Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.2000, Blaðsíða 17
Constantin Hansen (1804-1880): Félagsskapur danskra listamanna í Róm 1837, olía á léreft. Ríkislistasafnið í Kaupmannahöfn. I Christen Köpke (1810-1848): Einn af þrem turnum Friðriksborgarhallar um 1834-35, olía á léreft. Listiðnaðarsafnið í Kaupmannahöfn. TVEIR SÆNSKIR SINFÓNISTAR eðli ljóss og lita hafa fært þessa og aðra eldri málara nær nútímanum, því með brjóstviti sínu voru þeir, stundum alls óvitandi, að af- hjúpa og gera sýnileg ýmis lögmál sem vísind- in hafa seinna staðfest sem rétt. í kilju um leyndardóma Ijóssins eftir Sidney Perkowitz, sem út kom 1998 og ég festi mér í bókhlöðu listhallarinnar er jafn mikið, ef ekki meira, vísað til málara og málverka þeirra og niður- staðna heimskunnra vísindamanna á liðnum öldum. Þannig hafa málararnir gagnast vísindunum og mannkyninu öllu meira en flestir hafa látið sér til hugar koma á seinni tímum, jafnframt er hér komin ein ástæðan fyrir því, að hinu skapandi handverki var gert jafn hátt undir höfði og vísindum í endurfæð- ingunni, er listhugtakið varð til. Og mynd- listarmenn eru enn að á fullu því engu síður er vitnað til núlistamanna og tilrauna þeirra með ljós og liti. Þetta ætti að renna stoðum undir miklvægi sjónmennta. Önnur sýning og engu ómerkari var í gangi í listahöllinni og nefndist hún „Gullgrunnur og himnaljós", og hafði með miðaldalist í Ham- borg að gera. Fyrir fimmhundruð árum var hið volduga altari kirkju Mariudómsins, eftir Absalon Stumme, vígt, en það hafði áður verið álitið löngu glatað. Svo gerist það hálfri öld seinna, næstum upp á dag, að það er mið- punktur mikilfenglegrar sýningar á dýrgrip- um kirkjulegrar miðaldalistar, og þótti jaðra við kraftaverk. Sýningunni var komið á lagg- irnar í samvinnu við sögusöfn Hamborgar er snerta list og listiðnað, kirkjuna, ríkisskjala- safnið og stofnun minjaverndar. Stórmerkileg sýning kirkjumuna, listaverka og bóka sem lauk 6. mars. Hefði mun frekar mátt ætla að þetta væri sunnudagur en eftirmiðdegi fimmtudags, því slíkur var straumurinn á báðar þessar sýning- ar, veitingabúð gömlu hallarinnar troðfull og ös í bókhlöðunni, þar sem fólk fletti bókum af stakri athygli og afgreiðslufólkið hafði nóg að gera... í aðalrými Flóðgarðahallanna, „Deichtor- enhallen", sem eiu aðalsýningarhallir núlista í borginni, var sýning á innsetningu Jason Rhoades; gríðarlegur frumskógur járnröra sem náði góða leið upp í rjáfur. A tveim stöð- um var svo hægt að taka sér far upp með eins- mannslyftu og fá yfirsýn yfir skóginn! I hálfri norðurhöllinni var framningur á frumlegum húsgögnum eftir Andrea Zittel, sem er eitt hið áhugaverðasta sem ég hef nokkru sinni séð af þessu tagi um dagana, það sem kom mér þó helst á óvart voru Ijósmyndir Ines van Lam- enswerde í hinum helmingnum. Að hluta til voru þetta sömu ljósmyndir og voru á sýning- unni í Listasafni Islands á liðnu ári, en þarna var allt annað að sjá þær, sökum magnaðrar upphengingar. Hafi ég ekki komist í samband við ljósmyndir listakonunnar í einum litlum og þéttpökkuðum sal Listasafns íslands, gripu þær mig nú sumar hverjar heljartökum. Hver einstök mynd var á afar markvissan hátt skorðuð á vegg og ferli upphengingarinnar mjög frumlegt, engin stöðluð lögmál, til dæm- is voru sums staðar þrjár myndir í rými af svipaðri stærð og salurinn í Listasafni Is- lands. Sýningunum lauk 27. febrúar. TONLIST Sígildír diskar WIRÉN Kurt Atterberg: 1. sinfónia Op. 3 í h-moll (1910); 4. sinfónía Op. 14 í g-moll (1920). Út- varpssinfóníuhljómsveitin í Frankfurt u. slj. Aris Rasilainen. CPO 999 439-2. Upptaka: DDD, Utsendingarsal hessneska útvarpsins, Frankfurt, 30.11.