Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Síða 7
píanóið var skyldugrein og tónfræðin byggist
á píanóinu. Þess vegna er það mín skoðun að
það sé mikilvægt að allir sem læra á hljóðfæri,
læri jafnframt á píanó - til að skilja tónfræð-
ina betur. En það yrði mjög erfitt að koma
þeirri skyldu á hér, bæði vegna þess hvað
tónlistarnám er dýrt, hvað hljóðfærið er dýrt
og hvað það yrði dýrt að ráða píanókennara
fyrir alla sem læra á hljóðfæri."
Sveitakrakkarnir skilja betur
samhengi hlutanna
En nú varstu í töluvert miklu starfi sem
kennari og organisti á Húsavik og ef ég man
rétt, varstu líka að spila í danshljómsveit þar.
Hvers vegna Laugar?
„Þegar staðan á Laugum bauðst, tók ég
henni fegins hendi, aðallega út af húsnæðis-
málum. Eg var búinn að flytja sex sinnum á
Húsavík og var búinn að fá nóg. Ég var lika
með nemendur héðan og fannst þeir miklu
sjálfstæðari en krakkarnir á Húsavík. Krakk-
arnir hér skilja samhengi hlutanna betur.
Krakkarnir á Húsavík eru líkari borgarbörn-
um. Hér var lifið einfaldara. Ég hafði kennt
hér einu sinni í viku og fannst alltaf gaman að
koma hingað."
Og danshljómsveitin er ennþá starfandi.
Hún heitir Jósi, Valmar og synir Þóra. Eins
og fyrr segir, hefur Valmar líka séð um tón-
listarþáttinn í leiksýningum, bæði á Húsavík
og á Laugum og útsetur þá fyrir öll hljóðfæri
og raddir og er orðinn algerlega ómissandi í
menningarlífi héraðsins. Hann er einnig org-
anisti í kirkjunni á Laugum, sem og kórstjóri
þar og kennir einu sinni í viku á Húsavík. Þeg-
ar hann er spurður hvort Reykjavík freisti
hans ekkert, svarar hann því neitand.
„Ég myndi ekki hafa jafn mikið að gera fyr-
ir sunnan - og ég þarf að hafa alltof mikið að
gera. Ég er líka mjög ánægður í sveitasælunni
hérna og ekkert á leiðinni í burtu héðan á
næstunni. Ég hef stundum velt því fyrir mér
að í Grikklandi til forna voru tónlist og leiklist
metin til jafns við stærðfræði og það má
kannski segja að við séum að byggja upp vísi
að því hér á Laugum. Við erum með það
marga nemendur að það er ekki lengur hægt
að halda eina tónleikafyrir hópinn. Þeir yrðu
einfaldlega alltof langir, þannig að við höldum
tvenna tónleika á vorin til að allir nemendur
okkar, sem eru á milli fjörutíu og fimmtíu, geti
spreytt sig. Síðan eru minni tónleikar, fyrir
hinar ýmsu deildir skólans, af og til yfir vetur-
inn.
Það hefur alltaf mikill tónlistaráhugi hér og
það er mikið af músíkölsku fólki hér fyrir
norðan. Annars finnst mér Islendingar yfir-
leitt vera mjög músíkalskir og það kom mér á
óvart að það geta flestir sungið.“
En eitthvað hlýtur að mega fara betur.
„Já, ætli það sé ekki sama gamla sagan um
agann. Eftir tvö ár í hernum skil ég aga allt
öðruvísi en Islendingar Ég mæli alls ekki með
þeim aga sem ég lærði í hernum, heldur aga
sem felur í sér vú-ðingu - fyrh- tíma kennarans
pg nemandans. Ég held að agi sé eitthvað sem
Islendingar ættu að taka til alvarlegrar at-
hugunar.“
Eistland hefur breyst of mikið
á seinustu árum
Þegar Valmar er spurður hvort hann langi
ekkert að flytja aftur heim til Eistlands, segir
hann það stundum koma upp í hugann en
breytingarnar á þeim árum sem hann hefur
dvalið á Islandi, séu allt of miklar til þess að
hann hafi velt því fyrir sér af alvöru.
