Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 5
hann á „hinn mikla íslenska skóla, skóla án nokkurra fylgjenda. Af þessum sökum voru bókmenntalegar uppgötvanir þeirra endur- uppgötvaðar af fremstu skáldajöfrum Vest- urlanda eftir nokkurra ára fálm í myrkri." (Epic and Romance, 1896.) Eg hugsa að nóg sé sagt til að skýra örlög norrænna manna sem voru á sama tíma óvenjuleg og einskis virði. Hvorki innrásir þeirra né bókmenntir hafa skilið eftir nein áþreifanleg spor í heimssögunni. Þeir gufuðu einfaldlega upp sem draumur eða hurfu líkt og glerkúla sjáandans. Norrænir menn á 12. öld vpru frumherjar í skáldsagnaritun. Það voru Islendingar sem voru fyrstir til að meta að verðleikum hæfileika sem kenna má við Norman Flaubert. En líkt og Ameríkufundur þeirra geymdist sú uppgötvun í hinu mikla heimsbúi sem dulúðug og árangurslaus.“ Eg var altekinn hrifningu og vonbrigðum á sama tíma. Hann er fullur aðdáunar en kemst þó að rangri niðurstöðu. Hvað meinar hann með „bíða þess enn að vera lesnar og skildar", „dulúðug og árangurslaus"? Þetta er fjarri lagi og ekki vegna þess að sögurnar náðu athygli flestra bókmenntafræðinga og sagnfræðinga heldur frekar vegna þeirra sterku andlegu áhrifa sem þær hafa á les- andann. Þær hálfpartinn „stilltu af‘ líf mitt og voru mér mikil hjálp og sennilega ekki mér einum. Islendingar sköpuðu ekki ein- vörðungu bókmenntir sem slíkar. Með varð- veislu á marglitum heimi fortíðar uppgötv- uðu þeir ný lönd og jafnvel heimsálfur og eru forfeður heilla þjóða. Þegar hér var komið sögu var ég sann- færður um það að ég væri blóðtengdur ís- landi, sem er þó algjörlega óhugsandi. Ég fann enga aðra ástæðu fyrir tilfmningum mínum. Þjóðerniskennd er mér algjörlega framandi. Ég hef aldrei skilið hvers vegna fólk er flokkað eftir kynþætti og þjóðerni. Hver þjóð, eins og hver einstaklingur, hefur að sjálfsögðu sín einkenni og sérkenni, stundum spaugileg og stundum alveg hvers- dagsleg, sem njóta skulu virðingar. Þau skyldu ávallt höfð í huga og ber að nálgast af háttvísi og tillitsemi. Maður getur dáðst að ólíkum konum en verið ástfanginn af aðeins einni. Við getum dáðst að fegurð Suðurlanda en þó borið djúpan kærleika til norðursins. Ég gekk að „erfðafræðilegum skyldleika“ við Island sem gefnum eða réttara sagt tengsl- um milli íslands og Rússlands. Upp frá því sökkti ég mér niður í lestur vísinda- og sagn- fræðirita og leitaði mér sífellt meiri upp- lýsinga um efnið. Því miður hafa einungis ör- fáar íslendingasögur verið þýddar yfir á rússnesku. Ég var upptekinn við vinnu og hafði ekki tíma til að læra íslensku eða önnur norræn tungumál og enskukunnáttu minni er talsvert ábótavant. En heppnin var með mér þegar ég fann í Þjóðarbókasafninu eintak af nokkrum þýðingum af Islendingasögunum frá lokum 19. aldar, sem hafa hvorki verið gefnar út né endurþýddar síðan. Þannig las ég Örvar-Oddssögu og Eymundssögu (Yng- vars saga víðförla). I Orvar-Oddssögu veldur hauskúpa hests dauða aðalsöguhetjunnar, eins og mörgum er kunnugt, og í rússneskum annálum sjáum við svipaða fléttu. Oleg prins hinn mikli, sá sem hertók Miklagarð (Konst- antínópel), dó af sömu orsökum. Hér verð ég að leyfa mér dálítinn útúrdúr. Mér er kunn- ugt um að mikið hefur verið ritað um Islend- ingasögurnar á mörgum þjóðtungum þar sem er túlkað og greint hvert smáatriði og sögulegar staðreyndir sagnanna. Margir bókmenntafræðingar hafa eytt mestum hluta ævinnar í rannsókn á hinu mikla efni nor- rænna sagna. Markmið mitt er þó annað. Mér er