Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 3
LESBðK MORGUNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 18. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI MINJASAFNIÐ A AKUREYRI er athyglisvert og nútímalegt safn og þar er uppi sýningin „Eyjafjörður frá önd- verðu“. Þar eru eyfirzkar minjar settar upp á listrænan og fræðandi hátt en síðar í vor bætist við sýningin „Akureyri - bærinn við pollinn“ þar sem saga þessa verzlunarstað- ar er rakin. Gísli Sigurðsson leit á minja- safnið. NORLINGAHOLT í námunda við Reykjavík hefur áður verið til umfjöllunar í Lesbók og hafa Indriði G. Þorsteinsson og Einar Birnir bent á sinn staðinn hvor. Nú færir Guðmundur Víðir rök að því að Norlingaholt sé enn annars- staðar og hann skrifar einnig um hinn merka sögustað Þingnes. FORSÍÐUMYNDIN NIKOLAIM. SIMONOV er maður nefndur og er hann skurðlæknir í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Eftir hann er grein sem heitir „Einskonar föðurland í mínum huga“ og þar á hann við ísland. Hingað hefur hann þó aldrei komið en við lestur íslendingasagna fékk hann ást á þeim og landinu einnig. SVEINSHÚS í Krýsuvík, þar sem Sveinn Bjömsson list- málari hafði um árabil vinnustofu sína, hef- ur nú fengið nýtt hlutverk. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði afhentu í gær Sveinssafni húsið til eignar og munu synir Sveins á næstunni opna húsið gestum og veita þeim innsýn í líf og list föður síns. Margrét Sveinbjörnsdóttir ræddi við Erlend og Þórð Heimi Sveinssyni. er úr kirkju- og klaustradeild í Minjasafninu á Akureyri. Þarna sést m.a. eftirmynd í réttri stærð af Ufsa-Kristi, p.e. Kristslíkneski frá Ufsum í Svarfaðardal. Ljósm. Gísli Sigurðsson. DAVÍÐ STEFÁNSSON SEGIÐ ÞAÐ MÓÐUR MINNI Segið það móður minni, að mig kveðji til ijóða andi frá ókunnu landi og ættjörðin góða, máttur, sem storm stillir, stjörnublik á tjörnum oglöngun til aðlýsa leitandi börnum. Segið það móður minni, að mér sé hennar tunga söngur, er létti löngum lífsharm, snjóþunga. Sá égí orðum oganda Island úrsærísa og hlaut í völvunnar veðrum vemd góðra dísa. Segið það móður minni, að mörg hafi sprek brunnið, héla, sem huldi rúður, hjaðnað og í-unnið. Skin leggur af skari. Skuggar falla á glugga. En minningar á ég margar, sem milda oghugga. Segið það móður minni, að mighafi eitt sinn þrotið hug og dáð til að duga og duftinu lotið. Ungur í annað sinni eygi égnýja vegi, fagna kyniátum kvöldum ogkomanda degi. Davíð Stefánsson fæddist að Fagraskógi við Eyjafjörð 1895 en átti alla ævi heima á Akureyri, í Davíðshúsi, þar sem hann lézt 1964. Með fyrstu Ijóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, 1919, sló Davíð nýjan streng í Ijóðagerð og má segja að honum hafi sem skáldi verið tekið opnum örmum. UM SÉR- FRÆÐINGA RABB Sérfræðingur er maður sem veit meira og meira um minna og minna. N.M. Butler. að fer um mig hálfgerður hroll- ur þegar ég heyri orðið sér- fræðingur. Ekki svo að skilja að þeir sem titlaðir eru sérfræðingar eða hafa orðið fræðingur í starfsheiti sínu séu ekki alls góðs maklegir. Margir þeirra gera ýmislegt þarflegt og láta gott af sér leiða. Nei, það er fremur hugmyndafræðin í kringum fræðingana og sá sess sem þeir eru farnir að skipa í samfélaginu sem skýt- ur mér skelk í bringu. Æ oftar heyri ég fólk enda mál sitt á þessari setningu: - Annars er ég nú ekki sérfræðingur í þessu. Það er eins og fólk sé orðið hrætt við að láta í ljósi skoðun sína án þess að slá þennan varnagla sem gefur ákveðna vísbendingu um undirgefni al- mennings við sérfræðingaveldið. Astæðurnar eru eflaust margar. Fjöl- miðlar hafa verið iðnir við að leita álits alls konar fræðinga í hverju máli. Þeir eru spurðir spjörunum úr hvernig þetta hafi nú verið, hvemig það sé og hvernig það muni þróast. Oft er leitað til sömu aðila áratugum saman í hvert skipti sem upp koma álitamál í fræðigreininni og fólk fer smám saman að trúa því að í þessum einstaklingum sé sam- ankomin öll vitneskja mannkynsins á þessu tiltekna sviði. Sérhæfing hefur sífellt verið að aukast eftir því sem tækninni fleygir fram og sam- félagið verður margbrotnara enda vonlítið að kunna skil á öllu því dóti. Það leiðir til þess að einstaklingurinn reiðir sig í ríkari mæli á hollráð og úrlausnir svokallaðra sérfræðinga. Allt er þetta hluti af þróuninni og gott og gilt, svo framarlega sem maður afsalar sér