„Eistneskt þjóðfélag er orðið allt öðruvísi
en það var þá, þótt þetta sé stuttur tími. Sjálf-
stæðinu fylgja svo miklar breytingar. Mér
finnst ég ekki átta mig á þeim. Tallinn er ekki
gamla, góða borgin mín.
Þetta er allt öðruvisi borg; hraðinn er
hrikalegur og spennan mikil. Þegar ég kom til
íslands voru engin fíkniefni komin til Tallinn,
nú eru þau orðin að vandamáli. Þar er líka
margt fólk í lausu lofti, til til dæmis rússneskt
mælandi fólk sem Rússarnir vilja ekki fá til
baka. Þetta fólk á mjög erfitt uppdráttar í
Eistlandi, vegna þess að við viljum það ekki
heldur. Það tilheyrir auðvitað þjóðinni sem
hefur hersetið okkur næstum alla síðustu öld.
Síðan eru þrettán ólíkir mafíuhópar í landinu
og lögreglan fær ekki við neitt ráðið. Áhættan
fyrir unglinga þar í sambandi við fíkniefni er
orðin eins og í öllum borgum heimsins.
Hér á Laugum eru hins vegar litlar áhætt-
ur. Hver einstaklingur er svo sýnilegur og hér
er mjög mikil samstaða. Ég myndi ekki vilja
búa í Tallinn ef ég færi til baka, heldur kaupa
hús fyrir utan borgina og keyra þangað í
vinnu.
En ég er ekki á leiðinni til Eistlands til að
setjast þar að. Mér líkar mjög vel að búa á ís-
landi. Það er ekki til fullkomið lif. Allir staðir
hafa kosti og galla og ég velti lítið íyrir mér
þeim hlutum sem ég hef ekki í það og það
skiptið. Eftir tvö ár í hernum vefjast hlutirnir
lítið íyrir mér. Ég er tiltölulega bjartsýnn
sama, hvar ég er - og íslensku sumrin eru frá-
bær.“
SÓLRÚN BRAGADÓTTIR Á TÓNLEIKUM í ÍSLENSKU ÓPERUNNI
tóndMpur atla heimis
VIÐ UTSÆ EINARS BEN
Sólrún Bragadóttir sópr-
ansöngkona og norski
píanóleikarinn Einar
Steen-Nokleberg frum-
flytja nýtt verk eftir Atla
Heimi Sveinsson í Islensku
óperunni annað kvöld.
MARGRÉT SVEIN-
BJÖRNSDÓTTIR heyrði
hljóðið í söngkonunni og
tónskóldinu en só síðar-
i V J
Atli Heimir Sveinsson
Sólrún Bragadóttir
nefndi bíður í ofvæni eftir
að heyra hvernig til hefur
tekist.
SÓLRÚN var stödd í Norðurlandahúsinu
í Færeyjum, úthvfld eftir vel heppnaða
tónleika í Þórshöfn á miðvikudagskvöld,
þegar blaðamaður náði af henni tali í
síma að morgni fimmtudags. I gærkvöld voru
hún og píanóleikarinn svo komin til Grænlands
þar sem þau héldu aðra tónleikana í þessari
þrennra tónleika röð, sem skipulögð er af Nord-
vest Musik í samvinnu við Reykjavík - menn-
ingarborg Evrópu árið 2000. Ög annað kvöld,
sunnudagskvöld, kl. 20.30 er komið að því að ís-
lenskir tónleikagestir fái að heyra hið nýja verk
Atla Heimis, við Ijóð Einars Benediktssonar,
Útsæ, frumflutt á Islandi, í Islensku óperunni.
Sjálfur kveðst Atli Heimir orðinn ærið spenntur
að heyra verkið flutt.
„Það er alltaf svolítið spennandi þegar maður
er að prófa eitthvað í fyrsta skipti, en þetta er al-
veg ný efnisskrá," segir Sólrún. Hún segir að
verk Atla Heimis hafi hlotið mjög góðar viðtök-
ur áheyrenda á tónleikunum í Þórshöfn og að
hún hlakki til að koma með það hingað heim og
leyfa tónskáldinu og íslenskum áheyrendum að
njóta þess.