einungis í mun að deila hugsunum mínum og tilfinningum með íslendingum, til þess að sýna þeim hvað er á seyði innra með mér og að hvaða niðurstöðu ég hef komist. Af þessum sökum get ég ekki annað en minnst á margtuggnar og vel þekktar staðreyndir og kemst ekki hjá því að pirra ákveðinn hóp fólks. En ekkert er við því að gera og það verður að hafa það. í fyrstu gladdist ég yfir því að Örvar- Oddssaga og sagan um Oleg prins eiga svona margt sameiginlegt. Síðan olli það mér heila- brotum. Af hverju hafa ekki komið fram nýj- ar útgáfur eða þýðingar á íslendingasögun- um frá því 1898-1903? Þær hefðu verið mjög áhugaverðar, ekki aðeins fyrir sérfræðinga heldur einnig fyrir almenna lesendur. Stuttu síðar taldi ég mig hafa fundið svarið við því. Bókmenntagagnrýnendur - stjórnmálamenn hljóta að hafa verið tregir til að draga athygli að slíkum staðreyndum sem græfu undan stöðu Slava í rússneskri sögu. Því hvers vegna hefði Eymundur haft svona mikil af- skipti af rússneskum málum? í almáttugs bænum! Er þetta ekki eftirtektarverð stað- reynd fyrir hvern þann sem vill læra um sögu þjóðar sinnar?! Þessi sögulega stað- reynd varpar ljósi á eitt augnablik við mynd- un Rússlands. Hversu lítilmótleg eru þá ekki þessi óttaviðbrögð. Síðustu tvær sögurnar sem ég las eru, líkt og Heimskringla, ótvíræður vitnisburður um hin nánu tengsl sem ríktu milli Skandinavíu og Rússlands frá ómunatíð. Á sama tíma hafði ég sökkt mér niður í rússneska annála, greinar bæði gamlar og nýjar um forn kort rússneskra og slavneskra sagnfræðinga og bókmenntafræðinga. Þessar bækur og þýð- ingar, athugasemdir og inngangar sem voru skrifuð af fjölmörgum fræðimönnum vöktu með mér von. K'onstantin Bagryanorodny, Solovjev, Pogodin, Klyuchevsky, og síðar Lovmyansky, Melnikova, Gurevich, Ryba- kov, Sminitskaya og síðast en ekki síst M.I. Steblin Kamensky. Hann virtist hafa komist að svipuðum niðurstöðum og ég sjálfur þrátt fyrir að mín þekking á Islandi væri lítilfjör- leg í samanburði við mikla þekkingu þessa stórmerka fræðimanns. Mér leið ótrúlega vel með að hafa komist að rótum uppruna míns. Og ímyndunarafl mitt bjó til kenningu (kenningu til minna eig- in nota) sem útskýrði erfðafræðilegan upp- bjuggu þeir við hlið og innan um finnska og slavneska ættbálka sem komu í stórum hóp- um úr suðri. Þar með lögðu þeir til sinn skerf við myndun rússnesku þjóðarinnar. Fjöl- breytileiki rússnesks eðlis er upprunnið úr skörpum en sérstæðum einkennum þessara fornu hópa sem byggðu þessi svæði. Hin slavneska skapgerð, listhneigð og verkkun- nátta, gegnsýrð af grískri menningu og frels- isást, herská ævintýramennska norrænna manna, þrautseigja og iðni Finna - er þetta ekki dásamleg blanda? Hér langar mig að vitna í formála að þýðingu Eiríkssögu rauða eftir Syromyatnikov (Pétursborg 1903): „Norrænar sögur veita ekki nákvæma lýs- ingu á lífi norrænna manna á rússneskri grund. Aðeins brotakenndur vitnisburður um norræna menn í Novgorod og Kiev hefur varðveist. Landið þar sem sögurnar urðu til - ísland - er langt frá Upplöndum (um 2500 km), héraði í austur Svíþjóð sem sendi vopn- aðar hersveitir til Rússlands og Tsar-Grad. UM NICOLAI N. SIMONOV FAÐIR Nikolai N. Simonovs var frægur, rússneskm- sviðs- og kvikmyndaleikari. Hann lék aðalhlutverk í frægum kvikmyndum eins og „Pétur • mikli", og „Broddflugan“, sem er kvikmynd gerð eftir leikriti Leo Tolstoy „Lifandi lík“. Auk þess að vera leikari var faðir Nikolai frumlegur málari. Hann málaði jafnhliða leikhúsinu alla sína