-4.12.1998. Útgáfuár: 1999. Lengd: 61:55. Verð (12 tónar): 1.800 kr. SVÍÞJÓÐ, „ægishjálmur Eystrasalts" , var stórveldi á 17. öld, og kváðu sumir Svíar enn í dag eiga erfitt með að kyngja þeirri beizku staðreynd að geta ekki státað af al- þjóðlega þekktu tónskáldi í fremstu röð eins og Sibelius eða Carl Nielsen. En að öllum stórveldisdraumum og þjóðernishyggju for- tíðar slepptum - sem óvefengjanlega hafa sett mark sitt á fjölmörg rómantísk hljóm- sveitarverk (ekki bara meðal Norðurlanda- þjóða), a.m.k. unz nazisminn kom ákveðnu óorði á slíkt - þá verður ekki af frændþjóð- inni skafið, að hún á býsna mörg hljóm- kviðuskáld í næstfremstu röð, sem sum mættu heyrast oftar hér um slóðir en raun hefur borið vitni. Eitt þeirra var Gautaborgarbúinn Kurt Atterberg (1887-1974) sem aðeins hefur komið við sögu í Sígildum diskum einu sinni áður,- nánar tiltekið 3. Svíta hans fyrir fiðlu, víólu og strengi frá 1917 á BlS-safndiskinum „A Swedish Pastorale“ (SD 11.2. 1995), nema hann hafi hugsanlega einnig slæðzt með sem sönglagahöfundur á stöku stað. Þó rámar mig í að „Dollarasinfónían“ svokallaða, nr. 6, hafi komið sterklega til greina sem umfjöll- unarefni, en með henni sigraði Atterberg í alþjóðakeppni 1928 í tilefni af 100. andlátsári Schuberts á vegum Columbia-plötuútgáfunn- ar - enda þótt brezki gagnrýnandinn Ernest Newman hafi látið að því liggja, að sigur- vegarinn hefði vísvitandi hermt eftir stíl kunnra eftirlæta dómenda[!]. Stóð á sínum tíma um það nokkur styrr. En hvað sem því líður, þá komst Kurt Att- erberg undir öllum kringumstæðum ekki sof- andi að vegsaukanum, enda leitun að atorku- samara norrænu tónskáldi þegar allt er tekið með í reikninginn. Hann var menntaður verkfræðingur og starfaði lengi framan af ævi sem slíkur hjá Einkaleyfisskrifstofu rík- isins, auk þess að fást m.a. við hljómsveitar- stjórn og ekki sízt tónlistarfélagsmál (með- stofnandi Tónskáldafélags Svía og höfundarrétthafafélagsins STIM, meðlimur Tónlistarakademíunnar og virkur trúnaðar- maður landa sinna í alþjóðasamtökunum CISAC og ISCM). Engu að síður tókst hon- um jafnframt að semja hvorki fleiri né færri en 9 sinfóníur, 5 óperur, 5 konserta og 10 hljómsveitarsvítur, auk smærri verka. 2.-6. sinfóníur Atterbergs voru samdar á aðeins einum áratug. Lengra varð milli hinna síðari, enda hrönnuðust félagsstörfin upp á sama tíma. Notkun þjóðlagastefja er mest áberandi í nr. 4 og 8, en annars er hljóm- sveitarpensill Atterbergs breiður og tjáning- arríkur og tónmálið oft stórbrotið í anda sí- ðrómantíkera eins og Richards Strauss. Raunar kallaði Atterberg sjálfan sig „þjóð- legan klassisista“ , í andstöðu við „þjóðlegan rómantista" eins og Hugo Alfvén, og þrátt fyrir nokkuð áberandi skort á pólýfónískri hugsun. í ljósi sögunnar verður Atterberg að líkindum talinn íhaldssamt tónskáld fyrir sinn tíma, sérstaklega eftir seinni heims- styrjöld, þegar Norðurlöndin fóru að taka virkari þátt í nýjum straumum og stefnum sunnar úr álfu. Annars má til gamans nefna, að líkt og 9. sinfónía Beethovens virkjai' „Nían“ Atterbergs einsöngvara og kór. Hún fjallar um ekki ómerkilegra efni en Völuspá, og ætti að óheyrðu að vera athugandi dag- skrárefni fyrir Sinfóníuhljómsveit Islands. Kurt Atterberg hefur hin síðustu ár staðið nokkuð í skugga endurreisnar Hugos AJfvén á alþjóða plötumarkaði, og hafði raunar verið hálfgleymdur utan heimalands síns í hálfa öld; trúlega að hluta vegna vinsælda hans í Þýzkalandi fyrr á öldinni og þar af leiðandi félagstengsla við Þriðja ríkið, þótt fátt bendi til fylgilags við nazismann. Þvert á móti er andinn í þessum tveimur sinfóníum