Mætti kannski frekar
kalla þetta tóndrápur
„Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Einars
Benediktssonar, mér finnst hann meginskáld
okkai’ á íyrri hluta aldarinnar, rétt eins og
Steinn Steinarr var á þeim síðari,“ segir Atli
Heimir. Hann segir að eftir að Sólrún hafi beðið
sig að semja fyrir sig tónverk hafi komið í ljós að
hún var einnig mikill aðdáandi Einars Bene-
diktssonar. Þannig að niðurstaðan hafi orðið sú
að hann hellti sér í hinn mikla bálk Útsæ.
„Útsær er eitt af hans stóru kvæðum, tólf stór
erindi, og hvert þeirra tíu langar Ijóðlínur.
Þetta er eins og maður kallar það „gegnum-
kompónerað" sönglag, líkt og Alfakóngm-inn,“
útskýrir tónskáldið. „Með þvi á ég við að það er
alltaf ný tónlist við hvert erindi, en ekki eins og
t.d. Svanasöngui’ á heiði, þar sem eru þrjú er-
indi og sama tónlistin við öll erindin." Hann
segir í-eyndar varla hægt að tala um þessa
tónsmíð sína sem sönglög í venjulegum skiln-
ingi þess orðs. „Það mætti kannski frekar kalla
þetta tóndrápur - maður myndi seinast kalla
kvæði Einars Benediktssonar vísur.“
Ljóðelskur almenningur alitaf skilið
Einar Ben ógætlega
Að vísu segist Atli hafa sleppt einu og hálfu
erindi, einfaldlega af þeirri ástæðu að honum
þótti skáldið fara af leið. „Það voru útúrdúrar
sem mér fannst ekki eiga þar heima og ég fann
enga aðra viðunandi lausn. Mér finnst Einari
fórlast í þessu einu og hálfa erindi, en afgan-
gurinn er stórfenglegur. „Kvæði Einars er
mikilfenglegt, mjög djúphugsað og innilegt, og
ber öll merki mikils skáldskapar. Það hefur
alltaf verið álitið erfitt að gera músík við Einar
Ben. Það er vegna þess að hann notar löng orð
og samsett og langar Ijóðlínur. Hann þykir
stundum þungur og það orð lá á að hann væri
óskiljanlegur, en ég held að það hafi einkum
verið öfundsjúkir menntamenn sem voru á
þeirri skoðun - ég held að Ijóðelskur almenn-
ingur í landinu hafi alltaf skflið Einar Ben
ágætlega," segir Atli Heimir.
Stúlkan ó fjallinu
A tónleikunum munu þau Sólrún og Einar
Steen-Nokleberg einnig flytja allan ljóðaflokk-
inn „Haugtussa" eftir Edvard Grieg og söng-
lög eftir Sibelius, Rangström, Nielsen og
Sjögren.
Sólrún upplýsir að „Haugtussa" á norsku út-
leggist á íslensku „Stúlkan á fjallinu" og fjalli
ljóðaflokkurinn um selstúlku sem dvelji ein á
fjalli og gæti kúa og geita. Þar bíður hún eftir
ástvini sínum sem aldrei kemur og á endanum
deyr hún. Sólrún segir stórkostlegt að hafa
píanóleikarann Einar Steen-Nokleberg sér við
hlið, ekki síst þegar hún flytur Ijóðaflokk
Griegs, þar sem hann sé mjög fær Grieg-túlk-
andi og spili verk hans um allan heim. „Einar er
heimsfrægur píanóleikari og prófessor við tón-
listarháskólann í Hannover, en þar kynntist ég
honum einmitt," segir hún. Þau hafa komið fram
saman áður og ná mjög vel saman, að sögn Sól-
rúnar. „Það er eins og við getum lesið hvort ann-
að, sem er auðvitað mjög mikils virði. Hann
kemur fram sem einleikari um allan heim, bæði
með hljómsveitum og einn, og er stöðugt á ferð-
inni, fyrir utan að vera prófessor í Hannover.