starfsævi. Nickolai fæddist 16. októ- ber, 1941 í Novosibirsk. Mat- ur var af skornum skammti á uppvaxtarár- um drengsins og fjögurra ára gamall varð hann að fara með ömmu sinni og búa í litlu þorpi í Norðvestur-Rússlandi þangað til hann var sjö ára. Að lokinni hefðbundinnni skólagöngu nam hann læknisfræði í Leningi'ad og út- skrifaðist 1964. Hann valdi læknisstarfið af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi áleit hann að það myndi hjálpa sér til þess að kynnast lífínu og öðru fólki betur og í öðru lagi vildi hann vera viss um að geta hjálpað fólki. Eftir að hann útskrifaðist úr skólanum vann hann sem skurðlæknir á litlu sjúkra- húsi í borginni Priozersk á norðurbakka Ladoga-vatns. Hann var heillaður af skurðlækningum, aðallega vegna þess að hann fann strax fyrir umbun eftir að hafa hjálpað einhverjum einstaklingi, sem var í vanda staddur. Hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á því að það sé miklu mikilvægara að verða að liði í raunverulegum kringumstæðum heldur en að prédika kenningar um alls- herjar hamingju. Ariðl968 fór hann aftm- til Leningrad (St. Pétursborg- ar) og hóf störf á skurðdeild maga- og þarmaæxla á æxlarannsóknar- stofnun Petrov. Þai' hefur hann unnið í meira en 30 ár og verið yfirlæknir síðustu 7 árin. 1975 varð hann Ph.D. og 1983 varð liann doktor í vísindum og prófessor. Sér- grein hans er að fjarlægja með skurðað- gerð æxli í vélinda, maga, ristli og enda- þarmi. Árangur læknisstarfa hans og rannsókna hefur birst í sérstökum lækna- tímaritum bæði í Rússlandi og öðrum lönd- um. Eiginkona Simonovs, Ida Vannovskaya, er líka læknh'. Sérgreinar hennar eru lífg- unarlækningar og svæfingarlækningar. Þau hafa verið gift í 36 ár. Þau eiga einn son sem heitir Nickolai og sonardóttur sem heitir María. Nickolai N. Simonov runa minn á íslandi. Spurull hugur, óþreyju- full og leitandi hugsun hvetur til nýrra uppgötvana - þessir eiginleikar eru til staðar í norrænu fólki. En íslendingar hafa ákveðna sérstöðu meðal norrænna þjóða. Þegar Haraldur hárfagri lagði undir sig gjörvallan Noreg og vann lokasigurinn í Hafursfirði gáfust margir hersar og jarlar upp, gengust honum á hönd og gerðust tryggir fylgjendur hans, en þó ekki allir. Þeir sem unnu frelsinu mest gátu ekki þolað þetta ok og kusu að hverfa á braut. Það voru þeir sem uppgötv- uðu nýjar lendur og byggðu hið nýja og frjálsa Island. Þeir sigldu, byggðu hús, fundu nýjar eyjar og álfur. Þeir voru ákafir landa- fundamenn og færðu sig frá einum stað til annars. Eiríkur rauði er dæmigerður fulltrúi þeirra. Hann og faðir hans, Þorvaldur, hurfu frá lendum sínum að Jaðri til hins nýja föð- urlands, Islands. Þegar aðstæður urðu róst- ursamar komu þeir sér upp nýrri nýlendu, nú á Grænlandi. Sonur hans Leifur og Þorf- innur karlsefni voru um margt honum líkir. Þeir héldu jafnvel enn lengra og byggðu nýl- endu í Ameríku. Hvaða kraftur fékk þá til fararinnar? Ást þeirra á frelsi og sjálfstæði fékk þessa ævintýrasjómenn til að leita nýrra landa. Þeir voru tákngervingar hins óþreyjufulla manns sem berst fyrir frelsi og sjálfstæði. Þeir könnuðu ekki aðeins lönd í vestri heldur einnig í suðri og austri. Meðal þeirra var Björn Hítdælakappi ásamt mörg- um öðrum. Leiðin um austurveg hafði þá þegar verið þekkt um langt skeið: Finnmörk, Hvítahaf og Divina eða Beloozero, Volga og Kaspíahaf. Sú leið sem fjölförnust var og elst var hin svokallaða „troðna slóð“ sem lá um Eystrasalt, Nevu, Ladogavatn, Volkhov, II- menvatn (hið eystra kennileiti