Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 8
NORÐLINGAHOLT OG ÞINGNES MorgunblaSið/Golli Loftmynd af norðausturhluta Elliðavatns. Samkvæmt skoðun greinarhöfundarins er Norðlingaholt næst á myndlnni og skagar lítið eitt út í vatnið. Bærinn á Eliiðavatni er lengst til hægri, en í baksýn er Heiðmörk ogfjallgarðurinn með Vífílsfell fyrir miðju. EFTIRGUÐMUNDVIÐI GUÐMUNDSSON í Þingnesi við Elliðavatn var Kjalarnesþing hið forna líklega háð. Þar voru veigamiklar ákvarð- anir um stofnun allsherjar- ríkis á íslandi teknar. Samt * eru furðu fáir sem þekkja þennanmerkilegastaðog enn færri sem þekkja Norðlingaholtsemskagar lítið eitt út í vatnið, svo til beintá móti Þingnesi. ÞAÐ ER skemmtilegt tíl þess að vita þegar minna þekkt örnefni í nágrenni Reykjavíkur eru rifjuð upp og menn færa í letur hug- renningar sínar um tilvist þeirra. Verð ég þó að viðurkenna að sem staðkunnugum manni kom mér margt spánskt fyrir sjónir í tveimur greinum sem birtust hér í Lesbókinni í haust sem leið. Onnur þeirra birtist 23. október, eftír Indriða G. Þorsteinsson rithöfund, og bar yfirskriftina Norðlingaholt en hin 11. desember, nefndist Klapparholt - Norðlingaholt, eftír Ein- ar Birni frá Grafarholtí. Það er tílgangur minn með þessum skrifum að staðsetja Norðlingaholtið þar sem það á heima og varpa fram þeim tílgátum um tílurð örnefnisins sem tíl eru og fjalla einnig um Þingnes við Elliðavatn þar eð nafngifl Norðl- ingaholts kann að tengjast þinghaldi þar. Sem vænta má er grein I.G.Þ fjörlega skrifuð en ber þess vitni að höfundur mun ókunnugur staðháttum. Það svæði sem hann kallar Norðl- ingaholt heitír Klapparholtsmóar. Minnir I.G.Þ. Ljósm.: Guðmundur Víðir. Vetrarmynd af umhverfinu vlð Elllðavatn og Norðlingaholti sem rís dökkleitt á miðri myndinni vegna þess að það er skógi vaxið. Myndin er tekin mót austri af veginum úr Breiðholti niður að Elliðaánum. á það sem gamall Norðlendingur að sveitungar hans, fyrri alda, hafi óefað komið saman á Norðlingaholti eftir skreiðarferðir sínar og geymt þar hesta sína meðan skroppið var til Reykjavíkur og dragi holtíð nafn sitt af því. Eklri er þekkt svo óyggjandi sé af hverju Norðl- ingaholt dregur nafh sitt en grunur minn er sá að þær rætur liggi dýpra og fjær okkur í tíma en I.G.Þ. giskar á og jafnframt er ekki víst að leita þurfi norður yfír heiðar til að finna Norðlinga. E.B. staðsetur hins vegar Norðlingaholtíð ranglega og setur það þar sem efstu götur í Selás- hverfi eru, þ.e. Þverás, Þingás o.s.frv. Tæpir E.B. einnig á því að misskilningur I.G.Þ. stafi af götu- heitinu Norðlingabraut, vegi sem liggur eftír Klapparholtsmóum. Vegarheití þetta á fátt skylt með gömlum örnefiiun að öðru leytí en því að það dregur nafn sitt af Norðlingaholti en vegurinn liggur einmitt frá Rauðavatni suður yfir Klappar- holtsmóa og endar efst á Norðlingaholti. Staosetning Norolingaholts Norðlingaholt heitír hæðin sem er við norðan- vert Elliðavatn og blasir við á hægri hönd þegar ekið er frá Breiðholtí í átttna að Rauðavatni. Norðlingaholt tílheyrði áður Gröf (Grafarholti) en Jens Eyjólfsson byggingarmeistari keyptí það og Selásinn á fyrri hluta aldarinnar. I kringum