ekki þeim framburðarrétti að hugsa sjálfstætt og taka ákvarðanir um eig- ið líf, hvað sem öllu sérfræðiáliti líður. Hættan mikla liggur í því að sérfræðing- urinn fái oftrú á þekkingu sinni og hæfni. Að hann haldi sig vita meira en hann veit og hugsi um það eitt að leysa ákveðið vanda- mál án tillits til þess hvaða afleiðingar sú lausn kann að hafa í heild sinni. Við þekkj- um öll hið óbætanlega tjón sem hlotist hef- ur af ýmsum skyndilausnum á borð við minkarækt, karakúlfé og eitruð hræ sem borin voru út á gaddinn til að útrýma vargi. Að fenginni reynslu ætti það því ekki að koma neinum á óvart þótt íhugulir og ábyrgir menn í landbúnaði vilji gefa sér góðan tíma til að skoða hugmyndina sem nýlega er fram komin um innflutning á fóst- urvísum einhverra ofurkúa. Algengir nú á dögum eru fjármálasér- fræðingar hvers konar sem eiga að sjá til þess að fyrirtækin sem þeir vinna hjá skili hagnaði. Þeir gegna oftar en ekki hlutverki málaliða sem þjónað hafa harðsvíruðum valdaklíkum af ýmsu tagi frá því sagnir hóf- ust og gildir þá einu hvort um er að ræða ríkisstjórnir eða auðhringa. Það eina sem hefur breyst eru einkennisbúningar og vopn. I staðinn fyrir hringabrynjur og brugðna branda eru komnir hvítir flibbar, skjalatöskur og dularfullar færslur á tölvu- skjá. Kraftaverkamenn þessir hugsa því miður oftast um það eitt að ná árangri, enda ætlast til þess af þeim. Valdhafar og hlut- hafar láta sér yfirleitt í léttu rúmi liggja hvaða leiðir eru farnar tO að ná settu marki. Þar sem aðrir hafa þurft frá að hverfa taka þessir snillingar til hendinni, vopnaðir rörsýn og siðblindu. Gott dæmi um slíkt samviskuleysi meðal ýmissa hagfræðinga og fjármálaspekinga nútímans er lausn þeirra á efnahagsvanda ónefndra þjóða í kringum okkur. Þeir kom- ust sum sé að þeirri niðurstöðu að besta og öruggasta leiðin til þess að auka hagvöxtinn væri að leggja ofurkapp á vopnaframleiðslu og vopnasölu. Sérfræðingar tóbaksfyrirtækjanna, hvort sem þeir eru menntaðir í lögfræði, viðskiptafræði eða sálfræði, beita allri sinni sérfræðikunnáttu til þess að koma eitrinu ofan í sem flesta meðbræður sína, sér og fyrirtæki sínu til framdráttar. Sagt er að þeir herramenn noti vöruna ekki sjálfir, enda er sá fíkniefnasali heldur skammlífur í bransanum sem ánetjast efninu sem hann hefur á boðstólum. Sérfræðingar í læknisfræði hafa oft leitt miklar píslir yfir sjúklinga sína. Ekki er ýkja langt síðan tennur, kirtlar og önnur ómissandi líffæri voru umsvifalaust fjar- lægð undir því yfirskini að það myndi lækna hina og þessa kvilla. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega en sjúklingurinn dó. Vottar Jehóva hafa löngum verið út- hrópaðir og fordæmdir fyrir það að vilja ekki þiggja blóð, ekki einu sinni handa dauðveikum bömum. En það kom á daginn að þeir höfðu víst haft eitthvað til síns máls þegar blóðþegar veiktust í stóram stíl og dóu hryllilegum dauðdaga vegna þess að þeir höfðu fengið sýkt blóð við blóðgjöf. Ekki minnist ég þess þó að hafa nokkurs staðar séð eða heyi’t uppi hafðar málsbætur handa þessum trúflokki. Ofsóknimar halda áfram. En fræðingarnir þurfa einnig að glíma við annan og öllu skringilegri vanda. Eg hef enn ekki hitt stjömufræðing sem hefur gaman af að horfa á stjömurnar dansa á himninum né getað merkt hjá honum lotn- ingu eða hrifningu á þeirri sýningu. Aftur á móti hefur hann viljað ræða við mig um zenith og nadír, þvergöngu og hábaug, út- lista þetta fyrir mér á blaði, og fjandinn hafi það sem ég hef getað fengið hann til að líta upp úr þeim teikningum. Þegar ég sýni jarðfræðingi fallegan stein byrjar hann að tala um kornastærð. Ef mér verður á að dá- sama ilm litfagurs blóms við grasafræðing bendir hann mér á bogstrengjótt blöð. Sál- fræðingurinn lítur út fyrir að hann muni sálast á hverri stundu. Guðfræðingurinn glatar trúnni. Málfræðingurinn flækist í beygingarendingum ef hann ætlar að opna munninn til að tjá sig. Bókmenntafræðing- urinn verður á endanum ólæs og svona mætti lengi telja. Trúlega er best að vera óbreyttur, reyna af fremsta megni að þróa með sér heil- brigða skynsemi sem verndar mann gegn sölumönnum hugmynda og hollráða og venja sig á að spyrja þrotlaust spuminga án þess að ætlast til að fá hið endanlega svar. EYSTEINN BJÖRNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. MAÍ 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.