fyrir norræna menn (Hólmgarður-Novgorod)), Lovatáin, Dnjepr, Svartahaf og Mikligarður. Þeir sigldu, fluttu skip sín, brutust í gegn, en fóru ekki um með ránshendi og hertóku ný lönd heldur settust að og blönduðust við þá sem fyrir voru. Með þessari blöndun við forna íbúa stórra landsvæða með ár, vötn og skóga, Þannig gátu íslendingar ekki skrifað sögur um norrænar byggðir í Garðaríki. En þetta er sama þjóðmenningin með svipaðar venjur, óskir og markmið, hvort heldur um er að ræða skerjagarðana í Austur-Svíþjóð eða endalausar ísbreiður hins fjarlæga Græn- lands. Án áttavita og án þekkingar á stjörn- ufræði sigldu norrænir menn til stranda Norður-Ameríku, Tabaristan og Puglia. Hvar sem hin norrænu drekaskip sigldu um (einu þeirra var lýst á lifandi hátt í rúss- neskri sögu um Solovey Budimirovich sem hauknum) var hin dæmigerða áhöfn skipuð stálhörðum riddurum andspænis andstæð- ingunum en mjúkum sem vaxi, tilbúnum að aðlagast utanaðkomandi áhrifum þegar þeir settust að og samlöguðust umhverfi sínu. Innrásum þeirra fylgdi ævinlega rán, brenn- ur og manndráp. Fyrir bragðið fórnuðu þeir uppruna sínum, tíndu niður þjóðernisein- kennum og hurfu inn í hina sigruðu þjóð, en auðguðu hana með örfáum orðum úr tungu sinni, ásamt norrænum persónueinkennum: ást til frelsis og sjávar, hinu óbugandi hug- rekki þeirra og hinni meðfæddu eðlishvöt landnemans. Lífshættir þeirra í Rússlandi voru hinir sömu og annars staðar án þess að við finnum þeim nokkurn stað í sögum þeirra.“ Á meðal hinna fjölmörgu fræðirita, sem ýmist fást við að greina hinn lifandi vef sög- unnar niður í öreindir eða steypa þeim sam- an í margslungið mynstur, leitaði ég að ótví- ræðum einkennum úr norrænum heimi. Þessi einkenni gætu fyllt upp í tómarúm sem ríkir við dögun rússneskrar þjóðarsögu sem kemur til vegna áhrifa andnorrænna manna sem reyndu allt hvað þeir gátu til að hafa af rússnesku þjóðinni einn glæstasta kaflann í sögu hennar. Islendinga mætti nefna útverði norrænna þjóða. Þeir höfðu bestu skáldin á Norður- löndum og hrynföst ljóð þeirra með sínum fióknu kenningum er sérkennilegt og verð- mætt dæmi frá þessu tímabili sögunnar. Norrænir sæfarar voru frumkvöðlar en líka vitrir ráðgjafar konunga og jarla, stofnendur hins frjálsa lands sem þeir gættu af kost- gæfni og gáfust ekki undir Olaf konung né heldur vildu þeir að hann eignaðist eina litla eyðieyju úti fyrir strönd landsins. Hinir bestu eiginleikar þeirra runnu saman við rússneska skapgerð sem aftur á móti hafði áhrif á daglegt líf norrænna manna, siði þeirra og handverk, með kynnum þeirra af slavnesku hugviti og andlegum gildum. Á meðan þetta á sér stað skýtur kristni föstum rótum í norðri. Rússar taka upp kristni árið 988 og í kjölfarið fylgdu Norðmenn, íslend- ingar og Gænlendingar árið 1000. Mér finnst Borges eiga langt í land með að hafa rétt fyr- ir sér þegar hann staðhæfir að íslensk ein- kenni hafi horfið algerlega í hinu víðáttum- ikla Rússlandi. Þvert á móti! Dæmigerð sérkenni þeirra má vel greina í samtíðar- mönnum vorum. Því er það að „erfðatengsl" mín við ísland eru hætt að valda mér nokkr- um heilabrotum. Mér finnst ég geta verið stoltur af íslensku þjóðinni sem fjarskyldum ættingjum, bæði að fornu og nýju. Þraut- seigja fólks á erfiðum tímum sem bjó við hungur og rán, nýlendustefnu og auðmýk- ingu á ekki minni aðdáun skilið en hetjudáðir fortiðar. Þetta er klárlega sýnt fram á í margfrægum bókum Halldórs Laxness; „Sjálfstæðu fólki“ og „íslandsklukkunni“. Þjóðir eru metnar á grundvelli glæstrar sögu sinnar en ekki fólksfjölda. Um langa hríð hefi ég fylgst með allri jiróun á íslandi (einn- ig hinni veigaminni!). Eg vildi hreinlega vita allt! Hvernig landsliðunum í skák og knatt- spyrnu gekk. Ég var afar ánægður að heyra náinn vin minn segja einn daginn: „Þitt lið vann!