norrænn frekar en stórgermanskur og birtan ljósra sumamótta, þrátt fyrir höfga og ástríðu nr. i Vinnubrögð höfundarins eru fagmannleg fram í fingurgóma í samræmi við fullyrðingu hans: „Eg hef aldrei samið formlaust stemmningarstykki á ævinni!" Hefði pólýfón- ísk tækni verið tíðari, mætti því kannski kalla hann e.k. norrænan Brahms. Hin þjóð- lega dansfimi í Fjórðu sinfóníunni er ólíkt léttstígari en straussneskur „patos“ þeirrar fyrstu og útheimtir töluverða snerpu hjá hljómsveitinni, sem finnski stjórnandinn nær vel fram úr Frankfurt-sveitinni í vandaðri hljóðritun smáu en knáu hljómdiskaútgáf- unnar í Osnabrúck. HAFI Atterberg átt takmörkuðu fylgi að ATTERBERG Dag Wirén: Sinfónfa nr. 2 í Es-dúr Op. 14 (1939); Sinfónfa nr. 3 Op. 20 (1944); Konsert- . forleikur nr. 1 Op. 2 (1931); Konsertforleikur^ nr. 2 Op. 16 (1940). Sinfóníuhljómsveit Norr- köpings u. slj. Thomas Dausgaards. CPO 999 677-2. Upptaka: DDD, Norrköping 3.-5.2. 1999. Útgáfuár: 2000. Lengd: 65:38. Verð (12 tónar): 1.800 kr. fagna utan Norðurlanda og Þýzkalands, kannski sumpart vegna áðurgetinna (og of- metinna) tengsla við Þúsundáraveldi Aría, sló Dag Wirén (1905-86) aftur á móti snar- lega í gegn í enskumælandi löndum með Serenöðu sinni fyrir strengjasveit frá 1937»»- þar eð BBC notaði lengi upphaf lokaþáttar sem einkennistef í menningarþættinum Monitor; spígsporandi skáreimamars sem dró dár að germönskum gæsagangi og stór- þýzkri látúnssúpu. Dag Wirén var kristals- tær nýklassisisti af franska skólanum eins og samtímahöfundar hans Gunnar de Frumerie og Erland von Koch og skapi fjærst að velta sér upp úr ólgusjó rómantískrar tilfinninga- vellu. Það var sömuleiðis andstætt náttúru Wiréns að notast við þjóðlagastef líkt og margir samlandar hans. Hann leit meira á sig sem alþjóðlegan höfund en sænskan og blandaði lítt geði við næsta nágrenni sitt á efri árum. Dag Wirén var áður á dagskrá hér í dálki 17.10. 1998 með sinfóníum sínum nr. 4 og 5 frá 1952 og 1964 og ballettsvítu úr Óskars-^ dansleik, ómótstæðilegum fjársjóði af smell- andi eftirminnilegum stefjum. Og þótt seinni sinfóníurnar séu heldur innhverfari í anda en nr. 2 og 3 á þessum diski frá 1939 og 1944 sakir aukinnar notkunar á stefrænni um- breytingartækni, ber allt að sama brunni: ég er farinn að hallast að því að Dag Wirén sé vanmetið tónskáld. Menn hafa trúlega látið blekkjast af Mozart-kenndum ytri léttleika og gegnsæi verkanna á tímum ofhugsaðs konstrúktív- isma, þegar allt þurfti að vera gegnnjörvað og harðriðið strax frá yfirborði og niður úr til að hljóta náð fyrir augum framúrspekinga. Vinsældir Serenöðunnar hafa sjálfsagt hjálp- að til að Wirén fékk snemma á sig einhæfan stimpil afþreyingartónskálds og gleymdist að öðru leyti. Einnig hefur haft sitt að segja hversu erfitt er að skila tærum en hvössum* stíl hans til fullnustu, og geldur höfundur þess án nokkurs vafa að hafa enn ekki verið hljóðritaður af sinfóníuhljómsveitum á heimsmælikvarða. En þangað til að því kemur er Norrköp- ing-sinfóníuhljómsveitin ekki amaleg milli- lending. Strengjadeild hennar virðist svolítið undirmönnuð, en hljómlistarmennirnir leggja sig auðheyi'ilega alla fram eins og fyrri dag- inn undir drífandi stjórn Thomas Daus- gaards í prýðisgóðri upptöku sænskra tækni- manna cpo-útgáfunnar. Hér fer svo sannarlega enginn gruflandi moðreykur. Það gustar fersku Lapplandsloftj- af þessum sænska sinfónista, og bendir æ fleira til að sá ferskleiki eigi eftir að endast betur en sumt frá miðri öldinni sem nú er hæst hossað. Ríkarður O. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. APRÍL 2000 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.