seinna stríð fór hann að seh'a sumarbústaðalóðir á NorðKngaholtí en meðal þeirra fyrstu tíl að kaupa þar lönd voru kaupmennirnir Kristinn og Mar- teinn Einarssynir og Oskar Gíslason gullsmiður. Eftír að tveir þeirra höfðu reist bústaði réðust þeir í að leggja veg að bústöðunum og nefndu hann Norðlingabraut, eftir holtínu. E.B. segir veginn sem Breiðholtsbrautin var lögð yfir hafa verið kallaðan Norðlingabraut, Ofanbyggðaveg eða Flóttamannaveg. Það er rangt hjá E.B. að þessi vegur hafi verið kallaður Norðlingabraut. Hann hét áður Elliðavatnsveg- ur og lá alla leið upp á Kaldárselsveg í Hafnar- firði. Ruglingur á veganöfnum gæti hins vegar stafað af því að beygt var útaf Suðurlandsvegi á sama stað, hvora leið sem menn ætluðu og veg- vísar því nálægt hvor öðrum. Flóttamannaveg- ur var kallaður sá hluti Elliðavatnsvegar sem lá frá Hafnarfirði að Vífilsstöðum. Byggir E.B. staðsetningu á örnefnaskrá afa síns, Björns Bjarnarsonar alþm. í Grafarholti (Gröf). Ég hef kynnt mér þessa skrá og fleiri gögn hjá Omefnastofhun. Skráin er mjög ítarleg og vönduð að gerð og kemur vel heim og saman við þau örnefni sem ég þekki af því svæði sem hún tekur til, með undantekningum þó. Svo vitnað sé í handrit Björns Bjarnarsonar: „Frá Klapparholtsmóum gengur þama mis- hæðóttur lyngmóahryggw suður í fíatlendið, sem EUiðavatnsengjar eru á, og beygist Bugða fyrir hann, rennur meðfram honum og myndar þannig langt og eigi breitt nes eða odda. Syðst í oddanum er stór hóll eða holt, en í lægð norðan viðhann hefur bær verið ogfleiri byggingar, eru þarrústirmjögfornlegar." Björn nefnir þennan lyngmóahrygg ekki neinu nafni. Syðri hluti þessa lyngmóahryggjar er Norðlingaholt en sá nyrðri Bakkaskyggnir eða Oddaskyggnir. í lægðinni þar á milli eru rústir af bæ sem senni- lega hét Oddagerði eða Oddagerðisnes og er tal- ið að hafi lagst í eyði á 15. eða 16. öld. Svo aftur sé vitnað í handrit Björns: „Norðl- ingaholt, um uppruna þessa brnefnis er ókunn- ugt, en mér þykir líklegt að það stafíaf umferð Norðlendinga þar. Þegar þeir fóru til Suður- nesja lá leið þeirra um Mosfellsheiði og yfír Mosfellssveit. Á fyrri öldum var lítið erinda til Reykjavíkur, sem þá var aðeins eitt býli......en hafí Norðlendingar farið þá leið, lá vegurþeirra meðfram Norðiingaholti að austan og sunnan." Þarna staðsetur Björn Norðlingaholt þar sem efstu götur í Selási eru í dag. Þetta hæðardrag hef ég séð nefiit Brekknaás en nyrsta hluta þess Sauðaskyggni en Sauðadal á miUi þess og Seláss- ins. Björn staðsetur Brekknaásinn hinsvegar ut- an í Selásnum. Víst getur verið að fleiri en einn staður heití sama nafhi þótt stutt sé á milli. Þó hallast ég fremur að því að Björn fari rangt með staðsetningu Norðlingaholts í örnefhaskrá sinni. Gröf var stór jörð og vel skipuð örnefnum enda hljóðar skrá hans upp á 320 örnefhi. Það myndu fáir telja mikið þótt honum skjöplaðist um eitt Þessa skoðun mína byggi ég annars vegar á því að æði grunsamlegt er að jafn áberandi kennileiti og umræddur lyngmóahryggur er skuli vera nafnlaus, samanber skrá Björns, en holtið er sérstaklega áberandi þegar ekið er að austan framhjá Rauðhólum og litið er í átt tíl