“ Ég gat ekki varist stolti á þeirri stundu. Ég var alsæll að heyra þessar góðu fréttir. Ég held ég verði að gera mönnum það al- veg ljóst að ást mín til Islands þýðir ekki að ég sé áhugalaus um eða vanræki mína eigin þjóð, né heldur þjóðir annarra landa. Ég geri mér grein fyrir að ísland er einungis lítið brot af fólksmergðinni í heiminum. Ég er einfaldlega að segja að ég eigi mér upp- áhaldsland, sem eins konar föðurland í mín- um huga. Mér er í mun að fólk muni eftir glæstri fortíð þessa lands og mikilvægi þess í sögu heimsins. Endanlegt markmið þessarar greinar er þó að minna fólk á að allar þjóðir eru skapaðar af samruna ólíks fólks með ól- íkan erfðafræðilegan og menningarlegan bakgnmn og fólk ætti að leita að sameigin- legum rótum í sögunni og andlegum gildum, með öðrum orðum ætti það að leita alls sem tengir það saman. Ef við höfum það stöðugt í huga að við séum náskyld hvert öðru fáumst við til að bera virðingu fyrir manneskjunni sem slíkri og þjóðum í heild (að við erum bæði forfeður og afkomendur hvers annars). Lengi vel gat ég ekki látið mig dreyma um að heimsækja Island. En þegar stjórn- málaástandið breyttist í landi okkar fann ég til vonarneista og hugði að minn gamli draumur gæti orðið að veruleika og að ég gæti heimsótt söguslóðir og hitt fólk sem ég finn til ótvíræðs andlegs skyldleika við. Eft- ir því sem ég best veit búa íslendingar við friðsælt og þægilegt líf og viðhalda gömlum hefðum. Það er mjög þróað land að því er snýr að menningu og menntun og þar eru lífslíkur með þeim hæstu sem þekkjast í heiminum. Mér finnst ég vita talsvert um íslands en þó er ég stundum undrandi yfir því hvað ég veit lítið. Ég taldi að á Islandi væri að finna fólk sem myndi hafa áhuga á Rússlandi og tengslum þessara tveggja landi. Ég vonaði að þeir myndu deila tilfinn- ingum mínum og hugsunum en hlæja ekki að mér (ég gat átt von á hvers konar við- brögðum að þessum meðtöldum), ég gæti sagt þeim af sjálfum mér og þeir kynnu að vilja vita meira um Rússland og langa til að heimsækja það. Ef til vill gæti ég komist í samband við íslendinga sem hefðu sömu til- finningar til Rússlands og ég til íslands. Ég myndi ekki álíta sjálfan mig félagslyndan að eðlisfari en hafði samband við nokkrar ferðaskrifstofur og komst að raun um að ég átti enga möguleika á að fara sem rússnesk- ur ferðamaður til Islands. En það kom mér ekki úr jafnvægi, þvi tilgangur fararinnar var að komast í kynni við daglegt líf í land- inu og fólkið sem þar býr, dvelja þar um tíma og læra ef til vill einhverja íslensku en fara ekki aðeins í skoðunarferðir. Að síð- ustu tók ég þá ákvörðun að hafa samband við slavnesku deildina við Háskóla íslands og skrifaði þeim um afstöðu mín til lands- ins. Þið getið nærri um undrun mína og gleði þegar ég fékk bréf frá Ólafi Magnússyni (65 ára) þar sem hann skrifar um afstöðu sína til Rússlands og lætur í ljós svipaðar hugmynd- ir og ég um að hann hefði einhver „rússnesk gen“. Hver getur efast um eða neitað þessum ævarandi tengslum milli íslands og Rúss- lands? Höfundurinn er laeknir í Pétursborg. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. MAÍ 2000 5 h

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.