega lauk svo sýningunni „í ljósi Caspars Davids Friedrich", í Hamburger Kunsthalle, sem er ein veglegasta sýningarhöll í öllu Þýskalandi og eitt besta listasafnið að auki, jafnt á eldri sem nýrri myndlist. Voru þar til sýnis 100 málverk og myndefnin sótt til heimaslóðanna, en einnig Noregs, Alpanna og Ítalíu. Eins og ég hef áður greint frá, hóf Caspar David Friedrich feril sinn á Akademíinu á Kóngsins nýjatorgi í Kaupmannahöfn, og sömuleiðis Phillipp Otto Runge, sem var eitt af stóru nöfnunum í litafræðirannsóknum tím- anna. Hér uppstóðu hollar víxlverkanir, í ljósi þess að seinna urðu danskir málarar fyrir áhrifum frá þeim, einkum þó Caspar David Friedrich. Nýtækni og ferskar uppgötvanir varðandi eðli Ijóss og lita hafa stóraukið áhuga jafnt listamanna, sérfræðinga sem al- mennings á málurum þessa tímabils sem fleiri eldri tímaskeiða og þá ekki síst hvað þina svo- nefndu póstmódemista áhrærir. Á tímum gullaldarmálaranna tíðkaðist að fara um Þýskaland, með viðkomu í Dresden, suður á bóginn, til listaborganna Flórens og Rómar. Síður var farið um París þrátt fyrir að C.W. Eckersberg, prófessor við listaakademíuna, sem nefndur hefur verið faðir danskrar mál- aralistar vegna áhrifa sinna á marga gull- aldarmálara, hvetti nemendur sína eindregið til þess. Fyrir vikið féllu þeir ekki í sama mæli fyrir franskri hefð og lærimeistarinn, sem hafði numið hjá meistara nýklassísku stíl- bragðanna, J.L. David. Þetta hafði þó heilla- vænleg áhrif í þá veru, að það er eitthvað ynd- islega sér-danskt í málverkum þeirra, þótt Phllllp Otto Runge (1777-1810): Lltla Pert- hes, 1805, olía á léreft. Ustasafnld í Weimar. þýsku áhrifin séu vel merkjanleg. Eftir að gullaldarmálararnir slógu eftirminnilega í gegn í París, London og New York fyrir nokkrum árum hafa Þjóðverjar bersýnilega tekið við sér, vilja skiljanlega fá sinn bita af kökunni, vísa til áhrifanna frá þýskum sam- tímamálurum sem svo aftur höfðu orðið fyrir áhrifum frá þeim í Frans. En þannig hleður þetta á sig þegar hjólin eru nú einu sinni farin að snúast í listheiminum. Helstu einkenni málverkanna á sýningunni í Hamborg eru þau, að Þýskaland er í Þýska- landi en Danmörk í Danmörku, sem má vera aðalatriðið, svo er einnig þótt viðfangsefnin séu sótt til útlanda. Þetta telst meginatriðið í allri þjóðlegri og um leið alþjóðlegri listsköp- un, hún þolir síður alhæfingu, á hvorn veginn sem er, eins og dæmin sanna. Þá hefur það gerst að nýjar rannsóknir á T 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 15. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.