Helluvatns og ekki síður frá Elliðavatnsbænum og Vatnsenda. Hins vegar rökstyð ég skoðun mína á gögnum sem ég hef kynnt mér hjá Ör- nefnastofnum og víðar. Þar er Norðlingaholt í öllum tílvikum staðsett við Elliðavatn. Sumar þessar heimildir eru eldri en örnefnaskrá Björns sem birtíst í Árbók hins íslenska forn- leifafélags árið 1914. Heimildir þessar eru: Uppdráttur eftír Benedikt Gröndal frá 1880 af Elliðaánum frá upptökum til ósa (sjá mynd hértilhliðar), Daniel Bruun getur Norðlingaholts 1897 þeg- ar Benedikt Sveinsson, faðir Einars skálds, sýn- ir honum Þingnes: ,^lþingismaðurinn Benedikt Sveinsson sýndi mér þingbúðir á nyrðri bakka vatnsins hjá holti sem nefhist Norðhngaholt." Örnefnaskrá sem Ari Gíslason, kennari á Akranesi og mMvirkur örnefnasafnari, skráði eftir Helgu Björnsdóttur frá Grafarholti (dóttur Björns Bjarnarsonar alþm.). „Vestur við Bald- urshaga (Klapparholt) eru Klapparholtsmóar sem liggja suður með Bugðu. Þar suður affast við ána er holt sem heitir Norðlingaholt, þar voru margir gótutroðningar." Kort Steindórs Björnssonar frá Gröf (bróður Helgu frá Grafarholti) en hann mertór Norðl- ingaholtið inn á kortið við Elliðavatn. Eftirfarandi var skráð eftir Tryggva Einars- syni frá Miðdal sem var fæddur þar 1901 og bjó þar alla tíð. „Fyrir norðan Hóhnsá (Bugðu) nokkurnveginn norðurafEUiðavatnsbænum, er allstórt nes eða tangi, sem Oddagerðisnes heitir. Þar var býli eða hjáleiga, sem Oddagerði hét. Síðast þegar ég fór þar um, sást þar rétt fyrir veggjum. Há hæðina norðan til á nesinu heyrði égnefnda Norðlingaholt." Einnig kemur Norðlingaholtíð fyrir í örn- efnaskrá yfir jörðina Elliðavatn og er heimildar- maður Eggert Norðdahl frá Hólmi. Auk þessa kemur Norðlingaholt víða fyrir í skrifum Árna Óla blaðamanns um Kjalarnes- þing eins og kemur fram síðar í greininni. Tilurð örnef nisins Tvær skýringar hef ég heyrt um nafngift Norðlingaholts. Ónnur er sú að holtið dragi nafn sitt af ferðum Norðlendinga suður með sjó á vetrarvertíð og á vorin til skreiðarkaupa. Mun leið þeirra þá hafa legið yfir Mosfellsheiðina og skildust leiðir þeirra í nágrenni Norðlingaholts eftír því hvert á nesin átti að fara. Á sama hátt urðu endurfundir þegar menn voru á norður- leið. Fyrr á öldum var lítil ástæða tíl að leggja lykkju á leið sína tíl Reykjavíkur því hún var þá lítið meira en venjulegt býli. Nokkru austan við Norðlingaholt eru gamlar götur sem heita Norðlingagötur. Er þetta alfaraleið og hún víða vörðuð örnefnum sem tengjast norðanmönnum, s.s. Norðlingavað og Norðlingaháls. Fremur ósennilegt finnst mér að Norðlendingar hafi haft viðkomu við Norðlingaholt á suðurleið því það er alveg í hvarfi þangað til komið er vel framhjá því, en á norðurleið blasir það hinsveg- ar við þegar komið er upp á hæðirnar sunnan megin við EUiðavatn. Ef norðanmenn ætluðu sér áningu við Norðlingaholt urðu þeir hinsveg- ar að leggja lykkju á leið sína og fara að óþörfu yfir Bugðu. Þótt hún sé ekki vatnsmikil er hún víðast ill yfirferðar á þessum slóðum sökum þess hve holbekkt hún er og botninn leðjubor- 8 LESBÓK MORGUNBLADSINS - MENNING/USTIR 13. MAl 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.