Hann hefur líka spilað mikið með söngvurum og
hefur einstaka tMnningu fyrir því - en það er
alls ekki sjálfgefið fyrir píanóleikara sem annars
spilar mikið einn,“ segir Sólrún.
Ný, norræn tónleikaröð
Tónleikar þeirra Sólrúnar og Einar Steen-
Noklebergs eru hinir fyrstu í tónleikaröð nor-
rænna tónlistarmanna sem skipulagðir eru und-
ir merkjum Nordvest Musik. Hugmyndin um
sameiginlega tónleikaröð vestnorrænu land-
anna þriggja, Grænlands, Færeyja og íslands,
fæddist í kjölfar umræðu um aukið samstarf
landanna þegar íslendingar gegndu for-
mennsku í Norrænu ráðherranefndinni á síðast-
liðnu ári. Nordvest Musik skipuleggur tónleika
norrænna tónlistarmanna í þessum þremur
löndum og fara þeir fram yfir sumartímann, eða
á tímabilinu frá maí íram í ágúst. Markmið tón-
leikaraðarinnar er að stuðla að tíðari heimsókn-
um þekktra norrænna tónlistarmanna til vestn-
orræna svæðisins og að greiða fyrir ferðum
tónlistarmanna landanna þriggja innan svæðis-
ins og að stuðla að auknu samstarfi tónlistar-
manna í þessum löndum við starfsbræður sína á
öðrum Norðurlöndum.
Tónleikamir eru styrktir af Norræna menn-
ingarsjóðnum, rfldsstjóm Islands, Atlantic
Airways, Flugfélagi íslands o.fl. Forsala að-
göngumiða er í Blómálfinum, Vesturgötu 2, og
verslunum Japis á Laugavegi og í Kringlunni.
JENNY ERPENBECK
LES Á SÚFISTANUM
ÞÝSKA menningarstofnunin Goethe-Zentrum
slær botninn í upplestraröðina „Nýju skáldin
þýsku“ í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20, þegar
hinn ungi rithöfundur Jenny Erpenbeck les úr
fyrstu skáldsögu sinni „Geschichte vom jungen
Kind“ á bókakaffihúsinu Súfistanum í húsnæði
Máls og menningar. í upplestraröð Goethe-
Zentrums, er veitt yfirsýn yfir verk þýskra rit-
höfunda af yngri kynslóðinni.
í fréttatilkynningu segir:
„Erpenbeck lýsir því á óvenju jákvæðan hátt
hvemig söguhetjan, ung telpa, sættir sig við
annmarka sína: ólögulegan líkamann, lélega
frammistöðu í enskutímum, klunnalega tilburði
í boltaleikjum, klaufalegar augngotur í átt að
öllu sem erótík tengist, sffelldan lasleika, það að
standa ekki undir kröfum. Telpan má sín
minnst af öllum bömunum í heimavistarskólan-
um, sem hún er í, en einmitt það gerir hana í
raun sterka. Hún beinlínis nýtur þeirrar „náðar
að hafa verið gefin upp á bátinn" því neðsta
þrepið í hinu stigskipta kerfi er óumdeilt. Þetta
er saga af barni sem ekki eingöngu vill smjúga
úr greipum heimsins og velgengnismælikvarða
hans heldur einnig úr greipum tfmans.“
í bókadómi í Der Spiegel segir m.a: „Skáld-
saga Jennyar Erpenbeck er lífleg og trúverðug
lýsing á dæmigerðri baráttu og raunum heima-
vistarbarna á vissum aldri. Endirinn kemur
mjög á óvart en honum verður ekki ljóstrað upp
hér. Nærtækt er að túlka upptökuheimilið einn-
ig sem myndlfldngu er standi fyrir hið lokaða
samfélag Þýska alþýðulýðveldisins.
Jenny Erpenbeck fæddist í Berlín árið 1967.
Jenny Erpenbeck
Hún býr í nágrenni borgarinnar Graz í Austur-
ríki þar sem hún starfar sem rithöfundur og
leikstjóri. Dæmisagan um hina eilífu bernsku er
frumraun hennar á bókmenntasviðinu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 13. MAÍ 2000 7